Vísir - 31.03.1969, Blaðsíða 5
„immmmmisse
Sjónvarpsþættir um jesús
— Að fj'ólda til eins og Forsyte-ættin
. Bítilnum John Lennon hefur nú verið boðið að leika
titilhlutverkið í sjónvarpskvikmynd, sem ber nafnið
„Jesús frá Nazaret”.
Sá sami bítill sagði fyrir þrem árum, að bítlarnir
væru vinsælli en Jesús Kristur.
Enn veit enginn, hvort John
Lennon tekur boðinu. Hann er
um þessar mundir í brúökaupsför
með brúöi sinni, Yoko Ono og al-
gerlega óvíst, hvenær sú ferð tek
ur enda.
Kvikmyndin verður gerð í
mörgum þáttum — alls 26 -- og
verður i því tilliti ekki ósvipuö
„Eorsyte-ættinni.“ Þættirnir
verða í litum, Mikill hluti þátt-
anna verður tekinh í Landinu
helga- og gert er ráö fyrir að
upptaka fyrstu þáttanna fari fram
að 5 eða 6 vikum liðnum. Fram
leiðslukostnaðurinn er áætlaður
um 70 mi^ljónir króna. Hyersu
mikið af því er gert ráð fyrir að
renni í vasa Johns Lennons, er
ekki vitað.
Sá, sem stendur á bak við
þessa myndatöku er framleiö-
andinn, Peter Graham Scott. Sjá^f
ur mun hann leggja fram.stofn-
fé og rekstrarkostnaðinn. Hann
hefur þó þegar tryggt sér nokkurt
fé með því að selja enska sjón-
varpinu birtingarrétt á þáttunum.
John Lennon, sem fyrir þrem
árum sagði, að kristindómur væri
kominn úr tízku, mun — ef hann
tekur tilboðinu — í blutverki
sínu tala þaö mál, sem venjulegt
fólk skilur, halda fjallræðu og
láta krossfesta sig.
Skyldi hann taka tilboðinu og leika þann, sem haan sagði fyrir
þrem árum kominn úr tízku?
Hann prjónar í
frístundum sínum
A1 Bua, sem er amerískur sölu
maSttr og hefur ferðazt viöa, hef-
ur oft komið fólki til þess aö
glenna upp skjáina, þfegar hann
i biðsöJum flugfélaga og annars
staðar, þar sem hann hefur haft
viðkomu á ferðalögum sinum, hef
ur tekið prjónadótið sitt tfl þess
að stytta sér biðtimann.
Hann feerði að prjóna fyrir
;þrem árum og segist sjálfur aldrei
hafa séð eftir því, enda líöi tim-
inn hraöar yfir prjónunum, held-
ur en þegar maður situr auðum
höndum og hefst ekkert að. Hann
hefur prjónað peysur, vettlinga
og sokka á konuna og börnin,
og kærir sig kollóttan, þótt menn
stari á hann, þegar hann á al-
menningsstöðum dregur prjónana
upp úr skjalatöskunni.
NATHALIE DELON
YFIRHEYRÐ...
Enn heldur áfram rannsóknin
á morgi Stefan Markovics, sem
eitt sinn var lífvöröur, staðgeng-
ill og allrahandannasendill franska
kvikmyndaleikarans, Alains Del-
on:
Franska lögreglan er jafn þögul
sem fyrr um gang rannsóknarinn
ar, en fjöldi fólks hefur verið yf-
irheyrður og þar á meðal núna
nýlega Nathajie Delon, fyrrver-
andi eiginkona Delons, sem hann
er nýskilinn við.
Eins og áður hefur veriö sagt
hér frá, leikur grunur á því, að
Stefan Markovic — hinn myrti —
hafi verið fjárþvingari, en hann
hafði staðiö í nánum kunnings-
skap við glæpamenn, og vitað var
til þess að hann hafði haldið svall
veizlur í villu Delons í St Tropez.
I bréfi, sem bróðir Markovic
hefur afhent lögreglunni og sem
hann segir, að bróðir sinn hafi
sent sér skömmu fyrir dauða
sinn, segir Stefan Markovic, að
komi eitthvað fyrir sig, þá séu
Alain Delon og kona hans „hundr
áð prósent ábyrg fyrir því.“
Danni rauði fær
*
góð meðmæli
Hafi einhverjir áhuga á þvi að
ráða Daniel Cohn-Bendit (Danna
rauða) sem kennara, eða þá sem
lögfræðing, mundi viökomandi
kannski vilja sjá meðmæli Edgar
Faure, menntamálaráðherra
Frakklands.
„Eftir því, sem ég fæ bezt séð.
verður hann góöur lögfræðingur,
þegar til kemur, og yrði vafaiaust
með tímanum góður prófessor,“
sagði ráðherrann í viðtali i Zúr-
ich. Þetta kom mönnum óneitan-
lega nokkuð á óvart, en hitt vakti
enn meiri furðu, sem ráðherrann
sagði: „Allt, sem Danni rauði tek-
ur sér fyrir hendur hefur á sér
gott snið.“
Þetta er einkum athyglisvert
fyrir þær sakir, að Danni rauði
var gerður á sínum tíma landræk
ur úr föðurlandi ráðherrans.
Fyrrverandi eiginkona Aians Delon, leidd til yfirheyrslu.
i