Vísir - 29.05.1969, Blaðsíða 9
V í S IR . Fimmtudagur 29. maí 1969.
9
ifiam
HHOHH:
□ Flestir sleppa við
þungaskattinn.
Ég las fyrir skömmu í Vísi
grein, þar sem „einn öskureið-
ur“ er að skammast yfir ið-
gjaldagreiðslum manna sem
aka á utanbæjamúmerum. Ég
held, að allir greiði sama iðgjald,
hvort heldur þeir aka á dreif-
eða þéttbýlissvæði. En flestir
utanbæjarmenn sleppa við að
greiða þungaskatt af jeppabif-
reiðum sfnum. Þá er ben-
sin einnig ódýrara, ef það er
keypt til búa, og finnst mér það
engan veginn réttlætanlegt. Af
hverju má aldrei græða á sveita-
manninum?
L. R.
□ Bílar í eigu borgar-
innar á rúntinum.
Það hefur vakið athygli mína
undanfarið hve margir borgar-
starfsmenn, sem hafa til eigin
afnota bfla, virðast vera fam-
ir að skilja fjárhagserfiðleika
borgarinnar! Þeir hafa bfla, sem
flestir eru merktir borginni. —
Fjárhagserfiðleikar og sðun fara
sjaldan saman.
Þessir góðu herrar hafa í sí-
auknum mæli lánað börnum sín
um bflana og aka „grislingamir"
um rúntinn nær dag og nótt,
meðan feður þeirra og yfirvöld
reyna að safna saman einhverju
í borgarsjóðinn, sem sízt er of
stór. Það veröur að taka bílana
af þessum mönnum og það án
tafar. Hvað er réttlæti? Verka-
maður hjá borginni hefur ca.
12000 krónur á mánuði og legg-
ur upp laupana löngu fyrir ald-
ur. Margar „blækur” hjá borg-
inni hafa svo nærri 20 þús. mán
aðarlega, auk þess að geta lán-
að börnunum sínum bíla til að
fara á í skólann og á rúntinn.
Venjulegur verkamaður greiðir
borginni til baka af sinum laun-
um rúmar 1000 krónur, einungis
í strætisvagnaferðum í vinnuna.
Nei, takk. Nóg komið af því
góða.
Þreyttur verkamaður.
Q
□ Get ekki
borgað konunni
minni.
Ég las í gær mjög fróðlega
grein í Vísi fra einhverjum kven
réttindakonum. Þær segja, að
húsmæöur eigi að hafa átján
þúsund krónur á mánuði fyrir
sín störf. Nú bregður svo við
að ég hef tólf þúsund krónur
í mánaðarlaun. Get ég því varla
greitt konu minni laun hennar
og líður mér mjög illa út af
þessu. Athugandi væri nú e.t.v.
að reyna að greiöa henni að ein
hverju leyti meö víxli til 10—15
ára, því trúlega lifi ég ekki öllu
lengur! En aðalatriðið með hring
ingu minni er þaö, að það er
slæmt að hafa svona heimtu-
frekju hjá kvenþjóðinni. Hún
getur vel staðið á mottunni. Þær
gera sér aldrei grein fyrir því
hve miklum peningum þær hafa
úr að spila. Heldur er betra að
heimta og heimta.
66 ára gamall harðjaxl.
Hringið i
sima 1-16-60
kl. 13-15
■s
„Eins og flutningur á sekkjavöru“, sagði einn lögregluþjónn, sem vann að því um síðustu helgi á Þingvöllum að hirða upp
ofurölvi ungmenni og flytja í bæinn. Alls flutti lögreglan 160 unglinga þannig til Reykjavíkur, en að auki flutti hún 60
ungmennum, sem stóðu uppi þar fyrir austan vegalaus.
Hvað skal gera við
svallferðum unglinga?
Enn einu sinni hafa ungmenni raskað svefni þjóðar-
innar í æskulýðsmálum með hegðan sinni á Þingvöllum
um hvítasunnuhelgina.
„Þetta gengur ekki lengur svona“, segja menn nú
hver við annan og allir ljúka upp einu munni um, aö
mælirinn sé fullur. Sumar eftir sumar hefur sagan end-
urtekið sig. -
Reyndar þótti mönnum svo þegar fyrir tveim árum.
Almenningsálitið f landinu hafði allt snúizt á sveif með
því aö éitthvað þyrfti aö gera til þess að draga úr þess-
ari taumlausu GLEÐI unglinga í helgarferðum.
Árangur þeirra hugleiðinga lýsti sér um verzlúnar- '
mannahelgina í fyrra, þegar ýmis félagasamtök skipu-
lögðu mannamót á þeim vinsælustu stöðum, sem helzt
eru sóttir af ferðamönnum, eins og í Húsafellsskógi, í
Þórsmörk og víðar.
Það var fyrsta verzlunarmannahelgin í mörg ár, þar
sem ekki hlutust einhver vandræði af hegðan unga
fólksins undir áhrifum áfengis.
Hvað var gert þá og hvað dettur mönnum helzt í hug
sem vænlegt til skynsamlegrar úrlausnar í þessu tilliti?
— voru spurningar, sem Vísir lagði fyrir tvo menn, er
mikið hafa starfað að æskulýðsmálum — Reyni Karls-
son framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur og
Skúla Möller, framkvæmdastjóra Æskulýðssambands
íslands.
”Áran8urinn * fyrra var tví-
mælalaust því að þakka,
að það tókst að dreifa hópnum á
fleiri staði“, sagði Reynir Karls
son, framkvæmdastjóri Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur.
„Það vaknaði mikill áhugi
meðal ýmissa félagasamtaka til
þess að sinna þessum þætti fé-
lagsmála og þau beittu sér fyr-
ir vel skipulögðum mótum víðs
vegar um landið. Á.Norðurlandi,
Austurlandi, Vesturlandi og á
fleiri stöðum hér á Suðurlandi.
Þau veittu ýmsa aðstoö og
þjónustu — mörkuðu af tjald-
stæði og bílastæði, sáu sums
staðar fyrir hressingum, sáu
til þess að gert væri að meiðsl
um manna og svo framvegis.
Þannig að í stað ringulreiðar og
óreglu, ríkti skipulag á hlutun-
um og regla.
Það var annur meginorsök
þess að svo vel tókst til.
Hitt var svo það að á þessum
mótum var fólki séð fyrir
skemmtunum sem dreifðu huga
þess og styttu því stundir“ sagði
Revnir.
„Síðan hafa menn hugleitt
þetta frekar og margvíslegar um
ræður hafa farið fram um þenn
an vanda, en í ljósi árangursins
í fyrra virtist mönnum þetta lík
legast — að skipuleggja svona
samkomur, þar sem jafnframt er
séð fyrir einhverjum dægrastytt
ingum ... en .. um hvítasunn-
Reynir Karlsson
una gildir svo allt annað“, sagði
Reynir síðan.
„Undanfarið hefur hvítasunh-
an verið svo snemma sumars,
að skólar hafa ekki lokið störf
um. svo það hefur ekki verið
eins mikill fjöldi, sem leitaö hef
ur út í náttúruna. *
Það er heldur ekki hentugur
tími árs til útilegu. Jörðin í sár-
um eftir veturinn og gróðurinn
viðkvæmur fyrir spjöllum, svo
er varla hægt aö treysta veðri.
Þaö er miklu fleira, sem taka
verður tillit til f þessu sam-
bandi, þegar um er að ræða
hvítasunnuna, heldur en þegar
verzlunarroannahelgin er annars
vegar.
vÞað' vaknar 'É.d. sú spurning,
hvort rétt sé að standa fyrir
svona mótum, þegar ungmerihi
eru flest í prófum, eins og oft-
ast er um hvítasunnuna.
Það kemur líka til álita, hvort
opinber aöili ætti að efna til
slíkra móta, því það mundi leiða
til þess að enn fleiri ungmenni
fengju leyfi foreldra sinna íil
að sækja þau mót — þegar ljóst
væri að hið opinbera stæöi fyrir
þeim.
Mundi það ekki leiða til auk-
innar þátttöku og þá skapa
aukna hættu á ringulreiö?
Svo yrði að taka tillit til þess,
áður en efnt yröi til skemmtana
eins og t.d. densleikja, að hvergi
í landinu eru haldnir dansleikir
laugardaginn fyrir hvítasunnu,
vegna trúarbragða okkar. Það
vrði þá að gera breytingu á
þeirri venju.
Einnig verður því miður að
játa það, aö mjög margir þeirra
unglinga, sem fóru t.d. austur að
Þingvöllum um síðustu helgi,
mundu ekki sækja samkomur,
sem yröu undir ströngu eftirhti.
Svona mætti telja margt upp
en þrátt fyrir þessa og ýmsa
aðra annmarka höfum við oft
hugleitt, hvort ekki væri rétt að
skipuleggja einhverjar útisam-
komur um hvítasunnuna. Það
verður áreiðanlega undinn eð
því bráöur bugur að finna á
þessu einhverja lausn, að
minnsta kosti um þær hvíta-
sunnuhelgar, sem ber upp á
svona seint, eins og þessi síð-
asta. Einkanlega hlýtur reynsl-
an af þessari helgi að knýja á
með þetta.
Það þyrfti líka að koma til
samstarfs milli bæjarfélaga í
svona samkomuhaldi. Það eru
ekki eingöngu ungmenni úr
Reykjavík, sem þarna eiga hlut
að máli, heldur koma þau líka
úr Kópavogi, Hafnarfirði, Akra-
nesi, Borgarfirði og pserliggjandi
sveitum", sagði Reynir að lok-
um.“
Skúli Möller
„Tjær gáfust vel skipulögðu
samkomurnar um verzlun-
armannahelgina í fyrra, þSr sem
ferðafólkinu var .-'Séð fyrir
skemmtunum og gamni, svo því
leiddist ekki‘‘, sagöi Skúli Möll-
er, framkvæmdastjóri hjá Æsku-
lýðssarftbandi íslands.
„Það er augljóst, aö taka verð
ur upp eitthvað slíkt um hvita-
sunnuhelgarnar, því þetta get-
ur ekki gengið lengur svona,
eins og nú var um helgina.
En það krefst geysilegs átaks
og vinnu. Það þarf að herða upp
almenningsálitið í landinu gegn
þessu, svo hver og einn láti það
til sín taka í stað þess sinnu-
leysis, sem nú virðist ríkja hjá
aðstandendum og jafnvel foreldr
um sumra þessara ungmenna.
Það þarf aö vekja upp meiri
áhuga hjá félagasamtökum, eins
og hjá þeim, sem skipulögöu mót
in um verzlunarmannahelgina i
fyrra. Það krefst mikils starfs
og eins hitt, að virkja þá aðila,
sem fengjust til þess að sinna
þessu.“
Skúli kvaö margar hugmvndir
hafa skotið upp kollinum í um-
ræðum um lausn á þessum
vanda. Sumar hefðu þegar verið
reyndar meö ýmist góðum eða
slökum árangri. Aðrar væru ó-
framkvæmanlegar og enn aðrar
óreyndar ennþá.
„Meðal þess sem nýlega hefir
skotiö upp kollinum, er sú skoð-
un, að meiri nauðsyn sé á upp
byggingu útivistarsvæða svip-
uðu því, sem Æskulýðsráð
Reykjavíkur hefur unnið að við
Saltvík, heldur en kannski bygg
ingu tómstundaheimila. Mönn-
um hefur komið í hug, að auð-
veldara sé að beina brautum
æskufólks að heilbrigðum tóm-
stundastörfum að vetrarlagi
heldur en að sumarlagi, og þvf
sé æskulýðssamtökum ef til vill
nauðsynlegast að leggja meiri
áherzlu á útiveruna á sumrin,
heldur en vetrarstörrfin" sagði
Skúli.
Hann var sama sinnis og Reyn
ir Karlsson, hvað viðvék, að at-
burðir síðustu helgar hlytu að
kaýja á ákvaröauir til Iausnar
á þessum málum á næstu mán-
uðum.