Vísir - 10.07.1969, Page 4
HVER ERFIR
BRIAN IONESP
AtrúnaðaraoSiö Brian Jones
fannst eins og kunnugt er drukkn
aður á suncHaugarbotni í Susex í
London. Hann var áöur meðlimur
Brian Jones í hippíaklæðnaði ásamt fyrrum vinkonu sinni, Suki
Portier.
í „RoWing Stones“ og mjög fræg
stjama í pop-heiminum. En það
sannaðist á honum ems og svo
mörgum að hamingjan verður
ekki með peningum keypt. Hann
lenti í ýmiss konar sukki og ólifn
aöi og neytti oft eiturlyfja, (ópí-
um, LSÐ o. fl.).
Brian Jones var mjög umdeild
ur og sögðu margir, að hann
væri tvær ólíkar manngerðir. Aðr
ir álitu að í honum byggju allar
persónur veraidar.
Brian blandaði ekki mjög geði
við aðra meðlimi „Rolling Ston-
es.“ Aftur á móti var hann í tölu
verðum kunningskap við bílstjóra
sinn, Brian Plastanga, sem reyndi
á allan hátt aö hjáipa honum.
Plastanga bjargaði Brian tvívegis
frá sjálfsmorði, sem hann ætlaði
að fremja í eiturlyfjavímu. í
fyrra skiptið ætlaði Brian að
kasta sér út um glugga á hótel
herbergi og seinna varð Thames
fyrir valmu. I báðum tilfellum
tókst bfistjóra hans að ná til
hans.
Tvær stúlkur krefjast nú arfs
eftir Brian Jones, en þær eiga
báðar böm með honum, Það voru
36 milljónir ísl. kr. sem hann
skildi eftir og verða nú lögin að
skera úr um hver skuli njóta.
Önnur bamsmóðir hans er Pat
Andrews, 24 ára gömul. Henni
kynntist Brian fyrir níu árum og
er sonur þeirra nú þriggja ára.
Hin stúlkan er Linda Lawrence,
einnig 24 ára. Brian lét hana hafa
1000 pund í eitt skipti fyrir öll,
en nú þegar von er í stærri bita,
lætur hún aftur til sín heyra.
Þessi frægi pop-söngvari verð-
ur 'að öllur líkindum jarðaður
í Hartfield, en þar keypti hann
eitt sinn land fyrrr tæplega 8,5
milljónir ísl. kr.
Bifreiðaverkstæði
umm
Ljósastillingar
SKEIFAN 5
SÍMI 34362
SUPER 8 FILMA
SUPER
8
CARTRIDGE
ÓDÝRASTA
SUPER 8 litfilman
á markaðinum
MKMgg'öfv 7* /Jl^/t V
Vlörgæs með staurfót
Þessi mörgæs var svo óhepp-
in að detta og fótbrotna. Má hún
því héðan í frá ganga með staur
fót. Þetta er ekki ein af mörgæs
unum sem fyrir stuttu komu í Sæ
dýrasafnið. Þær eru allar við
beztu heilsu, en þeim er vissast
að fara varlega, því að ótrúleg-
ustu atvik geta komið fyrir.
Spáin gildir fyrir föstudaginn
11. júlí.
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl.
Rólegur dagur, sem þú. ættir
að nota til aö ganga frá ýmsu,
sem safnazt hefur saman og orð
ið útundan vegna stærri viö-
fangsefna. Ef þér býðst aðstoö,
skaltu þiggja hana.
Nautið, 21. apríl—21. maí.
Farðu gætilega f viðskiptum við
þá, sem setja alls konar skil-
yrði, eða tefja fyrir með vafn-
ingum. Þá getur reynzt heppi-
legast að setja hnefann í borðiö
og láta hart mæta hörðu.
Tvíburarnir, 22. maí—21. júní.
Þú mátt gera ráð fyrir nokkrum
erfiðleikum á vinnustað, eða
heima fyrir, sem þú þarft að
beita lagni og þolinmæði við
að leysa. Farðu að minnsta kosti
hægt og gætilega að öllu.
Krabbinn, 22. júní—23. júlf.
Gættu þess, aö einhver loforð,
sem þú hefur gefið kunningja
þínum, gleymist ekki. Það
mundi valda honum meiri von-
brigðum en þú reiknar með,
vissra aðstæöna vegna.
Ljóniö, 24. júlí — 23. ágúst.
Eitthvert ferðalag, sem þú hef-
ur í huga, fer aö öllum líkind-
um út um þúfur af óviöráöan-
legum orsökum. Hætt er við að
peningamálin þurfi algerrar end
urskoðunar viö af sömu ástæð-
um.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept.
Ekki er ósennilegt, að þú komist
óvænt að raun um það í dag,
að þú eigir keppinaut, sem ekki
hefur legið á liði sínu að undan
förnu, þótt þú hefðir ekki grun
um neitt þess háttar.
Vogin, 24. sept.—23. okt.
Einhverjar ráðagerðir þínar
mæta mótspymu, og að öllum
líkindum af hálfu þeirra, sem
þú gerðir sízt ráð fyrir. Senni-
lega er bezt fyrir þig aö hafast
ekki að í bili og bíða átekta,
Drekinn, 24. okt.—22. nóv.:
Þaö er ekki ólíklegt að eitthvað
komi harla flatt upp á þig í
dag, og að þér veitist erfitt
fyrst að átta þig á þeim hlutum.
Kannski þarftu að endurskoða
allar áætlanir þínar.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.
Vertu við því búinn, ef þú hef
ur eitthvert ferðalag í hpga, að
verða að taka skjótar ákvarðan
ir í því sambandi, og breyta á-
ætlunum þínum ef með þarf
vegna ófyrirsjáanlegra atburða.
Steingeitin, 22. des til 20. jan.
í dag skaltu láta hendur standa
fram úr ermum, byrja snemma
og linna ekki á fyrr en þeim við
fangsefnum er lokið sem þú átt
við að glíma. Þá kemurðu miklu
í verk.
Vatnsberinn, 21. jan til 15. febr.
Það lítur út fyrir að þú sért f
einhverjum vafa gagnvart nán
um vini, sem þér finnst hafa
komið undarlega fram við þig
að undanförnu. Taktu ekki nein
ar ákvarðanir að svo stöddu.
Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz.
Þér liggur mikið á að vísu, en
flest mundi þó sækjast betur,
ef þú færir þér rólega og athug
aðir þinn gang. Láttu þér í léttu
rúmi liggja, þótt rekið sé á eft
ir þér í bili.