Vísir - 25.04.1969, Síða 13

Vísir - 25.04.1969, Síða 13
VI S I R . Föstudagur 25. apríl 1969. Ottó Schopka SPJALLAÐ m IÐNPROUNINA SKIPASMÍÐAR 'C'fling skipasmíðaiðnaðarins hefur verið ofarlega á baugi á und- anförnum árum, enda hefur og átt sér stað stórfelld uppbygging í beirri iðngrein. Þaö þarf ekki að e'ða mörgum rökum að því af hverju hér getur og hér verður að vera öflugur skipasmíðaiðnaður. Hitt er í rauninni umhugsunarefni hvers vegna þessi iðngrein hefur ekki náð að þróast og vaxa með eðlilegum hætti í landinu á undan- förnum áratugum Um síðustu áramót voru fleiri skip í smíðum í íslenzkum skipa- smiöjum en nokkru sinni fyrr og SkautakennsSa Skautahöllin gengst fyrir undirstöðukennslu fyrir börn á aldrinum 6 — 8 ára og 8—10 ára. Fyrsta íámskeiðið hefst mánudaginn 28. apríl og stendur yfir í 5 daga. Námskeiðsgjald kr. 225. Kennt verður í 2 klst. á dag frá kl. 10—12 eða 2 — 4. Leiðbeinandi verður frú Liv Þorsteinsson. Þátttaka tilkynnist í skautahöllina SKAUTAHÖLLIN, Sími 84370. Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu, stærð 80-100 ferm. á jarðhæð. Þarf að vera nýlegt. Uppl. gefur Lárus Ingimarsson. Sími 16205 kl. 5-7 e.h. Fermingargjöfin er fundin Við eina borvél sem kostar ekki nema 1280 kr. má tengja hjólsög, útsögunarsög, borðstatív, bónpúða, slípisett, höggbor, skrúfjárn og ótal margt fleira. B/ack & Dscker Fæst í flestum verkfæraverzlunum í fyrsta sinn i áratugi voru engin skip í smíðum fyrir Islendinga er- lendis Árið 1967 störfuðu um 620 manns við skipasmiðar og viðgerð- ir en ætla má að tala beirra hafi farið yfir 700 á síðasta ári. En þrátt fyrir tiltölulega mikil umsvif á síðasta ári eru horfurnar framundan langt frá því að vera góðar. Allar skipasmiðjurnar um- hverfis allt land, nema á Akureyri, hafa á síðustu mánuðum verið að Ijúka við þau verkefni, sem þær höfðu um síðustu áramót, en litið um trygg verkefni framundan. Verkefnaleysi hjá skipasmiðjun- um þýðir atvinnuleysi hundruða járniðnaðarmanna, skipasmiða, verkamanna og annarra starfs- manna skipasmiðjanna. Allir hljóta að vera sammála um, að svo stór- felldu atvinnuleysi verður að af- stýra, nú þegar ástandið á vinnu- markaðinum er jafnveikt og raun ber vitni. Af þessum sökum hefur Atvinnumálanefnd ríkisins nú á- kveðið að verja a.m.k. 50 millj. kr. til þess að greiða fyrir skipa- smiðjunum um öflun verkefna. Eins og lánafyrirgreiðslu til ný- smíða hefur verið háttað á undan- förnum árum, hefur skipasmiðjun- um ekki verið gert kleift að hefja smíði skipa án þess að samningur við kaupanda hafi legið fyrir áður en smíðin hófst. Smiðjurnar hafa á hinn bóginn talið það vera sér mikið hagsmunamál að geta smíðað skip á lager, enda hefur aldrei verið erfiðleikum bundið að selja ný skip, sérstaklega þegar lána- fyrirgreiðsla til kaupanda er jafn- mikil og nú er orðið. Þess vegna er langt frá því að það sé á nokkurn hátt verL að fara út á varhuga- verðar brautir þótt greitt sé fyrir smiðjunum um smíði skipa án bess að kaupandi sé fyrir hendi í upp- hafi enda verður að ætla að sk;pasmiðjurnar hafi'- góða þekk- ingu á því hvaða skipategundir og stærðir eru í mestri eftirspurn á hverium tíma. Rekstur skipasmiðjanna hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum iafnvel á meðan verkefni voru talsverð. Til þess liggja ýmsar ástæður. I þessi fyrirtækí hefur verið lagt verulega mikiö fjármagn vegna stórfelldrar uppbyggingar, sem fram hefur farið, og er því fjármagnskostnaður fyrirtækjanna orðinn mjög hár Þess vegna er góð nýting á afkastagetu smiðjanna frumskilyröi þess, að rekstur þeirra geti borið sig. Mikið hefur vantað á, að verkefiu smiðjanna væru nægilega samfelld. en verkefna- skortur í langan tíma hefur reynzt mörgum smiðjanna afar dýr m. a. vegna þess að forráöamenn þeirra hafa reynt að fresta fækkun starfs- manna í lengstu lög í von um aukin verkefni í náinni framtíð. Skortur eiginfjármagns og lítil eða erigin eigin fjármagnsmyndun f rekstri smiðjanna leiðir til stöð- ugra vandræða. sem ekki verður útrýmt fyrr en nýtingin er orðin tækja en nú er. Flest þessara fyrir- tækja þurfa aukiö utanaðkomandi eiginfjármagn, þ. e, aukið hlutafé, en til þess er lítil von að nokkur fáist til þess að leggja fram það fé, á meðan arðsemi þeirra er eins lítil og ótrygg og nú er. Með ráöagerðum atvinnumála- nefndarinnar virðast nýir möguleik- ar vera að opnast fyrir smiöjurnar. Er gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun til þeirra til þess að aðstoða þær við að hefja smíðar án þess að kaupendur séu fyrir hendi. Veltur bá um leið á miklu, að skilyrðin fyrir aðstoðinni veröi ekki með beim hætti, að ekkert verði úr henni nema orðin tóm, svo og að ekki standi á viðbótarfyrirgreiðslu til smiðjanna frá þeim lánastofnun- um, sem hana eiga að láta í té. En á mestu veltur þó, að fyrirgreiðslan hvorki komi of seint né verði of lítil. þannig að rekstur skipasmiðj- anna komizt á traustan og varan- lega grundvöll. Blikur á lofti Flestir Islendingar, sem meta kunna okkar eigíð frjálsræði og sjálfsforráö, hlusta agndofa á fréttir frá Tékkóslóvakíu, þar sem ástsælum forystumönnum ríkisins er vikið frá vegna þess, að þeir henta ekki hagsmunum stórs nágrannaríkis. Flestir voru farnir að vona, að Dubcek stæði af sér hina erlendu áreitni vegna eindreginnar samstöðu þjóðarinnar að baki. En nú er ljóst að ofbeldið hefur yfirhönd- ina og vílar bá ekki fyrir sér að víkja þeim vanþóknanlegu. Það eru nú margir mánuðir sem barátta Tékka hefur verið í heimsfréttunum, en hetjuleg bar átta þeirra fyrir frelsi vekur at- hygli alls heimsins. Margir ótt- ast að í kjölfar frávikningar Dubceks kunni að draga til al- varlegra tíðinda með hörmuleg- um afleiðingum, því við ofurefli er að eiga. En það er víðar en í Tékkó- slóvakíu sem ófriðvænlega horf- ir, þó þar sé frelsið svívirðileg- ast fótum troðið. Þar reiðir of- beldið til höggs grímulaust í nafni Varsjárbandalagsríkjanna. Hermdarverk eru unnin með friðarorð á vörum, sem vart á sér þvílika hliðstæðu síðan á Hitlerstímunum. Allir vona bó að ekki komi til víðtæks ófriðar, þó Ijóst sé öllum að oft megi litlu muna. Ögranir eins verða að ofbeldi annars, eins og átti sér stað í síðustu viku þegar könnunar- flugvél frá Bandarikjunum var skotin niður. Bandaríkjamenn telja sig vera í fullum rétti, og það telia Rússar sig éinnig vera, þegar þeir senda skip sín hingað upp undir strendur, án bess að við skiljum tilganginn. Stórveldin virðast ganga eins langt og þau þora hvort í klær hins, eins ,g il að breifa fyrir sér um hvað sé hægt að ganga langt án þess að unp úr sjóði. Sama er að gerast fvrir botni Miðjarðarhafs, þar sem skipzt er á skotum daglangt og borgar- ar drepnir daglega, án þess að stríð sé háð. Meira að segia full- yrti einn austurlenzki þjóðar- leiðtoginn einn daginn að ekki væru líkur á stríði á þessum slóðum í bráð, þó var þann daginn stanzlaus stórskotahríð vfir Súez-skurð og yfir tuttugu borgarar drepnir. Annars staöar er sama sagan að gerast á skákborði stórveld- anna. Allir þekkia atburðarás- ina í Víetnam og Bíafra. Ef stór veldin sjálf ekki leika aðalhlut- verkin eiga þau að minnsta kosti þátt I útbúnaðinum, svo harmleikurinn verði leikinn á sem fullkomnastan hátt. Allir vona að ekki komi til enn alvarlegri átaka en nú er og staðbundnir ófriðir breiðist ekki út. Hvert fótmál hinna „stóru“ er vaktað og heimurinn fylgist kvíðinn með hverjum viöræðu- fundi, sem haft getur þýðingu til hins verra eða kannski til friðarauka. Til að auka snennuna vinna múgæsingamenn að því að efna til óspekta og stúdentaóeiröa næstum hvarvetna í heiminum. Þegar tekizt hefur að ala nægi- lega á hatrinu og óánægjunni, í hverju sem hún er fólgin, er jarðvegurinn beztur til aö tendra „stóra“ ófriðarbálið. Þrándur í Götu. j; u, t 't. íl t • VELJUM ÍSLENZKT <H) iSLENZKAN IÐNAÐ JBP-GATAVINKLAR .V.Vi t J. B. PETURSSON SR| g: ÆGISGÖTU4-7 ^ 13125,1312®!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.