Vísir - 04.01.1969, Síða 1

Vísir - 04.01.1969, Síða 1
Allt í hers höndum i Gríndavík vegna ósnekta — t'iu unglingar handteknir . ~r '* — * 1111® i.'.wÁv.v,' - !v..'.‘Xs\---ý-N'*S v . s"..■.i.'./.i" -V -... ......•• .'^.v.'.'.'.'S^'v■ ■■ . . ■.Áv.v.vSNv I ■A- Myndin er af verksmiðjuþyrpingunni á Gleráreyrum. Eidurinn kom upp, þar sem örin bendir, á et'ri liæð í Iöunni. Gefjun hefur álmuna næst á myndinni til umráða, svo og nýrri húsin aftar á myndinni. Heklubyggingin sést ekki, en hún er hægra megin við Gefjunarverksmiðjuna. , Tíu unglingar úr Grinda- vík, á aldrinum 14 ára til 18 ára, voru í gærdag í yfirheyrslum hjá rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði og fulltrúum sýslumanns, teknir fyrir óspektir og hættulegar sprengingar í Grindavík á nýárskvöld og í fyrra- kvöld. Piltarnir höfðu sprengt heima tilbúnar sprengjur, hættulega öflugar, og haft f frammi ýmis ólæti, meðal annars gert aðsúg að báðum lögregluþjónum þorps ins, látið ófriðlega við umsjónar mann samkomuhússins og einn ig sjoppueiganda, sem vildi stugga þeim frá sjoppu sinni. Svo mikill var þrýstingurinn af sprengingunum, að nærliggjandi »->- 10. síða. Tugmilljónatjón þegar Iðunn brann Verksmiðjurnar Gefjun og Hekla á Akureyri enn ekki Or hættu á 1. tímanum í nótt, þegar Vísir fór í prentun ■ STÖRBRUNI varð í gærkvöldi á Akureyri, þegar eldur kom upp í Skinnaverksmiðjunni Iðunni á Gleráreyrum. Slökkvilið Akureyrar kom á vett- vang kl. 21.35 og var þá mikill eldur í sútun verk- smiðjunnar, en þar eru mörg eldfim efni og var þegar greinilegt, að Iðunni mundi ekki bjargað. Áföst Iöunni er verksmiðjan Gefjun, og steinsnar frá verk- smiðjuþyrpingunni er fataverk- smiðjan Hekla. Allar eru verk- smiðjumar eign Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Verk- smiðja Iðunnar er til húsa í geysistóru steinhúsi, klædd viö- um að innan. Húsið er á tveim hæðum og á neðri hæð var mik- ið af ýmsum kemiskum efnum í geymslu, límum, þynni og fleiru slíku, sem verður eldi auð- veld bráð. Þegar var séð að ekki mundi gerlegt að ráða niðurlögum eldsins í Iðunni. Slökkvilið Ak- ureyrar, alls 40 manns með varaslökkviliðinu, einbeitti sér því þegar að vöm Gefjunar. Fjöldi fólks þusti á vettvang, enda lagði reykinn vfir alla Brekkuna suður af verksmiðjun um við Glerá. Fréttaritari Vísis á Akureyri, Níels Hansson kom fljótt á vettvang og ók sem leiö lá að verksmiðjunum eftir gamla veginum. Sagði hann að ekki hefðu sézt handaskil í reyknum, sem lagði eftir vegin- um Eldtungurnar stóöu hátt til himins frá verksmiöjunni, sagði Níels. Slökkviliðsmenn lögöu allt sitt traust á aö ná vatni úr Glerá, sem rennur um rétt við verksmiðjuveggina, en ekki reyndist það fær leið, bakkar ár- innar reyndust of háir fyrir dælur slökkviliðsins, og tafði þetta enn slökkvistarfið. Ekki bætti úr skák að vindur var á noröan og gekk á með éljum og stóð á Gefjunar-húsið. Var öll aðstaða því mjög slæm. í nótt var spáð 15 stiga frosti á Akur- eyri. Verksmiðjur SÍS á Akureyri eru þær stærstu í bænum, veita um 500 manns atvinnu, stærst- ar þeirra eru þessar þrjár verk- smiðjur á Gleráreyrum, sem bruninn ógnaði, þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt síðustu fregnum virðist sem eldurinn hafi komið upp á efri hæö í vesturálmu sút- unarinnar og hafi breiðzt út meö miklum hraða í saumastofur og smíðastofur skógerðarinnar, en húsið er um 50 metrar á lengd. Allt útlit var fyrir aö eldurinn mundi sigraður áöur en hann breiddist í Gefjunarverksmiðj- urnar, en eldur logaði I þaki kyndistöðvar verksmiðjanna og erfitt að komast að honum. Milli Heklu, sem er rétt fyrir sunnan hinar tvær verksmiðj- urnar, stendur mikill olíutankur með svartolíu, og var dælt vatni stanzlaust á hann til að kæla hann. Var talið að með því tæk- ist að verja Heklu frá eldinum. Síðusfu fréttir: Klukkan 1.15 í nótt var enn barizt við eld- inn á Gleráreyrum. Það háði talsvert slökkvistarfinu að mjög frr.us í slöngum, en slökkviliðinu tókst enn að halda eldinum frá húsum Gefjunar, m. a. miklum lager af tilbúnum vörum. Sex vindstig voru og frost orðið mjög mikið. AMERÍSK FLUGVÉL TÝND í GRÆNLANDSÍS — Lagði af stað frá Reykjavik i gærmorgun Seint í gærdag var hafin leit að tveggja hreyfla Highlander- flugvél, sem týnd er í ísnum við Grænland. Flugvél þessi Iagði af stað frá Reykjavík kl. 10 í gærmorgun og flaug henni einn maður, sem ætlaðj að „ferja“ flugvélina til Bandaríkj- anna. Heyrzt hafði til flugmannsins í gærkvöldi, og sagðist hann þá hafa lent á ísnum einhverra -3> A tvinnulausum fjölgar gífurlega — eru nú 650 i Reykjavik Um áramótin voru skráðir at- vinnulausir í Reykjavík um 650 manns, og hafði atvinnuleysingj- um fjölgað gifurlega síðustu daga. I þessari tölu eru bílstjór- ar meðtaldir, 43 talsins, en þeir eru oft taldir sjálfstæðir atvinnu rekendur. Atvinnulausir voru, að frátöld- um bílstjórum, 495 karlar og 112 konur. Er hér að langmestu leyti um að ræða verkamenn og sjó- menn. Um sama leyti í fyrra voru örfáir á atvinnuleysisskrá, en þeim fjölgaði þá mikið fram til 1. febr- úar, og voru 5.‘I9 atvinnulausir í lok janúar. Heyrzt hefur, að jafnvel gæti at- vinnuleysis meðal prentarastéttar- innar, sem er næsta fátítt. Nokkr- ar konur í borginni hafa leitað eft- ir atvinnu úti á landsbyggðinni, svo sem ráðskonustöðum og öðrum að- stoðarstöðmn í landbúnaði. Flestar þeirra hafa fengiö nokkra úrlausn sinna rnála hingað til. orsaka vegna, sem ekki er vit- að um. Hafð; honum gengið erf- iðlega að finna Narsarssuaq, en þangað var förinni heitiö f fyrsta áfanga. Flugmaðurinn, maður um fimmtugt, Robert Iba að nafni, hafði tafizt í Reykjavík frá því á jólum, en þá kom hann frá írlandi. Bjó hann á meðan á hótel Loftleiðum, en í sumar og í haust hafa margir flugmenn í svipuðum erindageröum átt við- komu á Reykjavíkurflugvelli og gist hér um lengri og skemmri tíma, meðan þeir hafa beðið eftir hentugum veðurskil- yrðum til flugs. I gærdag heyrðist flugmaö- urinn hafa orð á því, að flugvél hans væri héluð mjög og víða á henni ísing, en allan tímann, sem hann hefur stanzað hér, hefur flugvél hans staðið úti. Þegar blaðið fór í prentun I gærkvöldi, var flugvélin enn ó- íundin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.