Alþýðublaðið - 25.11.1981, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.11.1981, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 25. nóvember 1981 Bryndis Schram Fagnaðarfundir Listdanssýning i Þjóðleikhúsinu islenzki dansf lokkurinn Gestir: Auður Bjarnadóttir og Dinko Bogdanic Eftirminnilegasta sýning Þjóöleikhússins á siöasta ári var tvimælalaust jólasýning Is- lenzka dansflokksins vib tónlist eftir Jón Ásgeirsson. Þaö er kannski of snemmt aö fullyröa nokkuö um nýhafiö leikár, en sýning sú, sem nú stendur yfir i þvisa húsi, veröur ógleymanleg öllum, sem sjá. Þaö er stórkost- legt aö fylgjast meö þeim öru framförum, sem Islenzki' dans- flokkurinn tekur frá einu ári til annars. Meö ódrepandi þraut- seigju og dugnaöi hefur hann nú náö þvl aö vera óaöfinnanlegur og sambærilegur viö þaö, sem maöur sér I atvinnuleikhúsum erlendis. Islenzki dansflokkurinn virö- ist hafa tileinkað sér mjög heillavænleg vinnubrögö, og er nú aö byrja að uppskera ávöxt vinnu sinnar. Arum saman hef- ur framvarðasveitin veriö aö ryöja brautina, unnið sleitulaust til þess að tryggja næstu kyn- slóö starfsgrundvöll og áfram- haldandi llf. Þessi fyrsti hópur er kannski ekki búinn öllum höf- uökostum hins fullkomna ballettdansara, en hefur svo margt annaö til aö bera, sem bætir hitt upp og er llfsnauösyn I brautryöjendastarfi. Á undan- förnum árum höfum viö misst úr landi marga hæfa dansara, en nú virðist vera aö komast á fót hópur ungra dansara, sem getur litiö bjartari augum til framtlöarinnar hér heima. Þökk sé þeim, sem fyrstir fóru. Þó aö þaö hafi verib sárt aö horfa á eftir okkar beztu döns- urum út I hinn stóra heim, þá er stundum gott aö eiga þá aö og fá aö berast á straumum evrópskr- ar hámenningar. Aö þessu sinni sækja okkur heim tvær Islenzk- ar listakonur, sem báöar eru búsettar I rótgrónum menning- arborgum I hjarta Evrópu. Hlif Svavarsdóttir kemur frá Amsterdam, þar sem hún hefur árum saman starfaö sem list- dansari og nú siöast sem dansa- höfundur. Auöur Bjarnadóttir er fastráöinn aöaldansari viö óperuna I MÚnchen. Báöar eiga pessar ungu konur stóran þátt I þvl að gera þessa sýningu dans- flokksins ógleymanlega, þó aö meö óllkum hætti sé. Hlif Svavarsdóttir er aö vlsu hætt aö dansa sjálf, en hún hefur ' fundiö sér nýtt og áhrifamikiö tjáningarform I „kóreógrafi- unni”. Hllf hefur mikiö aö gefa sem listamaöur, og meö þvl aö virkja hugmyndir slnar I hreyf- ingum hópsins færir hún út valdsviö sitt, nær til miklu fleiri. Hún hefur mjög sterkan persónuleika, hefur mjög næmt auga fyrir formi og litum og dregur upp dansa sina nánast eins og myndlistarmaöur. Fin- legir drættir I svartan flöt. A ég þá viö fyrra verk Hllfar á um- ræddri sýningu viö tónlist eftir Messiaen. Gullfallegt verk, sem lyftir manni I hæöir. Eins konar leikur aö formum. Grunnurinn klassiskur, en samt nýjar leiðir, persónulegri, einlægari. Bún- ingar og leikmynd voru Hka ein- staklega fallegir, og beiting ljósa frábær. Dansarar I þessu atriöi voru sjö talsins, þar af tveir karl- menn. 1 fyrsta sinn náðist þessi léttleiki, sem gerir gæfumun- • inn, auk þess sem höfundi tókst aö laöa fram það bezta i hverj- um og einum. Samstilling hóps- ins var þvl sem næst fullkomin, mjög svo seðjandi fyrir næmt auga fagurkerans. Seinna verk Hllfar á sýning- unni var við tónlist eftir Anton Webern, flóknara og tormeltara en þaö fyrra. Aö þessu sinni var sviöiö alautt, engin leiktjöld engin hjálpartæki. Búningar rauöir, hreyfingar kaldar, jafn- vel ljótar og ógnvekjandi, mjög i anda tónskáldsins. Hópurinn stærri og misjafnari. Enn var hiö klassiska form brotiö upp, enn var áherzla lögö á persónu- lega tjáningu. Svipmikið verk, en ef til vill ekki eins fullkomiö aö formi tij og hiö fyrra. Eins og fyrr segir virtust dansarar I toppformi. Þær Lára, Helena og Katrln eru smám saman aö sækja I sig veöriö, og eru aö verba skær- ustu stjörnur flokksins. Endur- nýjun er nauösynleg. ÖBru vlsi veröur engin framför. ólafia Bjarnleifsdóttir er enn aö bæta sig, og er um þessar mundir einn fjölhæfasti dansarinn. Hef- ur til aö bera dramatlska hæfi- leika, auk þess sem hálslina og axlir gefa henni þokkafullt, klassiskt yfirbragö. Guömunda Jóhannesdóttir hefur löng og mjó bein, sem hæfa fullkomlega nútlmadansi. Henni hefur farið mikiö fram, og er einnig oröin einn af máttarstólpum flokks- ins. Þaö er líka gaman aö sjá, aö viö erum aö eignast ágætan karldansara, þar sem er Jó- hannes Pálsson. Hlýtur þaö aö vera uppörvandi fyrir örn Guö- mundsson, sem hefur staöiö einn i baráttunni öll þessi ár. Báöir karldansararnir gera allt kórrétt, eru öruggir og léttir. Það bar minna á Helgu Berhard nú en oft áöur, en þaö fer aldrei hjá þvl, aö hennar þokkafullu Útvarp — 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Sam- starfsmenn: önundur Björnsson og Guörún Birg- isdóttir.* (8.00 Fréttir. Dag- skrá. Morgunorð : Margrét Jónsdóttir talar. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veður- fregnir. Forustugr. frh.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgun- stund barnanna: „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells, Marteinn Skaft- fells þýddi. Guörún Jóns- dóttir les (8). 9.20 Leikfimi Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.30 Sjávardtvegur og sigl- ingar Umsjón: Ingólfur Arnarson. Lána- og af- komumál sjávarútvegsins. Rætt viö Martein Friöriks- son, framkvæmdastjóra á Sauöárkróki. 10.45Tónleikar.Þulur velur og kynnir. 11.00 tslenskt mál (Endurtek- inn þáttur frá laugardegin- um) 11.20 Morguntónleikar a) „Varsjár-konsertinn” eftir Addinsell og „Cornish Rhapsody” eftir Bath. Leo Litwin og Boston Pops hljómsveitíh leika: Arthur Fiedler stj. b) Guiseppe di Stefano syngur lög frá Napóli. 12.00 Dagskrá Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Miö- v ikuda gssyrpa — Asta Ragnheiður Jóhannesdóttii'. 15.10 „Timamót” eförSimone de Beauvoir Jórunn Tómas- dóttir byrjar lestur þýöin- gar sinnar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Flöskuskeytiö” eftir Ragnar ÞorsteinssonDagný Emma Magnúsdóttir les (3) 16.40 Litli barnatiminn Dóm- hildur Sigurðardóttir stjórnar barnatlma frá Ak- ureyri 17.00 „Jo” Hljómsveitarverk eftir Leif Þórarinsson. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur: Alun Francis stj. 17.15 Djassþáttur Umsjónar- maöur: Gérard Chinotti. Kynnir Jórunn Tómasdótt- ir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 A vettvangi 20.00 Nútlmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir 20.40 Bolla, bolla Sólveig Hall- dórsdóttir og Eövarö Ing- ólfsson stjórna þætti með léttblönduðu efni fyrir ungt fólk. 21.15 Einsöngur: Sigríður Ella Magndsdóttir syngur lög eftir Þóreyju Sigurðardótt- ur og Mariu Thorsteinsson Jónas Ingimundarson leikur á planó. 21.30 Útvarpssagan: „óp bjöllunnar” eftir Thor Vil- hjálmsson Höfundur les (2) 22.00 Smárakvartettinn á Ak- ureyri syngur nokkur lög 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins 22.35 iþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar 22.55 Kvöldtónleikar Sinfónla nr. 8 í C-dúr (D944) eftir Franz Schubert. FUharm- óníusveit Vínarborgar leik- ur : Wolfgang Sawallisch stj. (Hljóöritun frá tónlist- arhátíöinni i Salzburg I sumar) 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp 18.00 Barbapabbi. Endur- sýndur þáttur. 18.05 Bleiki pardusinn. NÝR FLOKKUR.Fyrsti þáttur af þrettán teiknimyndaþáttum um bleika pardusinn. 18.25 Fólk aö leik.Niundi þátt- ur. Hong Kong. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Þulur: Guöni Kolbeinsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip a taknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Jóhanna Egilsdóttir 100 ára. 1 tilefni af 100 ára afmæli Jóhönnu Egilsdótt- ur, verkalýösfrömuðs, i dag, hefur Sjónvarpið látiö gera viötalsþátt um hana. Gylfi Gröndal, ritstjóri, ræöir viö Jóhönnu um verkalýösbaráttuna á árum áöur, jafnlaunabaráttu kvenna,kvennaréttindinú á dögum, kvennaframboö og fleira. Stjórn upptöku: Marianna Friöjónsdóttir. 21.30 Dallas. Tuttugasti og þriöji þáttur. Þýöandi er Kristmann Eiösson. 22.20 Hver er réttur þinn: Fjóröi og fimmtu þáttur. — Tveir siöustu þættirnir, sem Sjónvarpiö hefur látiö gera um tryggingamál. Báöir fjallaþeirum llfeyristrygg- ingar. Hilmar Björg- vinsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins segir frá. — Teikningar: Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Umsjón: Karl Jeppesen. 22.30 Dagskrárlok. hreyfingar og fallegu linur veki athygli, hvar sem hún fer. Birgitta, Ingibjörg og Guörún viröast hafa svolitla sérstööu innan hópsins og nutu sin ekki nú sem oft áöur. Þrátt fyrir gleöilegt framlag dansflokksins voru stjörnur kvöldsins óneitanlega þau Auö- ur Bjarnadóttir og Dinko Bog- danic. Þau dönsuöu tvisvar, fyrst Pas de Deux úr ballettin- um Le Corsair og siöan Pas de Deux viö tónlist eftir Rach- maninoff um stef eftir Paganlni. Fyrra verkiö er háklassiskt, þar sem reynir fyrst og fremst á akróbatiska hæfileika dansara, jafnvægislist og stökkfimi. Ekki fannst mér Auður njóta sín full- komlega I þessu fyrra verki. Þaö var eins og hún fyndi aldrei fullkomiö jafnvægi, eins og hún væri með hugann annars staöar, gæti ekki einbeitt sér. Þaö er ef- laust mikiö átak aö koma heim eftir margra ára fjarveru og eiga aö vera fullkomin. Mót- dansari hennar var hins vegar I essinu sinu og heillaöi alla viö- stadda meö krafti, léttleika og töfrandi sviösframkomu. 1 seinna verkinu náöi Auöur hins vegar svo sterkum tökum á áhorfendum, að þeir ætluöu aldrei aö sleppa af henni hend- inni. Nú var hún I fullkomnu jafnvægi og tókst meö ótrúlegri limamýkt aö túlka trega- blandna tónlist Rachmaninoffs, svo að áhorfendur stóöu á önd inni. Youri Vamos hefur samið þennan yndislega dans, sem er bæöi frumlegur og tjáningarrlk- ur. Hreyfingar eru mjög frjáls- legar, en þó stílfastar, og viröist þetta dansform hæfa Auði full- komlega. Hún hefur einstaklega fallegar handahreyfingar og ber höfuöiö tigulega. Bogdanic er glæsilegur dansari meö fjöl- breytilega hæfileika. Tónlist þetta kvöld var aö mestu flutt af bandi, en þó var brugðiö út af þvl I siöasta verk- inu eftir Anton Webern. Var mjög ánægjulegt aö hlusta á lif- andi tónlist, sem var auk þess flutt af miklu listfengi af nokkr- um ungum listamönnum. Væri óskandi, aö dansarar okkar fengju oftar slík tækifæri. Bryndls Schram Karvel 1 þetta samkomulag hefur fengiö meöal launþega, sýni best hvaða húg verkafólk ber til þess. Ég man ekki eftir annarri eins andstöðu viö samkomulag sem heildarsamtökin hafa stutt eða flestir forystumenn þeirra. Samkomulagiö hefur viöa verið samþykkt meö naumum meiri- hluta, jafnvel allt niöur i nokkur atkvæöi. Þaö sem fólk er náttiírlega dcki ánægt með, er aö svo lltil kauphækkun fæst fram á svo löngum tlma, aö minu mati. Eg tel, aö þetta samkomulag geti I reynd verið til eins árs, þvi að varla eru miklar liTcur á hörðum átökum á vordægrum, þegar háannatim- inn stendur fyrir dyrum. Svo veröur aö minna á, aö I samkomulaginu er enn vegiö i sama knérunn, fólkiö I fisk- vinnslunni á erfitt með aö sætta sig viö, aö enn einu sinni sé gengiö á hlut þess. Þaö er þvi vel skiljanlegt, sagöi Karvel Pálmason aö lokum, aö verka- fólk skuli ekki vera hrifið af þessu samkomulagi og mótat- kvæöin ein segja ekki alla sögu. A mörgum fundum er nokkur fjöldi manna sem situr hjá og þvl má segja að óánægjan sé miklu meiri en I raun kemur fram. Þ. Byggðastefna 1 er mjög mikilvægt að menn ’ greini milli almennrar stefnu I tilteknum málaflokki og byggða- stefnu. Fjárfesting i útvegi i sjávarplássum Vestfjarða, þar sem sjávarútvegur er með blóma, kann að vera skynsamleg stefna i sjávarútvegsmálum, en það þarf ekki að vera byggða- stefna. Stuðningur við þjónustu og nýiðnað á slikum stöðum gæti verið raunhæfari byggðastefna. Alþýðublaðið mun á næstunni gera þessu stórmáli Itarlegri skil. —JBH SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1981, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. desember. Fjármálaráðuneytið, 20. nóvember 1981. LOKKSSTARFIÐ Alþýðuflokksfélag ísafjarðar boðar allt Al- þýðuf lokksfólk á fsafirði og stuðningsfólk Al- þýðuflokksins jafnt óflokksbundið sem flokksbundið til fundar n.k. laugardag 28. nóvember kl. 16 í f undarsalnum að Vinnuveri. Þingmenn Alþýðuf lokksins í kjördæminu, Sig- hvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason, mæta á fundinum til viðræðna um kjaramál, kjördæmismál og stjórnmálaviðhorfið. Alþýðuflokksfélag Isafjarðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.