Vísir - 25.01.1969, Blaðsíða 2
— hlaiit 75 stig af 77 mögulegum
Iþróttafólk ársins. í aftari röð eru talið frá vin stri: Guðmundur Gíslason, Guðmundur Her-
mannsson, Ellert Schram, Birgir Örn Birgis og Þorsteinn ríallgrímsson. Fyrir framan standa
Ellen Ingvadóttir, Geir Hallsteinsson og Hrafn hildur Guðmundsdóttir.
GEIR HALLSTEINSSON
handknattleiksmaður
inn góðkunni úr FH var
kjörinn íþróttamaður
ársins 1968 og tilkynnt
um úrslitin í gærdag í
kaffiboði, sem íþrótta-
fréttamenn efndu til að
Hótel Loftleiðum. Geir
hlaut 75 stig af 77 mögu-
legum í atkvæðagreiðsl-
unni, sem fór fram í 13.
sinn, en 7 aðilar eiga rétt
á að greiða atkvæði.
Eflaust hefur flestum fþrótta-
fréttamönnum verið ofarlega I
huga sigur íslenzka landsliðsins
á árinu 1968 yfir Dönum, silfur-
liðinu frá HM, en Geir Hall-
steinsson stóð sig frábærlega í
þeim leik, sem og ýmsum fleiri
leikjum á þessu ári. Er ekki vafi
á að handknattleikurinn er sú
grein, sem Islendingar ná lengst
i og á síðasta ári voru hand-
knattleiksmenn langfremstir
allra okkar íþróttamanna, og
Geir þar fremstur í flokki.
Hin komunga sundkona, Ell-
en Ingvadóttir varð önnur i at-
kvæðagreiðslunni með 44 stig
og Guðmundur Hermannsson,
íþróttamaður ársins í fyrra, var
einnig framarlega, hann varð
þriðji og hlaut nú 37 stig.
Annars féllu atkvæði þannig:
Geir Hallsteinsson, FH 75
Ellen Ingvadóttir, Á 44
Guðm. Hermannsson, KR 37
Guðmundur Gíslason, Á 30
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 25
Hrafnhildur Guðmundsd., IR 25
Leiknir Jónsson, Á 21
Ellert Schram, KR 21
Birgir Ö. Birgis, Á 16
Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR 14
Aðrir sem stig hlutu: Fyrirliði
unglingalandsliðsins, í knatt-
spymu Jón Pétursson, ívar Sig-
mundsson, ÍBA, Þórir Magnús-
son, KFR, Kolbeinn Pálsion,
KR, Öm Hallsteinsson, FH, Ósk-
ar Guðmundsson, KR, Marteinn
Geirsson, Fram, Óskar Sigur-
pálsson, Á, Jón Hj. Magnússon,
Vfking, Jón H. Magnússon, ÍR,
Kristín Jónsdóttir, Breiðablik,
Ingólfur Óskarsson, Fram, Þor-
steinn Þorsteinsson, KR, Her-
mann Gunnarsson, Val, Sigurður
Dagsson, Vai, Þórólfur Beck,
KR, og Sveinn Guömundsson,
HSH.
Oftast er það svo, að þátttak-
endur í einstaklingsgreinum
hljóta hnossið, en þetta er í 3.
sinn, sem þátttakandi úr flokka-
íþrótt vinnur titilinn. Fjórir
flokkaiþróttamenn vom meðal
al þeirra 27 sem atkvæði hlutu
er það meira en vant er.
Geir Hallsteinsson er vei að
titlinum kominn. I dag beinast
eflaust allra augu að honum í
Laugardal, en viö þykjumst
vita að Geir muni taka því meö
jafnaðargeöi og láti það ekki
hafa slæm áhrif á sig. Hann
hefur sýnt hvað eftir annað hví-
íL Ííkur snillingur hann er í sinni
íþrótt og hversu góður íþrótta-
maður hann er.
Það er skemmtilegt fyrir
Hallstein Hinriksson, „föður
eins og hann hefur oftlega og
réttilega verið nefndur, aö hann
skuli í gær hafa fengið að sitja
við hlið sonar síns, þegar hon-
um hlotnaðist þessi mesti heið-
ur, sem íslenzkum íþróttamanni
getur falliö í skaut. Aftar á
listanum var einnig nafn annars
sonar hans, Amar, sem einnig
er í flokki fræknustu leikmanna
okkar í handknattleik og leikur
einnig landsleik í dag.
Við óskum Geir og fjölskyldu
hans allri hjartanlega til ham-
ingju með þessa Viðurkenningu.
Sigurður Sigurðsson, formaður samtaka íþróttafréttamianna
afhendir Geir Hallsteinssyr-: verðlaunin, hina miklu styttu,
sem íþróttamaður ársins fær hverju sinni.
AÐALFUNDUR
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn í Tjarnarbúð í dag, laugardaginn 25.
jan. kl. 15.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
HVERNIG GENGUR GEGN
SPÁNI UM HELGINA?
f DAG leika fslendingar sinn
55. landsleik í handknatt-
leik. Mótherjar okkar að þessu
sinni eru Spánverjar, en þá
þekkjum við sem keppinauta í
fimm „vináttu“-leikjum, tveim
hér heima og þrem ytra. Spán-
verjar voru alls óverðugir keppi
nautai á Keflavíkurflugvelli
1964, — en nú megum við vara
okkur.
Fyrsta leikinn unnu Spánverjar
1963 í Bilbao með 20:17. í steikj-
andi sólskini gáfu þeir Islending-
um til kynna að þeir eru á uppleið.
Þetta var í apríllok í fyrra. Þá lék
íslenzka liðið á útivelli um há-
degisbil, þegar sólin var eins og
ljósakróna dinglandi yfir höfðum
leikmanna og hitinn gerði þeim
lífiö leitt, Spánn vann 29:17. Þrem
dögum síðar vann Isiand í Madrid
með 18:17. Hér heima vann ísland
með 22:13 og 23:16.
Þessj leikur er raunar eitt. stórt
spurningarmerki og það er reyndar
óvenjulegt að vita ekki meira um
andstæðinginn en við vitum nú.
En það má búast við skemmti-
legri viðureign um helgina og ef-
laust verður fjölmennt í Laugardal
eins og venjulegt er, þegar lands-
leikir í handknattleik fara fram.
V f SIR . Laugardagur 25. janúar 1969.