Vísir - 21.06.1969, Blaðsíða 3
VIS IR . Laugardagur 21. júní 1969.
3
7 ÍSlfíND
2. F/N/VtfíND
3 þýz KffLflND
4. r/?nkiNLHND
5T BNOLNND
G. DftNMÖKK.
7. svíþjór
& SPfíNN
9. Gfikflmd
/0 fíUST[/FrTk i
//. £ TfíL ÍM
/zSviss ^
/3 Bbl GÍn
/4. MORBG-ur.
/5T ÍSFftEL
/GUNGVERJOL.
/7 TNRKLftND
78. L ÍBftNON
79. ÍRLftND
20. TORTUGftL
2/. POLLftND
22.HOLLR ND
7 2 3 4 5 C> 72 <7 /0 7/ /213/4 /5!(,/7/8 /4202/22 STiE KÖB
FVRÓPUMÓrÍD ÍOSLÓ J9G9.
Evrópumótið hefst á mánudag
■ Fjölmennasta Evrópumótið,
sem haldið hefur verið til
þessa, veröur haldið í Osló dag-
ana 23. júní til 6. júlí. Tuttugu
og tvær þjóðir hafa boðað þátt-
töku f opna flokknum og fjórtán
f kvennaflokki. ísland mætir and
stæðingum sínum í eftirfarandi
röð: Holland — Þýzkaland —
England — Sviþjóð — Grikk-
land — ftalía — Belgía — fsra-
el — Tyrkland — írland — Pól-
land — Finnland — Frakkland
Danmörk — Spánn — Austur-
ríki — Sviss — Noregur — Ung-
verjaland — Líbanon — Portú-
gal.
Ætlð er erfitt að spá um úrSlit
slíkra stórmóta en Hklegt má
telja að Ítalía, Holland og Frakk
land skipti með sér þremur efstu
sætunum. England blandar sér
sennilega ekki í baráttuna um
meistaratitilinn að þessu sinni,
enda lið þess skipað fjórum ný-
liðum hvað Evrópumót snertir.
Þaö vekur ætíð athygli, hvaða
lið ftalir senda á Evrópumót og
að þessu sinni er það aðeins skip
að tveimur af heimsmeisturun-
um, þeim Garozzo og Bella-
donna. Aðrir I sveitinni eru
Messina og Bianchi, og Frendo
og Mondolfo. Er þeim tveimur
síðastnefndu ætlað að hafa sitt
hvorn heimsmeistarann fyrir
makker. Holland sendir hina
frægu Kreyns og Slavenburg, á-
samt van Heusden — Kokkes og
Bockhorst—Vissinga. Frakkland
teflir fram Stoppa — Rudinesco
Ritstj. Stefán Guðjohnsen
'p’invíginu um heimsmeistara-
titilinn í skák er lokið,
Petroshan, 40 ára að aldri, sem
borið heíur titilinn f 6 ár skilar
honum nú í hendur hins 32 ára
gamla Spasskys eftir 23 skáka
harða keppni. Til að öðlast tit-
ilinn þurfti Spassky að tefla 49
1 skákir f 4 einvígjum gegn
1 fremstu skáksnillingum heims.
t Útkoman varð 30:19, sem sýnir
J giöggt hver er sá sterkasti.
1 Þetta er annar heimsmeistara-
\ titill Spasskys, en 1955 varð
t hann heimsmeistari unglinga og
/ er eini skákmeistari heims, sem
^ öðlazt hefur báða heimsmeist-
í aratitlana. Fyrir einvígið við
; Petroshan var Spassky almennt
í spáð sigri, af fremstu meistur-
i unum var Larsen sá eini sem
í trúði á sigur Petroshans.
7 Keppni þeirra Spasskys og
1 Petroshans var enn ekki lokið
1 þegar bollaleggingar um næsta
í áskoranda hófust. Botvinnik
; fyrrum heimsmeistari, vegur og
\ métur möguleika nokkurra
\ garpa og við skulum hlýða á
hvað gamli meistarinn hefur til
málanna að leggja. ,,Tal, með
sitt mikla sjálfstraust væri lík-
1 legur ef ékki kæmi til sérlega
lélegt heilsufar. Stein og
Polugaevsky geta varla vænzt
æðstu árangra. Kortsnoj, sem
teflir sérlega vel þessa dagana
er ævintýramaður og óvenju-
legur taflmáti hans nýtist bezt
gegn veikari skákmönnum; lak-
ar gegn skákmanni með styrk-
leika Spasskys. Þá er það spurn-
ingin með Fischer og Larsen.
Til aö verða heimsmeistari i
skák þarf aö tefla á réttinda-
mótum, en á þeim viröist Fisch-
er engan áhuga hafa sem stend-
ur. Larsen hefur náð fullum
tökum á þeirri list að tefla í
mótum, en árangrar hans í ein-
vígjum sýna að á þeim vett-
vangi á hann margt ólært. Ef
Larsen legöi hart að sér við aö
ná þeirri tækni sem einvígin
krefjast, gæti hann vissulega
orðið heimsmeistari."
Spassky hefur jafnan verið
óhræddur við að taka á sig á-
hættu. í eftirfarandi skák velur
hann afbrigði sem talið er frem-
ur vafasamt, en tekst að rugla
andstæðinginn í rlminu og sigra.
Skákin var tefld á stórmótinu
í Moskvu 1967.
Svart: Pachman.
Hvítt: Spassky.
Slavnesk vörn.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6
4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc
7. e4 g5 8. Bg3 b5
Byrjunarbækur telja þessa
stöðu svörtum í hag. En Spassky
kemur með nýjung sem hleypir
lífi í skákina.
9. Dc2
Skákin tekur á sig ékta-
gambitblæ. Hvftur kærir sig
kollóttan um peðin, hann hefur
aðeins áhuga á sókn.
9. ... g4 10. Re5 Dxd 11. Hdl
Db6 12. Be2 Rbd7 13. 0-0 Be7
Hér hefði svartur getað gert
hvítum erfiðara fyrir með 13.
... h5
14. Rxg RxR 15. BxR Bb7
16. e5
Hótar 17. Bxe fxB 18. Dg6t
Kd8 19. Dxe Bc8 20. Dg6 og
gegn e5—e6 er svartur varnar-
laus.
16. ... Rc5 17. Bh5 Hd8 18.
De2 Rd3 19. Df3 0-0 20. Re4
Dd4 21; Hfel Kh8 22. Rd6 RxH
23. HxR HxR I
Það hefði veriö fróðlegt að )
sjá hvernig Spassky hefði svar- /
að 23. .. BxR. ef t.d. 24. Df6t )
Kg8 25. Bxft HxB 26. DxHdt l
Hf8 27. DxB DxD 28. exD Bc8
og mislitir biskupar ættu að
tryggja svörtum jafntefli.
Spassky hefði því trúlega reynt
24. exB e6 25. Hxe og staðan
er mjög tvísýn. Sú leið sem
Pachman velur gefur Spassky
kost á að Ijúka skákinni fallega,
24. exH Bf6 25. h4 Dxb 26.
Bxf!
Óvænt og afgerandi fórn.
26 ... HxB 27, Be5 Dc2
Ekki dugðj 27. ... BxB 28.
DxH og hótar DxB og d7
28. d7! Kg8 29. DxB! Hxd 30.
He3
Svartur gafst upp, þar eö mát
veröur ekki umflúið.
Jóhann Sigurjónsson.
Poubeau — Meillaud — Boul-
enger — Szvarc. Enska liðið er
skipað fjórum Skotum, Coyle —
Silverstone — Leckie — Gold-
berg, ásamt Tarlo og Rodrigue.
Frændur okkar Danir senda Ped
ersen — Möller — Sörensen —
Trelde — Marienhof — Nielsen.
Svíar eru með Brunzell — Ek-
berg — Hall — Norback —
Holmgren — Axelsson. Gestgjaf-
arnir, Noreguf, hafa ágætt liö,
þar sem eru Höie — Ström —
Koppang — Larsen — Jensen —
Várnás.
Lesendum til hægðarauka birt-
um við svo keppnistöflu mðtsins
og geta menn klippt hana út og
fylgzt með mótinu. Úrslit leikja
veröa birt daglega f blaðinu á-
samt stuttum frásögnum af mót-
inu.
♦
íslenzka liðið er að þessu
sinni skipað eftirtöldum mönn-
um: Ásmundur Pálsson, Hjalti
Elíasson, Hallur Símonarson,
Þórir Sigurðsson, Þorgeir Sig-
urðsson og Stéfán Guðjohnsén.
Fyrirliöi ér Þórður H. Jónsson.
Auglýsing
til rafmagnsnotenda í Reykjavík og nágrenni,
Kópavogi, Hafnarfirði og á Suðurnesjum:
Vegna tenginga Búrfellslínu við írafoss og
spennistöðina við Geitháls verður straumur
rofinn á 130 kílóvolta línunni frá Sogi frá há-
degi föstudaginn 20. þ. m. fram á mánudags-
morgun þann 23. þ. m. og á sama hátt frá há-
degi föstudaginn 27. þ. m. fram á mánudags-
morgun þann 30. þ. m.
Meðan á aðgerðum þessum stendur verður
um takmarkað rafmagn að ræða, og eru raf-
magnsnotendur hvattir til þess að draga sem
mest úr rafmagnsnotkun á framangreindum
dögum. Sérstaklega væntum við aðstoðar
húsmæðra við að lækka álagstoppa á suðu-
tímum með takmörkun á notkun eldavéla og
dreifingu á suðutíma.
Ef slíkar ráðstafanir nægja ekki, verður að
grípa til skömmtunar á rafmagni, þannig að
straumur verður rofinn um Vi klst. til skiptis
hjá notendum yfir mestu álagstoppa.
Reykjavík, 19. júní 1969
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Rafmagnsveitur ríkisins
Rafveita Hafnarfjarðar
Landsvirkjun
INNIHURÐIR - UTIHURÐIR
BYLGJUHURÐIR - SVALAHURÐIR
BlMI M27S
SKÖLXVðllBUStíc II