Vísir - 27.11.1969, Síða 8

Vísir - 27.11.1969, Síða 8
8 VISIR Útgefaiídi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Rítstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm; Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. “witiM——a^nniTif"" Hverjir eru „arðrændir"? J^viðið er Evrópa árið 1847. Stórborgirnar eru fullar af hreysum sveltandi öreigalýðs. Börn eru látin vinna í verksmiðjum og kolanámum. Iðnbyltingin er ung og virðist ætla að færa fólki ömurlegt umhverfi og niðurlægjandi lífsskilyrði. Margs konar hugmyndir um endurbætur rísa upp á þessum tíma, þar á meðal marxisminn með slagorð eins og „arðrán“, sem hefur reynzt ótrúlega lífseigt. Sviðið er Evrópa árið 1969. Velferðarstefna hefur hvarvetna borið sigur af hólmi, enda þáttur í stefnu nærri allra stjórnmálaflokka. Fyrir löngu er komið í Ijós, að iðnbyltingin, þótt hún færi ómannúðlega af stað, hefur losað margar þjóðir úr árþúsunda göml- um viðjum fátæktar og hörmunga. Og hinn nýi tími hefur gert gamlar kenningar alveg marklausar. íslendingar eru meðal hinna fremstu í þessari þró- un. Og að sumu leyti höfum við gengið lengra en nokkur önnur þjóð. Tekjuskipting er sennilega jafn- ari hér en í nokkru öðru landi. Hún er að minnsta kosti jafnari hér en á Norðurlöndunum, þar sem vel- ferðarstefna hefur verið í hávegum höfð. Og hún er miklum mun jafnari hér en í austantjaldslöndunum, sem þykjast vera alþýðulýðveldi. Það má jafnvel halda því fram hér á íslandi, að málin hafi snúizt við og það séu nú fyrirtækin, sem séu arðrænd af alþýðu manna- Launþegar eru fjöl- mennasta stéttin og hafa í krafti þess úrslitaáhrif á skiptingu þeirra peninga, sem þjóðin hefur til um- ráða, Hin erfiða afkoma ísienzkra fyrirtækja bendir til þess, að stundum hafi verið gengið of langt í þessu efni. Og misbeiti launþegasamtökin valdi sínu, veikir það efnahagskerfið og þar með undirstöðu lífskjar- anna. Á þessu verður þjóðin að vara sig í fram- tíðinni. Tímarnir hafa breytzt, og þjóðfélagið er allt annað en það var fyrir 120 árum. Vissulega er nú við mörg vandamál að glíma eins og þá, en þau eru allt annars eðlis. En sumir láta eins og ekkert hafi gerzt. Þeir lifa enn í aldargamalli kreddu. Þeir eru svo f jarri raun- veruleikanum, að þeir tala í blákaldri alvöru um, að alþýða manna á íslandi sé arðrænd og tekjuskiptingin sé óhæfilega ójöfn. Þessar öfugmælakenningar eru svo dubbaðar upp og kallaðar hagfræði. í ráun og sannleika er þar ekki um neina hagfræði að ræða, heldur ómengað lýð- skrum. Vinstriflokkarnir hafa lengi verið í vandræð- um með að finna málefni og hafa í seinni tíð freistazt til að hampa öfugmælakenningum marxismans frá miðri nítjándu öld, svona í tilraunaskyni. Og það er ósköp hætt við, að hagfræði af slíku tagi fái lítinn íiljómgrunn, þegar sjö áratugir eru liðnir af tuttug- ustu öldinni. En lýðskrumurum dettur margt í hug, þegar örvæntingin er nógu mikil. fl V1S IR . Fimmtudagur 27. nóvember 1969. Víoa reyna iðnaðarríkin að stemma stigu við mengun vatns. Hér er slík „vatnshreinsun“ framkvæmd. Milli 10 og 20 deyja dag hvern vegna mengunar □ Oft látast milli 10 og 20 manns í New York dag hvern vegna mengunar í lofti. í Buff- alo vex fjöldi barna, sem lögð eru á sjúkrahús með asma og útbrot geysilega, þegar loftið er sérstaklega óhreint. Þetta segir í skýrslum heil- brigöismálastofnunarinnar i Bandaríkjunum, og telur hún mengunina einn aöalháska mannkyns. Jafnframt kvartar fólk i æ ríkara mæli yfir aðgerö arleysi stjórnarvalda um ráöstaf anir gegn menguninni. „Mengunin verður verri meö hverju árinu, sem líöur," segir Charles C. Johnson, sem stýrir stjórnardeild, er annast heilsu- gæzlu. „Ár hvert veröa borgir okkar miður byggilegar, og þjóö- vegirnir valda fleiri dauðföll- um. Ár hvert vex háskinn af streitu og áreynslu, líffræöilega, sálfræöilega og efnafræöilega. Samt virtist okkur víst, að við yrðum að bíöa, unz viö gæt- um taliö líkin á götunum, áður en við skærum upp herör tii aö vemda heilsu mannsins.“ Samband mengunar og manndauða Rannsóknir hafa leitt í ljós, að mjög hefur farið saman aukn ing sulfordioxíös eða mengunar Þeir segja... Kommúnistar drápu 6000 „Auðvitaö er Víetnamstríðiö sóðalegt stríð. Svo hefur það alltaf veriö. Kommúnistar tóku af lífi í fjöldamorðunum eftir Tet-sóknina að minnsta kosti 6000 manns. í öllum styrjöldum gerast grimmdarverk,' stór og smá. Þau eru alltaf óafsakan- leg og aldrei má verja þau. En bandarískir liösforingjar hafa annars vegar og dauðsfalla síð- ustu fimm árin. „Við erum nú í fyrsta sinn sannfæröir um, aö það er ákveöið samband milli mengunar og manndauða, eitt- hvað svipað og er milli reykinga og' ciauösfalla vegna krabba- meins í lungum“, segir dr. Leon ard Greenburg, sem sérstak- lega hefur rannsakað þetta mál. Aðrar rannsóknir hafa beinzt að mannslátum á tímum, þeg- ar loftið er óvenjulega óhreint. Dr. Greenburg fann þó sam- band ,þegar hluti súlfordíoxíðs ins var aöeins 0,2 á móti milljón í loftinu. Dauösföllum fjölgaði um milli 10 og 20 á dag, þegar hluti þessa efnis var milli 0,2 og 0,4 á móti milljón. Hlutfali mengunarinnar náði þessu marki tíunda hvern dag þau fimm ár, sem. rannsóknin tekur til. Díoxíö þetta myndast, þegar gas og eldsneyti brennur í iðju verum. Díoxíöið sýnir stig meng unarinnar, en einnig mæla menn við slíkar rannsóknir hluti, er svífa í lofti. Fimmföldun sjúklinga Fjórir læknar, Shultz, Fled- man, Schlessinger og Mosher, könnuðu, hversu mörg börn koma á sjúkrahús dag hvern með asma og útbrot á hörundi og báru saman viö mælingar á mengun. Voru 32,4 asmatilvik fyrir hver 100.000 böm, þegar mengun var litil, en á móti voru 50,7 tilvik af hverjum 100.000, veriö sakaðir um morð .... Mik ið af sönnunargögnunum, sem sagt er frá, er vafasamt (eða hvers vegna þögöu vitnin í rúmt ár?). Málið verður að rannsaka á heiðarlegan hátt.“ Daily Telegraph (London) Stríðið misst tilgang „Öviökomandi ættu ekki aö predika. Sérhver her rikis, sem llllllllllli m ; þegar mengunin var sem mest. Útbrotatilfellin fimmfölduðust þegar mikil mengun var í and-' rúmslófti. Athugendumir fundu einkum samband milli '■ mengunarinnar og sjúklinga úr hópi drengja innan við fimm ára aldur. „í þessum tölum kemur ekki í ljós sambandið milli mengunar innar og fjölda. allra sjúklinga meö asma, en meiri hluti þeirra kemur aldrei á sjúkra- hús“, segja þeir. Tíu sinnum oftar hósti Aörar rannsóknir sýna fram "á, aö menn stefna heilsu sinni í hættu með reykingum og meö óhreinkun vatns og af geislum. Menntaskólabörn, sem reykja ' meira en 15 vindlinga á dag, fá • hóstaköst tíu sinnum oftar en , þau, sem ekki reykja, sam- kvæmt einni slíkri rannsókn. Þetta gildir um börn niöur í 13 ■' og 14 ára. „Við megum ekki trúa á tæknina í blindni", segir einn : forustumanna í heilbrigöismál- > um, og hann mælir með ströng- •- um hömlum á eitrun andrúms- , loftsins. Ekki megi bíða lengur. heyr slíka styrjöld erlendis, hef ur haft galla, og þaö óhjákvæmi ' lega haft stjórnmálalegar af- leiðingar í för með sér ... þeg- ar Frökkum varð loks Ijóst, hvernig sumar úrvalshersveitir þeirra komu fram viö fanea í Alsír, varö sú sannfæring staö fastari, aö stríðið heföi misst gildi sitt og væri óvinnandi. ' Vera má, að Bandaríkjamenn séu nú að læra sömu lexíu.“ Times (London). «* 'W t l r- t -■

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.