Vísir - 06.09.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 06.09.1969, Blaðsíða 8
4 Otgetandi KevKiaprent ti.l Fratnkvæmdastjór’ Svmnr R Eyjólísson Ritstjóri Jonas Knstjanssor Aðstoóarntsrjón Axel Fhorsteinson Fréttastjón lón 8tr.it Pétursson Ritstjórnartulltrúi Valdunai H lohannesson AuglVsingat Aóalstræti S Slmat 15610 11660 og 15090 Afgreiósla Aóaistræti x Sími 11660 Ritstjórn Laugavegi I7R Slnn 11660 (5 línurl Askriftariijald kr 145 00 ' m4nuói tnnanlands f lausasftlu kt 10 00 -•iniakió “rentsiniðja Vísis — Edda h.t Augljósar staðreyndir AHir, sem nokkuð fylgjast með heimsmálunum, vita að átökin þar eru milli tveggja hugmyndakerfa. Ann- ars vegar er lýðræðishugsjónin og það stjórnskipulag sem á henni er byggt, og hins vegar komúnisminn og það stjórnkerfi, sem honum fylgir. Muninn á þessum stjórnkerfum má m.a. marka á því, að allar þjóðir, sem búa við lýðræðisskipulagið, vilja halda því, en þær, sem búa við kommúnisma, eiga enga ósk heitari en að breyta um og taka upp lýðræðislega stjórnar- hætti. Það kom fljótt í ljós eftir síðari heimsstyrjöld- ina, að Rússar hugðust nota sér það upplausnar- ástand, sem þá ríkti í mörgum löndum Vestur-Evrópu, til þess að ryðja kommúnismanum braut þangað og gera þau að leppríkjum, eins og löndin austan hins svonefnda járntjalds. Forustuþjóðum lýðræðisríkj- anna varð brátt ljóst, þótt fullseint væri, að þau yrðu að spyrna við fótunum og stöðva yfirgang Rússa, því að öðrum kosti mundi allt meginland Vestur-Evrópu á skömmum tíma verða kommúnismanum að bráð. Þá var Atlantshafsbandalagið "tofnað, þessi nauð- synlegu varnarsamtök lýðræðisþjóðanna, sem aðal- málgagn íslenzkra kommúnista er látlaust að bann- syngja. Af þeim söng má ráða, hvílík vonbrigði það hafa orðið Magnúsi Kjartanssyni og félögum hans, að framrás kommúnismans í vestur skyldi vera stöðvuð. Kenning Magnúsar og samherja hans er þessi: — Atlantshafsbandalagið átti aldrei að verða til, en fyrst svo varð, á að leysa það upp hið bráðasta. Lýðræðis- ríkin eiga að leggja niður allar varnarstöðv&r sínar, hvar sem þær eru í heiminum, og kalla heim allan her. — Allir vitibornir menn hljóta að sjá, hvað af þessu mundi leiða. Rússar eru gráir fyrir járnum og Kínverj- ar líka. Hvorugir mundu draga úr herstyrk sínum að sama skapi. Þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að hremma þau þjóðlönd, sem þeir lengi hafa haft augastað á, en ekki treyst sér til að ráðast inn í, vegna Atlantshafsbandalagsins og þess varnarkerfis, sem lýðræðisríkin hafa komið sér upp. Þetta eru allt augljósar staðreyndir, sem hver viti- borinn maður á að geta áttað sig á, ef hann lætur skynsemina ráða. Þess vegna er það undrunarefni, að forsprökkum íslenzkra kommúnista skuli hafa tekizt að véla hina svonefndu „nytsömu sakleysingja“ til þátttöku í mótmælum og jafnvel skemmdarverk- um gegn þeim varnarsamtökum, sem eru ein aðal- tryggingin fyrir því, að þjóðin geti haldið frelsi sínu og sjálfstæði. Harmsaga Tékka og Slóvaka ætti að hafa fært okkur heim sanninn um það, hvers vænta ,ná af heimskommúnismanum, þar sem engum vörn- um veróur víö komið gegn yfirgangi hans. Ritstjórar Þjóðviljans eru þjónar þessarar kúgunarstefnu. Um það vitnar ekki hvað sízt hatur þeirra á Atlants- hafsbandalaginu. i VÍSIR . Laugardagur 6^september 1969. Sovézkir bryndrekar á götum Prag. — í nafni friðarins? Hvor er meiri friðarspillir? — Kl'ógumálin ganga á vixl □ Stjórnarvöld í Sovétríki inu r. hafa kveðið svo að orði, að ekki yrði hjá þv< komizt að beita gereyðingarvopnum, e:v ti’ ófriðar kæmi við Kínverja. Fyrir skömmu birtist gagn- orð forystugrein i Pravda, -nálgagni sovézka kommúr.istaflokksins, þar sem mjög er veitzt að Kínverjum fyrir ógnun oeim við heimsfri ðinn með áframhaldandi svipuðum undirróðri gegn Sovétríkjunum og tilhæfulausum ásökunum. Þetta er ein ákveðnasta tilraun Sovét- manna fram til þessa til að sannfæra Vestur landabúa um eigin friðarvilja og það, að hér sé um að ræða mál þeim ekki óviðkomandi. ,mi. Andúð Margir st.iórnmálamenn á Vesturlöndum eru þeirrar skoö unar að svo geti nú farið. að sovézkir sendiráðsmenn taki að nýju að láta berlega í ljós and- úð sína á Kínverjum í hinum ýmsu sendiráðum Sovétríkj- anna víða um heim, eins og þeir gerðu í marz sl., þegar til átaka kom milli Kínverja og Rússa á landamærunum viö ána Ussun, Og þeir segjast ennfremur ekki munu veröa undrandi, þótt sov- ézki utanríkisráöherrann, An- drej Gromyko, taki að ræða þessi má! á Allsherjarþingi Sam einuðu þjóðanna í næsta mán- uði. „Ævintýramennska leiðtog- anna í Peking og það lævi blandna loft, sem þeir eru að reyna að skapa, veldur miklum örðugleikum í alþjóðamálum.“ Maó. — Vill hann styrjöld? segir Pravda. Þá segir Pravda ennfremur, að Kínveriar kvndi undir ótta manna um allan heim og ósætti meöal kommúnista- landa. „Enginn kæmist undan“ Þá segir og, að Maóistarnir séu sem óðast að viöa að sér vopnum. „Og kæmi til heims- ófriðar nú með þeim gereyðing- arvopnum sem mennirnir hafa yfir að ráða, kæmist enginn undan.“ Pravda segir, að kommúnistar og framfaraöfl víða um heim fordæmi ögranir. valdhafanna ’ Peking. „Og þannig vill til,“ seg ir Pravda ennfremur, „að hinum vitmeiri meðal stjórnenda kapf- talistaríkjanna er ljóst orðið hvílík ógnun stefna Kfnverja er við heimsfriðinn.“ ‘ Segjast vilja frið Fyrir nokkrum dögum birti sovézka vikuritið Literaturnaya Gazeta bréf frá ungum Kínverja þar sem segir, að veriö sé að byggja kínversk varnarvirki i norðri „fyrir stríð við Sovét- ríkin.“ En Sovétmenn staðhæfa, að þeir vilji halda frið við Kínveria í lengstu lög. „Sovétríkin hafa aldrei haft löngun til að spilla sambúðinni við Alþvðulýðveldið Kína“, segir f Pravda. Hver er hvað*5 Það er lirtct. ðarfiíninpnr bessara tvesieja heímsv?»iHa kommAn’-monc Or milrill W rí 1 Vilj er harm mpírí en cvn hrann V<=*WV mpA orðiip. urn pmnm Hitt er eklci iafn- víst hvpr er hin raimvprnleca mpininp hpirra stpfihmfinoa. er»m h^A'r aflílor lóto tró cóf nm Cíimclz-Írvti qín no flrví'iíl VÍMVQfíqr pril cnar^ri á nrflras^iir um c*icrin stefnu en Snvétmpnn enda má Brezhnev. — Verkin tala. segja aö hinir síðarnefndu geti með vísun til fyrri athafna mörgum tilvikum trútt um tai- að, þegar friður er annars veg- ar. En allt um það er hin sívax- andi togstreita þessara stór- velda ekki síður réttmætt a hyggjuefni Vesturlandabúa en þeirra, sem þyggja þessi tvö lönd Það þarf ekki að fara i grafgötur um það að yrðu deil ur þeirra að heiftúöugum átök um, „kæmist enginn undan.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.