Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 8
a
V í SIR . Mánudagur 6. október 1969.
VISIR
Úlgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
Skógum spillt
Jslenzku skógarnir eru lágvaxnir og ekki beinvaxnir.
Mörgum finnst raunar ofmælt að kalla þá skóga, þar
sem þeir séu aðeins lítilf jörlegt kjarr. En þeir eru samt
hinar undursamlegustu vinjar í okkar nakta landi. Þeir
eru fullir af birkiangan og hinum fegursta undirgróðri.
Og þeir yfirgnæfa ekki landslagið eins og hávaxnir
erlendir skógar gera. Birkikjarrið gerir landið fjöl-
breytilegt en klæðir það ekki í einkennisbúning eins
og háu barrskógarnir gera. Það hefur frá alda öðli
hæft íslenzkri náttúru.
Barrskógar hafa það fram yfir laufskóga að vera
sígrænir. En samt þarf töluvert sérstæðan fegurðar-
smekk til að halda því fram, að hávaxnir barrskógar
séu til meiri prýði en lágvaxnir birkiskógar. Kostur
þeirra felst fyrst og fremst í notagildi þeirra til timb-
urframleiðslu. íslenzkir skógræktarmenn hafa náð
góðum árangri í ræktun nytjaskógar á Hallormsstað.
Þeir hafa leitt sterk rök að því, að við getum orðið
sjálfum okkur nógir í timbri ef við erum nógu dug-
leglr við að planta barrtrjám., i,A^0V.95\0^ JMA\Aktí,nili
Bárrskógarækt er meginviðfangsefni skógræktar-
manna af þessum sökum. En þeir hafa átt við þann
vanda að glíma, að erfitt er að koma barrtrjám til
þroska á íslandi. Ungu barrtrén eru viðkvæm fyrir
veðra- og hitabreytingum íslenzkrar náttúru. Þau
skortir hörku innlenda kjarrsins. Til þess að leysa
þetta vandamál hafa skógræktarmenn víða tekið upp
á því að nota birkiskógana sem skjól fyrir barrplöntur.
Og í þessu hafa þeir sums staðar ekki sézt fyrir. Það
er Ijótt að sjá, hve illa þeir hafa farið með suma þá
skóga,sem þeir hafa fengið til varðveizlu. Eðlilegt er,
að þeir vilji grisja þá til þess að fá trén til að rísa betur.
En þeir hafa ekkert umboð til þess að brytja þá misk-
unnárlaust niður í skjólgarða fyrir barrtré. Með þessu
eru þeir að breyta eðli íslenzku skóganna. Þeir eru að
breyta þeim í barrskóga.
Nú eru flestir hlynntir því, að ræktaðir verði nytja-
skógar hér á landi. En þeir eru miklu færri, sem vilja
láta eyðileggja birkiskógana í þessu skyni. Ef skóg-
ræktarmenn geta ekki ræktað nytjaskóga annars stað- \
ar en í birkiskógarvinjum landsins, eiga þeir að end-
urskoða markmið sín. Þjóðin á birkiskógana og það er ^
mjög óvíst, að hún kæri sig um að þeir séu höggnir
niður til að rýma fyrir nytjaskógi. í raun og sannleika
eru birkivinjarnar okkar allt of fáar til þess að við get-
um leyft þessi spjöll á þeim.
Skynsamlegt væri af skógræktarmönnum að end-
urskoða markmið sín. Þeirra hlutur yrði ekki góður,
ef það þarf að stofna skógverndarfélag til að verja
birkiskógana fyrir ágangi skógræktarmanna. Og þeir
komast ekki með neinu móti hjá því að verða lýstir
ábyrgir fyrir meðferð sinni á birkiskógunum, sem
þeim hafa verið fengnir til varðveizlu. Kapp er bezt
með forsjá og því ættu leiðtogar skógræktarmanna að
staldra við og spýrja sjálfa sig, hvort þeir gangi til ,
góðs götuna fram eftir veg. }
i
i
í
„Búið að kaupa allt hey, sem
menn áttu aflögu,“ segir Halldór
Pálsson búnaðarmálastjóri.
„Tyví nær hver bóndi verður að
minnka eitthvað bústofninn
Sumir aöeins um nokkra gripi
aðrir meira og einstaka mað-
ur verður jafnvel að farga öllu
sínu, en að meðaltali verður lík
lega milli 10 og 15% fækkun
búfjár", álltur Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri, sem manna
mest og bezt þekkir hag bænda
í dag.
Þetta eru erfiðleikar óþurrka
sumarsins í ár sem bætast við
erfitt árferði undanfarinna ára.
Þegar svo kyrkingslega er tek
ið fyrir aðalfjáröflunarleið
bænda, eins og heyverkunin er,
hlýtur útkoman að verða á þá
leið, þegar siðustu árin á undan
hafa ekki verið það feit, að
unnt hafi verið að leggja til hlið
ar að neinu ráði.
Jafnvel þótt allir bændur
væru það stöndugir aö geta lagt
út í stórfelld heykaup á 4000
krónur hverja smálest, væru
hreinlega ekki til heybirgðir í
landinu, sem fullnægja mundu
eftirspuminni. Nú þegar munu
flestir eða allir búnir að selja
það hey, sem þeir voru aflögu-
færir með. Þannig er t.d. búið
að kaupa allt hey, sem aflögu
var í Eyjafirði.
Margur hefur til þess gripið í
heyspamaðarskyni á undanföm
um ámm að auka fóðurbætis-
gjöfina og fóðurblöndunotkun
Margur bóndasonurinn sér á eftir kindinni sinni í sláturhúsin f haust.
íslendinga var komin í 58.000
smálestir í fyrra af þessum or-
sökum, en sérfraeðingar eins og
Agnar Guðnason ráöunautur hjá
Búnaðarfélagi íslands, telja að
eðlileg notkun mundi vera um
40.000 smálestir á ári. Þegar
könnun var gerð á þessu í fyrra
kom I ljós, að fóðurbætisgjöf-
in var allt að 700 kg á mjólkur
kú, en að meðaltali var þaö
milli 500 og 600 kg. Það þýðir
að íslenzku kýmar úða í sig
minnst 20.000 smálestum á ári.
'Hins vegar reyndist fóðurbæt
isgjöf sauðfjár ákaflega mismun
andi, enda undir svo mörgu kom
ið, vetrarhögum og öðru slíku
og var hún á hverja sauðkind
frá 7 kg upp 1 allt að 40 kg.
Þegar meðalverð kúafóöur-
blöndunnar er um 8.300 krónur
smálestin en fóðurblanda fyrir
hænsni svín og fleira jafnvel
enn dýrari eða um 9000 krónur
hver smálest, sjá menn að það
er dýrt spaug að ætla að auka
enn þar við.
Slíkt er ekki hverjum manni
kleift og vonlegt að mönnum
vaxi það svo f augum að þeir
kjósi heldur að draga verulega
úr þeim fjölda, sem þeir setja
á hjá sér í haust.
Það megnar lítið til þess aö
auka mönnum bjartsýni, að ný-
lega hafa Islendingar gert ein-
hver þau beztu fóðurkaup, sem
þeim nokkurn tíma hafa boðizt.
Bygguppskera hefur verið svo
mikil í Evrópu og framboðið
aukizt svo, aö verð þessarar
kornvöru liggur niöri á markaðn
um. Hafa íslendingar fest kaup
á töluverðu magni af þessu
korni, ósekkjuöu og ómöluðu,
hjá Frökkum, sem selja það öll
um þjóðum ódýrara — nema þá
kannski Sýrlendingar en þeirra
bygg þykir ekki eins góð vara.
Þegar þetta bygg hefur ver-
iö malað, sekkjað og dreift út
verður þaö selt á 6 krónur kíló
ið til bænda. Þykja það hag-
kvæm kaup, því að eitt kg af
byggi — þegar bætt hefur verið
í þ.að eggjahvítuefnum — á aö
hafa sama fóðurgildi og tvö
kg. af töðu, sem seld er á 4
krónur kílóið.
En þrátt fýrir þessi hag-
kvæmu kaup, þætti það ekki
góö búmennska að ætla að ala
féð á eintómum fóðurbæti og
menn telja sig neydda samt til
þess að fækka.
-K