Vísir - 24.05.1969, Page 8

Vísir - 24.05.1969, Page 8
% VI S I R . Laugardagur 24. maí 1969. VISIR Otgefandi. ReyKjaprent h.t. * Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðsmóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símai 15610 11660 óg 15099 Afgreiösla: AOaistræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 145.00 * mánuði innanlands I lausasðJu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis — Edda h.f. Óhugnanleg breyting í forustugrein Þjóðviljans í fyrradag var rætt um nauðsyn þess, „að breyta þjóðfélaginu". Var niður- staða ritstjórans sú, að verklýðshreyfingin næði ekki raunverulegum árangri í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum, nema með pólitískri baráttu. Kemur þarna fram einu sinni enn sú stefna kommúnista, að reyna a8 misnota verklýðssamtökin flokknum til framdrátt- ar. Þetta hefur þeim tekizt allt of oft á liðnum ára- tugum, og til þess má að miklu leyti rekja þá erfið- leika, sem þjóðin hefur átt við að etja í efnahags- málum. Breytingin á þjóðfélaginu, sem ritstjóri Þjóðviljans þráir, er auðvitað sú, að hér verði komið á stjórn- skipulagi kommúnismans, að rússneskri fyrirmynd. Hann telur það mikla skammsýni, að gera ár eftir ár „griðasamninga við fjandsamlegt ríkisvald“, í stað þess að fá kommúnistum völdin. Honum blöskrar sú skammsýni landsmanna, að Alþýðubandalagið skuli ekki fá nema 17% í kosningum, þótt launafólk sé meira en 70% þjóðarinnar.' Heldur Magnús Kjartansson að íslendingar séu svo skyni skroppnir, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra kjósi yfir sig ríkisstjórn, sem er þjóðinni f jandsamleg? Flestir hér á landi fylgjast svo vel með þjóðmálum og stefnum stjórnmálaflokkanna, að þeir vita a. m. k. svo vel, hvað þeir eru að gera við kjörborðið, að fullvíst má telja að mjög lítill hluti þjóðarinnar vill leiða yfir sig stjórnskipulag kommúnista. Og það er engan veg- inn víst að fylgi þeirra yrði 17% ef gengið væri til kosninga nú. Atburðirnir fyrir austan járntjaldið síð- ustu mánuðina hafa opnað augu margra fyrir því, hvaða örlög bíða þeirra þjóða, sem komast undir járn- hæl þess ógnarvalds, sem kommúnisminn er. Fjöldi íslendinga hefur með eigin augum séð mis- muninn á lífskjörum fólks vestan tjalds og austan, auk þess sem hægt er að fá um það áreiðanlegar upp- lýsingar eftir öðrum leiðum. Fréttirnar frá Tékkó- slóvakíu nú eru eitt hörmulegasta dæmið um stjórn- arfarið þar sem kommúnistar ná undirtökunum. Tékkóslóvakía var einu sinni eitt af mestu velferðar- ríkjum álfunnar. Iðnaður var þar með miklum blóma og margar tékkneskar vörur hvarvetna taldar meðal' þeirra beztu á heimsmarkaðinum. Nú er þar allt í rúst- um, dýrtíð óskapleg og kaupið langt fyrir neðan það sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi. Þannig er þetta í flestum löndum þar eystra, og þjóðirnar bíða í ofvæni eftir því, að geta brotið af sér helsið. Það er áreiðanlega ekki af þekkingarleysi, sem ís- lendingar afneita kommúnismanum við kjörborðið. Við vitum þvert á móti hvað biði okkar, ef við leidd- um það stjórnarfar yfir okkur. Dæmin annars staðar frá eru deginum ljósari. Við gefum ekki kommúnist- um tækífæri til Mað breyta þjóðfélaginu". Það yrði óhugnanleg breyting. Malajiskir hermenn á ’ærði í kínverska hverfinu í Kuala Lumpur. FRAMTÍÐ MALAJSlU • Það var mikið áfall fyrir leið. toga Malajsíu, að úrslit þing- (f kosninganna á dögunum leiddu ii til stjómarkreppu og hinna ægi legu morða og hermdarverka, sem fréttir hafa borizt um dag- iega að undanförnu. Dresturinn í samstarfskerfinu fór fljótt að koma í ljós eft- ir að kosningaúrslitin urðu kunn nýlega því að fulltrúar kommún ista í ríkisstjórninni sögðu sig úr henni og þá hófust morðin og hermdarverkin en skjótum við- brögöum Tunku Abdul Rahman forsætisráðherra og Razaks vara-foræst:sráðh. er gripu þeg ar til róttækra aðgerða, má þakka að ekki fór verr. Landiö ’Var lýst í hernaðarástandi. Ot- göngubann var sett og tilk., áð hver sá sem ryfi það yrði skot- inn til bana. Hervæðmg var fyr irskipuð og varalið kvatt til vopna Blaðaútgáfa var bönnuð. Um tíma var mikill vafi hversu fara mundi, en seinustu 2 — 3 daga horfir vænlegar, að kyrrð komist á. Hermdarverka- menn hafa verið handteknir í tugatali daglega, 90 einn daginn, 50 annan og að því er virðist í bækistöðvum þeirra, þar sem gerð voru upptæk vopn og skot færi. Ofbeldisverkin voru þannig ekki bara unnin af þjófum og ræningjum, sem vaöa jafnan uppi ef armur laga og réttar er máttvana, heldur og af stjóm- málaástæðum. Hjá mörgum lágu stjórnmálaástæður til grundvall ar og sakaði Tunku Abdul Rah- man forsætisráðherra fyrst I stað kommúnista um upptökin, en dró svo mjög úr þeim um- mælum. Núna um miðbik vikunnar tókst svo að mynda samsteypu stjórn og fá kommúnista til þátt töku f henni, a.m.k. í bili. Razak varaforsætisráðherra, sem stjóma. aðgerðum til þess að koma á kyrrð, fer nú auk þeirra mála með efnahagsmálin. Hlutverk hinnari nýju stjóm- ar yerður erfitt en frekar von um að unnt verði að leggja grunn að samstarfi. Seinustu viðburðir i Malajsíu verða áreiðanlega ræddir á SEATO-ráðstefnunni, sem nú er hafin í Bangkok, og kom þaö þegar fram í setningarræöu Vargasar framkvæmdastjóra bandalagsins. að mikil þörf er mótaðgerða gegn kínverskum eða öllu heldur kínversk- kommúnistiskum áróðri í lönd- um bandalagsins. Og þá ekki . hvað sízt í Malajsíu. 1 öllum þessum löndum er margt Kínverja, en þyí fer fjarri Tunku Abdul Rahman forsætisráðherra. að þeir séu allir kommúnistar og fylgi Mao, en gera má ráð fyrir auknum áróðri til þess að fá þá til að taka „Mao-trúna“ og er augljóst hvaða hættur geta ver- ið á feröum í framtíðinni, þar sem í Malajsíu er nálega helm- ingur landsmanna af kínversk- um stofni. Nú er kemið í ljós, að góöu samstarfi hefir verið spillt, samstarfi Klnverja og Malaja, og óeirðir afleiðingin, en nokkuö hefur úr rætzt aftur þar sem hinir vitrari meðal Malaja, hafa fallizt á að starfa áfram í stjórn- inni. Malajsía er sambandsríki og kjör manna yifirleitt fremur góð og um framfarir verið að ræða bæði í landbúnaði og iðnaði. Betur hefir þótt horfa um fram- tíð Malajslu en margra annarra Asíulanda, og vonbrigðin þvi mikil yfir, að innanlandsfriður- inn var rofinn. Viö nokkra og alvarlega stjómmálalega erfiðleika hefir verið að strfða, ekki sízt végna deilunnar við Filipseyjar út af .Sabah-nýlendunum á Bom 30. Framtíðin er að vissu leyti* seg- ir í yfirlitsgrein, undir lausn þess vandamál komið, en vanda- málið mesta er að sætta Malaja og Kínverja og fá þá til þess að starfa saman. FYLGI P0HERS DVÍI9ANDI Fylgi Alains Pohers er dvínandi samkvæmt seinustu skoðana- könnunum. — það er 7 af hundraði minna en fyrir 10 dög- um. — Af þeim sem spurðir voru kváðust 30 af hundraði greiða atkvæði með honum 1. júní (37 af hundraði 14. maí). Samkvæmt úrslitum þeim, sem birt voru í gær kváðust 41 af hundraöi greiða Pompidou atkvæði. — Allt getur þetta breytzt. Margir sem kunna að greiða vinstri flokkunum at- kvæði 1. júni, kunna að snúast til fylgis við Pompiöou 15. júni, verði kosið aftur þá sem líklegt er.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.