Vísir - 21.06.1969, Qupperneq 4
Sænskur nasisti
til Grikkla
I dagblöðum í Grikklandi er
þessa dagana rætt mikiö um
sænskan flóttamann, sem blöðin
segja, „að segi sannleikann.“
Þessi maður er 33 ára og heitir
Björn Lundahl, og hann er eigin-
lega á mot. ''-'u í Svíþjóð, bæöi
þjóðfélags- og réttarskipulagi.
Hann lýsir því yfir, að hann sé
/ í Aþenu til að leita skjólshúss,
og hann muni gera allt, sem í
hans valdi stendur til að afstýra
þeim stjórnmálalega harmleik,
sem hægt en örugglega stefni Sví
þjóð \ -oeínan vooa. Þetta segist
hann gera sem baráttumaður
þjóðernisstefnunnar, en hann er
mikill aðdáandi núverandi vald-
hafa í Grikklandi.
Lundahl komst í kast við yfir-
völdin í Svíþjóð árið 1965, þegar
hann var kallaður fyrir rétt sem
foringi nasistahreyfingar þar í
landi. Málið komst upp vegna þess
aö dreift hafði veriö pésa, sem
„upp á gamla mátann" mælti ein-
dregiö með því, að sænskir Gyö-
ingar væru aflífaðir hið bráðasta.
Máliö vakti töluverða athygli
í Svíþjóð, og endalok þess urðu
þau. að Björn Lundahl var dæmd-
ur í 300 kr. sekt eöa 30 daga
fangelsi fyrir að hafa með hönd-
um ólögleg vopn, en nýnasista-
flokkur hans var búinn að koma
sér upp álitlegu vopnasafni; enda
er Björn hér á meöfylgjandi
mynd hinn vígalegasti með vél-
byssu og stálhjálm á höfði, þar
sem hann stendur undir mynd af
lærimeistara sínum Adolf Hitler.
Bardot of hrukkótt til
að fá kvikmyndahlutverk!
Aldurinn er loksins byrjaöur
að íþyngja Brigitte Bardot. Hin
34 ára gamla leikkona fór með
mestu leynd á stúfana og fékk sér
andlitslyftingu til að geta leikið
hlutverk tvítugrar stúlku í kvik-
mynd.
Þaö er mikið magn af andlits-
faröa og næstum tuttugu ára
þátttaka. í hinu ljúfa lífi, sem
hefur svipt Brigitte Bardot „hinni
eilífu æsku“.
Andlitslyftingin var gerð á
einkakiinikkinni Belvedere í Boul-
ogne, og nauðsynlegt var að fram
kvæma hana til að fjarlægja
hrukkur , sem voru farnar aö
myndast kringum augu Bardot.
Hrukkurnar komu fyrst til tals
við upptöku á myndinni „Kon-
urnar“, sem Jacques Laurents
stjórnar, en í þeirri mynd leikur
Bardot kynsósa einkaritara. Kvik-
myndatökumaðurinn reyndi fyrst
að komast hjá því að sýna hrukk-
urnar með því að nota svonefndar
„mjúkar linsur", en ekkert slíkt
dugði.
Brigitte Bardot varð undrandi
og öskureið, þegar kvikmyndatak
an var stöðvuð, og hún fékk þær
upplýsingar, að andlit hennar
væri of gamallegt og hrukkótt
fyrir hlutverkið. Eftir heiftarlegt
rifrildi yfirgaf hún kvikmyndaver-
ið og tilkynnti ■ veikindaforföir í
marga daga á ’eftir.
Veikindadagana notaði Bardot
til að fara í þessa leynilegu and-
litslyftingu. Aðgerðin sjálf tók að-
eins fáeina klukkutíma, en menn
komust að þvi að hún haföi veriö
gerð, vegna þess að lítið rautt
ör sást við aðra augnabrúnina.
Örið er nú horfið, eða falið und-
ir sólbruna og andlitspúðri.
Og nú getur Bardot aftur tekið
til við að leika tvítuga stúlku og
leikstjórinn Jacques Laurents er
sannfærður um, pða segist vera
sannfærður um, að hún muni
svo sannarlega siá í gegn í því
hlutverki í kvikmyndinni „Kon-
urnar'*.
hefur BEZT á islenzku
veguniinú
Fullkomin þjónusta
miösvæðis i borginni.
LAUGAVEG1171.
HJfiLBARÐAVERKSTBI
Sigurjðns Gislasonar
Spáin gildir fyrir sunnudaginn
22. júní,
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl.
Góður dagur til ferðalaga, einn-
ig til að leggja upp i langferð,.
og mun þá betra að leggja af
stað upp úr hádeginu, heldur en
fyrri hluta dagsins, einkum ef á
landi er farið.
Nautið, 21. apríl—21. mai,
Getur orðiö mjög skemmtileg
helgi, bæöi heima og á ferðalagi.
En þér er vissara að gæta vel aö
þér í peningamálum, og máttu
gera ráö fyrir meiri kostnaði, en
upphaflega stöð til.
Tvíburarnir, 22. mai til 21. júni.
Stutt ferðalag getur orðið mjög
ánægjulegt, en ekki er ráðlegt
aö leggja upp í langferðir í dag.
Þó verður dagurinn að öllum
líkindum skemmtilegastur
heima við í ró og næði.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí.
Það lítur út fyrir að þú komist
ekki eins langt og þú hefur
hugsað þér í dag, og mun þó
ekki veröa um neinar alvarleg-
ar tálmanir að ræða, heldur ein-
hverjar tafir og vafstur.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst.
Að vissu leyti skemmtileg helgi,
en samt munu einhver von-
brigði varpa á hana nokkrum
skugga. Eitthvað munu þau
bundin ferðaiagi, eða samferða-
fólki, þótt fleira geti komið við
sögu.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.
Taktu vel leiöbeiningum og ráð
um þeirra, sem þú sérð að betur
vita. Ef þú ert á ferðalagi er
hætt við aö einhver samferöa-
manna þinna dragi úr ánægj-
unni meö uppsteit og aðfinnsl-
uni.
Vogin, 24. sept til 23. okt.
Ánægjuleg helgi, og því
skemmtilegri, sem skemmra er
farið. Það er ekki ólíklegt að
þú fréttir af góðu tækifæri,
sern þú ættir að notfæra þér,
eða kynnist einhverjum, sem
gagn er að.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.
Mjög sómasaqileg helgi, en þó
ér mjög líklegt að ekki gangi
allt samkvæmt áætlun. Einhver
nákominn aðili kemur þar við
sögu; ekki ólíklegt að hann
vilji taka forustuna af þér, og
takist það.
iáogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des
Allt virðist ganga aö óskum
fram eftir deginum, en undir
kvöldið kann eitthvert babb að
koma í bátinn. Vertu þá fljótur
að hugsa og taka ákvarðanir og
fylgdu þeim fast eftir.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.
Allt bendir til að þú fáir að
koma á ókunna staði og kynn-
ast fólki, sem þú hefur ekkert
þekkt áður. Heigin mun einkenn
ast af tilbreytingu og jafnvel
óvæntum, skemmtilegum at-
burðum.
Vattsi' rinn, 21. jan. til 19. febr.
Taktu ekki mark á öllu, sem
þú heyrir skrafað í kring um
þig. Eitthvað getut orðið til
þess að gera þér gramt í geði,
en varla mun orsökin alvarleg,
þegar þú athugar betur.
Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz.
Gættu þess að ofgera þér ekki,
og yfirleitt skaltu forðast allar
öfgar, og stilla skap þitt á
hverju sem gengur. Gættu og
vandlega, að þú verðir ekki
hlunnfarinn í peningamálum.
i