Vísir - 11.10.1969, Blaðsíða 8
8
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjðri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Sýndarplagg
Jþað er auðvelt verk að setja saman stjórnmálaálykt-
anir, sem líta vel út á pappírnum. Svonefnt „flokks-
ráð“ Alþýðubandalagsins fékk eina slíka birta í Þjóð-
viljanum núna í vikunni. Sameiginlegt einkenni slíkra
ályktana er oftast að flokkarnir, sem sjóða þær sam-
an, þykjast kunna ráð við öllum vanda, en láta þess
jafnan ógetið, hvernig eigi að framkvæma allt, sem
þar er upp talið. Yfirleitt er ekki á það minnzt, hvar
laka skuli fjármagnið, sem til þarf. í fyrrnefndri á-
lyktun Alþýðubandalagsins er þess t. d. krafizt, að
ríkisstjórnin geri þegar samninga um smíði á 15 skut-
togurum, en ekki minnzt einu orði á með hverju eigi
að greiða skipin. Og ekki mun þeim Alþýðubandalags
mönnum heldur hafa komið til hugar, að erfitt geti
orðið að manna þennan flota starfshæfum áhöfnum.
Ekki virðast þeir óttast það heldur, að erfitt gæti
orðið að fá kaupendur að þessum togurum enda ætU-
ast þeir eflaust til að ríkið geri þá út, ög kannski
sveitarfélögin, þrátt fyrir þá reynslu, sem þegar er
fengin af bæjarútgerð.
Krafa um stórauknar íbúðabyggingar, „einkum á
félagslegum grundvelli“, fer líka vel á pappírnum, en
skollinn er bara sá, að fé þarf til að byggja íbúðir eins
og togarana. íslendingar hafa varið stærri hluta þjóð-
arteknanna til íbúðabygginga á undanförnum áratug-
um en flestar aðrar þjóðir, og raunar meira en talið
er þjóðhagslega fært víðast annars staðar. Og það er,
sem kunnugt er, mörgum útlendingum frá stórum og
ríkari þjóðum undrunarefni, hvað við höfum getað
gert á því sviði á svo skömmum tíma ásamt t. d. því,
að koma upp samgöngukerfi um nálega allt landið.
Hin stórkostlega uppbygging, sem framkvæmd hefur
verið frá því að viðreisnarstjórnin kom til valda, af-
sannar bezt þá fullyrðingu stjórnarandstæðinga, að
landinu hafi verið illa stjórnað síðasta áratug. Hlutur
stjórnarandstöðu getur stundum verið nokkur í slíkri
uppbyggingu, en því hefur ekki verið til að dreifa hér.
Þvert á móti hafa andstöðuflokkar ríkisstjórnarinn-
ar reynt að torvelda henni störfin og skapa erfiðleika,
sem að öðrum kosti hefði mátt komast hjá. Raunhæf-
ar tillögur hafa aldrei komið fram frá þeim til lausnar
nokkrum vanda.
Alþýðubandalagið „bendir á“ að möguleikar séu á
aukinni framleiðslu sjávaraflans og betri nýtingu hans
og að í iðnaðarframleiðslu bíði úrlausnar mikil verk-
efni, eins og þetta séu ný sannindi, sem kommúnistar
hafi uppgötvað. Vita þeir ekki að í mörg ár hefur verið
unnið að athugunum og rannsóknum á þessum svið-
um? Þeir, sem lesa þessa svokölluðu stjórnmálaálykt-
un með athygli, hljóta að sjá að hún er ekkert annað
en slagorð og tilraun til að eigna kommúnistum hug-
myndir og frumkvæði að hiutum, sem lengi hafa verið;-j
í undirbúningi og sumpart er verið að framkvæma.
il
i. 11
V1SIR . Laugardagur 11. október 1969.
Bandarikjamenn æ óánægð
ari met' Víetnam
— Gj'órbreyting á tveimur árum
Óánægja Bandaríkja-
manna með styrjöld sína
í Víetnam fer óðum vax
andi. Sex af hverjum tíu
eru nú sannfærðir, að
Bandaríkjamönnum hafi
orðið á mistök, að þeir
skyldu nokkru sinni
flækjast í stríð þetta í
fjarlægu landi. Þessi við-
horf eru gjörbreyting á
því, sem var fyrir einum
tveimur árum.
Það gerðist á dögum Kóreu-
stríðsins, að árið 1952 í apríl
lýstu 52 af hundraði sig andvíga
styrjöldinni þar eða töldu að
minnsta kosti, að hún væri „mis
tök“. Nú er andstaðan gegn Víet
namstríðinu orðin meiri en
þetta.
Johnson forseti settist að völd
um með stuðning 79 af hundr-
aði.Bandaríkjamanna I skoöana-
könnunum, en hann hrapaöi nið
ur í 35% I ágúst 1968, mest
vegna óánægju með þráteflið og
mannfallið f Víetnam.
Nokkur meirihluti fólks eða
52% telur sig enn ánægt meö
hvernig Nixon haldi á málum í
Vletnam, en þetta hlutfall hef-
ur enn fallið frá 15. september.
— Fólk var spurt:
„Haldið þér, að Banda-
ríkjunum hafi orðið á
mistök, þegar þau sendu
hermenn til Víetnam?“
1 lok síöasta mánaðar: Já 58%
Nei 32% Óvissir 10% — en I
-stríðið
í Víetnam ægir saman hem-
aðartækjum og fátækum
bændalýð landsins.
marz síðastliðnum sðgðu 52% já ,
við þeirri spumingu og 39% nei.
Skoðanakannanir f fyrra
sýndu allt áriö, að meirihlutinn
var andvígur stríðinu, og um-
skiptin höfðu orðið um áramótin
1967—1968. Þannig höfðu fleiri
veriö ánægðir I desember 1967,
45% lýstu þá óánægju sinni, en
46% töldu, aö ekki væri um mis
tök að ræöa. Næsta ár á undan,
1966, var jafnan meirihluti fylgj
andi styrjöldinni, en um þriðj-
ungur óánægður með hana.
Hins vegar telja menn Nixon
ekki halda illa á spilunum, úr
því sem komiö er, og mun þaö
að nokkru byggjast á þeirri skoö
un, að hann hyggist nú smám
saman draga úr afskiptum
Bandaríkjanna og kalla heim her
menn þeirra þar.
52% Bandaríkjamanna voru
ánægöir með stefnu Nixons i
Víetnam og 32% óánægðir I lok
síðasta mánaðar.
Mikill áróður er nú hafður í frammi af andstæðingum Víet-
nam-stríðsins í Bandaríkjunum.
Ópíum- og mannaþef-
arar?
„Þefarana", sem notaðir eru í
Víetnam til að komast aö því
hvar herflokkar halda sig, má að
laga og breyta svo að með þeim
má uppgötva ólöglega ópíum-
akra. Bandaríkjamönnum er það
þyrnir I augum að ópíum er rækt
að I nágrannalandinu Mexíkó og
hafa þeir boöið Mexíkönum
flugvélar til að finna sökutíófg-
ana og úða akrana með eitur-
efni.
I Víetnam eiga „þefararnir“ i
erfiðleikum með að greina menn
frá öpum. Það væri sorglegt, ef
þeim reyndist jafnerfitt að
skilja á milli ópíums og kart-
aflna.“
The Guardian (London).
Of háu verði keypt?
„Menn hafa þaö á tilfinning-
unni, aö hátíðahöldin á 20 ára
afmæli stofnunar kínverska al-
þýðulýöveldisins hafi veriö með
minna sniði og meiri sáttfýsi
hafi ríkt en verið hefur um slíka
atburði fyrr. Líti Mao og aðrir
leiðtogar Kínverja yfir farinn
veg, geta þeir ekki aö öllu leyti
verið ánægöir með sjálfa sig. Ef
til vill væri bað rangt aö seass
að Kínverjar hafi keypt pess:
byltingarár „of háu verði“. Þeir
greiddu en meira fyrir þau 25
ár borgarastyrjaldar, sem á und
an fór, ár borgarastyrjaldar, er-
lendra yfirráða og auðmýking-
ar. Engu siöur verður þessi þjóð
að brauðfæða fjóröung af íbúum
heimsins á aöeins átta af hundr
aði af ræktanlegu landi. Þetta er
gífurlegt vandamál.
Neue Ziircher Zeitung.
(Zúrich).
eaaaisuaaKaBrt.'''--.... m.-g:
sæi.i'.