Vísir - 06.09.1969, Side 9

Vísir - 06.09.1969, Side 9
V1 SIR . Laugardagur 6. september 1969. 9 □ Eins og óstöðvandi rísakvöm hefur hún mal að áburð á tún bænda — poka eftir poka. sjö- tín tonn á sólarhring, 24.000 tonn á ári. Allt saman Kiami, köfnun- arefnisáburður O Þannig hefur Áburð- arverksmiðja ríkisins, Hluti Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. verksmiðjan og ammóníakgeymir. vetnisgeymir 11.300 rúmm. og t. v. sýru- Viðtal v/ð Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjan færir út kvíarnar Köfnunarefnisframleiðslan tvöfaldast og framleiðsla blandaðs áburðar til ibótar fyrsti vísir íslenzkrar stóriðju, starfað í 15 ár og engar breytingar orð- ið á framieiðslu hennar. „Fjað hafa að vísu lengi verið ■“í deiglunni hugmyndir um stækkun á verksmiðjunni og breytingar á framleiðslunni. — Ýmissa hluta vegna — örra breytinga í þjóðfélaginu o.s.frv. — hefur þurft að margendur- skoða allar áætlanir og um- reikna svo að þetta hefur dreg- izt, enda slíkar ákvarðanir ekki teknar í hendingskasti og ekki nema að vei athuguðu máli.“ sagði Hjálmar Finnsson, fram kvæmdastjóri verksmiðjunnar í spjalli við blaðamann Vísis fyrir stuttu. „En nú eru allar horfur á því, að þessum hugmyndum verði senn hrundið í framkvæmd. Við sendum út i sumar útboöslýs- ingar og beiðnir um tilboð fyrir hagkvæmar framleiðsluaðferðir og tæki þeim fylgjandi. Margt er eðliiega eftir enn, áð ur en hafizt verður handa um verklegar framkvæmdir. Eftir er að fá þessi tilboð, því frestur er ekki útrunninn enn, og svo eftir að velja úr þeim og hafna og sfðan er auðvitað eftir að fá tilboö í sjálfar framkvæmdirn ar o.s.frv. En með því að hafizt væri handa fljótlega og allt gengi að óskum, hindrana- og áfallalaust, hafa menn helzt látið það hvarfla að sér, að verksmiðjan gæti hafizt handa með breytta framleiðslu einhvern tíma á ár- inu 1971. Slíkar áætlanir geta þó breytzt alla vega, enda svo mörgum þáttum háð.“ sagði Hjálmar. „I hverju liggja þessar breyt ingar og hve miklu nemur stækk unin, Hjálmar?“ „Verksmiðjan hefur eingöngu framleitt eingildan áburð. Nefni lega köfnunarefnisáburð — Kjarna —. Hún var byggð með það fyrir augum að nýta afgangsorku raf orkuveranna, sem væri umfram þá orku er færi til almennings- nota. Fyrstu árin gerðum við betur en fullnægja þörfum innanlands markaðsins og við fluttum á- burð út. En nú framleiðum við tvo þriðju hluta þess, sem land ið þarf af köfnunarefni. Áburð- arnotkun landsins alls — Kjami og annar áburður-----er 60.000 tonn. Jafnframt framleiðslu Kjarnans hefur Áburðarverk- smiöjan rekið Áburðarsölu ríkis ins og annazt allan innflutning annarra áburðartegunda, svo sem fosfór og kalkáburð, er svo hefur verið dreift til bænda eftir þeirra þörfum, en þeir hafa síð- an blandað þessum áburðarteg- undum eftir eigin hentugleik- um. Hins vegar hefur lengi verið áhugi á því, að útvega bænd- um blandaðan áburð, sem hent aði staðháttum hér á íslandi. Það yrði auðvitað aukin þjón- usta og miklu þægilegra fyrir bændur að fá áburðinn blandað an og tilbúinn til dreifingar á „Framleiðsla blandaðs áburðar verður til mikilla þæginda fyr- ir ísienzka bændur,“ segir Hjálmar Finnsson framkvæmdastj. túnin, og losa þá við fyrirhöfn- ina af því að blanda áburöarteg undunum saman. Breytingarnar, sem í ráði eru, eru í vi fólgnar að fá vélar og tæki, sem gera verksmiðjunni kleift aö framleiöa slíkan bland aðan áburö og jafnframt er gert ráð fyrir að auka fram- leiðslugetu verksmiðjunnar á hreinu köfnunarefni úr 8000 „í þessum geymum, sem fullir eru af vatni, er vetnið aðgreint frá súrefninu með rafstraumi en efciiMíit sa þáttur framleiðslunnar er orku frekastur,“ sagði Guðmundur Jónrson, verk- stjóri Áburðarverksmiðjunnar. sem sést hér v era að skýra út fyrir blaðamanni Vísis, hvernig vetnisframlelðslan fer fram. Um þessar mundir er unnið að uppsetningu nýrra geyma til þessara nota og þykja þeir hagkvæmari en hinir. tonnum í 16000 tonn á ári. Ein breytingin enn, sem stefnt verður aö, er sú, aö reyna aö framleiða stórkornóttari Kjarna áburð. Bændum hefur fundizt áburðurinn of fínkornaöur, en það hefur ekki tekizt að gera hann grófari. Það stánda þó vonir til að það takist meö breyttri framleiðslu.“ „Þið hafið þurft að grípa til þess að flytja inn ammóníak vegna orkuskorts. Hvar fáið þið viðbótarorku til aukinnar fram- leiðslu?" „Aukin almenningsnotkun raf magns leiddi auðvitað til þess að það fór minnkandi, sem um- fram var til nýtingar fyrir verk- smiðjuna. Langmestur hluti þess rafmagns ,sem við notum fer í vetnisframleiðsluna, en viö kljúfum vetni úr venjulega vatni með rafstraumi. Orkan, sem verksmiðjan hef- ur fengið síðustu árin, sam- svarar 40% þeirrar orku, sem verksmiðjan þarf í fullum afköst um. En meö því að flytja inn heila skipsfarma af fljótandi ammóníaki höfum við getaö bætt okkur þetta upp, og haldið fullum afköstum í tveim deild- um verksmiðjunnar. Þetta hefur ekki skaðað að ráði, vegna þess að mikið framboð er af ammón- íaki á heimsmarkaðinum og verö lag þess hagstætt. Það er hins vegar gert ráð fyr ir því, að í framtíðinni fáum við orku frá Búrfellsvirkjun — nægilega til þess að við höldum hámarksaf kös tum. “ LESENDUR HAFA ORÐIÐ □ Mjólkin orðin munaðarvaia Ég er öryrki kominn á elli- laun. Ekkert sældarlíf hjá mér. Engin iifir á þeim fáu aurum, sem fást út á þetta. Það er nú komið svo, að varla má veita sér þann munað að kaupa sér mjólkursopa. Um tíma gat ég dregið fram lífið m. þ. a. kaupa aöeins eina máltíð á dag. Nú gildir jafnvd sú regla ekki leng ur. Hvað eiga öryrkjar að gera? Hvers vegna má t. d. ekki borga út ellilífeyri fyrr en 10. hvers mán? Öryrkjar þurfa líka að kaupa sér læknishiáln. betta er dýrt, aö ekki sé nú talað um, 2 heitar máltíðir á dag. Öllum endum er samt ógerlegt að koma saman eins og málin standa í dag. Líf öryrkja á ís- landi er sultur og kvöl. Öryrki. □ Loftle’ðir í klærnar á Executive Jet flugfélaginu? Vegna víðfrægrar greinar í Business Week, vil ég biðja ykk ur að svar„ í næstu lofgrein ykkar um Loftleiðir hf. eftir- töldum spurningum: Eru Loft- leiðir komnar í klærnar á þeim gangsterum sem stjórna Execut ive Jet flugfélaginu, en tilraunir þeirra herramanna til að ná yf- irráðum í erlendum flugfélögum er vel lýst í áðurnefndri blaða- ; grein. • Getur íslenzkt fyrirtæki eins og Loftleiðir ráðstafað gjaldeyristekjum sínum aö vild til að kaupa pappírsfyrirtæki ú. um allar jarðir án leyfis inn- lendra gjaldeyrisyfirvalda og stjórnvalda? Hversu mörg ár telja Loftleiöamenn að þeir verði að greiða upp skuldir Air Bahamas við Executive Jet með því að greiða EJA 10% af brúttó hagnaði Air Bahamas? Gamall efasemdamaður. □ Á flótta í mörg ár? Það væri reglulega gaman og fróðlegt að fá vitneskju um það, í hversu mörg ár Sjónvarpið hyggst halda uppi flótta Rich- ard Kimble. Er ef til vill mein- ingin að sýna alla þættina, á fjórða hundrað talsins? Það væri ábyggilega vel þegið og vinsælt hjá Kimble og íslenzkum sjón- varpsáhorfendum, sem hafa ver ið á flótta einu sinni 1 viku, í allan vetur að hvíla sig á flótt- anum og finna einhenta mann- inn. Þegar sjónvarpið ber á góma gjarnan minnzt á íþróttafréttirnar, er oft eru góð ar, sýndar allegar g skemmti- legar myndir. Stór galli fylgir þó gjöf Ijarðar, en þaö eru þess ar sífelldu sýningar, sem hafa verið teknar á frjálsíþróttamót- um út um .vippinn og hvapp- inn. Þessar myndir eru oft tekn- ar við þannig skilyrði, ■ að þær ættu betur við sem sönnunar- gögn í sambandi við eilífar og hvimleiðar rigningarskýrslur veðurfræðinganna. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.