Vísir - 27.11.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 27.11.1969, Blaðsíða 2
Fæst hjá umboðsmönnum víða um land og í sérverzlunum / unnai <Sq&§eáóóon h.f Suðurlandsbraut 16. - Laugavegj 33. - Simj 35200. Plötuspilari er svissnesk gæðavara Axel Axels bjargaði Fram úr brúðrí bættu gegn Víkingi — Fram vann á reynslunni — en Vikingur fékk rétt oð „lykta" af sigrinum ■ Hinn ungi og upprenn- andi leikmaður Fram, Axel Axelsson, átti sann- arlega sinn stóra hlut í því að Fram fór með sigurinn í viðureigninni í 1. deild í handknattleik í gærkvöldi í Laugardal. Sigur toppliðs ins gegn öðru botnliðanna í deildinni var sannarlega ekki stór og var dýru verði keyptur. ?/✓ //' Geggjaður persónuleiki' í hálfleik í Laugardalshöll Það verður „kátt í höllinni“ um helgina, þegar Valsstúlkur og pólskar stúlkur leika í Evr- ópukeppnlnni, — reyndar ekki nokkurt dautt augnablik. í hálfleik hefur nefnilega ver- ið ákveðið að hljómsveitin Ævintýri með Björgvini Hall- dórssvni. beim ..eeeeiaða ner- sónuleika“, mun halda uppi fjörinu meöan stúikurnar hvíla sig fyrir átök síöari hálfleiksins. Forsala aðgöngumiða er hafin og eru þeir seldir í bókabúð Lárusar Blöndals í Vesturveri og kosta miðar 100 krónur fyrir fullorðna, en 35 fyrir börn. Fram náði forystu eftir 5 mín- útna leik með marki frá Ingólfi en Víkingar jafna. Héizt þannig að Fram var yfir þar til að Víkingur náð; forystu í 5:4 með marki Páls Björgvinssonar og eftir það var Víkingur forystuaðilinn í þessari viðureign, hafði yfir 10:8 í hálfleik, en í seinni hálfleik snemma var Víkingur með 3 mörk yfir, 12:9 og sannarlega virtist hamingjusóiin skína við liðinu þá stundina. En veður eru fljót að skipast í iofti Fram jafnar í 14:14 á 18. mín- útu, Axel skorar þá 13:14 og 14:14 og loks gefur Axel stórkostlega sendingu inn á línu til Björgvins sem skorar 15:14 fyrir Fram. Þetta nægði hinum leikvönu mönnum Fram, sem ríghéldu „risa“ Víkinganna, Einari Magnússyni, niðri, Víkingur jafnaði að vísu í 16:16, en úrslitum réðu tvö vítaköst Guðjóns Jónssonar, hann skoraði örugglega úr báðum, eins og vera ber, — sigurinn var 18:16 fyrir Framara. Leikurinn var að mörgu leyti góður og varnirnar sýndu einkum góðan leik Harka var talsverð, en þó ekki eins og sú, sem Hafnar- fjarðariiðin buðu upp á. Axel Axels- son var langbezti maður Fram, Guðjón ágætur og Þorsteinn sæmi- legur, en ekki í sfnu „landsliðs- skapi“ — Einar Magnússon fékk ekki að njóta sín, virtist feiminn gagnvart varnarmönnum Fram, sem voru alltaf á varðbergi. Helgi, mark- vörður var hins vegar ágætur, Páll Björgvinsson og Guðjón, ungir menn, lofa góðu í Víkingsliðinu. — P. í- Harka úr Hafnarfirði í Laugardal / gærkvöldi — FH vann Hauka 14:11 FH og HAUKAR, —slíkur leik- ur virðist vera að verða að eins konar hnefaleikakeppni. Harkan gengur út í öfgar oft og tíðum finnst manni, og er það leitt, að liðin tvö úr „handknattleiks- borginni“ skuli ekki geta sýnt eitthvað skaplegra hér í Reykja- vík, en sást til þeirra í gær. Haukar voru annars óheppnir, eöa voru þeir klaufskir? Sérstaklega var þetta áberandi í upphafi leiks, þegar Viðar „brenndi af“ vítakasti, og skaut framhjá af línu í upplögðu tækifæri. Stefán tók líka vfti, sem dæmt var ógilt, hann steig á línuna. Einstakur klaufaskapur eða óheppni það! Hins vegar eyðilagði Geir eitt vítakast fyrir FH, lét verja. Virðast vítaköstin ekki hans sterkasta hlið eftir öllu aö dæma. FH náði forystu f sterkum vam- arleik, og undir hálfieik var staðan 6:3, en f hléj var hún 6:4. Fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks skomðu FH-ingar, Árni og Geir (úr vfti). Staðan var því orðin heldur óefnileg fyrir Hauka, 8:4. Haukar reyndu eftir megni að hamla á móti og nú var eins og þeir vöknuðu. Þrjú næstu mörk skoruðu þeir og staðan var 8:7. Þá skora FH-ingar tvö mörk, 10:7, og aftur voru FH-ingar yfir með þrjú mörk í 12:9. Undir lokin sóttu Haukar sig talsvert, en ógnunin í leik þeirra var óvemleg enda þótt þeir næðu að komast í 12:11. Síð- ustu tilraunir þeirra vom nánast út í bláinn og Auðunn Óskarsson bar auðnu til að skora tvö síðustu mörk- in fyrir FH, sigurinn var því 14:11. Af FH-liösmönnum varði Hjalti, vel, Geir var góöur og Öm virðist vera aö ná sér á strik. Haukaliðið' er jafnt, en Viðar ber nokkuð af. Þá var Þórarinn Ragnarsson óvenju' mikið með í spilinu. — p. j. Stnðan í 1. deild í handknattleik • Fram—Víkingur 18:16 • FH—Haukar 14:11. Fram 3 3 0 0 49:44 6 FH 4 3 0 1 70:64 6 Valur 3 2 1 0 56:41 5 Haukar 4 1 1 2 68:57 3 Víkingur 3 0 0 3 47:56 0 KR 3 Næstu leikir: 0 0 3 47:75 0 KR—Víkingur og Fram—Val- ur sunnudaginn 14. desember. Lenco

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.