Vísir - 22.02.1969, Side 9
V í SIR . Laugardagur 22. feUrúar 1969.
9
Hreyfing komin aftur á minkamálið, eftir að
Jboð hefur dormað árum saman i sölum
Alþingis
□ Enn einu sinni er nú komin nokkur hreyfing
á minkaeldismálið á Alþingi, en það hefur nú
dormað í þingsölunum að meira eða minna leyti
undanfarin þrjú ár síðan Jónas Pétursson alþingis-
maður lagði fram frumvarp þess efnis snemma árs
1965, að minkaeldi yrði leyft aftur á íslandi. —
í þrjú ár hefur þjóðin beðið þess, að þingmenn
hristu af sér slenið og tækju endanlega ákvörðun
um það, hvaða afgreiðslu þetta mál skuli fá, —
hvort íslandi eigi að bætast ný og álitleg atvinnu-
grein, sem hefði getað ráðið úrslitum í efnahags-
örðugleikum þeim, sem þjóðin á nú við að etja. —
Það eru þingmennirnir Guðlaugur Gíslason frá
Vestmannaeyjum og Pétur Sigurðsson frá Reykja-
vík, sem nú hafa hreyft við málinu að nýju, en
frumvarpi þeirra virðist vera ætlað það hlutverk,
að bjarga þessu máli úr þeirri sjálfheldu, sem
það er í.
Minkarnir á Alþlngi hafa þeir stundum verið kallaðir alþingismennirnir. Það er nú þeirra
að ákveða, hvort þjóðinni á að bætast veigamikil ný atvinnugrein, en það hefur tekið þá
fjölda ára að komast að einhverri niðurstöðu.
Kveður Alþingi „minka-drauginn" í kútinn?
T frumvarpinu gera þeir ráð
fyrir því að minkaeldi verði
leyft í Vestmannaeyjum. And-
stæðingar minkaeldis hafa hing-
að til borið það fyrir sig, að
verði minkaeldi leyft að nýju
muni það auka stofn villiminka
í landinu með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir náttúru lands-
ins. Einangrun Vestmannaeyja
eyðir þessari röksemd og gæti
því verið heppilegt í tilrauna-
skyni, aö fá úr því skorið hvort
rök andstæðinga minkaeldisins
fái staöizt.
Þessj leið til að leysa minka-
eldisdeiluna og fá skrið á mál-
. ið viröist einnig vera heppileg
vegna þess, að Vestmannaeying-
ar sjálfir hafa eindregið æskt
eftir því að fá leyfi til minka-
ræktar og stendur einróma sam-
þykkt bæjarráðs Vestmanna-
eyja að baki frumvarpi þeirra
Guðlaugs og Péturs. Ef svo ó-
trúlega skyldi fara að minkur-
inn slyppi út og næði því aö
gerast villtur i eyjunum, hafa
Vestmannaeyingar við sig eina
aö sakast. Þeir viröast þó ekki
vera hræddir við að leggja
fuglalíf eyjanna að veöi fyrir
sannfæringu sinni, aö rök and-
stæðinga minkaeldis fái ekki
staðizt.
— Tjað getur vel verið að ein-
” hverjir „góöir“ menn
viiji „bjarga" okkur frá eigin
gerðum, sagði Guðlaugur Gísla
son, þegar Vísir ræddi við hann
um þetta mál, — en við erum
ákveðnir í þessu sjálfir, Vest-
mannaeyingar. Ef illa fer, sem
ég tel alveg fráleitt, eigum við
við okkur eina að sakast. Sleppi
minkur frá okkur, sem ég tei
nær útilokað ef vel verður geng
ið frá búrunum, er útilokað að
hann komist til meginlandsins.
Sömuleiðis má benda á, að við
höfum aldrei séð villimink í
Vestmannaeyjum, þó að þrjár
minkaeldisstöðvar hafi veriö í
Vestmannaeyjum á sínum tíma
og vitaa var aö eitthvað slapp
út hjá a.m.k. tveimtir þeirra.
Það má benda á, að Náttúru-
fræðistofnunin lagði það fil á
sinum tiroa þegar urosagnar
var leitað hjá stofnuninni uro
minkarækt, að hún yrði reynd í
Vestmannaeyjum. Það var Finn
ur Guðmundsson, fuglafræðing-
ur, sem iagði þetta til í áliti
sínu og virðist hann því ekki
óttast mjög um fuglalíf í Eyj-
um, þó að minkaeldi verði haf
ið þar.
/VTestmannaeyjar eru því aö
mörgu ieyti heppilegur stað
ur til að hefja minkarækt aftur
hér á íslandi, en þó hefur áður
verið bent á það, að raki í Vest
mannaeyjum sé of mikill fyrir
minkarækt. — Það getur verið
að þetta hafi veriö rétt áður
fyrr segir Guðlaugur, en lofts-
lagið hefur stórbreytzt á síðari
árum. Raki mældist hér áður
fyrr einna mestur á landinu í
Vestmannaeyjum, en nú er þetta
gjörbreytt.
Annað, sem Vestmannaeyjar
hafa sér til ágætis fyrir minka-
rækt er auðveld öflun minka-
fóðurs. Minkurinn er aðallega
fóðraður á fiskúrgangi, en hið
ódýra fóður er éinmitt éin meg
in röksemd fyrir minkarækt hér
á landi. Talið er að fóðriö fyrir
minkarækt sé allt að 50% dýr-
ara á Norðurlöndum en hér, en
engu að síður stendur minka-
rækt í miklum blóma í þessum
löndum. Önnur megin jöksemd
fyrir minkarækt hér, er lofts-
iagið, se.m er talið afar heppi-
legt til að rækta minkaskinn í
háum gæöaflokki.
Þetta litla dýr, minkurinn, gæti lagt grundvöllinn að veiga-
miklum útflutningsiðnaði.
Oöksemdir fyrir minkarækt nú
eru þær sömu enn og þær
hafa ávallt verið, síöan minka-
ræktarmálin voru tekin upp að
nýju. Minkarækt er höfuðat-
vinnuvegur á Norðurlöndum, þó
aö aðstæður þar sé ekkj eins
góöar og hér- á landi. Aöeins
Norömenn og Danir flytja árlega
út minkaskinn fyrir um 4 millj-
arða íslenzkra króna, en auk
þess er töluvert notað af loö-
skinnum í löndunum sjálfum.
Þessi útflutningur frændþjóða
okkar tveggja er hátt i eins mik-
ill og heildarútflutningur okkar
var sl. ár, sem að vísu var ein-
staklega erfitt ár í útflutnings-
verzluninni.
Samkvæmt tölum, sem Úlfur
Sigmundsson hjá Félagi Isl. iön
rekenda gaf blaðinu, var verðið
á minkaskinnum á síðasta upp-
boöinu í Ósló, 7. og 8. febrúar
mjög hátt, hærra en það hefur
veriö undanfarin ár. Meðalverð
á karlskinnum var 134 kr. norsk
ar, fyrir safirmink kr. 139, fyrir
pastelmink og 160 kr. norskar
fyrir dökka minkinn. Virðist sem
meðalverð á hinum þremur ár-
legu uppboðum í Osló, sem eru
haldin í nóvember, desember og
janúar ár hvert, hafi farið nokk
uð hækkandi frá fyrra ári, en
toppverðið á síðasta uppboðinu
var 280 norskar krónur fyrir
hvert skinn eða um 3.400 kr.
íslenzkar.
T þessu sambandi má geta þess
' að árið 1949—50 fengust
hæstu meðalverð fyrir íslenzka
minkinn á uppboðum í London,
en á þessi uppboð komu skinn
hvaðanæva að úr heiminum. Is-
lenzki minkastofninn var þá orö-
inn mjög góður, en minkaeldis
stöðvarnar höfðu fram að þeim
tíma verið að þreifa sig áfram
með ræktun gæðaminks. — Upp
úr þessu var farið aö tala um
bann á minkaeldi vegna þess
skaða, sem villiminkurinn var
talinn valda náttúru landsins.
Minkurinn varö hitamál, blöðin
voru full af frásögnum um
hænsnadrán minksins og hans
grimmu náttúru, og hið háa Á1
þingi felldi þann úrskurð á þingi
1954 — 55, að minkaeldi skyldi
bannað, — vegna þess m.a. að
ekki lá annaö fyrir, en minka-
búrin væru rekin með tapi.
Taprekstur minkabúranna var
hins vegar mikill misskilningur
að því er þeir halda fram, sem
til þekktu. í þá tíð voru skatt
svik miklu meira böl, en þau
eru nú. Vegna skattsvika mun
ekki hafa verið hægt að sjá ann-
aö út úr bókhaldi minkaeldis-
stöövanna, en að bullandi tap
væri á fyrirtækjunum og því
sjálfsagt að hafa vit fyrir at-
vinnurekendum I þessari vinnu-
grein og stöðva tapreksturinn
meö banninu.
TTannið var því að jöfnu sprott
ið af misskilningl og fyrir-
hyggjuleysi. Meira að segja veiði
stjóri, Sveinn Einarsson, sem
hefur það hlutverk m.a. að
stjóma eyðingu villiminks, hef-
ur ekki getað komizt að ann-
arri niðurstöðu, en minkaeldi
ætti aö leyfa. Hann hefur ekki
barizt fyrir því að minkaeldi
yrði leyft aftur, enda samræmd-
ist það varla störfum hans.
Ég er á sömu skoðun og ég
hef alltaf verið frá 1962, þegar
Einar Sigurðsson byrjaði fyrst
aö ræða um, að minkarækt yrði
leyfð aftur. Auðvitaö á að leyfa
minkarækt, sagði Sveinn í við-
tali við Visi. Við höfum villi-
minkinn, viö höfum skaðann af
honum. Skaðinn er tvímælalaus,
en við höfum ekkj ávinninginn.
Hann lifir á vatnafiski og fugli
og veldur því skaöa á hvoru
tveggja þar sem hann er og
ekkert þýðir því annað en að
hreinsa til á stöðum eins og Mý
vatni og í varplöndum tid. eyj-
unum í Breiðafirði áriega.
Ég álít að minkarækt nú
myndi ekki gera neitt annað en
að létta undir með eyðingu villi
minksins. Villiminkurinn mundi
•dragast aö búrunum og því auð
veldara að granda honum. Hægt
væri að skattleggja minkaeldis-
stöðvarnar og afla þar með auk
ins.fiár til minkaeyðingar M
myndu frekar rækta yrðlingana
unp sem fyndust i grenmnum og
löga þeim, þegar eitthvað er
hægt að fá fyrir þá, ef minka-
rækt væri í landinu.
7. slða.
i