Vísir - 09.01.1969, Side 2

Vísir - 09.01.1969, Side 2
V1SIR . Fimmtudagur 9. janúar 19to. v Knattspyrna um helgína Æfingaleikir landsliðanna halda áfram á sunnudaginn kemur. Þá mun A-landslið fara til Akraness og keppa á Skipaskaga við heima- liðið, sem er nú aftur í tölu 1. deildarliða. Unglingaliðið fer í styttri ferð, keppir í Kópavogi á vellinum við Vallargerði við Breiðabliksmenn, sem hafa æft vel að undanförnu að því frétzt hefur. skólaæskunnar í Japan og skyldunámsgren. Þá hefur judo náð sérstökum vinsældum sem keppnisíþrótt og enn meir eftir að farið var að keppa um meist- aratitla. Judo hefur breiözt út um nær allan heiminn. Evrópska judosambandið var stofnað 1948 og evrópska meistarakeppnin hefur verið háð ár hvert síðan 1952. Til gamans má geta þess að Noröurlandamót í judo verð- ur næst háð f Stokkhólmi árið 1970. Alþjóðajudosambandið er stofnað árið 1951 tikþess m. a. að skipuleggja judo-hreyfinguna um allan heim. Heimsmeistara- keppni var fyrst háð í Tokyo árið 1956 og judo var keppnis- grein á Ólympíuleikunum árið 1964. Judo er því fyrir löngu viðurkennt sem þjálfunar og keppnisfþrótt um víða veröld, og eru judoiðkendur á öllum aldri eða frá 5 ára upp í átt- ræðis- og jafnvel níræðisaldur. Fyrr í vetur var stofnuð á vegum ISÍ nefnd, er fara skal með þau mál, er snerta judo- íþróttina og vera ÍSÍ til ráðu- neytis. Judonefnd ÍSÍ skipa Gunnar Torfason formaður, Hörður Albertsson og Þorkell Magnússon. Samkvæmt tillögu nefndarinnar hefur ÍSl nýlega tilnefnt Kobayashi sem tækni- legan ráðgjafa f judomálum, og er ferð hans hingað að þessu sinni liður í þeirri ráðgjafa- starfsemi. Er það ÍSÍ vissulega heiður að fá einn þekktasta judomann heims og eftirsóttan milliríkjadómara sér til ráðu- neytis. Á vegum ÍSÍ hefur Kobayashi haldiö 5 daga námskeið, dagana 27. til 31. des. fyrir judoiðkend- ur, karla og konur á öllum aldri. Hefur námskeið þetta verið haldið til skiptis í æfingahús- næöi Judodeildar Ármanns og Judofélags Reykjavíkur og kann ISl félögunum beztu þakkir fyr- ir veitta aöstoð og mikinn á- huga, sem m. a. hefur komið fram í mikilli þátttöku. Kynningin hefst n. k. þriðju dagskvöld, 14. þ. m., kl. 7 siðd. og heldur áfram næsta fimmtudag þar á eftir á sama tíma. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýndar verða undirbúningsæf- ingar (Taiso), öryggisæfingar (Ukemi), hreyfingartækni (Shintai), frjáls glíma (Randori), keppni (Shiaji), sjálfsvöm (Kimewaza) og kerfi fyrir bragðaæfingar (Nage- waza og Katamewaza). Námskeið hefst svo þriðjudag- inn 21. þ. m. og veröa æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6—7 og 7—8 síðd. til þess að gefa sem flestum möguleika á þátttöku. Hátt gráðaðir judomenn annast bæði kynninguna og kennslu a námskeiðinu. Uppl. eru veittar i síma 22928 á kvöldin. sinn,.hinn þekkta prófessor K. Kobayashi, 7. dan er ekki úr vegi að kynna örlítið judoíþróttina. Grundvallaratriðj judo eru þau að tveir menn eigast við og beita fallbrögðum, lástökum, kyrkitökum og fastatökum og fer glíma þeirra fram eftir all nákvæmum reglum. Sá maöur sem samdi judokerfið, en það er þróað u pp úr ju-jitsu, hét Jigoro Kano. Hann fæddist árið 1860 og tvítugur aö aldri fór hann að kenna hiö nýja kerfi sitt, sem er aö ná „hámárks- árangri með lágmarksfyrirhöfn". Dr. Kano stófnaði hinn heims- fræga judoskólá Kodokan. I byrjun efuðust margir um gildi hinnar nýju judohreyfingar, þó aö menn dáðust mjög að hug- sjónum og siðfræði hennar. Judoíþróttir, var því I harðri samkeppni við ju-jitsu. Og þess vegna var það að árið 1886 var stofnaö til opinberrar keppni milli þessara íþrótta. Háðir voru 15 kappleikir og vann Kodokan- judoið 13 þeirra en tveir voru taldir jafnir. Þessi keppni mark- aði tímamót í sögu íþróttarinn- ar. Upp frá því vann judo stöð- ugt á, en ju-jitsu hvarf í skugg- ann. Judo varð brátt aðalíþrótt ■ Rétt fyrir áramótin dvaldi hér á landi í boði ÍSÍ heims þekktur japanskur þjálfari og judoleiðtogi dr. Kiyoshi Kob- ayashi. Dr. Kobayashi, sem er læknir að mennt, er starf- andi sem prófessor við há- skólann I Lissabon og hefur verið búsettur í Portúgal um sjö ára skeið. Sem sérstakur sendifulltrúi Kodokanskólans í Tokyo hefur dr. Kobayashi annazt skipulags- lega uppbyggingu judoiþróttar- innar í Portúgal. Þegar hann kom þangað fyrst í heimsókn fyrir 10 árum stunduðu milli 10 og 20 manns judo. I dag eru þeir um 15000 í fjölmörgum fé- lögum og samtökum. Auk starfa sinna að judomál- um í Portúgal hefur dr. Kobay- ashi heimsótt fjölmörg lönd til þess að halda námskeið, stjórna keppni og aðstoða á annan hátt varðandi judomál. Hann er tæknilegur ráögjafi margra Evr- ópulanda og formaður tækniráðs Alþjóðajudosambandsins. Dr. Kobayashi er 43 ára gam- all og hefur stundað judo í um 35 ár. Hann ber gráðuna 7. dan. og er yngsti maður, sem hlotiö hefur þá gráðu. Judoiðkendum er skipt í flokka eftir kunnáttu og hæfni. Flokkar þessir eru tvenns konar, þ.e svokallaðir ,,nemendur“ 6. kyu til 1. kyu og „leiðtogi" 1. dan. til 10. dan. Þrjú æöstu stigin, þ.e. 8 til 10 dan eru nær eingöngu heiðurs- stig, og má til gamans geta þess að aöeins einn maður ber f dag gráðuna 10. dan. Um leið og Í.S.Í. kynnir gest FRÆGUR JAPANSKUR JÚDÓ- LEIÐTOGI I HEIMSÓKN HÉR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.