Alþýðublaðið - 07.11.1981, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 7. nóvember 1981
Gámur til vinstri og hálf aumingjalegur skúr til
hægri. Þetta er húsasmiðunum boðið upp á til þess að
drekka kaffiðsitt f. Salerni er ekkert, menn verða að
halda í sér þangað til þeir koma heim.
Hér sést inn í einn af betri skúrunum í Seljahverfinu.
Hann er þó ekki eins og reglur gera ráð fyrir, fata-
hengi á að vera aðskilið matstofu. Aðrir kaf fiskúrar i
hverfinu voru til skammar.
Aðstaða húsasmiða í Seljahverfi
llur
fyrir neðan allar
var ^Vr'r
„jartónnur' f Jf"'
uru ' ^jnaðS v\nous^^na •, >»*"” 4°,
'^rsUður svo f'^lsars
inun'^ ý0a n'öurf v'innustaö' v ^
iðnaö' °9 V á . nd' sern s\ nefna
• aðv,S íenisr rfw"«,9u.
1 aö v?unareínurn 'p\f\ur 09 s'* t Br\öh°«
^vor *rekkr h*'a.sV hré sér uPp u0p\ýs\n9-
^u'ba’ iu /ðubfaös'r's rvreyr'a^)2Ér -^fnframf
>ður .» fiunmm og
'e!"aCr f a\u;r„u að^ð. serBre.,ðhollinu.
5^gar^a^uu,-
^unnngetaie
— víða vantar salerni
og kaffistofur
F.v. Kristvin Jósúa Jósepsson, húsasmíðameistari,
Pétur Siguroddsson, hjá Trésmiðafélagi Reykjavikur
og leiðsögumaður Alþýðublaðsins, Benedikt Júlíusson
og Þórir Oddsson, smiðir. Þessi kaffiskúr t Kamba-
selinu, er með þeim snyrtilegri i Seljahverfinu. Sums
staðar verða menn að láta sér nægja af lóga gáma eða
skúra fulla af byggingarefni.
andinn segir a& þetta sé alltaf á
leiöinni, en ekkert gerist.
Kristvin var ögn harðari en
Benedikt. Hann sagðist mundu
kalla til eftirlitsmanninn aftur
ef klósettið sem átti að vera
komið, væri ekki komið á sinn
stað á mánudaginn. — Ég hef
annast ýmis verk i gegnum
tiðina, og alltaf séð um að það
væri til skúr fyrir mina menn,
hélt hann áfram, það hefur
kannski ekki alltaf verið það
besta sem völ var á, en ég hef
reynt að sjá þeim fyrir aðstöðu.
— Það er eins og utanaðkom-
andi hjálp beri betri árangur en
beinar kvartanir frá okkur,
sagði Þórir og benedikt sam-
sinnti þvi.
— En hafið þið ekki látið i
ykkur heyra, er ykkur alveg
sama?
— Nei, okkur er náttiirlega
ekki sama, en þessu rausi i okk-
ur er bara aldrei sinnt, sagði
Þórir. Viö höfum aldrei risið
upp og setthnefann i borðið.Svo
er maður hræddur við ergesli.
Þeir sögðu að vinnu-
félaganna vegna og starfs-
andans veigri menn sér við þvi
að vera með kröfur sem gætu
Viljum ekki hleypa illu
blóði í menn með því að kvarta
segja húsasmiðir í Seljahverfi
Við Kleifarsel eru heilmiklar
by ggingarframkvæmdir sem
staðiö hafa i nokkur ár. Verk-
takinn er Sævar örn
Höskuldsson. Þaö var á þessum
vinnustað sem eftirlitsmaður
Vinnue fti rlitsins gerði kröfur
um úrbætur áaðstöðu iðnaðar-
mannanna. Hafistvar handa við
gö reisa myndarlegan skúr fyrir
starfsm ennina, en salernið hef-
ur enn ekki séð dagsins ljós.
Þegar blm. Alþýðublaðsins
bar aö garði, sátu þar fyrir
húsasmiðirnir Benedikt
Júlíusson og Þórir Oddsson og
húsasmiðameistarinn Kristvin
Jósúa Jósepsson.
— Það hefur aldrei nokkurn
tima verið klósett þar sem ég
hef verið.sagði Benedikt, þegar
þeirvoru spurðir um aðstööuna,
og hann bætti við að nokkrir
vinnufélagar hans hefðu verið
sniðugir um daginn, þegar þeir
skruppu i bæinn á klósettiö og
létu verktakann fá reikning fyr-
ir ferðinni. Þeir fengu reikn-
inginn borgaöann.
— Maður hefur aldreihugsaö
út i þetta, enda þýöir ekkert að
ræða þessi mál. Vinnuveit-
hleypt illu blóöi i samskiptin á
vinnustaðnum.
— Þetta er að vissu leyti okk-
ar sök, sagði Kristvin, að
aðstaðan er ekki betri.
En stéttarfélagið. Hafið þið
samband við það ef ykkur finnst
úrbóta þörf?
Nei, ekki gerðu þeir það, þeir
færu tæplega á fundi hjá stéttar-
félaginu. Þeir félagarnir voru
sammála um að Vinnueftirlitið
væri til hins betra, þar kæmi
hlutlaus aðili inn i myndina,
sem gæti krafist úbóta fyrir
hönd starfsmanna.
— EGE.
Hvernig fyndist þér, lesandi
gíður að vinna þar sem engin
aðstaða væri fyrir hendi til þess
að sinna likamlegum þörfum
þlnum, eins og að skreppa á kló-
settið og þvo þér um hendurn-
ar? Eða vera á vinnustað þar
sem engin aðstaða væri fyrir þig
og vinnufélagana að setjast nið-
ur og matast eða fá þér kaffi-
sopa?
Eitt helsta aðbúnaðarvanda-
mál húsasmiöaer einmitt þetta.
Þessi hópur iðnaöarmanna
vinnur úti við allan ársins hring
og hafa i versta falli ekkert af-
drep fyrir hreinlætisaðstöðu eða
matstofu. Blaöamaður Alþýðu-
blaðsins heimsótti nokkra
vinnustaöi I nýbyggingahverfi
efst i Seljahverfi I Breiðholti i
gær. Leiðsögumaður var Pétur
Sigur okksson, hjá Trésmlðafél-
agi Reykjavikur.
Pétur rakti nokkur atriði að-
stööuvandamálanna. Hann
sagði að hér í eina tið hefðu
húsasmiðir látið sér nægja fötu
sem salerni. Og þar með var
það upp talið, ekki var um að
ræða rennandi vatn eða hand-
laugar.
Nú orðið væri það samnings-
bundið, aðekki mætti hefja verk
fyrr en tryggð hefði verið viðun-
andi aðstaða á vinnustað undir
matstofu og klósett. En á þessu
væri oft brotalöm. Margir út-
vega einhvers konar afdrep, allt
frá stórgóðum skúrum, með öllu
tilheyrandi, niður i kofaskrifli
og aflóga gáma. Þó er algengast
að um hið siðar nefnda sé að
ræða.
Svo er mælt fyrir i reglum um
vinnuskúra að þeir séu rúmgóð-
ir og innréttingar þannig að
auðvelt sé að þrifa þær. Skúr-
arnir skulu vera upphitaðir og
reglur gera einnig ráð fyrir þvi
að fatageymsla skuli aðskilin
frá matstofu og aö á salerni sé
bæði heitt og kalt vatn.
Reyndin er sú að þar sem
skúrar eru til staðar, i einhverri
mynd, uppfylla fæstir þeirra
nema nokkur J>essaraskilyröa.
En hvernig fara menn
að án kaffistofu og sal-
ernis? Ju, viö
mælendur Alþýðublaðsins voru
á einu máli um það að með tim-
anum lærðist mönnum að ganga
ekki örna sinna nema á ákveðn-
um tima sólarhrings, áður en
farið er i vinnu eða eftir að kom-
ið er heim. Þeir sem ekki geta
aðlagað sig þessari „reglu”
verða að drifa sig heim þegar
kallið kemur, eða leita á náðir
húseigenda i nágrenninu eöa til
nærliggjandi bensinstööva. I
matar og kaffitimum gegnir bill
einhvers iðnaðarmannsins hlut-
verki kaffistofunnar.
Pétur sagði að kemisk-klosett
heföu verið notuð, en nú væri
gert ráö fyrir því i samningum,
að þar sem skólplagnir væru til
staðar þar ætti að koma fyrir
vatnssalernum.
Verktakar eiga að sjá starfs-
mönnum sinum fyrir þessari
aðstöðu, og er i sjálfu sér ekki
hægt að kvarta undan aðbúnaði
hjá stærri verktökum, t.d. væri
Byggingasamvinnufélagið
Aðalból til fyrirmyndar i þess-
um efnum. Þó er þetta ekki und-
antekningalaust. Hið raunveru-
lega vandamál er ástandið á
litlu vinnustöðunum, hjá þeim
sem væru að byggja einbýlis-
hús. Húsbyggjendum vex kostn-
aðurinn, við að koma upp kaffi-
skúr, i augum og veigra sér við
að leggja út i meiri kostnað en
byggingin sjálf gefur tilefni til.
Nokkuð er um það að i hverfi
sem miklar byggingafram-
kvæmdir fara fram á svipuðum
tima, að þar er einn skúr fyrir
hverfið, með öllu tilheyrandi, i
stað engra eða margra mis-
munandi útbúinna.
Kvarta
menn ekki yfir aðstöðu-
leysinu?
Það er alltof litið, eftir þvi
sem Pétur sagði. Þó eðlilegast
væri að stéttarfélagið sé látið
vita þegar aðstæður væru óvið-
unandi, en það væri ekki gert.
Hann benti á að á vinnustöðum
sem þeim sem um er rætt, væru
atvinnurekandi og verkamaður
vinnufélagar. Menn væru ragir
við, eða beinlinis vildu ekki
kvarta, til þess að koma ekki af
stað leiðindum á vinnustaðnum.
Það er eins og menn átti sig ekki
á hlutverki stéttarfélaga.
En hvað er þá verið að
gera til bóta?
Pétur upplýsti að hjá Tré-
smiðafélaginu bindi menn mikl-
ar vonir við lögin um aðbúnað
og hollustuhætti á vinnustöðum,
til þess að ná þessu sjálfsagða
réttlætismáli i gegn. Og eftir-
litsmann Vinnueftiriit rikisins,
en hann hefði nú þegar sannað
ágæti embættis sins með þvi að
ná fram úrbótum á vinnustað i
Kleifarseli.
Þar hefði einn verktaki verið
með 24 raðhús og 2 blokkir i
byggingu, en ekki staðið nægi-
lega vel að aðbúnaði starfs-
manna sinna. Nú væri komin
þar nýr skúr fyrir matstofu og
salernið væri á næstu grösum.
Þessu hefði verið kippt I liðinn á
myndarlegan hátt fyrir tilstilli
eftirlitsmannsins.
Einnig hefur Trésmiðafélagið
veriö að reyna aö ná fram betri
samningum i þessum samning-
um þessum efnum, þar sem
gengið er út frá þvi aö verk sé
ekki hafið fyrr en öll aðstaða
væri eins og best verður á kosiö.'
Pétur sagði einnig að þaö væri
til heimild í byggingarreglu-
geröinni til handa byggingar-
fulltrúa að stöðva verk ef aö-
stöðu væri ábótavant, en það
hefur verið einhver tregða hjá