Vísir


Vísir - 27.11.1969, Qupperneq 7

Vísir - 27.11.1969, Qupperneq 7
V ) I I I 1 I 1 V í S IR . Fimmtudagur 27. nóvember 1969. í MORGUN 1 ITLÖNDÍ MOR GUN IÚTU ÖNÖ XIVI IORGUIM ‘í‘; UTLÖND í MORI GrUN útlönd j Calley liösforingi — óvinsæll. 17 þús. kr. til höfuðs Culley í herdeild huns Liðsforinginn William Calley var svo óvinsæll meöal her- manna sinna, að 17 þúsund krón ur voru lagðar til höfuðs hon- um. Skyldi hver sá, er yrði hon- um aö bana, hljóta 200 dollara frá félögum sínum í sameiningu. Bandarískar útvarpsstöövar skýröu frá þessu í morgun og höfðu eftir hermönnunum sjálf- um. Hermennimir hafa einnig gefið í skyn, að háttsettur mað- ur í bandaríska hemum í Suð- ur-Víetnam hafi hindrað, að fjöldamorðin yrðu upplýst fvrr en nú. Hafi Calley ekki tekið þessi manndráp upp hjá sjálfum sér. Er þetta svipuð ákæra og þingmaður einn hefur boriö fram. Þingmennirnir veiktust af hryllingi Ljósmyndir frá fj'óldamorðunum sýndar utanrikisnefnd Bandarikjanna • Utanríkisnefnd banda ríska þingsins voru í gær sýndar ljósmyndir, sem teknar höfðu verið, þegar f jöldamorðin voru framin í þorpinu í Víet- nam í fyrra hinn 16. marz í fyrra. Myndirnar voru svo hryllilegar, að einn af þingmönnum varð að ganga af fundi, þar sem hann varð sjúk- ur af viðbjóði. Ein myndin sýndi unga konu, sem bað um miskunn, liggjandi á hnjánum frammi fyrir her- mönnunum. Hópur grátandi barna var umhverfis hana. — Nokkruni mínútum síðar voru bæði konan og börnin látin. — Önnur mynd, sem mikil áhrif hafði á þingmenn, sýnir lítinn dreng, sem lá á maganum á veg- inum, sundurtættur af kúlum. Einn hermanna, sem þátt tóku í manndrápunum, segir, aö þeir hafi undir stjórn William Callev liðsforingja, framfylgt skipun- um um að þurrka út þorpið, „bæði menn, hænur og grísi“, eins og hann sagði í sjónvarps- viðtali. Stephen Young, öldungadeild- armaður frá Ohio, kallaði verk þetta, dæm ium hræðileg fjölda- morð“. Hann sagði, að engum gæti nú dulizt, að milli 200 og 700 borgarar hefðu verið drepn- ir á hinn hroöalegasta hr-tt. Sum ar myndirnar sýndu, að hleypt hafði verið af svo nærri sumu fólkinu, að líkamar þess höfðu rifnað. „Ég hélt, að ég væri harönað- ur gegn slíkum hlutum, en ég verð að viðurkenna, að ég varð veikur af að horfa á myndirnar," sagöi þingmaðurinn Inouye frá Hawaii, en hann hlaut mörg heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu í seinni heimsstyrj- öldinni. Bæði Nixon forseti og John Dennis, formaður hermálanefnd- ar öldungadeildarinnar, hafa lýst nauösyn þess, að ýtarleg rannsókn fari fram á fjöldamorö unum í Song My. I’ tilkynningu frá Hvíta húsinu segir, að hinir seku verði dregnir fyrir rétt fvr- ir „viöbjóðslegt og ólöglegt" framferði, sem hvili sem mara á samvizku bandarísku þjóðarinn- ar. Calley liðsforingi fer fyrir her rétt, og mál 25 annarra her- manna eru í athugun. Herinn hefur hingað til yfirheyrt 75 manns í sambandi við málið. Fréttir hafa borizt þingmönn- um um önnur meint fjöldamorð. Margt bendir til þess, að Pink- ville-málið, eins og það er kall- að, sé aðeins upphafið aö mörg- um slikum málsrannsóknum um fjöldamorð á borgurum I Suöur- Víetnam, segja fréttamenn. — Læknir einn, sem áður starfaði í Víetnam, hefur skýrt frá hem- aðaraðgerðum í Mekong-óshólm unum í sumar, þar sem menn, konur og börn voru höfð að skotmarki, þegar þau hlupu út úr kofum sínum, sem Banda- ríkjamenn hófu skothríð á. Vestur-Þjóðverjar undirrita samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna Vestur-Þjóðverjar munu væntan- lega undirrlta samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna á morg- un, að sögn Conrad Ahlers, tals- manns rikisstjórnarinnar i gær- kvöldi. Ahlers sagði, að ríkisstjórnin byggist við umræðum um málið í dag, en hann hefði ekki ástæðu til að ætla, að frjálsir demókratar Þrír Arabar og einn ísraelsmaður fyrir rétt í Sviss sakaðir um morð ÞRÍR arabískir skæruliðar og einn israelskur öryggisvörður, sem háðu skotbardaga á flugvellinum í Ziir- ich í Sviss í febrúar, koma í dag fyrir rétt í Sviss. Palestínuarabam- ir þrír eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði, en þeir skutu 182 skotum á Boeing-fluvél ísra- elska flugfélagsins El AI og urðu manni að bana. fsraelsmaöurinn, Mordechai Rah- camim, er ákærður fyrir morð, en aðstæður eru taldar honum í vil, þar sem hann drap fjórða skæru- liðann, sem árásina gerði. Hann stökk út úr Boeing-vélinni hinn 18. febrúar og banaði Arabanum. Skothelt gler mun vernda ákærðu fyrir morðtilraunum, sem kynnu að Síamstvíburar skildir í sundur J Síamskar tvíburasystur voru í gær skildar í sundur, eftir tíu klukkustunda skurðaðgerð í Boston í Bandaríkjunum. Þær fæddust á sunnudag í Danvers í Massachusetts-ríki og voru sam vaxnar á maga og þvagfærum og höfðu sömu lifur. Þarmarnir voru flæktir saman. A Talsmaður sjúkrahússins sagði, að stúlkunum liði ágætlega eftir aðgcröina. Þetta væri í fyrsta sinn, að síamstviburar, sem sam grónir væru á maga og þvagfær- um, væru skildir í sundur. verða gerðar á þeim við réttar- höldin. Þeir munu sitja í sama klefa ásamt lögregluþjóni/sem hefur það verkefni að stía þeim í sundur. Arabísku skæruliðarnir geta hlot- ið allt að lífstíðarfangelsi, en ísra- elsmaðurinn milli eins og tíu ára fangelsi. mundu hindra undirritun samnings ins. Lengi höfðu menn austan tjalds þær hugmyndir, að Þjóðyerjar hygð ust búa sig kjarnavopnum í' náinni framtíð og hefja „hefndarstríð" í hendur. gegn Austur-Evrópu. Undirritíin Bonn-stjórnarinnar felur að sjálf- sögöu í sér, að Vestur-Þjóðverjar hafna kjarnavopnum, en í samn- ingnum.,Xelst, að ríki, sem nú hafi ekki slik vopn, skuli ekki fá þau Jólaskeið 1969 Brandt kanslari brýtur heilann mikið þessa dagana og endurskoð- ar stefnu ríkis síns í ýmsu. Hér sést hann, djúpt hugsi, ásamt utanríkisráðherra sínum, Scheel. TILKYNNING FRÁ LANDSBANKA ÍSLANDS í sambandi við bókhald í rafreikni mun Landsbankinn taka í notkun frá 1. desember nýja tegund víxileyðublaða með breyttum fylgiseðlum, svuntum. Eftir þann tíma er nauðsynlegt, að einstaklingar, er selja bankanum víxla, færi á svuntur þeirra nafnnúmer seljenda, samþykkj- enda og ábyrgðarmanna. Sama mun gilda um verzlunar- og iðnaðar- víxla, eftir að Hagstofa íslands hefur gengið frá nafnnúmerum fyrir- tækja, sem væntanlega verður um næstu áramót. Þetta eru viðskipta- menn bankans vinsamlega beðnir að athuga- Landsbanki íslands úr silfurpletti ’Hönnuð af Jens.Guð- [jónssyni. Verð kr- 385. i lEinnig spaðar' í sama' Imunstri. Verð kr. 485.« ! Póstsendum Jens Guðjónsson | Laugavegi 60 og Suður-k ’veri. — Sími 12392. > < i WWWWVAAAAAAAA/WN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.