Vísir - 27.11.1969, Blaðsíða 1
........... „
Smásíldarsöltun hætt
og beituþörf bjargað
Söltun smásíldar hefur nú ver-
ið hætt í bili, þar sem búið er að
salta upp í fyrirframsamninga á
heilsaltaöri síld til Póllands, en
þangað voru seldar 15 þúsund
tunnur. Lágmarksstærð á síld til
söltunar er nú 800 stykki í tunn-
una af hausskorinni og slógdreg-
inni sild. Er nú einvörðungu
saltað í tveimur stærðarflokkum:
3—500 síldar f tunnu og 5—800,
en um þessar mundir er verið
að vinna að nýjum samningum,
sem kunna að breyta þessum
stæðrarflokkum eitthvað,
Þessi stöðvun á smásíldarsölt-
uninni hefur komið sér mjög vel
fyrir beitufrystinguna, þar sem
víða hefur verið lögð áherzla á
að frysta síld í beitu, en beitu-
laust er nú orðið í mörgum ver-
stöðum. Að undanförnu hafa til
dæmis verið fryst nokkur hundr-
uð tonn af smásíld hjá Haraldi
Böðvarssyni á Akranesi og hef-
ur sú síld verið send vfða um
land, þar sem línubátar voru
orönir uppiskroppa með beitu.
Þetta dugir þó naumast til og
hafa útgerðarmenn nú víða á-
hyggjur af beituskorti á kom-
andi vertíð. Viðtal er við nokkra
útvegsmenn um þetta efnj í
blaðinu í dag,
Sjá bls. 9.
Bíræfnir
þjófar i
Hafnarfirði
Minnkandi eftir- og næturvinna
virðist hafa haft nokkur áhrif á
þjófana f Hafnarfirði, því þeir starfa
nú ekkert síður á daginn en nótt-
unni. f gær var tilkynnt um þjófnað
úr leikifimissal Öldutúnsskóla. Þar
hafði verið stoliö úr veskjum
tveggja, kvenna, 7 — 8.000 krónum,
en töluvert af því var í erlendum
g.ialdeyri.
Þá var fyrir nokkru stolíð útvarpi
og sjónvarpi úr húsi um hábjartan
dag. Þjófurinn hafði komizt inn um
ólæstar bakdyr, en eitthvað virðist
hann hafa verið þurfi fyrir aukna
fjölm:ð!un
Hafnarstúdentum
Fullveldis verður að sjálfsögðu j
minnzt veglega í röðum Hafn- !
argtúdenta að þessu sinni. Hafa
þeir fengið heila hljómsveit frá
ísiandi, Trúbrot. Frá þessu seg-
ir nánar 1 þættinum POP-punkt-
ar.
Sjá bls. 4. j
Deyja af mengun
Eins og skýrt var trá i aðalfrétt
blaðsins í gær er mengunarhætt
an í heiminum litin mjög alvar-
legum augum af sérfræöingum.
í blaðinu í dag er sagt frá þvi
að milli 10 og 20 deyi daglega
í New York af völdum mengun-
arinnar.
Sjá bls. 8.
Hættuleg leikföng
59. árg. — Fimmtudagur 27. nóvember 1969. — 264v tbl.
Kvartanir um glannalega misnotkun loftbyssa berast mjög oft til lög-
reglunnar. í gær var kvartað um það á tveimur stöðum í borginni, á
Sólvallagötu og innarlega við Suðurlandsbraut, að skotið hefði verið á
rúður úr loftbyssum. Eftir nokkurt umstang hafði lögregian upp á tveim-
ur piltum og tók af öðrum þeirra loftriffil, en af hinum loftskamiiibyssu.
Þessar loftbyssur eru kaliaðar leikföng, en það fer fjarri því, að þær séu
hættuiausar. Vegna mikillar misnotkunar þeirra, þurfa unglingar nú
stakt leyfi tii að eiga þessi vopn og munu leyfin bundin við 18 ára al
„Greiðsla tannlækn-
inga væri æskileg
— segir stjórn
,vÆskilega telur stjóm S.R.
greiðslu tannlækninga einkum að
því leyti, að hún myndi stuðla að
aukinni heilbrigði tanna yfirleitt,
þar sem færri en ella myndu af-
rækja viðhaid tanna sinna. Dreifing
áhættunnar skiptir minna máli á
þessu sviði, þar sem þörfin á við-
haldi tanna má teljast nokkuð al-
menn og jöfn. Áf þessum sjónar-
miðum leiðir, að það ætti einkum
að vera almennt viðhald tanna,
sem greiti væri, en síður meiri
háttar aðgerðir, sem leiða af þvi
að viðhald hefir verið vanrækt,
svo sem brýr og krónur.“
Þannig segir m. a. í bréfi frá
Sjúkrasamlági. Reykjavíkur til
borgarstjóra nýlega, en þar stendur
einnig' að frá árinu 1943 hafi ein-
stök samlög haft heimild til að á-
kveða greiðslu tannlækninga fyrir
samlagsmenn, Þessi heimild hafi
lftið verið notuð, trúlega m a.
vegna skorts á tannlæknum. Þá tel-
ur stjórn S.R. að eðlilegra virðist
að ákvörðun um greiðslu tannlækn-
inga sé tekin með lagasetningu þar
sem ríkissjóður beri 57.5% af kostn
aðinum við sjúkrasamlögin, en
sveitasjóðir 19.5%.
sjúkrasamlagsins
Einnig segir í bréfinu:
Ekki er auðvelt að gera sér grein
fyrir því, hve mikill sá kostnaður
er, sem samlög kæmu til með aö
tryggja eða taka þátt í, en ef miðað
er við fjölda starfandi tannlækna
í landinu og þá takmörkun á
greiðslum sem nefnd var, væri t.
d. hægt að gizka á 35 — 50 millj.
króna
Páll Eiríksson, lögregluvarðstjóri, með eitt hinna hættulegu vopna.
Fær þotan lendingarleyfíð?
— Reykjav'ikurflugvöllur reyndur með þotunni
í MORGUN var verið að gera
burðarmælingar með þotu Flug-
félags Islands á Reykjavíkurflug
velli, en í bígerð mun vera að
rýmka eitthvað lendingarheim-
ild þotunnar á flugvellinum.
Eins og kunnugt er hefur það
lengi verið kappsmál Flugfélags-
ins að fá að reka þotuna frá
Reykjavíkurflugvelli og hefur að
undanförnu verið rýmkað nokk-
uð um lendingarrétt hennar þar.
Þannig fékkst leyfi til þess fyr-
ir skömmu, að þotan lenti hér, þeg
ar skýlisrými vantaði á Keflavíkur
flugvelli, en hún mun hafa þurft
að standa úti í misjöfnu veðri þar
suður frá hingað til. Fiugfélagið
hefur talið vélina liggja undir
skemmdum vegna þessa.
Þegar skýlisrými vantar á Kefla
víkurflugvelli, má þotan lenda hér
með farþega og má sömuleiðis
taka farþega hér, þegar hún fer
héðan, Heyrzt hefur aö þessi rétt
ur verði rýmkaður nokkuð á næst
unni, ef mælingar, sem fram fóru
í morgun sýna jákvæðar niðurstöð
ur, en þotunni var ekið fram og
aftur fullfermdri til að kanna veik
ustu blettina.
Dauðsfall
i Straumsvík
# Rúmlega fimmtugur maður
fannst meðvitundarlaus á skurð
barmi á athafnasvæði ISAL í
Straumsvík um klukkan hálf fjögur
í gær. Hann var þegar fluttur í
slysavarðstofuna, en var Iátinn,
þegar þangað kom. Ekki er talið,
að um vinnuslys hafi verið að
ræða, heldur að maðurinn hafi orð-
ið bráðkvaddur Málið er í rann-
sókn.
Þotan var dregin um fullhlaðin, en mælingamenn athuguðu burðarþolið. Þetta er í fyrsta skiptið, sem þotan er notuð í burðar-
þolsmælingum á flugvellinum.
Felldu fyrst KR
— og síðan
MILAN!
í gærkvöldi var spenningur víða
í Evrópu í Evrópubikarkeppn-
inni í knattspyrnu. Mótherjar
KR í haust, Feyenoord settu
sjálfa Evrópubikarmeistarana úr
leik í Mílanó, en að öðru leyti
var þetta kvöld „stjörnuhraps"
í knattspyrnu —
sjá bls. 3.
Trúbrot skemmfir