Vísir - 27.02.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 27.02.1969, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur'27. febrúar 1969. VlSIR Otgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoóarritstjóri: Axe! Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innaníands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Samstaða er nauðsyn I Lausn verkfalls yfirmanna á bátaflotanum varð ) kommúnistum hryggðarefni. Vonir þeirra um langvar- ) andi atvinnuleysi og stöðvun framleiðslunnar brugð- ) ust í bili. En það er auðséð á Þjóðviljanum að þeir ( eru ekki enn úrkula vonar um að geta komið á vinnu- ( stöðvun. Það er því auðsætt að kommúnistar eru ekki ( að hugsa um hag verkamanna, þótt þeir reyni að láta / líta svo út. Og fjöldi launafólks úr öllum stéttum og l' starfsgreinum, sem lætur sér brölt kommúnista vel ( líka, veit ofur vel að þeir eru að vinna gegn hagsmun- / um þjóðfélagsins og grafa undan efnahagslegu sjálf- ) stæði þjóðarinnar. ) Þegar Alþingi stöðvaði sjómannaverkfallið kölluðu / kommúnistar þá ráðstöfun þrælalög. Þeir vildu ) þrengja kosti láglaunafólks enn meira en orðið var. \\ Þeir vissu þó eins vel og aðrir að það var þjóðarnauð- (\ syn að koma bátaflotanum af stað. Það þoldi enga bið. (( Og nú reyna þeir að stöðva framleiðsluna aftur. Von- /I andi tekst þeim það ekki. Allir þjóðhollir menn verða /) að trúa því í lengstu lög og stuðla að því með öllum )l tiltækum ráðum, að ágreiningsmálin verði leyst með ( samkomulagi áður en til vinnustöðvunar kemur. \ Kommúnistar tala alltaf og skrifa eins og það sé ) stjórnvöldum landsins sérstakt áhugamál, að þrengja ( kosti almennings sem mest. Á þessu hafa þeir hamrað ( látlaust undanfarna áratugi, nema þegar þeir voru (\ sjálfir í ríkisstjórn. Þetta er áróður sem ekki ætti að / fá mikinn hljómgrunn hjá hugsandi fólki. Hvernig ) ætti það að vera nokkurri ríkisstjórn keppikefli, að ) rýra lífskjör almennings? Er ekki líklegri leið til í| trausts og fylgis að bæta lífskjörin? Vissulega, en þeir / tímar geta komið, ekki sízt hjá þjóðum, sem búa við ) eins óviss afkomuskilyrði og við íslendingar, að \ stjórnvöldin neyðist til að grípa til ráðstafana, sem ( skerða lífskjörin í bili. En það gerir engin ríkisstjóm ( með glöðu geði. / Núverandi ríkisstjóm sýndi það svo ekki varð um ( vilízt, meðan vel gekk, að hún unni almenningi fullrar / hlutdeildar í afrakstri góðu áranna. Hefur þar ef til / vill verið gengið lengra en gætilegt mundi talið í sum- ) um öðrum löndum. En þá verður líka að ætlast til þess, ) að þjóðin sætti sig við að leggja nokkuð að sér þegar ( verr árar — að einstaklingarnir skilji það, að minna ( hlýtur að koma í hvers hlut þegar minna verður til / skiptanna. Þá verða allir að fórna einhverju. En þá er . það tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, , að ala á metingi og togstreitu milli stétta, æsa upp til kröfugerða, sem ekki er hægt að uppfylla og reyna ( að koma á upplausn og ringulreið, eins og kommúnist- ; ar gera. Þá ríður hvað mest á að allir standi saman, því / að með því móti einu er von til þess að sigrazt verði á / erfiðleikunum. ) Brezk-frönsku deilurnar og væntanleg Parísarheim- sókn NIXONS • Eltt vikublaðanna brezku birti pistil s.l. laugardag frá stjómmálafréttaritara sfnum í Washington, þar sem svo var aö orði komlzt, að sumir ráöunaut- ar Nixons forseta legöu fast að honum að hætta viö Parisar- heimsóknina, sem menn áður höföu gert sér vonir um aö yröi glæsilegur Iokaþáttur (grand flnale) Evrópuferöarinnar. Ekki er frá þessu sagt hér, til þess að gefa í skyn, að til þessa komi, heldur vegna þess — sé rétt með farið —, — að það gefur hugmynd um hugarfar sumra stjórnmálamanna vestra, þegar forsetinn var að leggja upp í Evrópuferðina, en hann hafði m. a. oftar en einu sinni lýst yfir, að hann óskaði þess sérstaklega að ræða við de Gaulle Frakklandsforseta i þeim tilgangi, að bæta sambúð Banda- ríkjanna og Frakklands. 1 fyrmefndum fréttapistli var litið svo á, að það væri líkast þv£ sem de Gaulle hefði varpað sprengju, er hann gerði Soames ambassador Bretlands grein fyr- ir skoöunum sfnum hinn 4. febrú ar — skoðunum, eða uppástung- um, eins og sumir kalla þær, en tilgangurinn hjá de Gaulle sagð- ur, að því marki verði náð, að losaEvrópu undan bandarfskum áhrifum, en í því samb. ræddi forsetinn stjómmálalega forustu (direktorat) Frakklands, Bret- lands, Vestur-Þýzkalands og Italíu, þegar nýskipan mála kæm ist á, Noröur-AtlantshafsLanda- laglð verið lagt niöur og komiö á viötækara, en lauslegra efna- hagsbandalagi. Undir umræðunni í neðri mál- stofu brezka þingsins í fyrradag kom það fram hjá einum gagn- rýnanda, að mistök hefðu verið að líta á skoðanir eða uppástung ur de Gaulle, sem gert var, — þetta hefðu verið „heimspeki- legar hugleiðingar", og réttast að halda þeim leyndum, en gagn- rýnin fékk ekki meiri undirtekt- ir en það, að þaö var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að taka ekki til umræðu van- traust á ríkisstjórnina út af mál- inu, og sátu fjölda margir þing- menn íhaldsflokksins hjá, en að- algagnrýnandi hafði verið Sir Alex Douglas-Home, fyrrv. for- sætisráöherra, nú formælandi íhaldsflokksins í málstofunni um utanríkismál. Og í fyrradag gerist einnig þetta: Vestur- Þýzkaland ákveður að taka þátt í Lundúnafundi VBE (Vestur- Evrópubandalagsins), þótt það hefði verið búiö að leggja til vegna deilunnar við Frakka, að fresta fundinum. Og Nenni utan- ríkisráðherra Ítalíu lýsti yfir í þingræðu f fyrrakvöld fullum stuðningi við Bretland í brezk- frönsku deilunum, og sagði þau athyglisverðu orð, að Vestur- Evrópa gæti ekki frekar án Bret- lands verið en Frakklands. í svip aðan streng tók Josef Luns ut- anríkisráðherra Hollands fyrr i vikunni og Pierre Harmel utan- ríkisráðherra Belgíu. í stuttu máli, — Frakkar standa einir í afstöðu sinni varðandi Bretland, bæði í EBE óg VBE, og neita aö sitja fundi í hinu síðamefnda (sem H*tar eru í), nema geta raunverulega beitt þar neitunar- valdi. Nú er að sjálfsögðu tilgangs- lítið að vera með frekari vanga- veltur út af væntanlegri París- arheimsókn Nixons forseta og bíða heldur fregna um hvemig fer á með honum og de Gaulle, og þá hvort brezk-franska rifr- ildið hefir þar nokkur áhrif, en óneitanlega var það óheppilegt fyrir de Gaulle, að mikill blást- ur skyldi verða í blöðum út af því máli með þeim afleiðingum sem kunnar eru, vegna skoðana hans um að losa Evrópu imdan bandarískum áhrifum, óheppi- legt eins og þetta bar undir og var blásið upp, þótt skoðanir forsetans í þessu efni séu að vísu alkunnar. Annars er ekki úr vegi að minna á það, þegar um áður- nefndan brezk-franskan ágrein- ing er að ræða, að það hefir oft verið grunnt á því góöa í brezk- franskri sambúð, og einmitt um forustuhlutverk í álfunni. Sam- eiginlegur ótti við Þýzkaland knúði fram vináttubandalagið brezk-franska (entente cordiale) snemma á öldinni og svo eru tvær heimsstyrjaldir háðar, Bret ar og Frakkar bandamenn í báö- uip. Frakkar fara rislágir út úr hinni síðari og búa við lepp- stjórn (Vichystjómina og her- nám), en við forustu eins manns er baráttunni haldið áfram, og er sá maður de Gaulle, en sam- starf háns við aðra leiðtoga bandamanna var svo erfitt vegna metnaðar hans og skap- bresta, að „það er vafasamt hvort af þvi leiddi meira gott en illt fyrir bandamenn", eins og sagt var í fyrirlestri í brezka útvarpið eitt kvöldið fyrir skemmstu. Það var árið 1952 sem de Gaulle sezt á valdastól, og víst hefir hann unnið þjóð sinni mik- ið gagn, og mikill er hans metn- aöur, en alltaf er gagnrýnin á honum harðnandi, uggurinn vax- andi, og það er víst lítill vafi, að margir hans eigin fylgis- manna óska þess að hann dragi sig í hlé, og sumir segja jafnvel opinskátt, aö hann ætti að vera búinn að því. Sú skoðun hefir komið fram, að af hálfu de Gaulle hafi ver- ið gerð tilraun til að valda klofn- ingi Bretlands og stuðningslanda þess í VBE, en „enginn hvorki vestan eöa austan Ermarsunds muni látá sér detta I hug að taka þátt í samkomulagsumleit- unum um hinar stórpólitísku skoðanir de Gaulle." Ofangreind tilraun hefir mis- tekizt. Bretland sennilega öfl- ugra eftir, en Frakkland veik- ara. Samstarfið milli Bretlands og meginlandsþjóðanna í álfunni vestanveröri (að Frökkum undan skildum) virðist vera að koma á fastari grundvöll — segir þar einnig. Minnt er á eftirfarandi orsák- ir þess, að Frakkland hefir veik ari aðstöðu en áður: Samstarfiö milli Frakklands og hinna (5) þjóðanna í EBE hefur versnað svo, að i árs- skýrslu ráðsins er varað sérstak lega við að „grafa undan fram- tíð bandalagsins“. Þetta gerist á þeim tíma, er franskur efnahag- ur er orðinn sammarkaðnum enn háðari en áðui-, og þörfín vax- andi á sameigmlegri og sam- 10. slöa. Samskipti Bandaríkjamanna og Frakka voru erfið á forseta- tíma Johnsons og birti hið kunna blað Washington Post þá skopmyndina hér að ofan. Tilgangur Nixons með Parísarheim- sókninni er að koma sambúðinni í gott horf. En nú velta marg- ir því fyrir sér, hvort brezk-franska deilan muni verða þránd- ur í götu þeirrar viðleitni Nixons.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.