Vísir - 06.09.1969, Side 7

Vísir - 06.09.1969, Side 7
t * r r ? r » r f r • « * * V 1 S I R . Laugardagur 6. september 1969. Odr EINMANA í FJÖLDANUM Og kona--------kom í mann- þyrpingunni að baki honum 3g snart yfirhöfr. hans . . Mark. 5. 27. \ okkar tímum hverfur ein- staklingurinn meir og meir í fjöldann. — Einangrast þar. í>éttbýlió, hraðinn og þys- inn, vélvæðing nútímans og at- vinnuhættir, félagshreyfingar og kerfisbinding flestra hluta — alltr þetta og ýmislegt fleira hjálpast að. — Og maöurinn hverfur i múginn. Mannhafið byrgir honum sýn og hylúr þá lika sjálfan hann og vandamál hans, svo að aðrir gefa þeim ekki gaum. Af þessu öllu leiðir, að lík- lega er meira af fólki nú en nokkru sinni fyrr, sem er ein- mana, án stuðnings og hjálpar með vanda, sem við er að glíma. Ráðvilltir einstakiingar, sem vita ekki hvert þá ber : straumi fjöld ans. Víst er svo, að samhjálpin í nútíma þjóðfélagi er góð og þarf leg um margt, ef eitthvað bját ar á — einstöku sinnum m.a.s. skipulögð af nokkrum skilningi. Auðvitað er á það lágt kapp, að sem flestir njóti samfélagsgæð- anna, — en það e' hóphjáip — ópersónuleg. í öllu þessu verð- ur rnanneskjan svo ein, hverfur í fjöldann og finnur alltof sjald an þá persónulegu nærgætni og skilning, sem hverr manneskju er þörf. Á hinn bóginn er hópmennsk- an einatt heritug til aó flýja sjálf an sig eða dyljast um stund. Því að þar er aidrei snert viö kjarn anum, kvikunni. Hver þekkir ekki tómleikakenndina eftir glaum kvöldsins eðe glaða næt- urvöku? Hver hefur ekki revnt það að sogast með í hringióu Kirkjur SuÓurnesja Keflavíkurkirkja Stærsti helgidómurinn fyrir sunnan Hafnarfjörö er Keflavíkurkirkja, þótt eðlilega sé hún nú oröin nokkuð iítil fyrir þennan 5500 manna höfuóstaö Suöurnesja. Þegar hún var byggð, árið 1914 voru ca 300 manns í Keflavík. — Kirkjan var vígð 14. febrúar 1915 aö viö- stöddu miklu fjölmenni. Þá var Keflavík annexía frá Útskálum, þar sem sr. Kristinn Daníelsson va, þá sókn arprestur. í ræðu sinni minntist hann þess áhuga og ör- iætis, sem söfnuðurinn sýndi við kirkjubygginguna, sem bar vott um mikla ræktarsemi við heilagt hús — „En“, segir Kristinn, „er þaö samt önnur rækt sem mér er aðal lega í huga, sú að þér sýniö því ást og lotningu yðar með kostgæfilegr hagnýtingu þess, sem eina og óhjá- kvæmilega rækt, til að láta það ná sjálfum tilgangi sín- um, aö vera Guöi til lofs og dýröar, ekk> til einnar saman prýöi, sem það vissulega er á þessum stað, held- ur sem tákn þess aö Guð er lofaðuf .-g vegsamaður fyr- ir allt hjálpræði hans í Jesú Kristi.“ Árið 1967 var kirkjan stækkuð og h'aut gagngerða endurbót. Hún tekur um 300 manns í sæt og er hiö viðkunnanlegasta hús bæöi utan og innan Hún var endurvígð á pálmasunnudag 1967. líöandi stundar — og gleyma, gleyma sjálfum sér, veruleikan um, morgundeginum. — Og hrökkva svo upp löngu síðar — aleinn. Gleðisamkomur og hópsamfé- lag er mannlegu eöli nauðsyn og á vissulega rétt á sér. En það er ekki þar ri.eð læknisdómur né lausn á neinum lifsvanda. Lífinu lifum við sem einstaklingar bak við öll glysfögur tjöid. Og þar, erum við ein með vandann eftir sem áður. fslenzkir bændur í afskekktum sveitum þekktu einangrun. — Langt var að næsta bvggða bóli. Á dimmum vetrardögum settist einmanaieikinn að. Vandinn var margur, áhyggjuefnin'fjöldi. En væri langt ti! grannans, var þar þó giarnan vinum að mæta. sem bjuggu við sömu kiör og svipuð vandamál og skildu, hvar skórinn kreppti. En hafirðu revnt, hvernig er að standa einmana á stræti stór borgar, þá sérðu muninn. Mann- fjöldinn hraðar sér leiðar sinnar án þess að vita neitt um þig og þín vandamál. Þú ert einn. — Aldrei eins einmana og einmitt í mannhafinu. Og ka-nnski áttu þá reynslu að vita engin deili á manninum eða konunni, sem hafa árum samán verið nágrannar þínir. Og þau þekkia þig ekki heldur né láta sig skipta vandamál lifs þíns. Jafnvel innan vegvi'i heimilisins fær lífið eitthvað af þessum svip, sem nefna mætti einangrun nútímans. Fjölskyldan, vinir þín ir eru hjá þér, þú ert ekki einn Þið hjálpizt bó að. En hver þekk ir samt bað, sem býr innst í brjósti þér? Hver veit um þann vanda serr. eingöngu er þinn? Þekkia foreldrar hug barna sinna? Skilja börnin vanda for eldra sinna? Hver þekkir þig frá rótum eins og þú ert í raun og veru? Þú þekkir þig naumast sjálfur. — Og þó svo væri, að einhver þekkti vanda sálar þinn ar — mundi hann samt megna að liðsinna þér eða þú honum, ef eins stæði á? Þessar hugsanir minna. á, að lífið er meira en likaminn, mann eskjan annað en útlitið eða ævi- starfið. Þörf mannlegrar veru önnur og æðri en matur og föt og hús og bfll að viðbættum ein- hverjum stað til að fela sjálfan sig og vandamál sitt í mannfjöld anum. Konan í mannfjöldanum minn ir okkur ljóslega á þessi vanda mál. Það sem gerðist var í aug um allra ofur hversdagslegur hlutur. .Einungis" miðaldra kona, sem hafði verið lasin ár- um saman. — Þess háttar hevr- um við um á hverium degi. .Tá. daglegt brauö, en samt sem áður fylaii því hvidvpi haráttu, sorg ar og einmanakenndar Hún var orðin þreytt á að ieita til lækn- anna Ef t:l viil þreytt á lifinu. Þegar hún levndist á fund Jesú í mannhafi.iu, var hann siálfur á leiðinni tii að sinna öðru neyö arkalli. Það var faðir sem leit- aði dauðvona barni sínu læknina ar. Bara lítil stúika, sem dó“ segjum við. Þannig er það En foreldrarnir eru einir með sorg sína. brátt fvrir mannhafið Allt verður fánýtt hjá þessu eina. Barniö mitt er dáiö! Þið i manngrúanum, getið hrópað og verið áhyggjulaus. — Hvað vitið þið um sorgina? — Hvað vitið þiö um vanheilsuna og veikleikann? Hverju máli skipta fjöldann áföli, sjúkleiki eða svndir einnar mannsævi? vað vitið þið, hvernig er að vera aleinn og hjálparvana með lífs- ins þungu byröi? Nei, þetta vitum við víst ekki alltaf alltof vel. Grunar það ef til vill — og óttumst það. Við forðumst að vera ein í lengstu lög — flýjum á náðir fjdöldans. Því ekkert óttast nútímamaður- inn eins og einveru og þögn. En önnur hlið er lika til á því máli: Þú kynnist aldrei sjálf um þér fyrr en þú þorir að vera einn. Og enn fremur: Einhvern tíma þurfum við ötl að vera ein Ef ekki fyrr, þá á dauða- stundinni. Því að vinurinn hverf ur á braut og þú ert eftir skil- inn með vanda lífsins. Eða það ert þú, sem ferð, — aleinn. Eng- inn fyigir þér af þeim, er næst þér stóðu. Enskur prestur sat við dánar beð vinar síns, sem var eng- inn trúmaður, „Talaðu ekki við mig um trúmál, þú veizt, að þaö hefur ekkert gildi í mínum aug um“, sagði hinn deyjandi mað- ur. — ,,En mig langar að þakka þér vináttu og samúð“. — En presturinn sagði: Viltu gera eina bón mína. Ég á að prédika i kvöld. Það verður margt fólk. Fólk með ótal vandamál, fá- tækt, sjúkt sorgmætt og sið- feröiiega veilt. Fólk sem deyr innan skamms. Segðu mér nú, hvað á ég að tala um við þetta fólk? Og dauðvona „trúleysing- inn“ sagði með tárin [ augun- um: „Talaðu um Krist, Ég biö þig — talaðu við þau um'Krist!“ Konan í rpannfjöldanum hlaut böt meina sinna við að nálgast Drottin. Margir hafa þegið Ijf sitt að gjöf á líkan hátt úr hendi hans. — Og ég minni þig ekki á það. af því að ég haldi að vandamálin þín hverfi eöa þú losnir við að horfast f augu við þau. Kristin trú leysir ekki heldur fyrir okkur gátu lífs og dauða. En eitt skaltu vita: Kon- an sjúka, hikandi og hrædd i afskiptalausum mannfjölda, hún nálgaðist Drottin, komst f snert ingu við hann og hlaut hjálp. „Trú þín hefur gert þig heila“. var við hana sagt. Trú þín — það samband þitt við sjálfan Guð. Hafi það samband komizt á, þó ekki sé annaö en ein hik- andi snerting og ákall af þinni hálfu, þá máttu vera þess viss. að þú ert ekki lengur einn með vanda þinn, Þau dæmi gerast og eiga sér fyrirheit enn í dag. að þeir sem einmana eru. leita frelsarans. Hinir hriáðu. svndugu og siúku, hvort sem er á einverustund- unum. f " ndi mannhafinu — eða iafnvel í dauðanum siáifum. Og beim mætir útrétt hiálp arhönd, sem leiðir þá Vissan um mátt sem reisir þá. Vissan um að við hlið þeirra er stað- ið. Þú ert aldrei einn. Jesús Kristur hefur rélt þér hönd sfna. Frelsari er liann — og hann fvlgir bér leiðina á enda. Þú ert aldre' einn. Sr. Lárus Halldórsson, sem ritar hugvekju Kirkjusíðunnar i dag, er kunnastur sem ferða- prestur þjóðkirkjunnar en þeim starfa aegndi hann um langt skeið o þjónaði þá víöa presta- köllum bæði norðaniands og sunnan þegar prestar voru for- fallaðir eða höfðu orlof frá starfi. Sr. Lárus varð kandidat i guðfræði vorið 1945 og um haustið var honum veitt Flaley á Breiðafiröi þar sem hann var prestur rúman áratug. Síöustu árin hefur sr. Lárus verið kenn- ari i Kópavogi en hefur jafn- framt unniö mikið að kirkiu- og kristindómsmálum t. d. við sum arbúðir þjóðkirkjunnar, Elliheim ilið Grund í Reykiavik o. v. Nú sér hann um útvarpsþáttinn: Þjóðkirkjan að starfi. Kona sr. Lárusar er Þórdís Nanna Nikulásdóttir bónda í Króktúni í Hvolhreppi. Frækorn Að öðru leyti bræðv. verið glaöir. Verið fullkomnir, áminn- ið hver annan. verið samhuga, verið friösamir, þá mun Guð kærleikans og friöarins vera með vður (2. Kor. 13. 11.) Gömul kona handleikur Pass- íusálmana sína, lúöa bók og slitna og segir: „Hér er að finna fjársjóð í hverri linu. Ég hef alltaf fundið styrk og kraft í trúnni á góöan Guð, trúin hefur boriö mig á- fram gegnum allt mitt lif, trúin hefur hjálpað mér i sorg nrinni. Lífið væri einskis virði án trúar, en ég hef svo óendanlega mikið að þakka.“ Ásgeir á Þingeyrum var 13 ár aó reisa steinkirkjuna sína og sál hans var hálf eóa meir i því húsi. Af honum er sögð sú saga, að þegar landskjálfta geröi allsnarpan um það er kirkjan var langt kornin eða fullger, þá hafði Ásgeir setið allan daginn úti i kirkju. Vildi veróa undir, ef hryndi. Treysti sér eigi að hafa efni til að reisa að nýju. Út hallar ævi niinni örskammt er grafar til. Ég fel mig forsjón þinni, faðir, sem hingaö til. Öldruöum líkn mér’ Ijáðu þú leiddir ungan mig að götu minni gáðu, guö, svo ég finni þig. (P. Melsteð). Sr. Eiríki Hallssyni presti 1 Höfða i Höfðahverfi varð fóta- skortur eitthvert sinn er hann var aö stíga á hestbak. Hann kvað: Finn ég að lekur förlast kraftur fjör og orka lina þó vil ég ekki yugjast aftur fyrir alla veröldina.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.