Vísir - 24.03.1969, Side 1

Vísir - 24.03.1969, Side 1
 — Konráð Guðmundsson, hótelstjóri hefur hreyft málinu v/ð SAS, Háskólayfirvöld og fl. IÞað er nú skammt stórra högga á milli í ferðamál- unum og margar miklar ráðagerðir í bígerð. Hót- el Saga hefur nú áhuga á að byggja heila 6 hæða álmu við núverandi hús- næði með 200 herbergj- um, en núverandi her- bergjakostur hótelsins er 90 herbergi. — Það er rétt, að ég hef hafið ó- formlegar viðræður við ýmsa aðila um þennan möguleika, sagði Kon- ráð Guðmundsson hótel- stjóri á Sögu í viðtali við Vísi í morgun, en þetta mál er á algjöru frum- stigi ennþá og óvíst hvernig fer. Ein aðalforsenda þess, að þetta geti tekizt, er að hægt verði að nýta þetta pláss yfir vetrarmánuðina og því hef ég rætt við háskólayfirvöld um möguleika þess að háskólastúd- entar nýttu álmuna á vetrum á hóflegu verði aö sjálfsögðu. Álman yrði alveg sjálfstæð ein- ing og því yrði stúdentum ekk ert ónæði af hótelinu eða hótel inu af stúdentum. Þá hef ég rætt við fulltrúa SAS-flugfélagsins um það, hvort félagið væri fúst til að styrkja þetta á einn eða annan hátt, en að sjálfsögöu liggur engin niður staða fyrir ennþá. Ef af byggingu álmunnar verð ur, verður hún reist við norður enda núverandi húss, og mun liggja frá vestri til austurs. Inn gangurinn í Súlnasalinn yrði tengingin milli húsanna. Herb- ergin yrðu ekki í sama „lúx- usklassa" og þau, sem fyrir eru á hótelinu, heldur yrði fyrst og fremst miðað við aö hafa þau mjög þokkaleg en ódýrari, en þau, sem nú eru fyrir hendi. 10. síða Ók á Sjálf- stæðishúsið — Ekki i pólitiskum tilgangi 9 Ölvaður maður tók bifreið ó- frjálsri hendi á Akureyri aðfara- nótt sunnudags, en ökuferöin end- aði jafnskjótt og hún hófst. Mað- urinn ók bifreiðinni beint á vegg Sjálfstæðishússins, þar sem hann hafði verið gestur. Bíllinn skemmd- ist nokkuð, en hvorki sá á húsinu, né manninum, sem ekki er vitað til að hafi haft neinar pólitískar ástæö- ur fyrir verknaðinum. — Hann var einfaldlega augafullur. ÍSLENZKT FLUGFÉLAG í BfAFRAFLUGI Kvart milljón i mánaðarkaup? Flugfragt h.f., íslenzkt flugfélag, sem var stofn- að í fyrra, hefur nú gert 3ja niánaða samninga við Rauða krossinn um Bíafra-flug. Fé- lagið hefur leigt bandaríska DC 6b-flugvél og er Loftur Jóhannesson flugstjóri í Lond on nú að sækja flugvélina tii Tókíó í Japan. Flugvélin verður skráð hér á íslandi meðan á þessu leigu- flugi stendur og verða því ís- lenzkir flugeftirlitsmenn sendir utan til aö skrá hana og skoða í Mílano á Ítalíu, en Loftur flýg ur henni þangaö. Félagið hefur nú auglýst eft ir 6 íslenzkum flugmönnum og bjóða mjög hátt kaup, eins og stendur í auglýsingunni. Ámi 10. síða. Flugmenn skiluðu búningum sfnum í morgun Mótmæla oð borga skatta af búningunum • Flugmenn og flugvélstjórar Flugfélags íslands og Loftleiða fylktu liði kiukkan tíu í morgun úti við skrifstofubyggingu Loft- leiða með einkennisbúningana sfna á arminum, en ákveðið hefði verið að skila búningun- um til flugfélaganna í mótmæla- skyni við að þeir þurfa að greiða skatt af búningunum. Við hittum stjómarformann Fé- lags atvinnuflugmanna, Skúla Steinþórsson fyrir utan skrifstofu Loftleiða, þegar mennirnir voru að safnast þar saman, laust fyrir klukkan tíu og sagði hann að búiö j væri að tilkynna stjórnum Flugfé- lags íslands og Loftleiða að búning unum yrði skilað. Skömmu síðar fór Skúli ásamt formannj Flugvél- i stjórafélagsins Lárusi Guðmunds- | syni á fund Jóns Júlíussonar, starfs mannastjóra Loftleiða, til að fá að vita hvar þeir ættu að skilja bún- ingana við sig, en hann vísaði þeim á dreifingardeildina. Fengu for- svarsmenn flugmanna og flugvél- stjóra heldur kaldar kveðjur hjá starfsfólkinu á skrifstofunni, er þeir gengu á fund Jóns, og voru gerð hróp að þeim. Skömmu síðar lagði allur hópur inn af stað með búningana inn í skrifstofuna og var búningunum staflað upp á gólfinu í dreifingar deildinni, en jafnframt var tilkynnt að búningarnir væru þaina á á- byrgð flugmanna og vélstjóra, en ekki Loftleiöa. Við höfðum tal af nokkrum flug mannanna og vélstjóranna er þeir höfðu skilið búningana við sig. — Hallgrímur Jónsson flugmaður ságði, að alger samstaða ríkti um þetta mál meðal hópsins og tóku þeir sem næst stóöu undir það. Við höfðum einnig tal af flug- vélstjóra, Oddi Pálssyni, og sagði hann að í næsta flugi yrði flogið án einkennisbúnings. Tók hann einnig undir orö Hallgríms, að um þetta mál ríkti alger eining, en samninga þref hefur staðiö yfir í alllangan tíma, en búningarnir eru eign flug- j félaganna, og þvf þykir flugmönn- um og vélstjórum ekki ástæða til að borga sjálfir skatt af búningun- um. Starfsmenn Flugfélagsins, fylgdu starfsbræðrum sínum hjá Loftleið- J um inn í skrifstofuna, en siðan var ekið í ,,prósessíu“ sem leið liggur til stöðva Flugfélagsins, þar sem búningum starfsmanna félagsins var skilað. Ekki tókst aö ná í forsvarsmenn Loftleiða eöa Flugfélagsins í morg- un til að fá álit þeirra á málinu. Stjórnarfundur stóð yfir hjá Loft- leiöum. Einkennisbúningunum staflað upp í dreifingardeildinni. Eldur í Höfðaborg Flugmennirnir og flugvélstjórarnir fjölmenna í anddyri Loftleiða meS búninga sína. • Eldur kom upp í nótt í Höfðaborg í risi yfir ibúð, sem J bjó átta manna fjölskylda. — Önnur álíka stór fjölskylda bjó i íbúðinni við hliðina í sama húsi. Kviknaö hafði í spórium, sem risið var einanprað nieð, en slökkvi liðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann næði að breið ast út. Höfðgborgin er eingöngu timbur hús og illt hefði verið við eldinn að fást, ef hann hefði náð að magn ast eitthvað að ráði. T.d. er risið allt spónum lagt, en það liggur eftir endilöngu húsinu og er hvergi þiljað í sundur. Um eldsupptök er ekki kunnugt en unnið var að rannsókn þess, þegar blaðið fór í prentun í morg- UP

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.