Vísir - 31.03.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 31.03.1969, Blaðsíða 1
Mánudagur 31. marz 1969 BLAÐ II Könnun á þungavatnsverksmiðju mjög jákvæð Ræff við dr. Agúst Valfells, kjarnorkuverk- fræðing, sem kannað hefur hagkvæmni slikrar verksmiðju i sambandi við sjóefna- verksmiðju á Reykjanesi ■ Að mínu áliti er enginn efi á að framleiðsla þungs vatns í sambandi við sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi yrði mjög hagkvæm, svo framarlega sem allar forsendur væru fyrir hendi í sjóefna- verksmiðjuna sjálfa, þ.e. næg gufa og „jarðsjór" eins og sjórinn sem er fyrir hendi á jarðhitasvæðinu er kallaður, sagði dr. Ágúst Valfells kjarnorkuverk- fræðingur í viðtali við Vísi um hugsanlega þunga- vatnsverksmiðju á Reykjanesi. — Dr. Ágúst hefur nú í þrjá mánuði kannað allar helztu kostnaðartöl- ur í sambandi við slíka verksmiðju og fengið niður- stöðu í dæmið. — Við „ætum framleitt tonnið af þungavatni fyrir um 36.000 dollara, en þegar það er tekiö til samanburðar, að markaðs- verðið er núna um 62 þús. doll- arar tonnið er einsýnt að niður- stöðutölur eru okkur mjög í hag. En við getum ekki reiknað með að markaðsverðið haldist i 62 þús. dollurum, hélt hann þó áfram. Nýjar verksmiðjur erlendis munu nota endurbætta framleiðsluaðferð, þar sem orku- framleiðslan byggist á jarðgasi í stað olíu, eins og til þessa. Bandarískt fyrirtæki hefur gert samning við kanadísku ríkis- stjómina til langs tíma, þar sem gert er ráð fyrir 41 þús. dollur- um á hvert tonn. Hvort þetta verð er raunhæft eöa hvort á- stæðan fyrir þessari miklu lækkun eru einhver forréttindi eða fyrirgreiðsla, sem kanadíska ríkisstjórni veitir á móti, vil ég ekki fullyrða um, en við verð- um að taka þaö til hliðsjónar. Það hefur verið talað um framleiðslu þungs vatns hér áð- ur og þá voruð þér einnig að kanna málið. Hvað hefur breytzt síðan þá? Tjað er rétt. Ég kannaði þetta sumurin 1957—59, meðan ég var við framhaldsnám. Nið- urstaðan af því sýndi, að við vorum vel samkeppnishæfir við verksmiðjur f Evrópu, en á mörkum þess aö vera það við verksmiðju í Bandaríkjunum. En aðal ástæðan fyrir því, aö botninn datt úr þessu þá, var sú staðreynd, að kjamorku- áætlanir Evrópu stóðust ekki. Það varð ekki eins mikil aukn- ing á kjamorkuverum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Nú hefur það hins vegar gerzt, að eftirspurnin eftir þungu vatni er meiri en framleiðslan og er búizt við að hún muni aukast mjög á næstu árum. í náinni framtíð mun notkunin verða um 1200 tonn á ári, en 1985 er gert ráð fyrir að notkunin verði um 12.000 tonn eða hafi aukizt tí- falt frá því, sem nú er, Meðal- notkunin á ári tímabilið 1970 — 85 verður líklega um 4000 tonn. þungt vatn, sem mundi spara 1210 dollara á tonn við áfram- haldandi úrvinnslu vatnsins. jþað var þessi kostur, sem vaktj áhuga minn að nýju á þungavatnsframleiðslunni, en þar kemur meira til. Ódýrari orka hér, þ.e, gufa og rafmagn sparar 1560 dollara á tonn mið- að við orkukostnað eins og hann yrði í Bandaríkjunum með notkun jarðgass. En þaö, sem vakti mesta undrun mína við þessa könnun, var hvað ódýr- ara vinnuafl hér á íslandi en í Bandaríkjunum er þungt á met- unum. Þar munar hvorki meira né minna en 2680 dollurum á hvert tonn, eða rúmum helmingi af þvi hversu hagkvæmara væri að framleiða þungavatniö hér í sambandi við sjóefna- vinnslu á Reykjanesi, en við beztu skilyrði vestanhafs. Viö mat á kostnaöi við vinnuafliö met ég bæöi kostnaðinn viö að reisa verksmiðjuna og síðan rekstur hennar. Verður ekki að líta á afskriftir á stofnkostnaöi miðað við doll- ar, sem ákveðin forréttindi? Jú, en hvers vegna ættum við ekki að skapa íslenzkum iðnaði almennt þess; „forrétt- indi“? Afskriftir með þessu móti er eðlileg forsenda þess að iðnaðurinn geti þrifizt hér. íslenzkum iðnað; er það algjör nauðsyn eins og iðnaði annarra landa að fá að afskrifa til sam- ræmis við endurkaupsverð. Annað er út í bláinn. Hvernig eru kostnaðartölurn- ar í þessu dæmi reiknaðar? Ég hef leitazt við aö taka hæstu hugsanlegar kostnaðar- tölur hérlendis, en aftur á móti þær lægstu erlendis. Við kostn- aðarútreikning á vinnulaunum hef ég t.d. ekki miöað við nú- verandi kaupgjald miöað við dollar, heldur kaupgjaldið í efnaiðnaðinum eins og það hefur verið að meðaltali miðað viö dollar síðan Áburðarverksmiðj- an var reist. Það er nú um 3100 Framleiðslukostnaður á þungu vatni f sambandi við sjóefnavinnslu á Reykjanesi væri 5000 dollurum minni á tonn, en bandarískar verksmiðjur gætu vonazt til með bættum fram- leiðsluaðferðum, segir dr. Ágúst Valfells. Hér er hann við tölvu Háskólans, sem hann hefur notað mikið við útreikningana. Þetta er þó ekki aðalforsend- an, heldur það, að við gætum framleitt þungt vatn um 5000 dollurum ódýrara hvert tonn, en Bandaríkjamenn telja sig myndu geta framleitt meö endurbættri aðferö, þ.e. miðað við núverandi gengi mundi það muna um 440.000 kr. á fram- leiðslukostnaðinum á tonnið hér og í Bandaríkjunum, sem hafa haft forystu í þessari framleiðslu. Ein ástæöan fyrir lægri framleiðslukostnaði hér er, að notað yrði frárennslis- vatn frá sjóefnaverksmiðjunni. Ein elzta aðferðin við fram- leiðslu þungs vatns var eiming, en það er einmitt það, sem gerist í sjóefnaverksmiðiunni. — Frárennslisvatnið þaðan væri því „þyngra“ en venju- legt vatn, þ.e. innihéldi meira Einhverjir ókostir eru nú við byggingu verksmiðjunnar hér? Já, að sjálfsögðu, en þetta reikningsdæmi er miðað við á- kveðnar forsendur, sem ég tel algjörlega nauðsynlegar. í fyrsta lagi yrðj að fá leyfi til að flytja inn allar vélar toll- frjálsar og í öðru lagi yrði verksmiðjan að fá leyfi. til aö afskrifa stofnkostnað í dollur- um þ.e.a.s. skattyfirvöld yrðu að viðurkenna verðbólguna í verki. — Að þessum forsendum fengnum væri aðeins einn ó- kostur sem einhverju skiptir fyrir hendi, en það er lega landsins, Vegna hennar er að- flutningur véla og efnis dýrari, en væri t.d. í Bandaríkjunum, en þar munar okkur í óhag sem nemur um 290 dollurum á hvert tonn, sem framleitt yröi. dollarar á ári, en hefur veriö um 4000 dollarar á ári að með- altali yfir allt tímabilið og ég hef miöaö við þá upphæö. Viö mat á orkukostnaöi hef ég miðað við efri mörk áætlaðs gufukostnaöar á Reykjanesi og að raforkan, um 20 þús. kw, yröi ekki fengin frá hagkvæm- ustu vatnsaflstöðvum, eins og t. d. Búrfelli, heldur þyrfti að reisa nýja og óhagvæmari vatnsaflstöð til aö sjá verk- smiðjunni fyrir rafmagni. — Við útreikninga sem þessa tel ég aö varast beri allarbjartsýnar kostnaðartölur, en verði niður- staðan ákvæð, þrátt fyrir nokkra svartsýni um einstakar kostnaðartölur, er grundvöllur- inn fenginn fyrir góðum árangri. Hvað myndi svona verksmiðja kosta? jy/Tinnsta hagkvæma stærð er verksmiðja, sem fram leiöir um 182 tonn af þungu vatni á ári. Byggingarkostnaður hennar væri 28.5 milljónir doll- ara (um 2.5 milljarðar fsl. kr.). Vinnulaunin við byggingu verksmiðjunnar yrðu um 21% af öllum byggingarkostnaðinum eða um 500 milljónir ísl. króna, en ég álft, að við íslendingar ættum að fjárfesta sjálfir a. m. k. þá upphæð í verksmiöjunni og þvi eiga hana a. m. k. að y5 hluta, enda þyrftum við þá ekki að leggja neinn erlendan gjald- eyri í „púkkið". Til álita kæmi auðvitað hvort við ættum að eiga meira í verksmiðjunni, en verksmiðja sem þessi væri á- gætur prófsteinn þess, hvort ís- lendingar væru fáanlegir til aö leggja fjármagn í almennings- hlutafélög, sem ég álít þó von- lítið nema að veruleg breyting verði á aöstöðu hlutafélaga, en eins og ýmsir vísir menn hafa sýnt fram á, er ekki hægt að hafa nema 2—3% arð af fé sem lagt er í hlutaféíag en auk þess myndu afskriftir af 21% fram- lagi okkar, sem greitt yrði í krónum, skila 480,000 dollurum á ári. Miðaö við 41 þús. dollara markaðsverð á þungu vatni yrði nettóhagnaöurinn af verk- smiðjunni tæp ein milljón doll- ara á ári, þ.e. eftir að að búiö er að greiða vexti af fjárfest- ingunni, afskriftir og allan ann- an kostnað. Ef markaðsverðið verður hærra, verður nettó- gróöinn að sjálfsögðu að sama skapi hærri og sömuleiöis ef innlendar kostnaðartölur yrðu ekki eins háar og framast er reiknað meö. Hvað myndi svona verksmiðja skilja mikið eftir í landinu, ef við ættum sjálfir 21% í henni? Ctarfsmenn hennar yröu um ^ 210 og fengju þeir um 670 þús. dollara í kaup á ári (56 milljónir kr.). Um 800 þús. doll- arar kæmu fyrir orkuna, 360 þús. í vexti af innlendu fjár- festingunni og hreini gróðinn af innlendu fjárfestingunni væri um 183 þús. dollarar. Þessir beinu liðir eru um 2 milljónir dollara á ári. Einnig er raun- hæft að snúa dæminu við, og spyrja hve mikið af brúttó- tekjum verksmiðjunnar hverfa úr landi, ef reiknað er með, að erlendir aðilar eigi 79%í verk- smiðjunni. Ef tonnið yrði selt á 41 þús. dollara, væru brúttótekjur verk- ^smiðjunnar um 7.5 milljónir dollara. Af þeirri upphæð hyrfu um -3.9 milljónir dollara aftur úr landi í afskriftir og vexti erlendu aðilanna, svo og ágóöa- hlut þeirra af hagnaðinum. Meirihlutinn af því, sem eftit væri, yrði éftir í landinu í einu eða ööru formi, eða u.þ.b. 2.5 milljónir dollara eða um 250 milljónir íslenzkra króna, miðað við núverandi gengi. - vj - ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.