Vísir - 27.02.1969, Blaðsíða 13
V í SIR . Fimmtudagur 27. febrúar 1969.
K JA LLARASIÐA N
13
Rekstur frystihúsanna
• Okkur vantar 160 milljónir
króna til að láta enda ná
saman árið 1969, miðað við ó-
breytt markaös-^rð, vinnslu-
magn og kaupgjald, segja frysti
húsaeigendur. Ýmsir hafa spurt:
Var gengisfellingin of lítil eftir
allt saman? Eða eru frystihúsa-
eigendur að færa á rekstrarliði
bókhaldsins útgjöld, sem ekki
eiga heima þar? Við þessum
spumingum er ekki unnt að gefa
eins atkvæðis svör.
l>áðar spurningarnar eru al-
gengar. Seinni spurningin
hefur beinlínis orðið aö full-
yrðingu í máiflutningi ýmissa
vinstri sinnaðra forystumanna
í atvinnumálum, einkum í
umræðum um verðlagsmál og
kaupgjaldsmál. Árum saman
hafa útgerðarmenn, frystihúsa-
eigendur og stjómendur síldar-
verksmiðja verið sakaðir um að
færa viðhaldskostnað og ný-
byggingar á rekstrarreikning
sinn í því skyni að fela hagnað
sinn og auka möguleika sína á
öflun rekstrarstyrkja. Þá hafa
ýmsir fullyrt að útreikningar
þeir, sem liggja til grandvallar
gengisfellingunni á sl. ári hafi
verið ófullnægjándi. Báðar
þessar fullyrðingar eru í meg-
inatriðum rangar.
Békhaldið
AS vísu er það rétt að frysti-
húsaeigendur færðu á hagnað-
arárum sínum ýmislegan við-
haldskostnað á rekstrarliði bók-
haldsins. En eftir að frystihúsin
byrjuðu að tapa hefur þessu
ekki yej:}§..ti;l að.dreifa. Viðhald
frystihúsÚ^em rekin ha'fa verið
meö ta'pi'hefúr éfekert verið, —
allavega - sáralítið. Það er meira
að segja margt, sem bendir til
að frystihúsaeigendur hafi bók-
haldslega fært eignaaukningu
þegar henni var ekki til að
dreifa, aðeins til að sýna tapið
minna en það raunverulega var.
Þetta hefur sína þýðingu þegar
leitaö er til lánastofnana. Á
meðan frystihúsin gátu fært
viðhaldskostnað að einhverju
leyti sem rekstrarkostnað helg-
aðist það af hinni almennu þró-
un efnahagsmála og var talið
fullkomlega réttlætanlegt innan
takmarka, sem að vísu eru alltaf
matsatriði. Afskriftir frystihúsa,
sem oft eru af gömlurn stofni,
nægja ekki á verðbólgutímum
til að standa undir endurnýjun
fyrirtækjanna. Þau verða að
leita annarra úrræða, ef þau
eiga ekki að leggjast niður meö
tímanum. Báðar þessar ráðstaf-
anir eru neyðarráðstafanir, sem
mwhdrF
EFTIR
ASMUND EINARSSON
ásamt öðru eru vottur um það
hve rekstrargrundvöllur þess-
ara þýðingarmiklu fyrirtækja
hefur löngum verið slæmur.
Enda þótt tap frystihúsanna
eigi aðaluppruna sinn í verðfalli
á erlendum mörkuðum hafa
ýmis önnur atriði mikil áhrif á
afkomu þeirra. Afstaða hús-
anna gagnvart miðum við land-
ið, útgerðarmöguleikar, vinnuafl
og fjöldi frystihúsa á staðnum
hefur sitt að segja. Hitt nær
ekki nokkurri átt að það hafi
alltaf verið „lélegur“ eða „góð-
ur“ rekstur, sem gerði gæfu-
muninn, eins og reynt hefur ver-
ið að teíja þjóðinui trú um.
Þessi áróöur er ekki sízt kom-
inn frá þeim öflum, sem á sín-
um tíma' gúmúðu af að hafa
ráðið því að frystihúsin voru
staðsett í atvinnuskyni en ekki
endilega með afkomumöguleika
þeirra fyrir augum.
Gengislækkunin
Og þá er komið að spurn-
ingunni um það hvort gengis-
lækkunin hafi veriö rangt reikn-
uð út frá sjónarmiði frystihús-
anna. Eigendum þeirra er ætlað
að leysa þann vanda aö verulegu
leyti sjálfir. Ríkisstjórnin er
beinlínis aö knýja frystihúsa-
eigendur til gagngerðra breyt-
inga á rekstri sínum og mark-
mið breytinganna er betri nýt-
ing frystihúsa, aukin afköst
þeirra og um leiö hlutfallslega
lækkaður rekstrarkostnaður.
Ein leiðin sem til greina kemur
að þessum markmiðum, er
samruni frystihúsa á þeim
stöðum sem þaö er talið hag-
kvæmt og framkvæmanlegt.
Afkomumöguleikar
Nettótap frystihúsanna hefur
undanfarin ár numið um 400
milljónum króna. Tapiö skipt-
ist eftir árum þannig: Árið
1966 80 millj. Árið 1967 180
millj. kr. Árið 1968: Um 120
milljónir króna. Þaö bætir ekki
afkomumöguleika frystihúsanna
að þau verða að axla að vera
legu leyti þær kjarabætur, sem
sjómenn fengu í nýafstöðnum
samningum. Þau hafa nú semt
sem áður mögul. til að láta enda
nú saman, þótt það verði að telj
ast mjög vafasamt, aðslíkttakist
fljótt á litið. Það er nefnilega
ekki nóg að frystihúsaeigend-
ur láti undan kröfunni um sam-
runa frystihúsa og aðrar meg-
inbreytingar á skipulagi frysti-
iðnaðarins.Launahækkanir mega
ekki verða miklar og verðlag út-
flutningsafurða þyrfti að hækka
lítilsháttar.
Frystihúsaeigendur hafa á-
reiðanlega reynt að starfrækja
frystitæki sín eins vel og þeim
var unnt. En margt þarf að
breytast áður en duglegasti
frýstihússforstjórinn getur ver-
ið sæmilega öruggur um af-
komu fyrirtækis síns. Þess
vegna er — hvað sem kostum
skipulagningarinnar líður —
ekki rétt að áfellast frystiiðnað-
inn fyrir andstöðu gegn slikum
breytingum meðan önnur Þýð-
ingarmikil atriði í rekstrargrund
velli hans eru ekki tekin til al-
varlegrar endurskoðunar.
Harðviðar-
utihurðir
® jafnan fyrirliggjandi
innihurðir
@ Eik — gullálmur
% Hagkvæmt verð
0 Greiðs/uski/málar
ýttn/ Lr 'Utikurðit
RÁNARGÖTU 12 — SÍMI 19669
FILACSLIF
K.F.U.M. A.D.
Aðaldeildarfundur í húsi félags-
ins við Amtmannsstíg í kvöld kl.
8.30. Séra Arngrímur Jónsson hef
ur erindi: „Hin stríðandi kirkja.“ —
Allir karlmenn velkomnir.
Heilsuvernd
Síðasta námskeið vetrarins i tauga-
og vökvaslökun, öndunar- og léttum
þjálfunaræfingum, fyrir konur og
karla, hefst mánudaginn 3. marz.
Uppl. í síma 12240.
Vignir Andrésson.
ELDHUSINNRETTINGAR
SKEIFAN 7
SÖLUUMBOÐ:
ÓÐINSTORG HF.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16
Loðnu-dagar
Það er glæsilegt að sjá drekk-
hlaöin skip koma að landi, en
slíkt er næsta sjaldgæf sjón.
En nú siðustu dagana hefur þó
loðnan gengið svo kröftuglega á
miðin, að fjöldi skipa hefur
fengið þvílíkt fullfermi, að það
varðar hér um bil við lög, því
einnig það, að hlaöa skipin of
mikið, er forboðið, þó skipstjór
arnir freistist auðvitað til þess
að hlaða skip sín til hins ýtrasta
í Miöviðrinu, Þeir vita sem er,
að loðnan stendur vfirleitt ekki
lengi við, heldur gengur yfir mið
in með ógnarhraða. Annars er
loönan ein af þeim fisktegund-
um, sem mem vita svo lítið
um, bví hún hefur ekki verið
talin svo mikilvægur nytjafisk-
ur fyrr en allt í einu nú síð-
ustu árin sem hún hefur verið
veidd til bræðslu aðallega, þó
nú muni vera að opnast mark-
aður til reynslu, meira að segja
alla leið til Japans. Áður var
loðnan aðeins veidd til beitu fyr
ir annan þýðingarmikinn fisk.
Þannig breytast viöhorfin sí og
æ.
Það fór fyrir mér sem svo
mörgum öðrum, að ég stóðst
ekki mátið og fór niður að höfn
til að horfa á löndun úr drekk-
hlöðnu skipi, því svo ógnar-
langt finnst manni síðan slíkir
ánægjuatburðir hafa gerzt sfð-
ast hér um slóðir.
Löndunin gekk líka svo sann-
arlega vel, því enn hefur tækn-
inni fUygt fram, og nú er ekki
Iengur landað : málum, og held-
ur ekki með „kröbbum“ eða
„kjöftum“, eða hvað það nú allt
var kallað. Nú er þaö síldardæl-
an, sem dælir loðnunni auðveld-
lega á bílana, án þess að manns
bftjrCÞ* óurfl að koma nærri.
Ekkert erfiði, aðeins aukin
tækni.
En til þess að hægt sé að
landa loðnunni, þarf að dæla
vatni eða sjó í lestina, svo þessi
smái fiskur fljóti. En það vakti
fljótlega athygli mína, að sjó
var dælt úr höfninni og í lest-
ina, en ekki úr vatnsleiðslu á
hafnarbakkanum. Kannski er
mengun ekki það mikil f íslenzk
um höfnum, að hætta stafi af
fyrir búpening, því mest af
loönunni fer í mjöl til skepnu-
fóðurs. Þó ætti þessi sóðaskap-
ur að vera óbarfur þar sem
vatn er nærtækt. Það er þó allt-
af staðreynd, að skólp og saur
rennur vfða f hafnir, og mengun
þvf ætíð einhver.
Þessi sóðaskapur vakti mig
þó fyrst til umhugsunar, þegar
mér var aagt að verið gæti,
að lítið maen yrði fryst af þess-
um afla til útflutnings til mann-
eldis. Þá fylltist ég viðbjóði og
fannst að tllfinnanlega hefði
skort á, að einhverjir af hinum
stóra hópi sérfræðinga og mats-
manna létu sjá sig til aö leið-
beina sjómönnunum til betri
siða í meðferð á afla sínum.
Sívaxandi samkeppni á erlend
um fiskmörkuðum krefst stöð-
ugrar árvekni í meðferð og fram
leiðslu hvers konar fiskafurða,
og síðast en ekki sízt þrifnaðar.
Og þrifnaðarins þarf auðvitað að
gæta frá þvf fiskurinn er inn-
byrtur og þar til hann fer full-
unninn úr Iandi. Einfaldast er
að gæta sömu nákvæmni og
þrifnaðar við allt hráefni, hvort
sem það á að hagnýtast til mann
eldis eða dýrafóðurs, því auð-
vitað er ekki alltaf hægt að gera
sér grein fyrir fyrirfram, hvem
ig hráefni verður hagnýtt.
Þrándur I Götu.
START
ENGINE STARTING FLUID
Start vökvi
Gangsetningarvökvi sem
auSveidar gangsetningu, einkum
í frostum og köldum veörum.
FÆST Á. ÖLLUM HELSTU
BENSÍNSTÖÐVUM
ANDRI H.F-, HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955
Sféttarfélag verkfræðinga
Aðalfundarboð
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verð-
ur haldinn í skrifstofu VFÍ, Brautarholti 20,
föstudaginn 28. þ. m. kl. 17.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómiru
SEáöití.
4