Vísir - 25.01.1969, Blaðsíða 4
I ________________________________________________________■_ t ________________________________________________________________________________________________________
VORU SJÖ VIÐRIÐNIR MORÐ-
IÐ Á JOHN F. KENNEDY ?
Kenningar Garrisons saksóknara: Samsæri öfgamanna til hægri og Kúbuflóttamanna —
Ruby meðsekur — Oswald áhorfandi
'
.
íjrtfy'.-ív.i-.ÍK:
Jim Garrison, saknsóknari New
Orleans, heldur þvl fram, að
morðið á John F. Kennedy, for-
seta Bandaríkjanna, hafi verið
framið af öfgamönnum til hægri
og flðttamönnum frá Kúbu. Rétt
arhöld vfir Clay nokkrum Shaw
verða á næstunni. Óvíst er, hvem
ig Shaw hefur komið við sögu
morðsins, en Garrison segir hann
hafa þekkt Oswald, sem hafi að
eins verið áhorfandi að morðinu.
Sjö aðrir séu sekir. — Kenning
ar saksóknarans eru hinar at-
hyglisverðustu, og er nokkurra
atriða getið hér á eftir.
Hvers vegna var
Kennedy myrtur?
Vegna þess að hann lét draga
úr spennu eftir Kúbudeiluna. Frá
1961 höfðu öfgafullir andstæðing
ar Fidel Kastrós verið á heræf-
ingum í herbúðum nálægt Pont-
chartrainvatninu við New Or-
leans. Þeir bjuggu sig undir nýja
tilraun til innrásar á Kúbu. Sagt
er, að leyniþjónustan CIA hafi
látið fé renna til þessa, svo og
vopn, en hætt því árið 1963.
Hinn 31. júlí 1963 tók leynilög-
reglan, FBI, búðirnar rpeð á-
hlaupi samkvæmt skipunum
Edgar J. Hoover og raunar Banda
ríkjaforseta. Vopnin voru gerö
upptæk.
Þegar. hér var komiö, segja
Garrison og fylgismenn hans,
urðu flóttamenn reiðir. Samsærið,
upphaflega stefnt gegn Kastró,
beindist gegn forseta Bandaríkj-
anna. Hann hafði eyðilagt vonir
flóttafólksins um að snúa aftur
til Kúbu. Auk þess komu til
bandarískir öfgamenn til hægri,
sem áður höfðu verið meðlimir
í félagsskapnum „The Minute
Men“, en fundizt jafnvel það fé-
lag of frjálsiynt.
CIA er sökuð um að halda
leyndum upplýsingum í málinu.
Hvert var hlutverk
Lee Harvey Oswalds?
Garrison telur hann hafa ver
ið peð í taflinu. „Marxismi“ Os-
walds hafi verið hagnýttur sem
gríma, þótt Oswald væri í raun
inni nánast nýnasisti. Sagt er,
að Oswald hafi verið í sambandi
við bandarísku leyniþjónustuna.
Kúba neitaði honum um vega-
bréfsáritun. Oswald stofnaöi fé-
lagsskap Kastróvina í New Or-
leans. Þeir hittust í húsi númer
544 við Camp Street, en á sama
stað hittust hægri menn og and-
stæðingar Kastrós. Garrison telur
þetta sýna, að Oswald hafi verið
að fá sér „grímu“ með kom>mún-(
ismanum, en í raun verið yzt til
hægri.
Oswald og flugmaðurinn IDavid
Ferrie fylgdust með búðum Kúbu
manna. Taliö er, að morðiö á
John- Kennedy hafi veriö ráðgert
í íbúð Ferrie í New Orleans í
september 1963. Oswald haí'i staö
ið við aðaldyr bókageymslunnar
sem áhorfandi, þegar moröið var
framið. Skotið hafi veriö frá
sjöttu hæð geymsluhússins, þaki
annars húss og tveimur stöðum
innan múrveggjar við Pergola-
minnisvarðann. Sjö samsæris
menn hafi tekið þátt í sjálfri
morðárásinni. Fjórir hafi skotið,
en hinir hafi safnaö saman skot-
hylkjunum.
í vasabók David Ferrie hafi
fundizt nákvæmir útreikningar á
því, hvemig skothylki kastast í
boga, þegar það rennur út eftir
aö skoti hefur veriö hleypt af, og
í hverri fjarlægð frá skotmanni
þaö muni lenda.
Mörg vitni séu að því, að skotið
hafi veriö frá minnisvarðanum.
Til dæmis hafa tveir þriðju allra
viðstaddra staðfest, að þeim hafi
heyrzt hvellirnir koma þaðan.
Sumir telja, að skotið hafi verið
upp um niðurfallsrist í götunni,
sem auðvelt hafi verið að kom-
ast til neðanjarðar.
Byssukúlurnar eru taldar hafa
verið „dum dum“ kúlur, sem
splundrast, er þær hitta. Lækn-
amir á Parkland-sjúkrahúsinu
töluðu um skemmdir á heila for
setans, sem hefðu getað stafað af
þessari gerð kúlna. í búðum
Kúbumanna mundu hafa verið not
aðar „dum dum“ kúlur, sem
skilja ekki eftir brot, er þær
splundrast.
Sögusagnir herma, og það mun
háfa ko'míð fram á ijósmyndum,
að skilti eitt hafi verið gataö af
kúlum. Skiltið var horfið, dag-
inn eftir moröið.
Garrison heldur því fram, að
líkurnar til þess, að Oswald væri
morðinginn, hafi veriö byggðar á
fölsunum.
Var Jack Ruby
meðsekur?
Já, segja sumir. Hann mun
hafa haft samband við andstæð-
inga Kastrós meðal flóttamanna.
Ruby er einnig sagður hafa hagn-
azt verulega á vopnasmygli til
þeirra. Leynilegt símanúmer hans
fannst í veski Oswalds og ýmissa
annarra, segja menn. Nafn Ðavid
Ferrie fannst ritað þar sem Ferr-
is.
Hinn 18. nóvember 1963, fjórum
dögum fyrir morðið, hentist ung
stúlka, Rose Cheramie, út úr bif-
reið nálægt smábænum Eunice í
Louisiana. Hún mun hafa tjáð
læknum þar, að hún vissi um or-
sakir morðsins. Stúlkan hafði
smyglað eiturlyfjum fyrir Jack
Ruby i Dallas, en neitað frekari
þátttöku, er hún heyröi um
morðáætlunina. Rose Cheramie
varð skömmu síöar fyrir bíl
skammt frá Dallas og beið bana.
Hvernig dó Ruby?
Enginn veit um það, svo vist
sé, en sögusagnir eru af ýmsu
tagi. Sú kenning hefur heyrzt, að
David Ferrie hafi gert tilraunir
mð að rækta krabbamein í mús-
um. Ruby er talinn hafa látizt af
krabbameini. 'Sú' skoðun, áð
Ferrie hafi komið þar viö sögu,
er algjörlega ósönnuð. Ferrie lézt
nokkru síðar af „eölilegum" or-
sökum. I herbergi hans fundust
tvö kveðjubréf, þar sem hann læt
ur í ljósi ánægju sína með það
að hann sé að hverfa úr „þessum
leiða heimi." Maður að nafni Le
Valle, sem talinn var hafa_veitt
Ferrie fé, fannst látinn í Miámi í
febrúar 1967. Hann hafði orðið fyr
ir skotj og höfuðkúpan-var brot
Hve margir voru
viðriðnir málið?
Garrison, saksóknari, hefur op
inberlega sagt, að þeir séu of
margir til aö þagga málið niður."
Óvíst er, hver þáttur Clay Shaw
hefur verið, nú þegar máliö gegn
honum er í þann veginn áð hefj-
ast.
Hann er sagður hafa veríð vin
ur og samstarfsmaður Oswalds.
Shaw er vellauðugur kaupsýsiu
maður.
Spurningum verður væntanlega
svarað skýrar, er fréttir berast
af réttarhöldunum i New Orleans.
Hér hefur verið sagt frá skoð-
unum Garrisons og þeirra, er
meö honum standa í málinu. Ann
að sjónarmið, sjónarmið Warren-
nefndarinnar, sem rannsakaði
morðið og taldi, að Oswald-hefði
verið einn um það. hefur verið
ítarlega skýrt í fré.ttum, Menn
bíðá nú' eftirvæntingarfulíir eftir
vitneskju um, hver rök Garrisons
getur fært fyrir skoðunum sínum
og hvaða sönnunargögn hann
leggur fram, þessum skoðunum
til stuðnings.
Fjórir menn, að minnsta kosti, skutu á Kennedy forseita, þegar bifreið úans beygði niður Elm Street I Dallas, segir Garrison. Þessi myrití var tekin sekúndubrótum
eftir skothríðina og er talin styðja þá skoðun Garrisoin, að tveir árásarmanna hafi falizt bak við Pergolabygginguna. AHir horfa í áttina t:' múrsins, og nokkrúm
sekúndum síðar hleypur lögreglumaður yfir grasflötinia til þess að leita skotmannanna. Andlit lögregluþjóns ins er blóðugt, þar sem blóð forsetans spýttist á hann.
i