Vísir - 11.12.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1969, Blaðsíða 6
VlSIR . Fimmtudagur 11. desember 1969. cTWenningarmál Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Ný kynslóð Jón Óskar: FUNDNIR SNILLINGAR Iðunn, Reykjavík 1969. 208 bls. j fyrra gaf Jón Óskar út skáld- sögu sem bar glöggan keim af endurminningum. Augljóslega var höfundurinn að verulegu leyti að lýsa sinni eigin bernsku og uppvexti í Leikjum í fjörunni. Ný bók Jóns Óskars í haust 1 FUNDNIR SN1LLING71R Fundnir snillingar, er eiginleg minningabók. En endurm:nning- ar hans frá unglingsárunum, skólagöngu og fyrstu skálda- grillum, vináttu og félagsskap viö sína líka á bragabekk, sver sig að anda og orðfærj í ætt skáldskapar. Vafalaust hefði Jón Óskar getað samið skáld- sögu upp úr efnivið þessarar bókar, minningasögu í svipuðum dúr og Leiki í fjörunni í fyrra. En þar með er engan veginn sagt að slík bók hefði orðið betrj bók en sú sem hann hefur raunverulega samið, höfundinum oröiO meira úr efni sínu með þe:m hætti eða einhverjum öðr- um en hann hefur á bókinni. Cannleikurinn er sá að sögu- efni Jóns Óskars í Fundn- um snillingum eru fjarska smá- ger og lítil fyrir sér. Frásögn hans hefst þegar hann er viö gagnfræöanám í Hafnarfirði og síðan Reykjavík, foreldrar hans ætla honum að ganga mennta- veginn, en piltur er tregur til, farinn aö drabba í skáidskap. „Þegar maður er í skáldlegum og göfugum hugsunum, þá á maður mjög bágt með að fara lesa þurrar og leiðinlegar kennslubækur,” hefur hann eftir bréfi til móður sinnar frá þess- um árum, og þessi eina setning, svo bamaleg sem hún er, gefur fullvel til kynna hugblæ þessara ára í endurminningu hins full- tíða höfundar. Annars er ekki allténd gott að greina hve há- tíðlega Jón Óskar tekur þessar minn:ngar sínar úr æskunni. Á sumu tekur hann með léttu og dálítiö undirfurðulegu spaugi, og þar með sínum eigin skáld- skaparæfingum og andlegu iðk- unum á þessum árum. Frásögn hans af tilraunum sínum til að ‘koma árfrhtnfídrl, sögu eftir sig við ritstjóra Samtíðarnnar, Sigurð Skúlason magister, er: t. a. m. fjarska spaugileg. Önnur efni er þesslegt að hann líti al- varlegri augum enn í dag, það er t.a.m. engu líkara að hann hafi enn ekki fyrirgefið sumum kenn. urum sínum meinlega framkomu fyrir fullum þrjátíu árum. Og fullvíst er að hátíölega tekur hann minn:ngarnar um sín fyrstu kynni af skáldskap og rithöfundum sem raunar eru að- alefni þessarar bókar. Jón Óskar dregur enga dul á það að hann sé kominn úr nánast bóklausu umhverfi. Skáldskap kynnist hann fyrst í skóla, þjóðskáldunum frá alda- mótunum og öldinnj sem leið fyrst, eins og lög gera ráð fyrir, þá samtíðarskáldum. Og fer jafn harðan að yrkja sjálfur. í sama mund kynnist hann öðrum bók- hneigðum og skáldhne:gðum ungum mönnum á sínu reki eða litlu eldri, mönnum sem þá voru að feta fyrstu sporin á rithöf- undarbraut, þó hinir elztu þeirra hefðu þegar komið út fyrstu bókum sínum, Ólafi Jóh. Sig- urðssyni, Jóni úr Vör, Jóni Dan, Hannesi Sigfússyni, og fleirum. Þetta var hin „nýja kynslóð“ stríðsáranna, höfundarnir sem tóku við arfi kynslóðarinnar frá 1918, hinna raunverulegu braut- ryðjenda nútímans í íslenzkum bókmenntum. í þessum hóp voru atómskáldin sem síðar hlutu það nafn. Og afdrifaríkasta spor þessarar höfundakynslóðar í bókmenntasögunni er vafalaust sván*efnd formbylting skáld- skaparins sem hún hratt fram f kjölfar Steins Steinars. Sjálf- sagt er það rétt hjá Jóni Óskari að hans kynslóð skálda hafi ekki orðið fyrir verulegum beinum áhrifum af ljóöum Steins: Steinn Steinarr hefur einfaldlega verið of sérstakt og persónulegt skáld til aö áhrif hans á hina yngri menn yrðu nema ófrjó. Um slík áhrif eða tillíkingu við Stein vitna raunar sum elztu kvæði Jóns Óskars og fleiri höfunda sem ungir voru í þá daga. En ef Steinn Steinarr var ekki læri faðir atómskálda - hver var það þá? Jón Óskar rifjar hér í bókinni upp fyrstu kynni sín af skáldskap samtíðarinnar. þá dýrðardaga þegar heimurinn var að opnast honum í ritum Þór- bergs, Kiljans, Gunnars Gunn- arssonar, ljóðum Tómasar, Steins og Jóhannesar úr Kötl- um. Af frásögn hans er þaö að ráða að í þessum hópi hafi það verið Jóhannes sem gagngerast tók hug hans fang:nn. Og frá sjónarmiði nútíðarlesenda er kyndugt að þaö er sá skáldskap- ur Jóhannesar er nú mun þykja fyrndur og úreltur orðinn, hin innblásnu og eldmóðugu bylt- ingarljóð hans frá fjórða áratugi aldarinnar, sem mest áhrif hefur á þeinnan skáldsinnaða lesanda á stríðsárunum. Á nokkrum stöðum í bókinni víkur Jón Óskar að því að hinu og þessu muni hann gera nánari skil „sfðar“, i annarri eða næstu bók. Það má sem sé vænta framhalds af frásögnun- um í Fundnum snillingum enda er skáldatími Jóns rétt að hefj- ast þegar þessari bók sleppir, og langur tími óliðinn þar til fyrstu bækur hans komast út. Leiðin til skáldskapar hefur orðið honum lengri og torsóttari en hann hefur ætlað í skáldlegri vímu unglingsáranna. Vafalaust gerir Jón Óskar sér fyllilega grejn fyrir sögulegu gildj og hlutverki sinnar kynslóðar f bókmenntunum, og má þvi vænta í framhaldi þessarar bók- ar fyllri greinargerðar fyrir þeim bókmenntalegu nýjungum, ný- stefnu í skáldskap sem átti eftir að taka hug hinna ungu skáld- efna. En sem bókmenntasöguleg heimild kann þessi bók að vera fróðlegust fyrir þaö sem hún lætur ósagt. Hinir ungu menn sem frá er greint í Fundnum snillingum frábitnir skólanámi, drabbandi I skáldskap, sjá eftir á að hyggja fjarska skammt frá sér i bókmenntalegum efnum. Þeir eru heillaðir af skáldskap sinnar nánustu samtíðar en ekki verður séð að þeim hafi auðnazt að læra neitt af sér- stæðustu og snjöllustu höfund- unum úr kynslóðinni á undan, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Frekar er að formfeg- urö Tómasar, eldmóður Jóhann- esar hafi haft gildi fyrir þá. Og ekkert bendir til að þeir hafi neitt leitt hugann að því sem annarstaöar gerðist I skáldskap á þessum og næstu árum á und- an eða erlendum bókmenntum yfirleitt. Það er kyndugt því að einmitt atómskáldin máttu sfð- ar meir þola mjög hörð orð fyrir erlenda eftiröpun og óþjóðlegt yrkingarlag. * að hyggja kann líka að mega merkja sérstæðan og persónulegan stíltón Jóns Ósk- ars í hans fyrstu verkum, sögum og kvæðum sem frásagnir þessar rifja upp. Eitthvaö nýtt og 6- kunnuglegt hefur t.a.m. verið í söguþáttum eins Maður, hestur, vagn eða Maður á kvisti, kona á miðhæö, sem Jón Óskar var að reyna að koma á framfæri á þessum árum, og segir frá því hér í bókinni. En þetta hafa að visu verið fjarskalega óráðin, leitandi verk og verður mönnum varla álasað löngu síðar fyrir að vera ekki ginnkeyptir fyrir þeim í upphafi. Eins og að sínu leyti frásagnirnar 1 Fundnum snillingum eru þau til marks um hve takmörkuð og einhæf hafa verið efni þessarar skáldakyn- slóðar í upphafi hennan þeirrar kynslóðar manna sem e.t.v. mætti nefna kreppukynslóð bók- menntanna, en þeir eru fæddir um og eftir 1920 og þvi um tvítugt á tíma þessara frásagna. Önnur saga er svo það hvemig kynslóð þessari ávaxtaðist sitt pund. En þótt söguefni séu ekki öll markverð og heimildargildi frá- sagnanna í bókinni varla stór- vægilegt, er Fundnir snillingar vissulega vinaleg og viðfeldin bók. Og það stafar fyrst og fremst af frásagnarþokka Jóns Óskars, ofureinföldum en laun klmnum og dálítið undirfurðuleg um rithætti hans, sem mætavel hæfir hinum einföldu frásagnar- efnum. Hinn persónulegi tónn sem ef til vill mátti merkja í fyrstu söguþáttum og smáljóð- um hans er löngu orðin að al- veg persónulegum rithætti, frá sagnarstíl sem Jón Óskar virðist ná á æ meira valdi í sínum síðustu bókum. Hans vegna er gaman að rifja upp með honum þennan skálda- tíma, þó óbjörgulegur hafi hann verið í upphafi sínu. Og vissur lega verður áhugavert að fá meira að heyra um seinni tíma — þegar styrr tekur að standa um hina nýju kynslóð og verk hennar að tala slnu máli. Nýjar bækur • Flotið á fleyjum tólf tófl sögur frá sjómannsárum eft. ir Pál Hallbjörnsson. Þær segja frá lífi og störfum sjómanna i byrjun tuttugustu aldar um borð I ýmsum tegundum skipa. Útgef andi Ægisútgáfan. Prentun Ás- rún. 231 bls. Verð 494.50. hvernig atvinnuleysingjamir börðust, hvernig þeir höfðu í sig og á og það sem gerðist við komu innrásarhersins 1940 og næstu ár. Útgefandi er Ægis- útgáfan.'Prentun, Ásrún. Ragn- ar Lár sá um káputeikningu. — Bókln er 183 bls. Verð í verzl unum 387. Og maður skapast >> Mennirnir í brúnni heitir skáldsaga eftir nýjan höf- und, Martein frá Vogatungu. — Þetta er þjóðlifssaga um stríð- andi fólk kreppuáranna, um það Þættir af starfandi skipstjór um. I bókinni eru viðtöl við sjö aflaskipstjóra, þá Ásgeir Guð- bjartsson, Eggert Gíslason, Markús Guðmundsson. Hilmar Rósmundsson, Harald Ágústsson Hans Sigurjónsson Þórarin Ól- afsson. — Viðtölin eru skrifuð af Árna Johnsen, Ásgeiri Jak- obssynj og Guðmundi Jakobs- syni. Margar myndir prýða bók ina. Útgefandi er Ægisútgáfan. Prentun Ásrún. — Bókin er 166 b!s. Verð 1 verzlunum 591. Fyrsta bók Jónasar Ámasonar kemur hér endurprentuð, en hún kom fyrst út fyrir 15 árum. — Þetta eru svipmyndir úr llfi höf undarins. Bókin skiptist I tvo kafla: „Börn“ og „Annað fólk“ Útge'andi er Ægisútgáfan. — Prentun Ásrún, 173 bls. Verð I verzlunum 387.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.