Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 16
Missti minnið í knaftspyrnuleik • Knattspymumaður einn vankað ist heldur illilega I gærkvöldi í leik á Melavellinum. Rakst hann á mótleikara í leik með þeim afleið ingiun að hann missti minnið. Hljóp hann lengi eftir höggið um völlinn en brátt mátti sjá að hann var ekki með á nótunum sem skyldi. Var hann fluttur á slysa- varðstofuna eftir leikinn og snemma um kvöldið fór loks að brá af honum og var hann þá fluttur heim. Sverrir hefur fengið 3000 gesfi á sýninguna Um 3000 manns hafa komi og skoð að verk Sverris Haraldssonar í Casa Nova undanfama daga. Vegna þessarar óvenjulegu aðsóknar hef- ur sýningin verð framlengd til mið vikudagskvölds. Verður opið frá 14 til 23. Sverrir hefur selt 27 verk, en á sýningunni eru 72, langflest í einkaeign. Má því heita að Sverr ir Haraldsson hafi selt upp á þess- ari sýningu sinni. BOLHOLTI6 SiMl 82145 AUGLÝSIN6AR AÐALSTRÆTl 8 SÍMAR T-T6-Í0 1-36-10 ofl T-50-99 Tiu kindur fundust tepptur i gili — Bændur 'i Mýrdalnum leita enn kinda, sem fennti og hröktust i stórhriðinni □ Bændurí Mýrdaln- um hafa verið önnum kafnir nú um helgina að bjarga fé sínu, er fennti og hraktist í hríðinni á fimmtudaginn. — Allt bendir til, að talsverð- ur fjárskaði hafi orðið í þessu veðri. Tíu kindur fundust í Deildar- gili í gær, fenntar og í teppu, aðframkomnar. — Þangað var farið aftur í morgun til nánari leitar og bændur þar eystra eru margir uppi í heiöalöndunum í dag að huga að fé í sköflum, en nú hefur hlánað mikið þar eystra og snjór hverfur ört. Sumir bæirnir hafa misst 10— 12 kindur í veðrinu. Til dæmis hafa bæirnir Garðakot, Þórisholt og að Giljum farið illa út úr þessu óvænta hausthreti. — Þaö er alltaf að bætast við sláturféð, sagði sláturhús- stjórinn f Vík við Vísi í morgun. Við reiknuðum í upphafi með að slátrað yrði um 12 þúsundum, en nú er líklegt að það verði 13—14 þúsund. — Bændur í Mýrdalnum hafa mjög lítið getað heyjað í sumar og náðu ekki inn því heyi, sem þeir reiknuðu meö f september, svo að þaö kemur að sjálfsögðu mjög illa við þá að þurfa aö taka hrakiö fé í hús núna. Frá húsnæðismálaráðstefnunni á sunnudag. Leitað að rækju í Faxaflóa í vikunni „Yið byggjum salarkynni — ekki ibúðarhúsnæði" • Nú í vikunni hefst rækjuleit hér í Faxaflóanum, en rækja hefur hingað til ekld verið veidd neins staðar hér suðvestan lands. Það er Reykjavfkurborg, sem f.yrir þessarl ieit stendur fjárhagslega en ‘Rannsóknastofnun sjávarútvegsins hefur eftirlit með henni. Sextiu og sjö tonna bátur, Haukur RE 64 hef- 'ur verið fenginn til leitarinnar, en hún mun standa yfir f nokkrar vik pr. Rækju hefur áður verið leitað íiér suð-vestanlands ’63, i Miðnes- sjó, á Eldeyjarbanka og í Faxa- flóa að nokkru, þó ekki noröur i Jökuldjúpi. — Dálítið rækjumagn fannst þá f Miðnessjó og fengust þar 40 — 60 kg að meðaltali á klukkutíma og komst upp í 81 kg, en þar sem rækja er veidd, t. d. í ísafjarðardjúpi, þykir trekt ef ekki fást að minnsta kosti 100 kg á klukkustund. Rækjuveiði gæti að sjálfsögðu orðið talsverð lyftistöng fyrirFaxa flóahafnimar og skapað aukna vinnu, ekki sízt fyrir kvenfóik og unglinga f landi. — Ráðstefna um húsnæðismálin um helgina • islendingar byggja ekki íbúðarhúsnæði. Þeir byggja salar- kynni. — Þetta er ein af mörgum niðurstöðum, sem ráðstefna fulltrúaráðs Sjáifstæðisfélaganna um húsnæðismál komst að um helgina, en ráðstefnan var haldin í Sigtúni Iaugardag og sunnu- dag og lýkur henni á miðvikudag n.k. — Vandinn er, að byggt er um efni fram. Aðrar niðurstöður ráðstefnunn- ar voru m. a.: Einingarnar í bygg- ingariðnaðinum eru of litlar, sem leiðír til lélegrar nýtingar á tækja- Frakkar „uppgötva" ísland — 40 franskir blaðamenn i heimsókn hjá Loftleiðum • Loftleiðir stunda mikla land- kynningarstarfsemi sem kunnugt er og felst m.a. í því, að bjóða hingað Hópum blaðamanna og annarra að- ila, sem hafa áhrif á skoðanir og lífsvenjur fólks. — Einn stærsti hópur blaðamanna, sem Loftleiðir hafa tekið á móti dvaldist hér á landi f gær, en það voru 40 fransk ir blaðamenn er voru á kynning- arferð ( Bandaríkjunum, en not- uðu tækifærlð til að staldra hér við f einn sólarhring. Fyrr f sumar buðu Loftleiðir all- stórum hóp franskra blaðamanna hingað og hefur árangurinn af því ekki látið á sér standa. — ísland bættist skyndilega í heimsmynd Frakka í sumar, sagði einn franski blaðamaðurinn í viðtali við Vísis- mann. — Frakkar höfðu yfirleitt varla hugmynd um aö Island væri til, en f sumar hefur þetta gjör- breytzt. Nú eru Frakkar að „upp- götva“ ísland á sama hátt og lr- land var „uppgötvað" áður. Þið megiö þvf búast við miklum fjölda ferðamanna frá Frakklandi næsta sumar. — Blöðin hafa verið uppfull af ýmsum fróðleik í allt sumar. — Árangur af slíku lætur yfirleitt ekki á sér standa, sagði franski blaða- maðurinn. kosti og þar með háum byggingar- kostnaði. Of mikil tregða rfkir • í íbúðarskiptum eftir þörfum fjöl- skyldunnar á hverjum tíma, sem meðfram stafar af skorti á lánum fyrir eldri íbúðir. Mikiö vantar á að byggingarrannsóknum sé nægjan- lega sinnt og hefur því ekki tekizt Fridrik tapaði fyrir Georgiju Friörk Ólafsson tapaði fyrir Georgiju, Rúmeníu, í þriöju um- ferð svæðamótsins í Aþenu. Hafði Friðrik svart. Hefur hann nú V/2 vinning úr þremur umferðum, vann Lombard, Sviss, f annarri umferð. — Ekki höföu í morgun borizt frétt ir af fjórðu umferð. Þá er Guömundur Sigurjónsson byrjaður sína keppni í Austurríki, en ekki höfðu borizt skeyti um úr- slit fyrstu umferðar. Franski hópurinn við komuna á Hótel Loftleiðir, nægjanlega vel að heimfæra erlend! ar nýjungar upp á íslenzkar aðstæð ur. I lok ráðstefnunnar i gær svör- uðu ráðherrar flokksins ýmsum fyi irspumum. í fyrirspurnunum kom m. a. fram sú hugmynd, að bygg- ingarvísitalan væri röng, sýndi hvorki rétta kostnaðartölu né skipt ingu byggingarkostnaðar, enda er vísitalan miðuð við þá tegund húsa, sem ekki lengur eru byggð hér á landi. Þá komu fram tillögur um úrbætur í lánamálum og verða þær væntanlega liður í ályktunum ráðstefnunnár á miðvikudagskvöld. t " i Skúli Guðmundsson, alþingismaður, lézt í gær Skúli Guðmundsson, alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra, andaðist í gær, 68 ára aö aldri. Hann var fæddur hinn 10. okt. 1900 á Svertingsstöðum í Mið- firði, Vestur-Húnavatnssýslu. Lauk prófi frá Verzlunarskóla ís lands 1918. Skúli varð kaupfélagsstjóri á Hvammstanga 1934—’47. Hann var atvinnumálaráöherra 1938 — '39 og fjármálaráðherra um skeið árið 1954. Þingmaður Vest ur-Húnvetninga 1937 —19S9 og Norðurlandskjördæmis vestra frá 1959 til dauðadags. Fyrri kona Skúla Guðmunds- sonar var Hólmfríður Jakobína Hallgrímsdóttir, er lézt 1930, en eftirlifandi kona hans er Jósef- ína Antonía Helgadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.