Vísir - 10.07.1969, Side 13
V í SIR . Fimmtudagur 10. júll 1969.
13
LANDSYERZLUN EÐA
FRJÁLS YERZLUN?
Við skulum bara fá hvort tveggja — / stabinn
fyrir verblagskerfið
1
J&faið&iGötti
Þaö er freist&ndi að leiða
hugann að þvi hvað fólk mundi
álfta um jafnöldru hennar
Marion R. Hart hérlendis, sem
tæki upp á þvi að læra að fljúga
og feröast út um heim á eigin
spýtur. Landlæg hnýsni um
gerðir náungans og forvitni inn
allt og alla gerir það að
verkum, að fátt eitt er gert hér,
sem fjöldinn ekki fylgist með
af áhuga með tilheyrandi bolia-
leggingum um sálarástand og
heiibrigði. Slikt hugarfar fjöld-
ans mundi hreinlega koma í
veg fyrir, að svo fullorðin kona
taeki upp á þviliku eins og að
læra að fljúga. Þó islenzk kona
þætti vart heíilbrigð, sem færi
ein í flugferð til útlanda, þá
þykir okkur það hins vegar
hressiiegt og aðdáunarvert í
fari útlendna kerlinga að fást
við slikt tómstundagaman.
Hvemig væri annars ef ein-
hver á milli fimmtugs og sjö-
tugs prófaði hver viðbrögð al-
menningsálitslns yrðu, ef hann
eða hún brygði á leik og lærði
aö fljúga og brygði sér svo í
hnattflug um Ieið og hinum lög-
gilda starfsaldri er lokið. Það
væri óneitanlega bara hressi-
legt.
Þrándur i Götu.
Hinn sí-ungi andi
Margur gestur sækir okkur
heim í sumar. Fólk frá öllum
heimshomum streymir hingað af
ýmsu tiiefni. Sumir koma hér
aðeins við vegna legu landsins
á milli heimsálfa. Þannig kemur
hingað alis konar fólk, sem
fæst vekur athygli sérstaklega.
Þó kemur fyrir að einstaka
persóna af hinum mikla fjölda
vekur verðskuldaöa athygli.
Ekki var til dæmis hægt annað
en dást að henni Marion R.
Hart, 77 ára gamaili bandarískri
konu, sem kom hingað fljúgandi
ein síns liðs í flugvél sinni. Það
er aödáunarverður töggur í
slíkri konu, sem á fullorðins ár-
um bregður sér í þvflíkar ferðir,
sem þeir yngri myndu hugsa sig
tvisvar um áður en þeir legöu
upp í.
Flugkonan sagði blaðamönn-
um, að hún hefði aöeins verið
53 ára, þegar hún tók flugpróf-
iö, enda er hún síöan búín að
ferðast geyslmikið og meöal
annars farið fimm sinnum yfir
Atlantshafið, en auk þess flogið
rrtikið um flestar heimsálfumar.
Þaö má vera mikil lífsorka f
svo fullorðinni konu, sem lætur
sig hafa það að gera það sem
hana langar til, þó það sé ekki
endilega það sem fjöldinn iðkar
á hennar aldri.
^fkoma hvers þjóðfélags er mjög
komin umflr því hvemig tekst
tfl mn skipulag verzlunarmálanna
og hvemig verzlunarstéttin rækir
sitt hlutverk.
Tflgangur verzlunarinnar er tvi-
þættur, að útvega landsmömnum
vörur og veita þjónustu með sem
hagkvæmustum kjörum, og hins
vegar að leita markaða og koma í
sem bezt verð þeim vörum og þeirri
þjónustu sem landsmenn þurfa að
selja úr landi. Vegna mjög ein-
hliða atvinnu er afkoma íslenzka
þjóðfélagsins enn háðari utanlands-
viðskiptum en almennt gerist um
þjóðir.
Það skiptir miklu máli þjóðhags-
lega, hvemig við meðhöndlum fram-
leiðsluvörur okkar og hvemig hag-
að er sölu þeirra á erlendum mark-
aði.
Það skiptir og miklu máli þjóð-
hagslega að verzlunin sé þannig rek
in og þannig búið að henni af hálfu
ríkisvaldsins, að smásöluverzlun
landsmanna sjálfra beinist til ís-
lenzkra verzlunarfyrirtækja. Það
má ekki eiga sér stað, að lands-
menn kaupi stóran hluta neyzlu-
vamings síns í erlendum smásölu-
verzlunum, því að algengt er, að
helmingur af verði því, sem ein-
staklingar greiða í erlendri verzlun,
sé greiösla fyrir þjónustu, húsnæði
og skattgreiðsla til erlendra ríkja
og sveitarfélaga, en aðeins helm-
ingur kaupverösins er heildsölu-
verð.
Dæmi: Ef íslenzkir einstaklingar
kaupa í smásöluverzlunum eriendis
fyrir 300 milljónir króna á ári, þá
leiðir það af sér bein aukagjaldeyr-
isútgjöld fyrir íslenzka þjóðarbúið
um 150 milljónir króna á ári, þ. e.
upphæðin. sem þá fer til útlendu
smásöluverzlunarinnar og í skatta
til erlendra aðila. Ef þetta vöm-
magn væri keypt erlendis I heild-
sölu eða af framleiðendum og dreift
af íslenzkum smásöluverzlunum,
yrði heildargjaldeyrisevðslan líklega
aðeins um 150 milljónir, þ. e. hið
erlenda heildsöluverð eða hið er-
lenda framleiðsluverð. Þessi auka-
gjaldeyriseyðsla, sem hér er talað
um, er „netto“ gjaldeyriseyðsla og
svarar þv£ til útflutnings að krónu-
tölu 300 millj. króna, ef t.d. um
fiskútflutning togara er að ræða,
en þar munu netto gjaldeyristekj-
urnar vera um helmingur af út-
'lutningsupphæðinni.
Það mun láta nærri, að meðal-
verðmæti ársafla togara í dag geti
verið um 30 milljónir króna. Þessi
lítt hugsuðu kaup íslenzkra ein-
staklinga £ erlendum smásöluverzl-
unum mundu því éta upp allt aö
þv£ helmingi af allri netto gjald-
eyrisöflun togaraflotans. Finnst ykk
ur það þýðingarlitið atriði? Allt
þetta gerist vegna lélegrar verzlun-
arþjónustu, sem leiðir fyrst og
fremst af römgum aðbúnaði verzl-
unarinnar, og af skilningsleysi al-
mennings á þvf, hve þýðingarmikið
er að verzla f eigin búðum i stað
þess að verzla við útlenda smá-
sala. Þetta litla atriði sýnir bezt,
hvað það er mikið atriði fvrir þjóð-
ina, að verzlun sé það góð, gefi það
aóða þjónustu, að landsfnenn sjálf-
ir verzli hér heima i stað þess að
verzla erlendis.
Ylfinningarlegt gilíK
verzlunarinnar
List í daglegu lffi
Verzlunin hefur ekki aðeins þjóð-
hagslega þýðmgu, heldur hefur hún
og mikla menningarlega þýðingu,
t. d. tel ég það mikinn menningar-
auka að verzlanir séu snyrtilegar,
fallegar, skreyttar listaverkum og
búnar alls kyns þægindum. Miklum
tíma einstaklingsins er eytt f verzl-
unum og þjónustufyrirtækjum og
finnst mér þvf þýðingarmeira að
hafa fallega, menningarlega verzlun
en ótal listasöfn, sem aðems fá-
mennur hópur sækir nokkur skipti
á ári hverju. Fáguð og Tipur fram-
koma afgreiðslufólks er ekki sfður
menningaratriði og sýnishom um
líðan og framfarir fólksrns í land-
inu en leikhús og rfkisstyrkt hljóm-
sveitastarfsemi, að þessum aðflum
ólöstuðmn.
Einn sterkasti þáttur þjóðarupp-
byggmgarinnar er góð og vel rekin
innlend verzlim.
Hvernig er verzlunar-
þjónustan í dag?
Þeir sem stóðu fremst f sjálf-
stæðisbaráttu lslands, t. d. Skúli
fógeti, Jón Sigurðsson og Hannes
Hafstein, skildu þýðingu verzlun-
arinnar. Sjálfstæðisbarátta okkar
beindist fyrst og fremst að því, að
við fengjum verzlunina í eigin hend
ur. „Frjáls þjóð með verzlun eigin
búða“. Það hefur oft skort mjög á,
að almenningur og jafnvel ríkis-
valdið geri sér grein fyrir þýðingu
verzlunarinnar. Þegar þrengt hefur
að þjóðarbúskapnum, hefur verið
reynt að veita sem mestu af vand-
ræðunum yfir á herðar verzlunar-
stéttarinnar, með þeim afleiðingum,
að verzlunin er nú f algjðru kalda
koli, er t. d. ekki almenn verzlun-
arþjónusta lélegri í dag í Reykjavík
en hún var 1927? Verðlagsákvæði
virðast hafa verið lausn hins ís-
lenzka rfkisvalds á flestum fjár-
hagsvandamálum. Víðar en á Islandi
hefur verið gripið til verðlags-
ákvæða, þegar sérstök þjóðhags-
vandamál hefur borið að höndum,
en þá oftast til skamms tíma og f
því formi að revnt hefur verið að
tryggja neytendum nauðsynjar á
sem lægstu verði, án þessi að
skerða tekjur verzlunar úr hófi
fram. Þaö verður að telja hið rétta
sjónarmið ' verðlagsmálum — að
vemda neytendur — gæta hags-
muna þeirra.
Hitt — að beita verðlagsákvæð-
um f þeim tilgangi fyrst og fremst
að koma f veg fyrir ágóða kaup-
sýslumanna, jafnvel þó að ekki sé
verið að vernda neina nauðsyniega
neytendahagsmuni, virðist alls 6-
eðlilegt og úreft.
Verðlagsákvæði hafa verið sett
af handahófi og oft virðist, að
ekki sé verið að vemda neytend-
uma, heldur að refsa kaupmannin-
um. T. d. eru verðlagsákvæði á
skrautvamingi, silfurvörn o. s. frv.,
en nauðsynjar eins og tannviðgerð-
ir, gervitennur og gleraugu undan-
þegin ákvæðum. Hvi þá? Jú, það em
ekki almennir kaupmenn, sem selja
þessar vörur — þess vegna engin
ástæða til verðlagsákvæða — vemd
un almennings er aukaatriði.
Verðlagsákvæði —
glötun sjálfstæðis
Mín skoðun er sú, að um aldirnar
hafi stjórnvöld á lslandi beitt 6-
heillaáhrifum óhugsaðra handahófs
verðlagsákvæða, og það að við töp-
uðum sjálfstæðinu á Sturlungaöld,
virðist fyrst og fremst hafa verið
afleiðing verðlagsákvæða þess tíma
og tímabilsms á undan. Þá urðu
kaupmenn svo fátækir, að þeir
höfðu ekki efni á að endumýja
skipakost sinn — þess vegna sækj-
um við á náðir Noregskonungs. —
Aðalatriði Gamla sáttmála: afsöl-
um frelsi en áskiljum okkur sigl-
ingu og verzlun. Er sagan ekki að
endurtaka sig? Hvar er fjármagn
útgerðarmanna og kaupmanna, sem
nauðsynlegt er til þess að fjárvæða
verzlun og skipakaup nú? Hvar eru
peningar til togarakaupa og eigið
fé til flugvélakaupa? Ef fjármagnið
vantar. hvað er þá orðið um sjálf-
stæðið?
Eðlileg skipun verzlunar
og verðlagsmála
Ríkisverzlun
Ég er þeirrar skoðunar, að sam-
keppni, frjáls verzlun, sé bezta
verðlagseftirKtið. Þetta er þó ekki
einhlítt. Sérstaklega getur þetta ver
ið mjög varhugavert, þar sem eru
mjög fáar verzlanir sömu tegundar,
eða jafnvel ein. Á íslandi má þvf
setja fram það sjónarmið, að vegna
einhæfðra og fárra verzlana komi
til greina að gera sérstakar ráð-
stafanir, sem ekki eru nauðsvnlegar
í stærri löndum. Það var þó enn
meiri ástæöa til þessa meöan sam-
göngur voru verri og margir lands-
menn ofurseldir einnj verzlun eða
tveim. Með bættum samgöngum
eiga menn almennt aðgang að fleiri
verzlunum en áður var. Það má
segja að kaupfélöigin séu frjáls og
opin samtök fólksins og megi þvf
treysta þeim til að gæta hagsmuna
almennings í verðlagsmálum á full-
nægjandi hátt. Ég tel, að með stofn-
un kaupfélaganna hafi veriö stigið
mjög mikilvægt sp>or f átt til bætts
verzlunarástands í landinu. Því tel
ég rétt, að kaupfélög og kaupmanna
verzlanir séu reknar hlið við hlið
með hliðstæða rekstursaðstöðu og
sömu skattaaðstöðu. En vegna
fólksfæðarinnar er samt ekki víst
að þessi samkeppni sé nóg til að
tryggja hagkvæma og eðlilega verð-
myndun, t. d. f héruöum þar sem
aðeins eru- ein eða tvær verzlanir,
hvort sem eru kaupmannsverzlanir
eða kaupfélög.
Sumir hópar manna, til dæm-
is sósíalistaflokkarnir, svo og
sumir hagsmunagæzlumenn verka-
lýðshreyfingarinnar, telja, að ríkis-
rekstur á verzluninni sé eina ör-
ugga lausnin á hagsmunaverndun
almennings f verzlunarmálum. Tel
ég eðlilegt að beita Innkaupastofn-
un ríkisins meir en verið hefur, í
þeim tilgangi að halda niöri vöru-
verði. T. d. með því að hlutast til
um innflutning á eða skipuleggja
framleiðslu á vissum nauðsynjum,
sem eru mjög þýðingarmiklar í und-
irstöðukostnaði heimila, og hafa
þannig meö verðlagi sínu stór áhrif
á vísitölu og verðmyndun. Þá kem-
ur til álita að athuga „utility" að-
ferð Breta eins og hún var eftir
stríðið, þ. e. gera ráðstafanir með
skattaívilnunum og á annan hátt,
til þess að verzlanir hefðu vissar
nauðsynjar, vissar tegundir og
gæðaflokka á ótrúlega lágu verði.
Þá kæmi til greina, eins og mér
skilst, að sé í vissum Austur-Evr-
ópulöndum, að almenningur eigi
Rost á nauðsynjum, t. d. matfrör-
um, sem væru sérstaklega pakkað-
ar og seldar mjög ódýrt, en allt
þetta væri miðað við að tryggja
fólki brýnustu nauðsynjar á sem
lægstu verði og á sem hagkvæm-
astan hátt, en allar aðrar vörur
væru frjálsar. Þannig væru nauð-
þurftir á miklu lægra verði en nú
er, en síðar gætu menn fengið allt
annað á frjálsum markaði og væru
sjálfráðir um álagningu og verzlun-
arform, svo og hvernig þeir verðu
fjármunum sínum, og allt gert til
að auka vöruframboð og úrval í
landinu og væri sá þáttur fyrst og
fremst f höndum almennra verzl-
ana, og auk þess væri þeim gert
mögulegt að keppa við Innkaupa-
stofnunina um útvegun nauðþurft-
anna, og verkuðu þannig sem æski-
legt aðhald að beirri stofnun, en
hún tryggði aftur, að ætíð væru á
boöstólum umræddar nauðþurftir
á þann hátt og í því formi, sem
talið yrði heillavænlegast, t. d.
kæmi til greina, að flestum smá-
söluverzlunum, eða öllum, væri
gert að selja umræddar vörur eftir
nánar ákveðnum reglum. Þá tel ég
og rétt, svo öillu réttlæti sé full-
nægt, að stofnuð yrði Landsverzlun
— smásöluverzlun —, rekin af rík-
isstjórninni f samkeppni við kaup-
menn og kaupfélög.
Þessi verzlun hefði fyrst og
fremst eina stóra verzlun í Reykja-
vfk og eina á Akureyri, sem seldu
þær vörur, er stjómendur verzlun-
arinnar teldu sérstaklega ástæðu til
að halda niðri verði á, og svo auð-
vitað aðrar vörur, sem þeir teldu
hagkvæmt að selja vegna rekstrar-
afkomunnar. Þessi verzlun fengi
ríflegt rekstursfé, en yrði að borga
skatta og önnur gjöld á hliðstæðan
hátt og önnur fyrirtæki. Hún yrði
að borga bankavexti af öllu rekst
ursfé sínu Einnig er eðlilegt að þessi
verzlun yrði að haga rekstri sfn-
um þannig, að hún skilaði eðlileg-
um nettoágóða, þ. e. eins og talið
er eðlilegt í nágrannalöndum. Að
mínu áliti gæti þetta verzlunarform
komið í stað núverandi verðlags-
eftirlits.
Ég teldi eðlilegt, að verkalýðs-
hrevfingin ætti stóran hlut í stjórn
þessa fyrirtækis. Þá ætti það að
vera tengt Innkaupastofnun ríkis-
ins.
Með þessu móti yrði takmörkun
á verzlunarfrelsi kaupmanna og
kaupfélaga óþörf eða eins lftil og
núverandi neyðarástand þjóðfélags-
ins leyfir. Á þennan hátt kæmi og
í Ijós, hvort sósfalistar hafa rétt
fyrir sér, að verzlun rekin af rík-
inu eigi meiri rétt á sér, væri hag-
kvæmari í rekstri en einkaverzlan-
ir. Eða hitt, sem kaupmenn halda
fram, að slfk verzlun væri ekki
samkeppnisfær.
Þetta virðist sanngjörn lausn, sem
tryggði raunhæft, lágt verð á mark-
aðinum, myndaði þannig gmndvöll
f baráttu við dýrtfðina og drægi
þannig úr þörf síhækkandi kaup-
gjalds, stuðlað þannig að traustum
fjárhagsgrundvelli þjóðfélagsins.
Núverandi ástand er óviöunandi
og stofnar fjárhagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar í voða.
Að lokum vil ég endurtaka þá
viðvörun núna, að við eigum ekki
að láta söguna frá Sturlungaöld
endurtaka sig. Við eigum ekki að
beita fráleitum verðlagsákvæðum,
sem gera kaupmönnum og ýmsum
öðrum þjónustumönnum þjóðarinn-
ar ókleift að rækja starf sitt með
árangri. Slíkt stefnir ekki til þjóö-
arheillar, heldur í beinan voða.
Ragnar Þóröarson.
Útboð — Málun
Tilboð óskast í utanhúsmálun á fjölbýlishús-
inu Fellsmúla 6. Tilboð er tilgreini efni og
vinnu sendist fyrir 15. þ. m. Níelsi Gíslasyni
Fellsmúla 6, en hann veitir jafnframt allar
uppl. um verkið.
3
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
ú
' |.ti