Vísir - 27.11.1969, Síða 6
V í SIR . Fimmtudagur 27. nóvember 1969.
cyyienningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Okkar heimur. okkar líf?
Svava Jakobsdóttir:
LEIGJANDINN
Helgafell, Reykjavík 1969,
127 bls.
f lokakafla Leigjandans, hinnar
nýju skáldsögu Svövu
Jakobsdóttur, er lýst jólaboröi:
„Á mínútunni sex á aðfanga-
dagskvöld hrngdu jólaklukk-
umar matinn inn. Fatið með
jólagæsinni hafði verið sett á
mitt borðið; skorpan á gæsinni
gljáði, rjúkandi steikargufu
lagði enn upp af henni og allt
umhverfis hana hafði verið rað-
að ananasávöxtum og sveskjum
á barma fatsins. í gæsina hafði
verið stungiö litlum íslenzkum
fánum til skrauts. Fitan seytlaði
upp undan fánastöngunum og
rann í glansandi taumum niður
haminn; í blaktandi skini kerta-
Ijósanna á borðinu virtust fán-
amir bærast og litimir skýr-
ast.“
Einhverjum kann að þykja
þetta öfgafengin lýsing, fárán-
leg, fjarri vemleikanum, —
mynd hinnar fánumprýddu jóla-
gæsar minnir ósjálfrátt á ýkjur
þær, afskræming verulegra efn-
isatriða, sem algengar em til að
mynda í sögum Guðbergs Bergs-
sonar. Um slikt er þó varlegra
að fullyröa sem fæst. Mér sk:lst
að steikt gæs sé á seinni ámm
að verða allalgengur jólamatur
á reykvískum heimilum enda
kosti kaupmenn kapps um að
hafa þá vöm á boðstólum og
auglýsa til jólanna. Einn okkar
helztj höfundur um matgerðar-
list, Helga Sigurðardóttir, mælir
einmitt með þessháttar fram-
reiðslu gæsar sem hér er lýst,
segir m. a. að vel fari á að
skreyta gæsina „litliun islenzk-'
um flöggum“, — og má mikið
vera ef þeim leiðbeiningum hef-
ur aldrei verið hlýtt. Frá þess-i
um bæjardymm séð er lýsing
Svövu fullkomlega raunhæf,
hlftir ýtmstu kröfum raunsæiá
í skáldskap.
Tjetta dæmi, þó það varði litlu
eitt sér, má hafa til marks
um frásagnaraðferð, söguhætti
Svövu Jakobsdóttur. H:num 'ó-
kennilegu og furðulegu atburð-
um sem sögur hennar greipa
einatt frá er lýst í samhengi
hversdagsraunsæis, hins daglega
lífs eins og því er lifað, veruíeika
sem við þekkjum og skiljum
umsvifalaust. Framandi og tor-
tryggilegur leigjandinn í nýju
sögunni kemur be nt inn í dag-
lega önn reykvískrar húsmóður,
konu sem höfundurinn kann á
öll skil og þekkir hversdagslíf
hennar út og inn. Allt hennar
amstur, kunnugleg viðbrögð
hennar við ískyggilegum komu-
gesti, eiga þó einkennilegt megi
virðast mestan hlut að því hve
verulegur gesturinn sjálfur, fá
orð lýs:ng hans, veröur strax
fyrir lesandanum. Sterkur og
náinn samspuni hins raunhæfa
og hversdagslega og þess hug-
vitaða og ókennilega hefur alla
tíð auðkennt sögur Svövu Jak-
obsdóttur, æfingar hennar í sál-
fræðilegum natúralisma í Tólf
konum, jafnt næmlegar og
skarpskyggnar hversdagssögur
hennar úr úthverfum Reykja-
vfkur f Veizlu undir grjótvegg
sem hreinar og beinar furðu-
sögur þeirrar bókar. Þessi sam-
spuni tekst henni til mestrar
hlítar hingað til í Leigjandanum:
Svava Jakobsdóttir skrifar sögur
sínar af æ meiri myndugleik,
valdi á stíl sínum og söguefnum.
Og jafnframt sameinast í nýju
sögunni meginminni sagnanna í
Veizlu undir grjótvegg, hin
almennu efnisminni furöusagn-
ahna og sérstök söguefni
Reykjavíkurlýsingarinnar f
þeirri bók og öðrum sögum
Svövu af svipuðu tagi.
T eigjandinn segir frá ungum
hjónum f Reykjavík, einum
í þeim fjölmenna flokki sem er
aö byggja, keppir að frelsi og
sjálfstæði í eigin húsum eftir ó-
vissu og öryggisleysi leigu-
húsnæðis. Þessi lýsing er raun-
verulega fjarska fábrotin og
einföld í sögunni. En hún virðist
byggð á gaumgæfinni athuguii
samtíðarinnar, lífshátta í
borginní samfara sálfræðilegum
næmleik og skarpskyggni höf
undarins, einatt mjög spaugvís
og stundum beinlínis meinleg;
dæmi, þáttur um litaval í eldhús
á bls. 90. Eftirtekt vekur hve
hnitmiðuð frásögnin er, sagan
öll séð og sögð frá sjónarmiði
konunnar í sögunni, frásögnin
einskorðuð innan veggja heimil-
is hennar. En á þessu þrönga
sviði fara atburðir fram sem
hafa miklu djúptækari merkingu
venjulegu félagslegu eða sál-
fræðilegu raunsæi, skfrskota
langt út fyrir sögusviðið sjálft,
þó lífsgildi sitt í sögunni
eigi þeir vafalaust að þakka
hinu agaða formi hennar og
raunhlítum frásagnarhættin-
um. Við tilkomu hins ókunna út
lenda leigjanda taka sem sé all-
ir lífshættir hjónanna snöggum
og næsta gagngerum breyting-
um, og er sú lýsing bæði fárán-
leg og fyndin En hann lætur
ekki við það sitja að umsnúa
heimilisháttum þeirra, heldur
styrkir þau einnig til húsbygg-
ingarinnar sem komin var í
strand út úr peningaleysi. Fyn-
en varir geta þau flutt í nýja
húsið á sjávarlóðinni og senn er
þar fullbúið heimili þeirra allra.
Þá ber nýr gestur að dyrum.
Og þá er svo komið að leigj-
andinn er samsamaður hjónun-
um sjálfum, óaðskiljanlegur
þeim í beinlínis líkamlegum
skilningi, þeir Pétur eiginmaður
eru orðnir að einum samvöxn-
um manni: einum manni með
tvö höfuð og fjóra handleggi, á
tveim fótum Foröum tíö haföi
konan í sögunni séð sjálfa sig
speglast f augum leigjandans,
veröa að manneskju þar. Hið
uggvænlegasta við hinn nýja
gest í sögulokin er að allt slíkt
samneyti, samstaða við hann
virðist fyrirfram útilokað:
„Nú horfði hún beint í augu
mannsins. Þau voru svardökk
og framandi og spegluðu ekkert,
hún fann ekki sjálfa sig þar
hvernig sem hún leitaði. Henni
barst engin vísbending, ekkert
frumkvæði úr þessum augum.“
A nnað atriði sem athygli vek-
^ ur í kaflanum sem til var
vitnað í upphafi er dulin og hóf
stillt siðferðisleg vandlæting
hans. „Jólaklukkurnar“ segir
þar „hringdu matinn inn“. Nú
er þessi athugun eins og fjöl-
margar aðrar slíkar í sögunni
fullkomlega rétt og raunhæf á
sínum staö. Á þúsundum fs-
lenzkra heimila hringja jóla-
klukkurnar matinn inn á slaginu
sex á aðfangadagskvöld. í sam-
heng; sögunnar fær þessi hvers
dagslega staðreynd nýja og bit
urlega merkingu sem lýsingin á
fánaskreytingunni f framhaldi
hennar gerir næstum óþolandi
glögga: hið friösæla hversdags-
líf sem sagan lýsir er í raun rót
slitið líf, fólkið f sögunn; byggir
heim þar sem fom og söguleg
verðmæti hafa glatað merkingu
sinni án þess nein ný hafi
komið í þeirra stað, lífsfirrtan
heim þar sem hin hversdagslegu
lífsgæöi em einasta haldbæra
viðmiðun sögufólksins. Leigjand
inn á það sammerkt með mörg
um fyrri sögum Svövu Jakobs-
dóttur að hún er borin uppi eða
knúin fram af siöferðilegri vand-
lætingu, gagnrýni samtíðarinn-
ar, ádeilu máski, En óvíða ef
nokkurs staöar hefur henni tek-
izt að samsama slík viðhorf
söguefninu sjálfu til slfkrar hlít
ar sem hér, enn eitt mark þess
hve miklu valdi höfundurinn hef
ur nú náð yfir söguhætti sín-
um. Og f samhengi hinna sið-
ferðilegu viðhorfa og gagnrýni
sögunnar öðlast atburðir og fyr
irburð:r hennar fyrst fulía merk
ingu sína.
T Tm hvað snýst þá sagan?
^ Vera má að atburðarás
Leigjandans, mannlýsingar og at
vik sögunnar séu slfk að hún
kalli á táknlega ráðningu, hreina
og beina útleggingu efnisins
Sönnu nær ætla ég þó að enginn
lesandi komist hjá að leggja
táknlegan skilning, siðferðilegan
pólitfskan, í söguna meðan hann
les, en þar fyrir verði hún seint
ráðin til þeirrar hlítar að hvert
viðvik frásögun.nar gangi upp í
nýju samhengi. Mest er um það
vert að sjálf sagan hugtekur
lesanda sinn, laðar hann á vald
sér, þeim framandi og ískyggi-
lega heimi sem hún lýsir svo
nálægum okkur og svo veruleg-
um. íþrótt skáldskapar er önn-
ur en ritgerðar — lif skáld-
skapar komið undir lesendum
hans, þeirr; merkingu sem þeir
megna að gæða hann. Er því
bezt að fara varlega um hálan ís
Svava Jakobsdóttir.
En hjá því verður ekki komizt
að benda á að orð oghugtökeins
og „öryggi" „vamir" „friður“
„frelsi“ ganga eins og Iyklar að
hugmyndaheimi sögunnar, að
umræða hennar snýst að veru-
legu leyti um mannlegt frelsi og
ófrelsi:
„Henni nægði að vita að hún
var frjáls“, segir á einum stað
um konuna í sögunni andspænis
ókunna manninum í fjörunni,
„og það var rétt hjá þeim Pétri
og leigjandanum að eiga ekkert
á hættu. Betra að búa einn að
vitneskjunni um frelsj sitt og
halda þvf en beita því gegn
öðrum upp á von og óvon.
Hvaða erindi skyldi maðurinn
svo sem eiga hingað inn? Varla
meira erindi en hann átti áður
en þau fluttu Þannig hlóð hún
fortölum yfir frelsiskennd sína
til þess að varðveita hana og
vissi hana því að e:lífu óhulta
sem f steinlagðri gröf“.
Tjegar fyrst er vakin athygli á
manninum f fjörunni ger-
ist það með heimamannlegum
orðum sem f senn bera foman
hreim: „Sjáiði manninn!“ — Hið
einkennilega niðurlag sögunnar,
eftir að hann kemur til skjal-
anna, dregur umræðu hennar
saman í einn stað. Og þessir og
aðrir biblíustaðir sem allt f
einu koma upp í textanum berg-
mála foma siðferðiskröfu: að
maðurinn neyti frelsisins, velji
sjálfur um gott og illt. „Hvemig
er okkar eigin frelsi og farsæld
háttað í dag? Hvar emm við nið
urkomin í heiminum? Þeirrar
spumingar spyr þessj saga
Svövu Jakobsdóttur, meöal ann-
arra, heimur sögunnar, slunginn
kunnuglegum og raunhæfum
fjarstæðum og fáránlegum
þáttum, er okkar eigin heimur
og okkar samtiðar, líf hennar
okkar lff
Zetu gardínubrautir.
Ódýrasta og vinsælasta gardínu-
uppsetningin á markaðnum.
meö og án kappa
fjölbreytt
litaúrval
ZETA
Skúlagötu 61
Sfmi 25440
Simi 25441
ÖKUKENNSLA
Útvega öll gögn
varðandi bílpróf.
Geir P. Þormar. 4
Símar 19896 og 21772.
Skilaboð Gufunes,
slmi 22384.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Símanámskeið
fyrir símsvara
Vegna mikillar eftirspurnar og vaxandi vinsælda verö-
ur símanámskeiöið endurtekið 2., 3. og 4. des. kl.
9—12, örfá pláss laus. — Fjallað verður um starf og
skyldur símsvarans, eiginleika góörar símaraddar, sím
svörun og símatækni. — Ennfremur kynning á notkun
símabúnaðar, kallkerfa o. s. frv.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 82&3Ö.
Góður símsvari er gulli betri.