Vísir - 11.10.1969, Side 12
72
V í S IR . Laugardagur 11. október 1969.
*«57í«V£ MI £7 ATTÍNTATFORS0C, MOD M16
7AL7B SfflOT - 06 AmNTATMANDÍN, EN AF
DOMENÍS’ LAKASEH, Eg I DISSE MINUJTER 4
V PS VEJVL EÆN6SLET f
mpvisi
Et HER LKRE MBl ? DU VII RI6V6T KUNNE
HV66E DI6 HERUDE VUMOB6EN TIDLI6 !
nti’in
tonamua
„Orörómurinn um samsæristilraunina „Er ekki fagurt hérna? Þú munt vafa-
gegn' mér átti við rök að styðjast og laust kunna vel við þig þar til snemma í
samsærismaðurinn, einn af handbendum fyrramálið.“
Domenes, er á þessari stundu á lciö í
fangelsið.“
EDDIE CONSTANTINE
B < 82120 ■
rafvélaverkstædi
s.melsteds
skeifan 5
AFGREIÐSLA
AÐAISTRÆTI S
SÍMI T-16-60
Þeir eru allir á leiðinni i einhverja
holu. Hvers vegna?
Skyldi það slanda í einhverju sambandi Guð minn góöur... V«rtu mér mis-
viö mig? kuimsamur.
Tökum að okkur:
■ Viðgerðir á rafkerfi
dínamóum og
störturum.
■ Mótormælingar.
■ Mótorstillingar.
B Rakaþéttum raf-
kerfið.
Varahlutir á staðnum.
„Mér er þetta á móti skapi“,
mælti hann enn. „Það er kominn
tími til að leggja af staö. Annars
missi ég af flugvélinni."
„Við höfuin nægan tíma“, sagöi
ókunni maóurinn á þýzku.
„Þegiöu", skipaöi Kurt. „Réttu
mér skammbyssuna", sagöi hann
siðan viö Parker.
En Parker hreyfði sig ekki. „Pró
fessorinn hefur á réttu aö standa“,
sagöi hann. „Við megum ekki tefja
lengur.“
„Við erum aö fara ... Réttu mér
byssuna...“
Parker hreyfói sig ekki enn.
Foley þóttist skynja, aö meölimir
Smára-hreyfingarinnar væru i ein-
hverjum vafa, eöa jafnvel ekki á
eitt sáttir — og þá aö öllum likind-
um i sambandi við það að afhenda
Þjóðverjanum pröfessorinn. Þaö
leit ót fyrir, að flugvél biði ein-
hvers staöar, sennilega á Shannon-
flugvellinum. Þeir hrósuðu bersýni
lcga happi aö hafa komizt yfír
böggulinn, en voru aftur á móti
ekki vissír um, hvaö þeir ættu aö
gera viö þá, Foley og Oscar. Virtust
ekki vera undir þaö búnir aö leysa
slíkt vandamál. Þaö var ekki gott
að segja, hvaöa hlutverk sá nef-
stóri lék þarna, en þeir í Smára-
hreyfingunni virtust ekki hafa hug
mynd um afskipti hans.
Foley var ekki viss í sinni sök,
en hann gerði ráö fyrir, að Parker
mundi ekki vilja beita marghleyp-
unni. Parker var huglítill — og það
geröi Kurt sér Ijöst. Kurt var hins
vegar hvorki huglítiil né viðkvæm
ur fyrir hlutunum. Sá Ijóshæröi
fantur var þar í flokki meö Mc
Carthy, sem stóö við dyrnar og
beið tækifæris til aö fá að beita
kröftum sínum, rétt eins og hnefa
leikari í þyngsta flokki biður þess
úti í homi sínu að. bjallan klingi.
Foley hélt riiðri í sér andanum.
Hann geröi sér þaö fyllilega ljóst,
að hann mundi bera beinin á ír-
landi, ef Parker afhenti Kurt byss-
una. Þeir Oscar báðir.
Foley rauf þögnina.
„Hvem fjandann er sá nefstöri
að gaufa?“ spuröi hann, án þess
’ að beina spurningunni til nokkurs
eins af þeim félögum. „Hann mælti
sér mót viö okkur hérna.“
„Hvað sagöi ég ykkur ekki?“
hrópaöi McCarthy úti við dyrnar.
„Þögn ...“ hvæsti Kurt, „Það er
um seinan nú. Parker ... réttu mér
marghleypuna tafarlaust...“
Parker hikaöi — en aðeins and
artak. Þegar hann gekk skrefi nær
Kurt og hugðist afhenda honum
byssukriliö, heyröist kallað ein-
hvers staöar úti fyrir. Þeim félög-
um brá og lögöu við hlustirnar.
„Doktor Foley... doktor Foley?“
Þaö var auðheyrt nú, aö kallað
var niðri í vindustiganum. Meðlimir
Smára-hreyfingarinnar inni í svefn-
herbergi jarlsins stóðu sem stjarfir
og hlustuöu.
„Doktor Foley ...“
Röddin var nú mun nær, og berg
málaði í veggjunum við vindustig-
ann.
Foley var i þann veginn aö svara
kallinu, en Kurt varö fyrri til. „Gæt
ið dyranna...“ skipaði hann. „Fel-
ið prófessorinn þarna á bak viö
lokrekkjuna."
Og skyndilega voru allir komnir
á hreyfingu, rétt eins og á Ieiksviði.
Kurt sleppti bögglinum og rétti
út höndina eftir marghleypunni.
Áöur en hann náði tökum á skot-
vopninu,'hafði Oscar stokkið leift-
ursnöggt á Parker. Skothvellur
kvaö við.
Nokkurt brot úr andrá stóöu all-
ir grafkyrrir í miöri hreyfingu, likt
og þegar kvikmynd stöövast á
tjaldi. Svo voru allir komnir í
hörkuslagsmál. Þeir Oscar og Park
er veitust um á gólfinu. McCarthy
og Burke varöstjóri flugust á í
dyrunum. Það var eins og svefn-
herbergið væri allt i einu oröiö yfir
fullt af mönnum, sem slógust.
Foley skreiö sem næst veggnum.
Skotbyellurinn haföi gersamlega
svipt hann allri heyrn i bili, svo
að hann fylgdist með þvi, sem gerð
ist eins og á þögulli kvikmynd.
Hann sá silfurgljáandi byssu-
kriiið skotra eftir gólfinu og inn
undir lokrekkjuna. Einhvern veginn
skreiddist hann á fætur, ætiaöi aö
smeygja sér yfir aö lokrekkjunni.
Þeir slógust sem harðast allt í kring
um hann. Hann kom auga á Sheri-
dan lögregluforingja regnkápu-
klæddan í miðri þvögunni, og sá
ekki betur en að hann væri aö
slást við holdskarpa Þýzkarann. Ein
hver rak olnbogann harkalega i
síðu honum og hann hneig aftur nið
ur á gólfið, á bæði hnén. Loks
skreiö liann á milli fólanna á ein-
hverjum, greip báðum höndum um
fótleggina á viökomandi og kippti
honum um koll, það var prófessor-
inn, sem féll á hann ofan, viðlíka
þungur og kjúklingur. Aftur á móti
var einkennisklæddi Iögregluþjönn-
ínn, sem datt um þá og ofan á
bá, öllu þyngri, og var nú svo kom
iö fyrir Foley, að hann lá endilang-
úr á grúfu á gólfinu undir kösinni,
og haföi hendurnar undir andlitinu
sér tíí VajFnár. Einhver rak úþp ösk-
urkennt vein rétt hjá, þegar Foley
Ieit undan þvögunni sá hann hvar
Burke varöstjóri hneig niður á gólf
ið og hélt báöum höndum um kvið
sér.
Oscar og Sheridan lögreglufor-
ingi börðust við Kurt, og gættu
þess ekki aö McCarthy var lagztur
á hnén viö lokrekkjustokkinn og
þreifaði með höndunum undir hann
eins og hann væri að leita að ein-
hverju þar á gólfinu. Andartaki síð-
ar spratt sá fantur á fætur aftur,
augu hans skutu leiftrum og
skammbyssan silfurlita glampaöi í
hendi hans. Og annar skothvellur
kvað við.
Foley Iokaöi augunum í skelf-
ingu, þegar hann opnaði þau aftur,
sá hann í bakiö á Oscari. Hafði
Oscar gripið með annarri hendi um
úlnlið þeirrar handar McCarthy,
sem á byssunni hélt, hina höndina
reiddi Oscar hátt meö flatan lóf-
ann, þótti Foley sem hvini víð, þeg
ar lófajarkinn skall í hnakkagróf
McCarthys, sem hneig niðnr eins
og ullarpoki, án þess að gefa frá
sér hösta eða stunu, og angun
brostin eins og i frosnum fiski.
„Gætið að Parker..hrópaði
Foley.
Hann heyröi ekki emu sinni tð
sin sjálfur. Hafí einhver annar
heyrt hróp hans, veitti sá því ekbi
athygli. Parker hafði losnaö ur á-
tökunum og laumaðist i átt til dyra.
Foley klöngraðist einhvem veg-
inn á fætur. Hann bar að dyrunum
samtímis Parker og greip um arm
honum. Það kom til nokkurra á-
taka, en Parker tökst að komast
út fyrir þröskuldinn. Parker var
ef til vill ekki mesti garpurinn i
liði Smára-samtakanna, en hann
var þö meiri burðamaður en Foley.
Hann greiddi Foley íððrung, sem
nægði til þess að gleraugun fuku
af honum um Ieið og hann féll
flatur neðst á stigaþrepið. Þaö varð
þö til þess að Parker lokaðist leið
in niður stigann, svo hann átti ekki
nema um það tvennt að velja að
hverfa aftur inn í hið fræga svefn-
herbergi jarlsins, eða halda hærra
upp i vmdustigann.
RIKUÓRN
LAUGAVEGI 178
SfMIT-W^O