Vísir - 09.01.1969, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 9. janúar 1969.
9
Þyrffi mebal annars
ab senda rannsóknar-
leibangur á sildar-
mibin vib Ameriku-
strendur — segir
Már Elisson fiski-
málastjóri i vibtali
vib Visi
AFLI ÍSLENDINGA, veginn
úr sjó, var um það bil 570
þúsund tonn á síðasta ári.
Samdráttur hefur orðið mik-
ill í fiskveiðum síðustu árin.
Þessi ársafli er um það bil
helmingur aflans 1965 og nær
ekki helmingi aflans 1966,
sem var mesta aflaár í sögu
íslendinga.
Ef afli þessa árs er borinn
saman við aflann frá árunum
áður en sildveiöarnar urðu
hvaö mestar, kann að viröast,
sem hér sé ekki um alvarleg-
an aflabrest að ræða. Árið
1959 var aflinn svipaður, eða
564 þúsund tonn. Ef við hins
vegar lítum á þann kostnað,
sem við höfum lagt í vegna
fiskveiðanna þessi ár, verður
allt annað uppi á teningnum.
Fiskiskipaflotinn var í árslok
1958 samtals 57 þúsund lestir
en 82 þúsund lestir í lok síð-
asta árs. Það er talsverður
munur á tveimur árum með
sama aflamagn. — Auk þessa
hefur mikill kostnaður verið
lagður í fiskverkunarstöðvar
og ný tæki.
Uppbygging fiskiskipaflot-
ans miðaðist við stóraukið
aflamagn.
heimamiðum kemur sterklega til
greina sókn á fjarlæg mið, svo
sem í Norðursjó, Grænlands-
mið og athuga þarf möguleika
á síidveiðum við strendur Amer-
íku, auk þess sem leita þarf
nýrra verkefna fyrir þessi skip
hér við land, þar sem síldveið-
amar virðast vera að dragast
svo mikið saman.
Landróðra geta þessi skip
ekki stundað, nema þá stuttan
tíma, það er alveg útilokað. Hins
vegar, eru þau vel fallin til
þorskveiða á fjarlægari miðum,
svo sem við A-Grænland.
Við höfum gert ákveðnar til-
lögur um það, hér hjá Fiskifé-
laginu. að athuga möguleika á
síldveiðum við strendur Amer-
íku. Sjávarútvegsmálaráðherra
hefur þessar tiliögur nú til at-
hugunar. Það væri æskilegt, að
senda rannsóknarleiðangur þang
að vestur, kanna þar bæði síld-
armagnið, hversu langt síldar-
svæðið nær norður með Kanada
— og eins þarf að athuga fitu
síldarinnar og stærð. Þama eru
margar spurningar, sem við
þurfum að fá svör við og til þess
þyrfti að gera út skip með fiski-
fræðing innanborðs, vestur þang
að. Ýmsir kunnir skipstjórar og
útgerðarmenn hafa sýnt þessu
mikinn áhuga. — Og eitt skip,
Örninn, hefur verið þarna vestra
um mánaðartíma, sem kunnugt
er. Afli hans mun ekki hafa ver-
ið ýkjamikill, en ennþá er samt
engin reynsla komin á þessar
veiöar.
Eflaust reyna einhver skip-
anna fyrir sér í Noröursjó í vet-
ur, og einhver munu þegar far-
in þangað suður eftir, til þess
..................:..................
Már Elísson, fiskimálastjóri.
lögð á
Við höfum á undanfömum ár-
um flutt út mikla tækniþekk-
ingu — fyrir ekki neitt. Erlend-
ar skipasmíðastöðvar og verk-
smiðjur hafa notið ráðlegginga
og reynsiu Islenzkra sjómanna.
Við ættum að hagnýta okkur
þessa reynslu meira sjálfir. Allt
þetta mikla uppbyggingartíma-
bil fiskiskipaflotans hér á landi,
hefur mestmegnis tarið rram er-
iendis. hvað skipasmíðamar á-
hrærir. — Þar höfum við misst
af strætisvagninum, ef svo
mætti segja.
— Nú virðist mikill áhugi
á skuttogurum hér á landi.
Verða þeir ekki þáttur I fram-
tíðaruppbyggingu skipatlotans?
— Ég hygg, að skuttogarar
hafi yfirburöi yfir önnur tog-
veiðiskip, og við þurfum að sjálf-
sögðu að athuga gaumgæfilega
alla möguleika á smíöum og
rekstri slíkra skipa. Ég tel, að
við ættum ekki sfzt að athuga
vel rekstrarhlið slíkrar útgerðar,
áður en við stofnum til hennar,
ef vera kynni, að hægt væri að
finna hagkvæmari rekstrargrund
völl, en virðist vera á útgerð
skuttogara erlendis.
Okkar beztu markaðs-
vonír bundnar við USA
og V-Evrópu.
— Bendir nokkuð til breyt-
inga á markaösmálum sjávarút-
vegsins?
— Svo virðist ekki, nei. Við
vonumst til að striðinu í Níger-
íu ljúki sem allra fyrst. Þaö
hefur haft gffurleg áhrif á mark-
finna
stærri skinunum verkefni
/
gjaldan hefur ríkt jafnmikil
^ óvissa um framvindu sjáv-
arútvegsins og nú síðustu miss-
erin. Sjávarútvegurinn hefur
þolað hvert reiðarslagið eftir
annað, aflabrestur, markaðserf-
iðleikar og í kjölfar þessa hafa
komið gífurlegir fjárhagsörðug-
leikar.
Vísir hitti Má Elísson, fiski-
málastjóra á skrifstofu hans í
gamla fiskifélagshúsinu við
Skúlagötuna og ræddi við hann
um þessi málefni og helztu úr-
ræðin, sem tiltæk þykja til úr-
bóta.
Stærri bátarnir hafa
ekki borið sig undan-
farin tvö ár.
— 'Y^ið vitum það, að stóru
'bátarnir þurfa ákaflega
mikinn afla til að bera sig. —
Og þeir hafa ekki borið sig und-
anfarin tvö ár. — Hvort þær
ráðstafanir sem nú er veriö aö
gera, nægja til þess að rétta
þeirra hlut, er svo annaö mál.
Auk hefðbundinna veiða á
að veiða fyrir þýzkan og brezk-
an markaö og til bræðslu í
Noregi. Þýzki markaðurinn er
hins vegar mjög erfiður. Hann
er háður frágangi hráefnisins og
eins framboðinu. Danir hafa til
þessa selt mest á þýzka mark-
aöinum, bæöi síld, sem þeir
veiða sjálfir og eins sfld,' sem
þeir kaupa af sænskum veiöi-
skipum. Þeir ísa síldina í kassa
og flytja hana í lestarvögnum
suður til Þýzkalands. íslenzku
skipin ættu eins að geta selt
afla sinn, ef hægt er að ganga
frá honum þannig um borð, fsa
hann niður í kassa. Og það hafa
nokkur skip gert með góðúm
árangri f sumar og haust.
Sanngirnismál, að
íslenzk skip fái að landa
á Norðurlöndum.
— Hefur ekki verið reynt að
fá löndunarleyfi í Danmörku?
— Það hefur veriö reynt, en
jákvæð svör hafa ekki fengizt
ennþá. — Löndunarleyfið í Nor-
egi er nú ennfremur afturkallað.
— Ef litið er á viðskipti íslend-
inga við Noröurlöndin, hlýtur
það að teljast sanngimismál, að
íslenzk skip fái að landa í þess-
um löndum. Við höfum flutt
inn miklu meira frá . þessurn
þjóðum, en þær hafa keypt af
okkur. Þetta á ekki sizt við um
Noreg, þar sem flest okkar
stærri fiskiskipa hafa verið smíð
uð síðustu árin. — Og það eru
þessi skip, sem nú eru aö sækja
um leýfi til þess að landa í Nor-
egi.
— Hvaöa verkefna veröur
leitað fyrir þessi skip hér á
heimamiðum?
— Fiskifélagið hefur lagt á-
herzlu á aö leita nýrra verkefna
fyrir skipin hér á heimamiöum.
Viö höfum lagt það til við Haf-
rannsóknarstofnunina, að göng-
ur loðnunnar verði kannaðar
nánar. Viö vitum, að loönan
gengur suður með austurströnd-
inni og vestur meö suðurströnd
landsins á miðri vertíð, í tals-
vert voldugum göngum. Nú er
eftir þvi að leita, hvort við get-
um veitt loðnuna á öðrum árs-
tímum og hvenær þá er heppi-
legast að veiöa hana. Síldarleit-
arskipið Árni Friöriksson er nú
að leggja upp i leiðangur til þess
að kanna gömgu og háttu loðn-
unnar og eins til síldarleitar.
Auk þess verða athugaðir mögu-
leikar á því að veiða fiskitegund-
ir, sem ekki hafa verið nýttar
hér við land, svo sem spærling
og sandsíli, ef til vill. Ef við
gætum fundið slík verkefni fyrir
skipin, kæmi það ekki síður til
góða fyrir verksmiðjurnar, sem
skort hefur verkefni undanfar-
in ár.
Ekki megum við gleyma þorsk
veiðunum. Þessi skip eru mjög
vel fallin til þorskveiða á fjar-
lægari miðum, eins og við Aust-
ur og Vestur-Grænland. — Þann
möguleika þyrfti að athuga nán-
ar. — Það er að vísu svo, að
menn eru dálítið uggandi um
þorskveiðarnar við Grænland.
Það hefur verið mikil sókn á
þessi mið síðustu árin. Þarna
hafa þessi stóru skip Þjóðverja,
Breta og fleiri þjóða, verið aö
veiöum og menn óttast, aö farið
sé að ganga á stofninn.
Endurnýjun minni
bátanna aðkallandi.
— Er búizt við, að opnun
landhelginnar fyrir togveiðar,
verði næg ráðstöfun til þess, að
bæta úr verkefnaskorti smærri
bátanna.
— Smærri bátarnir hafa sín-
ar venjulegu vertíðir og þá ætti
ekki svo mjög að skorta verk-
efni. Opnun landhelginnar hjálp-
ar þar og mikið.
Annars er eitt af þeim verk-
efnum, sem nú blasa við, aö
endumýja minni bátana. Þeir
eru orðnir miklu eldri en hinir
stærri og fá ný skip hafa bætzt
við. — Fiskifélagiö hefur mik-
inn áhuga á því, að láta fara
fram rannsóknir. til þess að gera
þessa endurnýjun sem hagkvæm
asta. Það þarf að finna heppileg-
ustu bátsgeröirnar, tæki og þvf
um lfkt. Við erum þegar bvriaðir
þessar athuganir f samvinnu við
ýmsa aðila.
Vestfírðinear hafa til dæmis
haft orð á því, að þörf væri á
endumýjun rækjuflotans —
þetta eru flestir gamlir bátar
orðnir.
aðsmál okkar, ekki einungis or-
sakaö samdrátt á skreiðarfram-
leiðslunni, heldur valdið erfið-
leikum á saltfiskmarkaðinum,
þar sem miklu meira hefur verið
framleitt af saltfiski fyrir bragð-
ið.
Mjölmarkaðurinn virðist nú
vera nokkuð góður, en hins veg-
ar er markaöur fyrir lýsi af-
leitur, eins og sakir standa. —
Ástandið er sem sagt ekki mjög
glæsilegt.
Varðandi freöfiskmarkaðinn,
er það trú mín, að við verðum
að binda okkar beztu vonir við
Bandaríkin og Vestur-Evrópu.
Ekki svo að skilja, að við eigum
að slá hendinni á móti viðskipt-
um við Áustur-Evrópulöndin.
En uppbygging þeirra á sfnum
fiskveiðum virðist benda til
þess, að þau viðskipti verði ekki
til langframa. Rússar eru til
dæmis farnir að keppa við okk-
ur á markaöi sumra 'sjávaraf-
urða. -— Hins vegar ættum við
að geta náð góðum viðskiptum
við þau Austur-Evrópulönd, sem
ekki hafa aögang að sjó, svo
sem Tékkóslóvakíu og Ung-
verjaland.
J. H.
-K