Vísir - 29.05.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 29.05.1969, Blaðsíða 16
rarrn Fimmtudagur 29. rfíai 1969. INNRÉTTINGAR SÍDUMÚLA 14 - SÍMI 35646 Gerir alla ánægða Ólöglegf verkfall á Kastrup-flugvelli Kaupmannahöfn í morgun: Um 1000 verkamenn á Kastrup-flug- velli hófu ólöglegt verkfall í gær til fjess, að mótmæla launamálastefnu SAS og nýlega gerðum samningum og á fundi í morsun var samþykkt að halda bví áfram. Verkfaliið í gær olli ekki miklum erfiðleikum, en þó um þriggja stundarfjórðunga töfum, og hið sama kann að gerast í dag, og erf iðleikar kunna að fara vaxandi, ef áframhald verður á verkfallinu. Umboðsdómari settur i málinu Næturklúbbamálinu hraðað Maður drukScnor á Suðureyri — Var að dytta að bát sinum, en féll i höfnina Enginn maður var nærstadd- ur, þégar 39 ára gamall maður, Gísli Gíslason, féll niður á milli báts og bryggju á Suðureyri á Súgandafirði og drukknaði. Hann hafði verið að dytta að bát sínum og vissu menn til þess, að hann var aleinn viö það verk og ætlaði að dunda við það fram eftir föstudagskvöldi. Það var ekki fyrr en á laugar- dagsmorgun, að mönnum varð ljóst, að eitthvert slys hafði hent Gísla, því þá sáu foreldrar hans, að hann hafði ekki komið heim um nóttina. Var þá farið að leita hans. Gísli var ókvæntur. SÉRSTAKUR umboðs- dómari hefur verið skip- aður af dómsmálaráðu-i neytinu til þess að fara með mál saksóknara rík isins gegn 9 forstöðu- mönnum fjögurra næt urklúbbanna. Sverrir Einarsson, fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur, var skipaður með umboði ráöuneyt- isins til þess að gegna dómara- störfum í málinu. Með þessu þykir sýnt, að hiö opinbera hafi fullan hug á þvi að hraða meðferð og afgreiðslu næturklúbbamálsins eftir föng- um. Sá er venjulega tilgangur- insj, þegar umboðsdómarar eru skiþaðir af hinu opinbera til þess að fara með dómsstörf í einstökum málum. í þessu þykir einnig felast viðurkenning og skilningur á því að hinir fimm starfandi sakadþmarar embættisins hafi allir ærinn starfa af þeim verk- efnum, sem embætti Sakadóms Reykjavíkur berast daglega. Eins og fram hefur komið í fréttum áður, hefur verkefnum sakadóms fjölgað ár frá ári (þar af skjalafölsunarmálum langmest), en dómurum hefur ekkert fjölgað við embættið. MIKLAR JARÐBORANIR FYRIRHUGAÐAR I SUMAR Miklar framkvæmdir við jarö- boranir verða á landinu í sumar, en til þeirra framkvæmda er á- ætlað að um 40 milljónum verði varið. Nú er verið að bora i Blesugróf j landi Reykjavfkur með stóra gufubornum. Þegar hefur verið lokið við eina holu, sem gefur á- gæta raun, og langt er komið með aðra holu til viðbótar, Á Dalvík er unnið við boranir fyrir væntanlega hitaveitu. Þar er nú veriö að vinna að holu númer tvö, en áður ha'föi þar verið boruð ein hola í rannsóknaskyni. Inni á öræfum er einnig að hefj- ast mikið rannsóknastarf með borunum i sambandi við virkjun Þjórsár og Tungnár, og er nú veriö að bora við Þórisvatn. Þá er ætlunin að halda áfram borunum á Reykjanesi í sambandi við undirbúning væntanlegrar sjó- efn^verksmiðju. Þar hafa þegar ver I iö boraöar 2 djúpar holur meö stór- um bor, en nú verður haldið áfram meö minni rannsóknaborum. Við Námafjalla verða boraðar tvær til þrjár holur vegna fyrir- hugaörar stækkunar kísiliðjunnar og aukinnar orkuþarfar í því sam- bandi. Samtals er gert ráð fyrir að bor- aðir verði um 3000 metrar í sumar, en það er á að gizka fimm sinnum meira en i fyrrasumar. Svartlistarsýning í Norræna tiúsinu: Verk brautryðjendanna og yngri manna „OPINBERAR sýningar eru oft svo sléttar og felldar, af eintómri háttvísi er tekin meö sín ögnin af hverju, og útkoman verður ágripskennd flatneskja. Viö vildum, að þessi sýning bæri sannfærandi svip, á henni eru verk mikils háttar listamanna aö okkar dómi, og hver þeirra á nægilega margar og einkennandi myndir, til þess aö sýningargestir fái greint svipmót þeirra og hæfileika“ Svo segir m. a. Erik Fischer, forstöðumaður konunglega koparstungusafnsins í Kaupmanna- höfn, í inngangsorðum í sýningarskrá um danska svartlistarsýningu, sem verður opnuð í Norræna húsinu á laugardag. Á þessari sýningu eru verk 12 danskra svart- listarmanna, bæði brautryðjendar a í þessari listgrein í Danmörku og yngri manna. Sýningunni verður fyrir komið í göngum Nor- ræna hússins og er farandsýning. er kemur hing- að frá Ríkislistasafninu i Noregi, sem lánar sýn- ingarveggi. 1 Eins og sjá má er talsvert fjör á Skerjafirðinum nú þegar,— en á eftir að aukast að mun, þegar 30 bátar bætast við í næsta mánuði. ^Utgerðarmenn' með 40 — Smiðuðu jbó flesta sijátfir i vetur 0 Undanfarin ár hefur á- hugi manna á róðrum og siglingum stóraukizt hér á landi og ekki er laust við að unga kynslóðin hafi smitazt af þessu. I vetur var unnið geysimikiö starf suður í Nauthólsvík í húsa kynnum Æskulýösráös, — þar voru smíðaðir um 30 bátar, og eru þá í eigu siglingaklúbbsins Sigluness alls um 40 bátar. Seglin á bátana eru væntan- leg eftir hálfan mánuð, — og geta menn rétt imyndaö sér að þá verður handagangur í öskj- unni suður í Nauthólsvík, og líklega fagurt að líta yfir Skerja fjöröinn, þegar bátamir bruna út fjörðinn. Sumarstarf æskulýðsráðs er fjölþætt í sumar, ekki aðeins sigl ingaklúbbur, heldur og stanga- veiðiklúbbur, Saltvík opin, farið í ferðalög, náttúruskoðun iðkuð, vélhjólaklúbbur, skemmtanir í Tónabæ og opið hús að Frí- kirkjuvegi 11. Það væri synd að segja að unglingarnir hafi ekki nóg að gera. Á morgun grein- um við nánar frá starfinu. Gefa Háskólmum „prentara 0 Undirskrifaður hefur verið samningur milli Reiknistofnunar Háskólans og IBM á íslandj, þess efnis að IBM á íslandi læt- ur Reiknistofnuninni í té IBM- „prentara“, sem er 20—30 sinn- um afkastameiri en ritvélin, sem fyrir er í rafreiknikerfi Reikni- stofnunarinnar. Þessi hraðprentari kostar meira en fjórar milljónir ísl. króna auk aöflutningsgjalda og tolla. Afnot af þessum hraðprentara eru Reikni- stofnuninni algjörlega að kostnað arlausu af hálfu IBM, þó niéö því skilyröi að vélin verði notuð til aukinnar kennslu háskólastúdenta m.a. viðskiptafræöinema, svo og til vísindalegra rannsókna í land inu. Kemur þessi hraðprentari Reikni stofnuninni að miklum notum þar sem núverandi rafreiknir Háskól- ans, sem er mjög stór á íslenzkan mælikvarða, er nærri fullnýttur. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.