Vísir - 24.05.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 24.05.1969, Blaðsíða 6
V í S I R . Laugardagur 24. maí 1969. MEÐ ÁVÖtUM „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYOJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býðuryðurfleiri kosti fyrirsama verð. --------- HEKLA HF. Illilllllilliii BÍLAR Rambler American ‘68. Beztu bílakaupin í ár. Nýir bílar til afgreiðslu strax. Bílaskipti eða hagstæð lán. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIZT Verzlið þar sem | úrvalið er mest og | kjörin bezt. Rambler- M unr|boðið LOFTSSON UF. Hringbraui 121 -• 10600 Ritstjóri Stefán Guðjohnsen BLÁA LIÐIÐ HEFUR SAGT SITT SÍÐASTA ORÐ Eins og kunnugt er var heims- meistarakeppnin f bridge að þessu sinni spiluð í Rio de Janeiro í Brazilíu. Fimm þjóðir spiluöu um réttinn til þess aö spila til úrslita um heimsmeist- aratitilinn. Undankeppninni lauk þannig að ítalir fengu 186 stig, Kína (Formósa) 166 stig, Banda- ríkin 141 stig, Frakkland 126 stig og Brazilia 116 stig. Með- talin eru 10 stig fyrir hverja yfirsétu. Til úrslita um heimsmeistara- titilinn spiluðu þvi ítalir og Kínverjar. í byrjun var leikur- inn mjög jafn og höfðu ítalir aðeins 4 st. yfir eftir 32 spil. Þá tók að síga á ógæfuhliðina hjá eyjarskeggjum og lauk keppn- inni með 247 stiga mismun ítölum f vil. Er þetta einn glæsilegasti sigur ítölsku sveit- arinnar, sem um 12 ára skeið hefur haft algjör yfirráð yfir heimsmeistaratitlinum i bridge. Að keppninni lokinni tilkynntu ítalir, aö Bláa sveitin Garozzo- Forquet,, D’Alelio-Pábis t Ticci, Avarelli-Belladonna, hefði sþiláð sinn síðasta leik saman og væri hinn glæsilegi ferill sveit- arinnar kominn aö leiðarlokum. Þegar menn eru komnir í slfkan sérklassa, eins og itölsku heimsmeistararnir eru, þá er mönnum starsýnna á mistök þeirra en snilld. Eftirfarandi spil sýnir Forquet gera eina af sín- um fáu villum. A-v á hættu, austur gefur. 4 AG864 4 ekkert 4 AD9543 4 K3 73 4 AKDG 93 4 K 8 4 754 4 K D 9 4 102 ♦ G 10 6 4 A 10 8 62 4 1052 4 87654 4 72 4 DG9 í lokaða salnum var D’Alelio sagnhafi í þremur gröndum í vestur, og eftir spaðaútspil frá norðifi fékk hann níu slagi. Þegar spilið var síðan spilað á Bridge-Rama, varö Forquet sagnhafj í fjórum spööum dobl- uðum, eftir þessar sagnir: Austur Suður Vestur Norður P P 14 24 P 24 P 44 , D P P P Huang I vestur, ákvað að trompa út og valdi trompþrist- inn. Þessi ákvörðun með þrist- inn f staö sjöunnar átti eftir að gefa mikinn arö seinna i spilinu. Sagnhafi lét lágt úr blindum og austur drap á drottningu og spilaði hiartatíu. Bl'ndur tromp- aði spilaði út laufakóng, sem austur drap á ás- inn. Það er erfitt fyrir austur að gefa laufakónginn, en það hefði hann samt átt að gera. Austur spilaði meira hjarta og blindur trompaði enn. Nú fór suöur inn á laufadrottningu og spilaði tígli og svínaði drottn- ingunni. Siðan tók hann ásinn og tíu slagir virtust upplagðir með því að trompa tígul með spaðatíu og spila siðan trompi. Öllum til undrunar trompaöi Forquet hins vegar með fimm- inu og vestur yfirtrompaði. Hann spilaði meira hjarta og suður varö að lokum tvo niður. ítalir græddu samt 7 stig á spil- inu, en hefðu getáö grætt 15. 4 V4* Reykjavíkurmeistaramótinu í tvímenning er nýlokið og sigr- uðu Jón Arason og Sigurður Helgason frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Hlutu þeir 1609 stig, sem er mjög góður árang- ur. í öðru sæti voru Ása Jó- hannsdóttir og Lilja Guðnadótt- ir frá Bridgefélagi kvenna með 1593 stig. Er þetta afbragðs- árangur hjá,,, þeim,, end,a eru þær áð rriínu óliti sterkasta kvéhnapar okkar í dág. Réykja- ni víkurmeistararnjr frá í fyrra, Jón Ásbjömsson og Karl Sigur- hjartarson, urðu aö láta sér nægja þriðja sætið, með 1589 stig. Þeir em frá Bridgéfélagi Reykjavíkur. í fjórða sæti voru Ingólfur Isebarn og Vilhjálmur Sigurðsson með 1576 og I fimmta sæti Láms Karlsson og Gunnlaugur Kristjánsson með 1550 stig. Bæði þessi pör era einnig frá Bridgefélagi Reykja- víkur. í 1. flokki sigmðu með mikl- um yfirburöum gamlar lands- liðskempur. Það em Hörður Þórðarson og Kristinn Berg- þórsson. Hlutu þeir 1709 stig, sem mér er næst að halda að sé algjört met. í öðra sæti voru Alfreð Alfreðsson og Guðmund- ur Ingólfsson með 1596 og þriðju Bragi Erlendsson og Ríkarður Steinbergsson með 1531. Öll em þessi pör frá Bridgéfélagi Reykjavíkur. Þá, sem hafa ekki átt kost á því að kynna sér skipulag Reykjavíkurmóta í bridge, rek- ur sennilega S rogastanz, þegar þeir sjá gamla meistara éins og Kristin og Hörð vera að spila í fyrsta flokki, Kristinn hefur sennilega oröið oftar tvímenn- ( ingsmeistari en nckkur annar og hvert mannsbam, sem fylgdist með bridgekeppnum fyrir 10- 15 árum þekkir nafn Karðar Þórðarsonar. Það er min skoðun, áð þessum mönnum fari aldrei það mikið aftur f bridge, að þeir eigi ekki aö geta keppt um Reykjavíkunneistaratitilinn, ef þeim sýnist svo. Krafan hlýtur að vera sú, að margfaldir iands- liðsmenn og meistarar, eiga að geta tekið þátt f helztu mótum landsins, án þess að þurfa að vinna sig upp á milli flokka. Flokkaskintingar eiga ef t.il vill rétt á sér innan félaganna, en umfram allt engar flokkaskipt- ingar í Reykjavíkur og lands- mótum. Snjall skákmeisfari 'C’nginn skákmeistari síðari ára á ja'fnlitríkan feril og Michael Tal. Tuttugu og eins árs að aldri sigraði hann á skák- þingi Sovétrikjanna 1957 og lagöi þar að velli skákjöfra svo sem Keres, Bronstein og Petro- shan. Þetta var vissulega mikið afrek og ekki vakti minnj at- hygli hvemig sigramir voru unnir. Jafn djarfleg taflmennska hafði ekki sézt síðan Alechine og Keres vom upp á sitt bezta. Sér i lag var Tal ósínkur á menn sína. Margbreytilegar fóm ir tættu sundur kóngsstöður andstæöinganna og þó Tal væri yfirleitt liðfærri í lokin var vinningurinn hans. Ári síðar varði hann titil sinn á meistaramóti Sovétríkjanna og tók nú einn sigurinn við af öðr- um. Á millisvæðamótinu í Portoros 1958 varð Tal efstur og var nú kominn í keppni 8 beztu skákmanna heims um á- skorandaréttinn á sjálfan heims- meistarann, Botvinnik. Á áskorendamótinu í Júgó- slavíu varð keppnin mjög hörö milli Tals og Keresar um efsta sætið, en er á leið sagði æska Tals og úthald til sfn og hlaut hann 20 vinninga af 28 mögu- legum, en það er hæsta vinn- ingshlutfall sem fengizt hefur á á áskorendamóti. Mikla athygli á mótinu vöktu viðureignir Tals og Smyslovs. Heimsmeistarinn fyrrverandi frægur fyrir vísinda lega nákvæmni og endatafls- kunnáttu, hafði ekki mikið álit á villtum sóknarstíl Tals. Kvað hann það, skyldu sína sem stór- meistara að vinna drenginn og sýnd^fram á misbréfetina f skák- stíl haps. Kom þetta álit Smyslovs fram í júgóslavnesku blöðunum og var viðureignar þeirra landanna beðið með eftir- væntingu. Þegar hér var komið höfðu þeir töflt saman 2 skákir ir og var staðan jöfn. í byrjun 3. skákarinnar náöi Smyslov fljótt betri stöðu vann síðan mann og virtist ætla að standa viö orð sín. Og þar eð Tal var í geigvænlegu tímahraki virtist fátt til bjargar. En nú fékk Smyslov að kynnast ein- stæðum leikfléttuhæfileikum „töframannsins frá Riga“ eins og Tal hefur oft veriö nefndur. Þrátt fyrir tímahrakið hélt hann áfram að leggja gildrur og eitt augnablik gætti Smyslov sín eigi sem skyldi. Leiftursnögg hróksfóm dundi á kóngsstöðu Smyslovs og Tal hafði bjargað y2 vinning á ævintýralegan hátt. Þetta vom harkaleg úrslit fyrir Smyslov sem náði sér aldrei á strik í mótinu og hafn- aöi f 4. sætinu í lokin. Enn voru þó margir vantrú- aðir á skákstíl Tals og að gegn Botvinnik dygði hann skammt. En Tal hélt uppteknum hætti og eftir eitt af skemmtilegustu ein- vígjum sem teflt hefur veriö um heimsmeistaratitilinn var nýr heimsmeistari krýndur. En Botvinnik naut eldri laga F.I.D.E. og vann titil sinn aftur eins og frægt er oröið. Eftir tapið í síðara einvíginu gegn Botvinnik virðist Tal aldrei hafa náð sér fullkomlega á strik. Skákgleöin var ekki söm á eftir og fórnirnar frægu ekki jafn árangursríkar. Upp á síðkastið hefur Tal breytt nokkuð um stfl téflt meira upp á rólega stöðubaráttu en hamslausa sókn. Þó koma inn á milli ekta Tal-skákir sem minna á beztu daga Tals. Þann;g er skákin Tal : Gurgenidse, tefld á síðasta skákþingi Sovétríkjanna. Hvítt: Tal. Svart: Gurgenidse. Caro-Can. 1. ed c6 2. d4 d5 3. Rc3 b6f? Nýstárlegur leikur. Ef hug- myndin er að leiöa Tal á villi- götur mistekst hún algjörlega. 4. a3. Ekki 4. exd b4 og svartur vinnur peðið aftur. 4. ... dxe 5. Rxe Bf5 6. Bd3 BxR. Eftir 6 ... Dxd7. Rf3 Dd8 8. De2 hefði hvítur haft góö sókn„rfæri. 7. BxB Rf6 8. Bd3 e6 9. Rf3 Be7 10. De2 Rbd7 11.0-0 0-0 12. Hel He8 13. Re5 RxR 14. dxR Rd5 Riddarinn hrekst frá kóngs- stööunni og þangað beinir Tal skeytum sínum. 15. Dg4 a5 16. h4 Bxh? Þetta peð hefði svartur betur látið vera. Opin h-línan er ein- mitt það sem Tal þarfnast og sókn hvíts verður brátt ó- stöðvandi. 17. g3 Be7 18. Kg2 g6 19. Hhl Bf8 20. Bg5! En ekki 20. Dh3 h5 21. gh h4 20. .. Dc7 21. Hxh! Dxe Ef 21. ... KxH 22. Hhlt Kg8 23. Dh4 Bg7 24. Bf6 og mátið á h8 veröur ekki varið. 22. Hxf! KxH 23. Bxgt! Nú er Tal farinn að kunna við sig og í stööum sem þessum stenzt honum enginn snúning. Svartur má ekki taka biskup- inn vegna 23. ... KxB 24. Bf4t Kf6 25. Dh4t og vinnur. 23. ... Kg8 24. BxH Bg7 Biskupinn var að sjálfsögðu friðhelgur vegna Bf6t og drottn- ingin fellur 25. Bd7 Rc7 26. Bxc Hf8. 27. Hdl Dc5 28. Bf3 Dxc 29. Hd7 Hf7 30. Hd8t Hf8 31. Bf6! Tal lýkur skákinni með hand- bragði snillingsins. 31. .. Dh7 32. Be4 Dh6 33. Bg5 Dh8 34. Hd7 Gefið. Við drápinu á e6 er engin vöm til. T. d. 34. ... Hf7 35 HxR HxH 36. Dxet Kf8 37. Bg6. Jóhann Sigurjónsson. VéSabókhseld — Reiknðn^sskáð BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 og 11399 aa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.