Vísir - 24.05.1969, Blaðsíða 1
r ...
Búin að hnekkja 4 metum
Kar'ibahafs-
leiðangur
Heyerdahls
hafinn ?
Thor Heyerdahl gat ekki lagt af
staö frá Safi í Marokko í papyrus
bátnum, sem hann ætlar að sigla
til Karíbahafs, í gærmorgun, veð
urskilyrða vegna, og burtförinni
frestað þar til í morgun.
Papyrusbáturinn, „Ra“, er 15
metra langur og líkist risastórri
körfu. Vegalengdin til Karíbahafs
er 6400 km.
Þar meö er yfirvinnubann
flugvirkja úr sögunni, og vefður
flugið því með eðlilegum hætti
um hvítasunnuna.
Flugmenn höföu gert kröfur
um, að ekki yrði lagður á þá
skattur vegna dagpeningaupp-
bóta þeirra, er þeir fengju í utan
landsflugi. Sagði Skúli, að flug
menn hefðu fengið þessu fram-
gengt. Hins vegar væru eftir
heildarsamningar við flugmenn
og flugvélstjóra, þótt samið
hefði verið í kjaradeilu flug-
virkja. Flugmenn og vélstjórar
hafa ekki lagt fram almennar
kaupkröfur, enp sem komið er.
Þess vegna hafa nú tekizt samn
ingar í þeim atriöum, sem um
var deilt í þessum viðræöum.
Aðrar viðræður eru væntanlega
eftir, þó ekki næstu daga.
Margir munu varpa öndinni
léttar og hugsa til hreyfings um
hvítasunnuhelgina, en uggur var
í mönnum vegna yfirvinnubanns
flugvirkja, sem hefði stöðvað
flugið hvíta-sunnudag og annan í
hvítasunnu. Auk þess voru boð-
uð verkföll á þriðjudag, miðviku
dag og fimmtudag, þannig að
fluftið hefði stöðvazt í fimm sói
arhringa samfleytt. Til þess kem
ur nú ekki.............
Síðasti sáttafundurinn f deil-
unni hafði staðið í þrjátíu
klukkustundir samfleytt, þegar
loksins samdist.
Humarveiðimenn óftast
örtröð á miðunum
— Margir að búast á humartroll
Fjórar körfur þykja varla mikill
afli í nærri tvö hundruð lesta skip
eins og humarbátarnir gerast nú
stærstir, en það þykir þó frábær
humarafli í einu hali. Og Suður-
nesjabátar, sem byrjaöir eru á hum
arveiðum fengu þetta mest í fyrra-
dag.
Tveir Keflavíkurbáta komu í
fyrradag með á níunda hundrað kg.
af humri og verðmæti þess afla
er hvorki meira né minna en hundr
að þúsund krónur, ef humarinn
lendir allur í fyrsta stærðarflokki,
j Hvernig á
j vordrngtin
j oð líto útf
!• í VISI I VIKULOKIN, sem
fylgir blaðinu í dag til áskrif-
enda má benda á nytsamar upp-
lýsingar um vordragtina fyrir
þjóðhátíðina 17. júnf, en auk
þess efnis er að finna síldarrétti
! sem húsmæður notfæra sér á-
reiðanlega, þegar síldin fer að
berast og myndagrein, sem nefn
ist heimiliö og stjömumar.
' sem raunar er hæpið. — Verð á
humri f þeim flokki er 120 krónur
fyrir kg., en helmingi minna fyrir
annan flokk og ekki nema 25 kr.
fyrir þriðja flokk.'
Er hér um aö ræða svonefnt
skiptaverð. Þaö er verðið, sem há-
setaskiptin eru reiknuð út frá, en
síðan bætast 37% þar ofan á,
sem útgerðin fær í viðbót.
Fjöldamargir bátar eru að búast
til humar- og annarra trollveiða
hér suð-vestanlands. Óttazt hum-
arveiðimenn að örtröð verði á mið
unum, þegar svo margir veröa
komnir á jötuna. - Margir stærri
vertíðarbátanna, sem hingað til
hafa stundað síldveiðar, fara á hum
•arveiðar í sumar eða troll, allt
upþ í tvö-hundruð tonna fleytur,
sem fyrr segir.
Beið bana i
6 vikna hung-
urverkfalli
Portúgalskur fangi, sem verið
haföi 6 vikur í hungurverkfalli Iézt
í sjúkrahúsi í Luxembourg í vik-
unni sem leið.
Hann hóf verkfallið til þess að
mótmæla réttarfarslegum seina-
gangi. Var hann fluttur meðvitund-
arlaus í sjúkrahús — og þar var
sprautað í hann nærandi efni og
var það í annað sinn sem það var
gert frá því að hann hóf hungur-
verkfalliö 10. apríl.
- nú eru 6 eftir"
sagði flugkonan Sheila Scott við komuna
til Reykjavikur
Klukkan hálfsex í gær lenti
flugkonan Sheila Scott á
Reykjavíkurflugvelli í ein-
hreyfilsvél sinni af Piper
Comanche 260 gerð. Sheila
Scott kom hér við á leiðinni
frá New York til Kaupmanna
hafnar, en hún er að reyna að
hnekkja ýmsum \flugmetum
sem leikkonan Susan Oliver
hefur sett á þessari leið.
„Ég er búin að hnekkja fjór-
um þeirra nú þegar,“ sagði hún
við blaðamann Vísis, ,,og þá eru
sex eftir. Nú þegar er ég komin
tuttugu klukkustundum á undan
Susan Oliver."
Það voru margir samankomnir
á Jflugvellinum . þegar Sheila
Scott lenti til að sjá þessa frægu
konu, sem á samtals 71 heims-
met í flugi á ýmsum leiðum.
Um leið og vélin var lent var
hafizt handa við að fylla tanka
hennar af bensíni, og flugkonan
neitaöi að svara nokkrum spurn-
ingum fyrr en því væri lokið.
Hún fylgdist nákvæmlega meö
því hvernig bensínið var sett í
tanka vélarinnar, og heimtaöi
meira að segja tommustokk til
að athuga, hvort bensínmælar
vallarstarfsmannanna væru rétt-
ir.
Þegar öllu þessu umstangi var
lokið hélt hún til Loftleiða-
hótelsins, þar sem örstutt stund
gafst til að ræða við hana, en
hún ætlaði að hraða sér í hátt-
inn og leggja upp klukkan 3:30
í nótt.
„Ég er ekki að brjóta heilann
um neitt sérstakt, meðan ég er
á flugi alein yfir heimshöfin,“
sagði hún. „Það er ekki timi
til neinna hugleiðinga — ekki
tími til neins nema njóta útsýn-
isins og einverunnar.“
Hún sagði að erfitt væri að
afla fjár til þessara flugferða,
en það gerir hún einkum með
því aö flytja fyrirlestra og skrifa
greinar og bækur og koma fram
í útvarpi og sjónvarpi.
„Það var fyrir hendingu, að
ég læröi að fljúga. f einhverju
samkvæmi tók ég upp kvenna-
blað, þar sem var auglýsing 'um
flugkennslu, og ég hrópaði upp
I hálfkæringi, að þetta yrði ég
að læra sem fyrst. Vinir mínir,
sem tók.u mig á orðinu, sögðu að
það gæti ég aldrei, það væri mcð
naumindum, að ég gæti ekið
bíl.
Síðan lærði ég að fljúga og
eignaðist mína fyrstu vél, og
tók þátt í flugkeppni, sigraði, og
þar með var ég komin með bakt-
eríuna.
Mér finnst dásamlegt að
fljúga. og vegna flugsins hef ég
eignazt fjölda vina í öllum
löndum. Ég veit.ekkert dásam-
lega.‘‘
Það var ekki að sjá nein þreytumerki á flugmönn
um, þegar ljósm. Vísis hitti þá í fundarhléi í gær.
flugið næstu dagana.
Flugkonanj
yfir Atlantshafiö.
Eðlilegt fíug um hvítasunnuna
vill vera viss i
sinni sök, að alt sé í fullkomnu lagi, þegar hún flýgur ein
bundnir væru í stéttarfélögum,
mundu neita að fljúga í þessum
tilfellum, væru þeir þess beðn-
ir. Hins vegar gætu ófélags-
bundnir flugmenn á leiguflug-
vélum flogið óhindraðir.
Þannig hefur tekizt að leysa
enn eina kjaradeiluna á nokkr-
um dögum, og fer nú fækkandi
óleystum vinnudeilum að þessu
sinni.
— Samningar við flugvirkja og flugmenn
■ Ekkert verður úr boðuðu verkfalli flu^manna,
því að samið hefur verið um þau atriði, sem deilt
var um, sagði Skúli Steindórsson, formaður flug-
mannafélagsins í gærkvöldi.
■ Samningar við flugvirkjana eru endanlegir, en
flugmenn munu væntanlega síðar leggja fram al-
mennar kaupkröfur, án þess að það hafi áhrif á
/ gærkvöldi
Milljónir voru i húfi fyrir
flugfélögin, þar sem bæði milli
landaflug og innanlandsflug
hefði gjörsamlega stöðvazt. Hug
•myndir voru á döfinni, að er-
Iendu flugfélögin Pan Am og
SAS ykju ferðir sínar til ís-
lands, meðan verkfallið stæði.
Talsmenn flugmanna sögðu, að
erlendir flugmenn, sem félags-
Stafsetningarpróf
á mæltu máli
Sjá landspróf bls. 3
59. árg. — Laugardagur 24. maí 1969. — 114. tbl.