Vísir - 27.02.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 27.02.1969, Blaðsíða 4
Nakinn sakborningur Herbert nokkur Van Smith var nýlega dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir vopnað rán. Hann vakti at- hygli á sér fyrir rétti þar sem hann mastti ailsnakinn til að mótmæla því að þurfa að hafa þann verjanda í máli sínu, sem rétturinn skipaði. Van Smith neit aði að klæða sig, svo að fanga- verðirnir handjámuðu hann í stól, sveipuðu hann laki og báru hann síðan inn í réttarsalinn, þar sem hann var síðan dæmdur í 15 ára fangelsi án þess að nokkurt til- lit væri tekið til hinna óvenju- legu mótmæla. Griskir auðmenn ganga út Grískir auðmenn virðast njóta töluvert mikillar kvenhylli. Nýj- asta dæmiA um það er, að baller- ínan Jósefína Chaplin, næstelzta dóttir leikarans, hefur nýlega trú- lofazt Niki Sistovaris, sem er son ur grísks milljónamærings. _ — Framleiðandinn, Donald Wilson, segir frá erfiðleikunum við að gera hina vinsælu sjónvarpsbæfti Donald Wilson beið í tíu ár eftir að fá að gera þættina. Hér sést hann með handritið, sem er 1500 blaðsíður. ÖM vandamáiHn, sem Donaid Wilson stóð andspænis, þegar hann fékk það verkefni að sjá um gerð Forsyte-þáttanna, voru næstum óskiljanleg, en hann hafði foeðið næstum tiu ár eftir að fá þetta verkefni. Það eitt tók næstum ár að skrifa handritið að þessari risa- seríu. Hin stóra skáldsaga Gals- worthys, sem telur hálfa milljón orða, var skorin niður í 300.000 orð, og handritið var 1500 blað- síður. Nöfn 150 leikara, sem voru fengnir til að koma fram í þátt- unum, voru skrifuð á lista, sem næstum þakti einn vegg í skrif- stofu Wilsons. En stærsta vandamáiið var samt að velja í aðalhlutverkin. Hvaða leikarar mundu verða á lausum ktK þá sex mánuði, sem upptakan mundi taka? Hvað lang an tíma var hægt aö ætla fyrir hvern þátt, og hversu lengi áttu æfingamar að standa? Og það sem var kannski mikilvægast — hvað mátti allt þetta kosta? Og nú eftir vel heppnaða upp- töku, kveðst framleiðandinn, Don- ald Wilson, hafa verið ótrúiega heppinn. Hræddastur varð hann þegar Eric Porter (Soames) var lagður inn á sjúkrahús með botn- langabólgu. Eric Porter hafði stærsta hlutverk, sem nokkur leik ari hefur fengið í sjónvarpsþætti. En allt fór sem sagt vel að lok- um, þangað til Soames tók síð- asta andvarpið í lokaþættinum og sagði: „That’s aBM Donald Wilson bendir á list- ann með nöfnum hinna hundr- að og fimmtíu aukaleikara, sem koma fram í Sögu Forsyte- ættarinnar. Vaknaði í tölu framliðinna og var óánægður með minningargreinarnar Gullfiskur i lífshættu Enskur gullfiskur, Óskar að nafni. lenti fyrir nokkru i mik- illi lífshættu. Bömin á heimilinu höfðu gleymt glerbúrinu hans úti á gluggasyllu í miklu frosti. Þeg- ar húsráðendur komu heim, var vesalings Óskar gegnfrosinn, en sem betur fór var hann þó ekki afskrifaður strax, heldur þíddur og nuddaður, og fjórum klukku- stundum síðar var Óskar farinn að synda aftur án þess að hafa svo mikið sem kvefazt. Mjólkurmýs Miðað við stærð gefa mýs meiri mjólk af sér heldur en kýr. Þessar upplýsingar koma frá bandarískri rannsóknastofn- un, þar sem búin hefur verið tii minnsta mjaltavél í heimi. Meö henni er hægt að mjólka fjórar jmýs á dag, og hver mús gefur af sér um það bil þriðjung af teskéið — eða eins og uppi i nös á ketti. Ekki mun þó þessi mjalta vélatækni komin á það hátt stig. að mjólkurkýr séu orðnar ugg- andi um sinn hag. „Éftir svona hrollvekjandi at- burð, verður maður að hressa sig á sterkum bjór,“ segir Viggo Brodthagen. Danski leikarinn Viggo Brodt- hagen hrökk óþyrmilega viö um daginn, þegar hann las um Mt sitt I blöðunum, en þannig hafði viljað til. að honum hafði verið ruglað saman við alnafna sinn, járnbrautarstjóra nokkum, sem lézt Hinn 68 ára gamli leikari viö- urkenndi, að það hefði verið era- kennileg tilfinning að lesa frá- sagnir blaðanna um æviferil sinn, og einnig hefði verið skrýtið að taka við blómum og samúðar- skeytum sem streymdu inn. e*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.