Vísir - 04.01.1969, Page 12

Vísir - 04.01.1969, Page 12
 V í S IR . Laugardagur 4. janúar ’V■•?;•:. ;^7 „Ég hef talaö við þá i klúbbn- um“, sagði hann, og rómurinn varð grunsaml. vingjamlegur á ný. „Þaö : veldur ekki neinum árekstrum, \ þótt þú snæöir þar í kvöld — það Verður látið heita svo, að þú sért i gestur minn, en ég geri ráð fyrir, að þú getir fengið meðlimsréttind- in þar aftur, áður en langt um líð- ur . . .“ Charles svaraði ekki. Það virt- ist langt til kvölds, óendanlega langt. Og það var ekki að vita, að hann yrði frjáls feröa sinna í kvöld. „Það má ekki bitna á Alexandríu þótt þér hafi orðið þetta á. Þú veizt, hvað henni þykir gaman að dansa . . .“ Hann vissi það ekki. Það var svo margt í sambandi við Alexandríu, sem hann ekki vissi — og fengi sennilega aldrei að vita. Bíllinn rann nú niður brekkuna, milli triánna. Það var glaðasólskin og hiti. „Ég hef verið að hugleiða þetta með Montgomery, hjúkrarann", sagði Houghton enn og lét sem hann tæki ekki eftir þögn Charles- ar. „Ég veit, að þér fellur hann ekki, og því fer líka fjarri, að mér falli að hafa slíkan náunga á heim- ilinu“. Houghton þagnaði við. Charles hugsaði málið. Hann hafði ekkert minnzt á hjúkrarann viö Hought- on, og það var harla ólíklegt, aó Wheeler læknir hefði minnzt á samtal þeirra viö hann. Skýringin gat ekki veriö önnur en sú, að Charles hinn hefði tekið sömu af- stöðu til hjúkrarans og hann gerði nú. „Ég læt þennan hrokagikk fara, um leið og Wheeler læknir getur útvegað okkur annan hjúkrara til að annast pabba. Ertu ekki ánægö- ur með það?“ Þessi breytta framkoma Hough- tons hafði þau ein áhrif á Charl- es, að hann var við öllu búinn. Hann gat ekki stillt sig um að spyrja: „Og til hvers ætlast þú svo í staðinn, Houghton?“ Þaö leið nokkur stund, áður en Houghton svaraði. ,,Þv£ í fjandan- um verður þú aö gera mér allt erf- iðara fyrir, eins og þú hefur gert þér að leik aö undanförau? Jæja, þú veizt, hvernig þetta er allt und- ir sig komið. Og jafnvel þótt ég hafi umboö hvað snertir hlutabréfa eign minnar ástkæru móður, þarf ég að fá umboö fyrir hlutabréf Catherine frænku eöa Alexandríu, ef salan á aö komast í kring“. „Til þess aö unnt verði aö loka fyrirtækinu?“ „Já, fari það bölvað, til þess að loka því. Þeir Leverton og félag- ar hans hafa ekki neinn áhuga á öðru. Þeir ætla að selja bygging- arnar, vélamar og allt, sem selt verður, draga svo allt frá skatta- uppgjörinu, og hafa þannig gróða af öllu saman. Það er eingöngu þess vegna, að þeir vilja greiða svona hátt verð fyrir hlutabréfin“. Hrægammar . . . Þá hafði nann loks svarið viö spurningu Alex- andríu, sem valdiö hafði honum 'ieilabrotum við morgunverðinn — hvers vegna menn gætu haft áhuga á að kaupa fyrirtæki, einungis til að hætta rekstri þess. Leverton hlaut að hafa reiknað dæmið og komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hefði drjúgan hagnað af slíku bellibragði. „Fantar", heyrði hann sjálfan sig segja. „Þeir stórgræða á þessu“, sagði Houghton. „Þaö leika þetta marg- ir, skattalöggjöfin beinlínis hvetur menn til þess“. Andúðin náði enn sterkari tökum á Charles. Gat þetta átt sér stað, að menn sæju sér meiri hag í að eyöileggja en skapa? Aö löggjöfin hvetti menn beinlínis til þess að leggja atvinnu og velfarnaö fjölda meðbræðra sinna í rúst? „Jæja, gamli minn“, sagði Hough ton. ,Þú setur skilmálana og ég er reiöubúinn að ganga að þeim — innan skynsamlegra takmarka, að sjálfsögðu". Charles staröi nokkurt andartak út um bílgluggann. „Engir skilmál- ar af minni hálfu“, sagði hann að lokum. „Ég geng ekki að neinum samningum". Umferöarljós stöðvaði þá Hough- ton drap grönnum fingrunum án afláts á stýrishjólið og svaraöi lekki, fyrr en þeir óku af stað aft- ur. „Þú þykist upp yfir það hafinn að ganga að samningum", hreytti hann út úr sér. „Þú ert ekki með öllu ólíkur pabba þegar allt kemur til alls — upp yfir hlutina hafinn". Og svo brá allt í einu fyrir reiði í röddinni. „Hvemig í fjandanum fórstu aö því að ná svo fljótt tðgl- um og högldum á þessu öllu, miöað við það, hvernig þú komst þér inn í fjölskylduna?" Charles þótti sem hann fyndi ó- bragð í munni sér, jafnvel óþef i vitunum. Og við þetta hafði Charl- es hinn átt að búa, þetta hafði hann orðið aö þola . . . Houghton jók bensíngjöfina, svo Jagúarinn tók viðbragð. „Þú hefur alltaf talið þig yfir þaö hafinn að hlíta leikreglum, er ekki svo? Gott log vel — ég fer þá eins að. Þú mátt vita það, að ég þarf ekki á að halda hlutabréfaeign þeirra beggja, Alexandríu og Catherine frænku « Það varð andartaks þögn, unz Charles svaraöi: „Það er ekki víst, að þér verði það eins auðvelt og þú heldur aö fá Catherine frænku dæmda ófjárráða". „Ekki það? Catherine frænka Lef ur lengi gengið með ýmsar fárán- legar grillur f kollinum", svaraði Houghton. „Þótt ekki sé minnzt á annað en það, að hún álítur sig hafa rétt til að búa á setrinu ævi- langt, einungis fyrir það að hún hefur búið þar svo lengi, sem raun ber vitni. Fyrir því er ekki neinn stafur ...“ ÝMISLEGT ÝMISLEGT Seljum bruna- og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu veröi. Gerum tilboö í jarðvegsskiptingar og alla flutninga. — Þungaflutningar hf.. — Sími 34635. Pósthólf 741. GÍSLI JÓNSSON Akorgerðl 31 Smi 35199. Fjölhæt larðvinnsluvél ann- ast lóðastandsetningar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. rökum að okkur övers koruu múrbro' og sprengivlnnu 1 húsgrunnum og ræs um Leigjum út loftpressur og vfbr£ sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai AJfabrekku við Suðurlands braut, slml 30435. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ClRVAL AF AKLÆÐUM tAUOAVEO «2 - SlMI 10825 HEIMASfMI E3632 BOLSTRUN Svefnbekkir f úrvali á verkstæðisverði „Heldurðu, að þú getir talið dr. Wheeler á að vera þér innan hand- ar í því máli?“ spurði Charles. „Við þurfum ekkert til hans að leita“. „Viö?“ hugsaði Charles, hverjir við. „Þú reiðir þig sem sagt á að- stoð Conways I þessu sem öðru?“ spuröi hann. „Þér kemur það ekki við“, svar- aði Houghton. Houghton leit snöggt og spyrj- andi á hann, um leið og hann beindi Jagúarnum út á brúna. „Það eru ekki neinir smáhnullungar, sem þú grýtir úr glerhúsi þínu,“ sagöi hann. „Það mætti þó halda, að þér stæði nær að hafa áhyggjur af ein- hverju öðru en slíkum smámun- um, eins og komið er fyrir þér. Hvaö koma þeir þér í rauninni víö. þar sem Holly Mitchell lézt í nótt?“ Hveraig stóð á því, aö Hough- ton vissi það? „Var þá minnzt á þaö í blaöinu?" spurði hann og furð aði sig á sinni eigin kænsku. i ---^DIÍALIIGJU/ RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 Bókasýning Sýningartíminn styttist óðum. Kaffistofan opin daglega kl. 10—22. Um 30 norræn dagblöð liggja frammi. NORRÆNA HÚSIÐ. WiLTON TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST ■ EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! Daníel Kjartansson . Simi 31283 Þú getur átt við vandamál frumskógar okkar án mín, Tarzan. Mér finnst "era meiri not fyrir mig hér í Pal-ul-don. Við tölum of mikið, glorhungraðir. Bíddu hérna. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar augiýsingar yíSIS lesa allir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.