Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 11. OKtóber 1969. Vindlingar á dagskrá? Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbakseinkasölunnar, ræðir við forsætisráðherra. Jón Kjart- ansson tekur nú sæti Skúla heitins Guðmundssonar á þingi. Blómi þjóðarinnar, kjörnir fulltrúar fólksins, hittust i gær viö setningu 90. löggjafarþings okkar, heilsuðust, hlýddu á guðs orö og forseta íslands. Með það andlcga vega- nesti munu þeir nú leggja á brattann enn einu sinni og ráða til lykta málefnum þjóöarinnar eftir því sem orka og vit leyfir. Illdeilurnar í vet- ur voru faldar í vinarhótum þingmanna á þessum degi, sem einkanlega er til þeirra hluta ætlaður. Svo hervæðast þeir, og blöðin fyllast af frásögnum, meira og minna réttum en oft brengluðum í útlistunum orða og athafna. Það er fátítt, að menn fhugi í alvöru, hvort þess- ir menn vilji ekki allir vel þjóð sinni, fleiri frýja þeim velvild ar, sumum hverjum eða öllum upp til hópa. Það er haft eftir þingmanni stjórnarandstööunnar, að nú verði ekki um „kollsiglingu" aö ræöa eins og í fyrra og hitteð fyrra. Taldi andstaðan það 6- nýtt, sem stjómarsinnar ætluðu til farsældar. Illar væru gengis lækkanir með verðhækkunum og kjaraskerðingu, sem þar kom fram en hafði áður skapazt í raun vegna aflaleysis og verð- hruns á erlendum mörkuðum. Af nógu er þó að taka, og ekki mun skorta stóryrðin í vetur. „Alþingi götunnar“ mun ef til vill koma til skjalanna til stuðn ings minnihlutamönnunum, sem ekki ríða feitu hrossi frá um- ræöum ella að eigin áliti. Mikill vilji er fyrir breyting- um á hinu staðnaðan þingkerfi. Ómerkilegustu mál þings eru jafnan mest rædd í sölum þess. Fyrirspumir urðu í fyrra al- ger „farsi“, tóku óratfma, sjón- leikur með klappliði. Eru menn úr öllum fiokkum einróma um þörf breytinga til þess að tími manna nýtist betur til afgreiöslu þarfra mála frá mönnum allra flokka. Hitt er óvíst, hvort ein- hverjar úrbætur verða gerðar. Loks munu væntaniegar sveitarstjómarkosningar setja svip sinn á störf þingsins undir lokin. Þar mun verða vettvang- ur átaka, til stuðnings frambjóð endum um land allt. Þingmenn heiisuöust í gær og spáðu fremur heiðskfm með skúram. Hlý handdök. Forsetahjónin og kirkjunnar menn, séra Pétur Sigurgeirsson og Sigurbjöm Einarsson biskup. Fremur heiðskfrt með skúrum Alþingi sett i gær Hannibal Valdimarsson heilsar biskupi Islands og forseta Islands. KVENFÉLAG BÚSTAÐASÓKNAR heldur skemmtun að Hótel Sögu sunnudaginn 12o okt. F J ÖLSKYLDU SKEMMTUN ■ Tízkusýning barna ■ Pétur og Birgir úr Ásgarði syngja ■ Danssýningar. Börn úr dansskóla H. R. ■ Tvísöngur: Sigurveig Hjaltested og Guðmund- ur Guöjónsson. VEIZLUBORÐ Aðgangseyrir: Böm kr. 50, fullorðnir kr. 150. Húsið opnar KVÖLDSKEMMTUN ■ Gamanvísur, Jón Gunnlaugsson ■ Tízkusýning Modelsamtakanna ■ Danssýning. Henný Hermannsdóttir og Örn Guðmundsson. ■ Einsöngur Guðmundur Jónsson Áðgangseyrir: Kr. 100. — Húsið opnar kl. 7 eftir hádegi. klukkan 3 eftir hádegi. Kynnir Hermann Ragnar Aðgöngumiðasala að Hótel Sögu laugardaginn 11. október frákl. 2 til 5 eftir hádegi og við innganginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.