Vísir - 28.01.1969, Síða 10

Vísir - 28.01.1969, Síða 10
/ 70 VISIR . Þriðjudagur 28. janúar 1969. Tíu faliegustu bækurnar síðustu 50 ár á sýningu Tíu íslenzkar bækur, sern eiga að vera úrval íslenzkrar bóka- gerðarlistar síðustu 50 ára eru nú á samnorrænni bókasýningu, sem farið hefur á milli flest- allra borga Þýzkalands undanfar ið ár. Hefur þessi sýning vakið töiuverða athygli. Blaðið talaði í morgun við Ást- mar Ólafsson, formann Félags ísl. teiknara, sem sagði, aö til þess- arar farandsýningar heföi veriö stofnað í samráöi við félagsskap- inn Nordisk bokkonst, sem Félag ísl. teiknara er aðili að. Bókaverðirnir Páll Jónsson i Borgarbókasafninu og Haraldur Sig urðsson á Landsbókasafninu sömdu hvor um sig lista yfir 20 bækur, sem þeir töidu að kæmu til greina til aö sýna íslenzka bókagerðarlist sfðustu 50 ára. Var listi þeirra svo að segja samstæður. Úr þessum list um voru valdar eftirtaldar bækur: Handritaspjall, Jóns Helgasonar frá Máli og menningu, Hundraö ár í Þjóöminjasafni frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Gráskinna hin meiri frá Bókaútgáfunni Þjóðsögu, Fornir dansar frá Hlaðbúð, Nóttin á herðum okkar, ljóð Jóns Óskars, frá Helgafellí, Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar frá Menningar- NOTAÐIR BÍLAR \ Plymouth Fury '66. Plymouth Coronet ’66. Plymoúth Belvedere ’66. X Rambler Classic ’66, ’65, ’63. ;! Chevy II ’66, ’65. íf Chevrolet Impaia ”66. § Glorya ’67. j IJeugeot. Góöir ' bilar rnjög hagstæö i kjör. Rambler- fár* IJON umboðið ILOFISSON HF. iHringbraut 121 - 10600 A sjóöi, Dagbók frá Diafani frá Al- menna bókafélaginu þjóðmæli Gríms Thomsens frá Snæbirni Jóns syni, Saltkom í mold, ljóð Guö- mundar BöðvarsSonar frá Bláfells útgáfunni og Austfiröingasögur frá Hinu íslenzka fornritafélagi. — Bækurnar voru valdar eftir útliti og almennum frágangi, sagöi Ástmar, en mjög erfitt reyndist fyr ir okkur að ná í eidri bækur. Þá sagöi Ástmar, að sýningin hefði hafizt í marz í fyrra og bæk- urnar væru væntanlegar heim í febrúarlok. Fimm skip á siglingu Nýtt Noröurlandafrímerki Hinn 28. febrúar n.k. kemur út nýtt Norðurlandafrimerki. Rautt frimerki að verðgildi kr. 6.50 og blátt að verögildi 10.00. Á frímerkinu er myud af fimm skipum á siglingu, og teiknari fri- merkisins er sænski arkítektinn Sven Age Gústafsson. Frímerkið verður prentaö í Svíþjóð. Þeir sem hafa hug á að eignast fyrstadags umslög af þessu frí- merki þurfá að koma pöntunum sín um ásamt greiöslu til Frímerkjasöl unnar, Reykjavík. Á fundi —- Stofnun skó- verksmiðju á Egilsstööum í undirbúningi Nú er þess að vænta að skrið- ur fari að komast á framkvæmd- ir varðandi væntanlega skóverk- smiðju á Egilsstöðum. - Kaup hafa verið fest á vélum til verk- smiðjunnar og einhvem næstu daga verður gengið frá stofnun félagsins og hafizt handa fyrir alvöru um söfnun hlutafjár. Fundur var haldinn fyrir nokkr um dögum um málið og þá kjörin bráðabirgðastjórn til að skipuleggja allan undirbúning. Gera má ráö fyrir að verksmiðju félagið taki á leigu 250 ferm. hús- næði hjá Byggingafélaginu Brúnás, og vélarnar verðj settar þar niður. Tíð hefur verið óvenjugóð á Egilsstööum f vetur. Snjólétt og hreindýr hafa ekki sézt í byggð. Um helgina var haldið þorrablót á Egilsstöðum og um næstu helgi verða haldin þorrablót í ýmsum nær liggjandi sveitum. EFTA-fundur ú flmmtudug EFTA-nefndin heldur með sér fund á fimmtudaginn og mun við- skiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, leggja fram skýrslu um ferð sína til Genfar og viðræöur, sem hann átti þar ásamt þeim Þór- halli Ásgeirssyni, ráðuneytisstjóra og Einari Benediktssyni, deildar- stjóra við EFTA-ráðið og fulltrúa EFTA-landanna. Skýrslurnar, sem lagðar verða fram verða annars vegar um viöræður ráðherrans við EFTA-ráðið og einstaka fulltrúa stjórna EFTA-landanna. Hins vegar verðúr lögð fram skýrsla um við- ræður Þórhalls og Einars við ýmsa aðila um tæknileg atriði. Reiknað er með, að þaö taki fulltrúa EFTA-Iandanna í Genf 4—5 vikur að fá svör frá viðkom- andi ríkisstjórnum um málaleitan íslands og þau skilyrði, sem Island setur fyrir aðild sinni að EFTA, ef af henni verður. Ráðgert er, þegar línurnar l'ara eitthvað að skýrast, að beir Þórhallur Ásgeirs- son og Einar Benediktsson haldi aftur til Genfar til frekari við- raiðna. m->- i. síðu Veröur þá annar sameiginlegur fundur allra nefnda. Ætlazt imm tii, að iandshlutanefndimar komi fram með tillögur um úrbætur at- vinnuvandamála, hver f *rinu byggðarlagi. Tillögumar fara fyrir Atvinnumálanefnd r.íkisins, sem ein getur úrskurðað unr fjárvert-1 ingar. Meginverkefni einstakra nefnda er aö raða niður verkefnum, þann- ig að skjótt verði brugðið við með lausn þeirra vandamála, sem bæta má úr fljótlega. I íiðru lagi eru verkefni til lengri tíma, sem talin verða iilleysanleg á næstu mánuð- um, en úrlausn hugsanleg á þessu ári esða jafnvel því næsta. Framtalsaðstoð — Bókltald HOKIÍALD OG UMSÝSf H/F ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 Sínv 84455 Heima: Marbakka, Seltjarnarnesi, sinii 1)1399 • Italska farþegajkipið FAIRSEA var hjálparlaust á reki í fyrri viku, eftir að vélin hafði bilað eftir að eldur kom upp í vélarrúmi. Var þetta um 900 sjómílur suðvestur al innsiglingunni í Panamaskurð Kyrra hafsmegin. Skipið er 13.000 lestir og eru á þvi 980 farþegar á leið frá Ástruliu til Swiíhampton. Eng- in hræðsla greip um sig, þar sem menn treystu á hjálp dráttarbáta og var dráttarbátur með skipið i eftirdragi cr siðast fréttist. Viðfal dagsins — »» > 9. síðu. Sendu mér þær.“ Ég gerói það aidrei. Mér þótti vænt um þennan kennara. Þeir eru of fá- ir, sem reyna að kenna — með þessum orðum á ég við menn, sem reyna að kenna börnunum eitthvað annað en í bókunum stendur. Eitthvað af sinnj lífs- reynslu. Eitthvaö, sem er þess virðj að læra það. En hann var kennari minn. Ég mat hann mikils. Hvernig átti ég að geta sent honum bók eftir mig? Annars varstu að biöja um læviágrip. Jú, ég er fædd árið 1933 og hlakka tii þess að verða amma. Ég á 6 börn og vil eign- ast jafijmörg tengdabörn. Fleiri börn vil ég ekki eiga sjálf, en börnin mín lofa mér þvi, að koma heim með öll sín börn, og skilja þau eftir hjá mér, þegar ég verð gömul og er farið að förlast. Ef þau halda jafnvel áfram og foreidrarnir hef ég barnaheimili um hverja helgi. 36 barnabörn teljast víst sæmi- legt barnaheimili. Nú ég hleyp úr einu í annað. Ég á sex börn á aldrinum 16 til 4 ára. Eitt í menntaskóla, tvö í gagnfræðaskóla og tvö, sem eru mitt á milli skóla og ieik- skóla. — Hvernig ertu iaunuð sem rithöfundur? — Vel. Ég sei hæstbjóðanda, en það verð ég að játa a« það fer oft meiri tími í að innheimta ritíaunin en að skrifa sögurnar sjálfar. Við erum svo réttlausir þessir svonefndu „rithöfundar”. Ja, eða „skáldkonur". Sama er mér, hverju nafnj illt er kaHað. — Hvað gerirðu í tómstund- um þínum? — Les. Ég les hvar sem ég get því við komið. Jafnvel á kló- settinu — eða salerni, ef þú vilt heldur hafa fínna orð yfir það, sem venjulegir íslendingar kalla klósett? — 'Hvað lestu helzt? — „Science fiction”, góðar bækur, glæpasögur, Vídalíns- postillu. Allt, sem er prentaö. Ég bara les eins og sigti, sem sigtar frá hvað viltu muna og hvaö ekki. Manstu eftir Holmes? Fræga ævintýra- og. leynilög- reglumanninum, sem bjó það ég bezt man í Baker-Street nr. 221 B? Hann nennti ekki einu sinn aö muna, hvort jörðin var hnattlaga eða ekki. Ég skil hann vel. — Einu sinni bjóstu í biokk — Og flutti ... — Heldur þú, að þú skrifir það, sem fólk vill desa? — Ég hef ekki hugmynd um það, enda hef ég áður komið inn á bókmenntasmekk íslendinga. Kannski á ég — vonandi — mín vegna — eftir að skrifa eitthvað, sem ég tel boðlegt. Ég hélt, að ég hefði einu sinni gert það. Ég seidi „Leiftri" bókina, en þaö eru mörg ár síðan og hún hefur aidrei komiö út, þótt ég hafi fengið hana vitanlega borg- aða. Gunnar í Leiftri er einn þeirra fáu, sem borga þann dag, sem hann tiltekur. En þetta var víst ljót bók. — Ef ég viidi skrifa metsölu- bók eins og þú, hvað á ég þá að gera? — Lesa. framhaldssögur og; læra af þeim. — Þ._r eru vin- sælar. Við Ingibjörg erum búin að ræða saman lengi. Henni er létt' um mál; talar hispurslaust og dálítið hálfkæringslega. — Og að lokum, Ingibjörg, hvað dreymir þig um að gera í franitíðinni? — Fá að sofa til hádegis á hverjum einasta degi — i friði! — Þrámn. BORGIN BELLA Ef þér takið líka niður bruna- tryggingar komið þér eins og sendur af himnum ofan. VEÐRffi í DAG Suðvestan gola og síðar kaldi, slydduél þegar liður á daginn og hiti þá 1—2 stig. VISIR 50 Jyrir éruni 9 mattadora i L hombre fékk Grönfeld frá Beigalda á sunnu- daginn, einn í gjöfinni, en 8 keypta, og er það alveg óvenju- lega gott .kaup, Vfsir 28. jan. 1919. SKIPTAFUNDUR verður haldinn i skrifstofu borgarfógeta að Skólavöröu- stíg 12, Rvík, í þrotabúi Hval- fells h.f., Reykjavík, sem úr- skurðað var gjaldþrota 17. des. s.l., miðvikudaginn 29. þ. m. og hefst kl. 10 f. h.' 22. jan. 1969 SKIPTARÁÐANDINN í REYKJAVÍK Sendisveinn / ■ óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. LUDVIG STORR, Laugavegi 15. ■saKsaœtiaieíJ-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.