Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 4
4
V1SIR . Mánudagur 6. október 1969.
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn
7. október.
Hrúturinn, 21. marz—20. aprfl.
Reyndu að verjast þeirri til-
finningu, sem að öllum líkind-
um ásækir þig nokkuð í dag,
að örlögin hafi markaö þér svo
þröngan bás, að öll barátta þín
og viðleitni sé til einskis.
Nautiö, 21. apríl—21. mai.
Gættu þess að eyða ekki of mikl
um tíma í aukaatriði, reyndu að
gera þér grein fyrir aðalatrið-
unum og einbeita þér aö þeim
fyrst og fremst, þá nærðu skjót-
ari árangri.
Tvíburamir, 22. maí—21. júni
Peningamálin verða eitthvað í
erfiðara lagi en ættu þó að
leysast sæmilega áður en lýkur.
Athugaðu hvort þú hefur ekki
þöf fyrir meiri fjölbeytni í
störfum og viðfangsefnum.
Krabbinn, 22. júní—23. júlí.
Mjög svo hlutlaus dagur yfir-
leitt, en þó miðar öllu nokkuð í
rétta átt. Sinntu þeim störfum
sem fyrir liggja og taktu lífinu
og hlutunum með ró. Notaðu
kvöldið til hvíldar.
Ljónið, 24. júlí—23. ágúst.
Þú þyrftir eiginlega að staldra
við um stund og athuga þinn
gang. Ýmislegt bendir til þess
að annríki undanfarinna daga
hafi orðið til þess að þú fylgist
ekki nógu vel með hag þínum.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept.
Taktu ekki hart á því þótt ein-
hve, sem þú umgengst allnáið
hlaupi eitthvað út undan sér.
Þegar þannig stendur á, geta
umvandanir oft einungis gert
illt verra, þótt vel séu meintar.
Vogin, 24. sept.—23. okt.
Það getur farið svo að þú þurf-
ir að takast á umfram venju við
þau verkefni, sem þér veröa
fengin. En það borgar sig líka,
ef vel tekzt veröur það þér til
mikils álitsauka.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv.
Ferðalag, sem þú hefur annað
hvort ákveðið, eða ert eitthvað
viöriðinn, virðist fara út um
þúfur á siðustu stundu, eða þá
eitthvaö annað, sem kostað hef-
ur þig nokkum undirbúning.
Bogmaöurinn, 23. nóv.—21. des.
Gættu þess að skilaboð komist
rétt og óbrengluð til viðkom-
andi aðila, og yfirleitt skaltu
gæta þess að haga orðum þín-
um þannig í dag, að þau verði
hvorki rangtúlkuð né misskilin.
Steingeltin, 22. des.—20. jan.
Staldraðu nokkuð við í dag, at-
hugaðu hvað hlutimir kosta þig,
ekki endiiega i peningum, og
hvað þú færð í aðra hönd. Að
sjálfsögðu er ánægjan líka nokk
urs viröi.
Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr.
Atburðalítill dagur hjá flestum.
Áætlanir munu standast sæmi-
lega, og þú nærð sómasamleg-
um árangri í störfum þínum en
til nýrra og meiri framkvæmda
er dagurinn varla vel fallinn.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz.
Taktu hlutunum og lifinu meö
ró I dag, og sinntu venjulegum
störfum þínum af kostgæfni.
Taktu kvöldið snemma og not-
aðu það til að athuga hvar þú
stendur og gera nýjar áætlanir.
Hún er þekkt
fyrir góðan
Simone Signorct.
— Ég hef aldrei notfært mér
vinatengsl og persónuleg sam-
bönd, mér sjálfri til framdráttar,
aldrei átt leynilega elskhuga
aldrei breytt hárgreiðslu í tilefni
blaöamannafunda, og aldrei hagað
lífi mínu í því skyni að hljóta
vinsældir eða slúöur fyrir. Þess
vegna er ég stolt af Oscars verö-
laununum mfnum.
Þannig mæltist leikkonunni,
Simone Signoret, er hún tók á
móti æöstu viðurkenningu, sem
kvikmyndaleikari getur hlotið,
Oskars verðlaununum, fyrir 9 ár-
um síðan.
Það vill svo til að einmitt um
þessar mundir er verið að sýna
með henni kvikmynd í Laugarás-
bíói, sem heitir „Dularfullir leik-
ir“, og er sögð leyndardómsfull
og spennandi.
Danska sjónvarpið hefur líka
dálæti á henni og sýndi fyrir
skömmu myndina, Þríhyminginn,
sem frumsýnd var í Danmörku
árið 1962.
• Hin 47 ára og vinstrisinnaða
leikkoná, er á margan hátt mjög
athyglisverð kvenpersóna. Hún
hefur til að mynda aldrei fengið
lélega dóma fyrir kvikmyndaleik.
Leikur hún gjarnan forfallnar og
óhamingjusamar, en gáfaðar kon-
ur, sem setja allt sitt að veöi í
sinni síðustu tilraun til að snúa
gæfuhljólinu sér í hag.
! einkalífi sínu hefur hún einnig
virzt hafa lag á að bera sín fáu
persónulegu áföll. Þegar heims-
blöðin, fyrir nokkrum árum sfðan
birtu þá frétt, aö eiginmaður henn
ar, Yves Montand, sem hún haföi
verið gift f 19 ár, væri oröinn ást-
fanginn í Marilyn Monroe, er þau
léku saman í myndinni, „Let’s
Make Love,“ sagöi hún:
— Auðvitað er ég bæði hrygg
og afbrýðisöm, en ég á auðvelt
með að fyrirgefa honum. Hún er
svo ung og falleg, að ég skil hann
vel og rödd Yves hefur löngum
orkað sem segull á kvenfólk, þann
ig, að ég skil hana einnig ósköp
vel.
Mikill og gagnkvæmur skilning
ur virðist ríkja á milli hjónanna,
þegar þau eru saman og þau
kvarta oft undan því, að vegna
atvinnu sinnar verði þau oft og
einatt að vera fjarri hvort öðru
um lengri eða skemmri tíma.
— Enda þótt ég leiki mjög
lítið í kvikmyndum nú orðið,
finnst mér ég hafa allt of lítinn
tíma til að vera hjá Yves. En
þegar viö á annað borð njótum
samverunnar er það dásamlegt,
við hlæjum mikið, rffumst og
sláumst af og til, en að mestu
leyti skemmtum við okkur dásam
lega. Yves er líka skemmtilegur
maður, auk þess sem hann er
bæði hugulsamur og blíðlyndur.
mj0®
ANNAÐ
F.KK t
AXMINSTER BÝÐUR
KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI
49
M .
f ■
■BBHBHHbS