Vísir - 11.07.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1969, Blaðsíða 8
 8 VÍSIR . Föstudagur 11. júlí 1969. 0 VISIR Otgetandi: ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjöri Sveinn R. Eyjölfsson Ritstjöri: Jónas Kristta>-ssoD Aflstoöarritstjöri: Axel Thorsteinson Fréttast/óri: Jón Birgir Pétursson RitstjómarfuIJtrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiflsla: Aflaistræti 8. Stmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands t lausasöiu kr. 10.00 eintakifl “rentsmiðia Visis — Edda hi. Fyllum I fræðslueyðurnar Margt gott hefur veriö gert í fræðslumálum okkar á undanförnum árum og enn fleiri breytingar eru að gerast einmitt um þessar mundir. En umbætumar hafa yfirleitt verið gerðar á einstökum, afmörkuðum sviðum. Og nú er orðið tímabært að leggja kapp á að fylla í eyðurnar, sem eru allt of margar. í sumum greinum vantar að miklu eða öllu leyti ýmis stig menntunar, einkum millistigin. Við mennt- um mjög mikið af sérfræðingum í læknisfræði og hjúkrunarkonum, en sáralítið af fólki á ýmsum milli- stigum heilbrigðismálanna. Við menntum of lítið af heimilislæknum og héraðslæknum og við menntum allt of lítið af sérfróðu aðstoðarfólki á sjúkrahúsum og heilsuverndarstöðvum. Kraftar læknanna nýtast ekki nógu vel, af því að þeir hafa ekki aðstoðarfólkið. Svona er þetta í fleiri greinum. Við menntum mik- ið af byggingaverkfræðingum og byggingariðnaðar- mönnum, en lítið af tæknifræðingum. Við höfum eign- azt álitlegan hóp hálærðra vísindamanna, en sáralítið af sérlærðu rannsóknafólki. Fyrir bragðið ganga margar rannsóknir allt of hægt og eru allt of dýrar. En það er ekki aðeins, að ýmis stig vanti í greinar, sem að öðru leyti eru vel settar, heldur vantar okkur alveg ýmsar greinar í fræðslukerfið. Okkur vantar te. d. meira af námsbrautum, sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Um það má nefna mörg dæmi, t. d. efnafræðina. Ljóst er, að framtíð íslendinga sem mat- vælaframleiðsluþjóðar byggist að töluverðu leyti á þekkingu á efnafræði. Og sömuleiðis byggist sókn okkar út í efnaiðnað og stóriðju á slíkri þekkingu. Við þurfum að mennta sæg af efnafræðingum og efnaverkfræðingum í Háskólanum. Og okkur skortir einnig tæknimenntað fólk í efnafræði og menntaða efnaiðnaðarmenn. Segja má, að þetta mikilvæga svið vanti alveg í íslenzka skólakerfið. Og götin eru fleiri. Okkur vantar kennslu í stjórn- un og fjármálum, allt frá kennslu í reikningshaldi og fjármálum heimila upp í hámenntun fyrir forstjóra. Það er einmitt vegna slíkrar menntunar, að Banda- ríkjamenn eru að kveða Evrópumenn í kútinn í rekstri fyrirtækja. Af þessu eigum við að læra og byrja að ala upp stjórnunarfræðinga fyrir allar greinar at- vinnulífsins og stjómkerfisins. Einnig vantar okkur félagsvísindamenn til þess að rannsaka íslenzka þjóðfélagið og hjálpa þjóðinni til að átta sig betur á eðli og stöðu sjálfrar sín. Og síð- ast en ekki sízt vantar hinn borgaralega þátt í skóla- kerfið að mestu leyti, — menntun, sem gerir uppvax- andi íslendinga að víðsýnum og nýtum borgurum, er geti haldið hér uppi menningarþjóðfélagi í framtíðinni. í leiðara Vísis í gær kom fram tillaga um, hvernig mætti fara að því að koma öllum þessum nauðsynlegu öreytingum fram á mjög skömmum tíma. Og þetta verður að ná fram að ganga, ef íslendingar vilja verða ofan á í lífsbaráttu og menningarbaráttu þjóðanna. Oandaríkjamaður einn lagði nýlega upp í langa ferð „Suður um höfin“ eða eins og það er orðað „South of the bord er, down Mexico way.“ En hann fór ekki til að leggjast niöur í leti sinni í pálmalundum, eða baða sig í suðrænu sólskini á baðströndunum. Þetta var eng- in skemmtiferð. Á fáeinum dögum ætlaði hann að feröast um alla Mið- og Suður-Ameríku í alvarlegum erindum. Fyrsti viðkomustaðurinn var Mexfkó-borg. En til að búa í hag inn fyrir bandaríska feröamann- inn höfðu yfirvöld þar í landi safnað miklu vopnuöu liði lög- reglu og hers, sem stóð viðbúið í flestum borgarhverfum. Þá var fjöldi róttækra forsprakka til vonar og vara handtekinn fyrir Nelson Rockefeller heimsótti Suður-Ameríku. Eins og fellibylur um fram og vakandi auga haft á hópum óróasamra stúdenta. Yf irvöldin 1 Mexíkó hafa allmikla reynslu í að meöhöndla slíka flokka síðan í Olympíu-róstun- um miklu og tókst þeim nú eins og stundum áður með miskunn- arlausri hörku og hótunum að leggja slíkt vopnað farg á höf- uðborgina, að ekki kom til neinna óláta og hinn virðulegi gestur og forseti Mexíkó gátu skipzt á hástemmdum yfirlýs- ingum um frelsi og framfarir. En varla sá þó í þá bak við múra úr stálhjáimum og byssu- stingjum. Þó var enn erfiðara aö koma auga á gestinn inni í hermanna- þvögunni á næsta viðkomustað, Guatemala. Þar glamraði i stál brynjum allt í kringum hann og þó þótti vissara til öryggis að stytta dvölina þar niður í fimm klukkustundir. Þannig færðist gesturinn smámsaman niður eft ir dvergríkjabandi Mið-Ame- ríku og fór spennan vaxandi með hverjum degi og ekki var löggæzluliöið alls staöar jafn duglegt, ekki því hlutverki sínu „vaxið“ ef svo má að oröi kveða aö binda allt i heijargreipar, róstur tóku að brjótast út hér og hvar og reyndist erfitt aö hafa hemil á ólátagjörnum stúdentum. Og þá gerðist það í smáríkinu Honduras, að skot lögreglumanns varð stúdent ein um að bana. Var sagt opinber- lega að þetta hefði oröið fyrir óhapp, lögreglumaðurinn hefði hrasað og skotið við það óvart hrotið úr byssunni. Ekki tóku allir slfkt yfirklór þó trúanlegt, og æstust menn nú um allan helming. Brutust út tveggja klukkustunda stanzlausar götu- róstur í höfuöborg Iandsins Tegucigalpa, þar sem æstur múgur manns og lögreglulið háðu örvæntingarfull slagsmál hingað og þangað út um stræti þessarar gömlu fjallaborgar og allt var brotið og bramlaö. Þrátt fyrir það vogaöi gesturinn að koma út á götuna og ræöa við fólkið. l^annig færðist hann suður á bóginn og spennan og æs- ingin fór sívaxandi. Og fyrst keyrði þó úr hömlu, þegar kom ið var suður á hið eiginlega meginland Suður-Ameríku. í hinu stóra ríki Kolumbfu var allt í uppnámi og kom til stór- felldra átaka bæöi á flugvell- inum og á götum höfuðborgar- innar Bogota. Þar var einn drep inn og 200 særðust. Enn var einn drepinn þegar kom til Ekvador. Þar fóru mótmæla- hópar um stræti og sprengjutil- ræði voru framin. Bandaríska bókasafnið var sprengt upp, að því sagt er í tíunda skiptið á tíu árum og eldar Iagðir í skrif- stofur bandarískra fyrirtækja. Nú leizt stjóm nágrannarílw- isins Perú ekki meir en svo á blikuna, að hún óskaði ekki eft- ir aö gesturinn kæmi í heimsókn til sín. Heimsóknin til Bólivfu sem átti að standa rúman sólar hring styttist af öryggisástæð- um niður í 3 klst. og var ekki talið þorandi að hinn virðulegi útlendi gestur færi af flugvell- inum, þar sem hópur 3000 mót mælenda og róstuseggja þrammaði um stræti höfuðborg- arinnar La Paz og hafði hana svo að segja á valdi sínn. Var nú þessi ferð oröin svo ægiblandin, að það var engu lík ara en að fellibylur færi um löndin með brotnum rúðum og særðu fólki liggjandi í hrönn- um um öll stræti. Tvö stór ríki til viðbótar Venezuela og Chile tilkynntu að þau óskuöu ekki slíkrar heimsóknar. Ekki lét ferðalangurinn sér þó enn segj ast heldur hélt hann nokkru síðar áfram för sinni meðal ann ars til Brazilíu og Argentínu og segja má að í þessu síðast nefnda og syðsta ríki álfunn- ar næði ólgan hámarki svo að jr-'nvel kom upp ótti um að bylting brytist þar út, en þar voru meðal annars framin póli- tísk morð, þar sem einn af verkalýðsforingjum landsins var skotinn til bana. Tjannig var ferill Nelsons Rockefellers um Suður- Ameríku svo að honum hefur verið líkt viö eyðandi fellibyl. Heimsóknir hans espuðu upp þau öfl sem af ýmsum eölileg- um orsökum hafa myndazt í þessum Iöndum vegna áratuga efnahagslegrar kúgunar, sem Bandarörin hafa reyrt þessar ná grannaþjóflir sínar f. Og því má segja að gesturinn Nelson Rockefeller og nafn hans hafi átt sérstakan þátt 1 að æsa upp gremju og hatur að þessi ætt Rockefellamir hafa átt sinn stóra þátt í því arðráni sem tíðkazt hefur í Suður-Ame- ríku. Rockefellamir meö sinu fræga nafni em orðnir eins konar samheiti fyrir hið banda ríska kúgunarvald. Það vildi nú einmitt svo tH, að ríkið Perú á 1 harkalegum deilum við bandarísku stjómina vegna eign amáms á olíulindum sem Stand ard Oil hefur unnið f áratugL Það sem aðallega veldur ósætt inu er að Perúmenn vilja tíckert borga fyrir þær eignir sem þerr hafa tekið, þeir halda því þlá- kalt fram, að Standard Oil sé búið að græða svo mikið á þess um olíulindum og mergsjúga landið, að þeir eigi ekkert skfl- ið meira, þvert á móti skuldi þeir perúsku þjóðinni mflljóna upphæðir fyrir ólöglegar aðgerð ir og arðrán. En það þarf víst varla að taka það fram að Rockefeller-ættin á bróðurpart inn f Standard Oil. Sama hatur á þessari ætt birt ist suður í Argentínu, þar sem f jöldi risaverzlana f eigu Rocke felleranna var lagður skipulega í rúst með dínamítsprengjum. Þannig kom það sérstaklega i ljós í þessu ferðalagi, að hatriö á Rockefeller-ættinni er út- breitt og almennt í Suður-Ame- ríku. Hún er talin tákn erkikúg- aranna, og blóðsuganna sem halda hinum suðrænu þjóðum í fátækt og ánauð. 170 sé litið á málið frá hinni ^ hliðinni, þá er það undar- legt, að heima í Bandaríkjun- um er Nelson Rockefeller álit- inn í hópi hinna frjálslyndustu og sanngjömustu stjómmála- manna, svo að ýmsum íhalds sömum auðjöfrum er ákaflega í nöp við hann fyrir frjálslynd ar skoðanir, finnst hann jafnvel nálgast það að vera eldrauður kommúnisti. Og það vill nú svo til, að Rockefeller þessi hefur um langt skeið haft áhuga á málefnum Suður-Ameriku og Fi » b 1 1 • J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.