Vísir - 11.12.1969, Blaðsíða 13
VÍSIR . Fimmtudagur 11. desember 1969.
13
fyaS er engu líkara en margar
huldufólkssögur og ævintýri
hafi orðið til sem eins konar spá
sögur sem nú eru sem óðast að
rætast. Það má segja að gandreiðin
og töfrateppið séu nú í notkun um
allan heim. Svo eru það sögurnar
um ungu mennina, sem létu heill-
ast af álfum. Þeim var opnuð sýn
inn í hóla eða steina, þar sem
ekki bar skugga á ,af ljósadýrð,
glitrandi dýrgripum og silfur-
strengjahljóðfærum. Sumir þess-
ara ungu manna gleymdu sér við
drykkju og dans og á meðan lok-
aðist bergið, og þeir áttu aldrei
afturkvæmt. Aðrir komust til baka
oft fyrir hjálp kunnáttumanna, en
samt urðu þeir sjaldan samir menn
eftir.
Davið Stefánsson og Sigvaldi
Kaldalóns lýsa þessu með sinni al-
kunnu snilld í ljóði og tónum í
„Hamraborginni". Það skyldi þó
ekki vera að einmitt þessar sögur
séu að gerast núna hér hjá okkur.
Eru ekki margar pophljómsveita-
skemmtanir líkar því sem fram
fór í „Hamraborginni". Jú, þar er
dansað og drukkið, og þar er leikið
á silfurstrengi. Síðhærðar afkára
lega klæddar hljómsveitir hrista
sig og skaka á hinn herfilegasta
hátt. Margir unglingar láta heill-
ast af öllu þessu, og ég er hræddur
um að þeir sem sækja oft þessa
staði verði seint jafngóðir eftir.
Þessa popunglinga eða hippía, mun
ég kalla álfa, því þetta eru álfar
nútímans. Ég tel þó að þeir álfar
standi hinum gömlu að baki, sér
staklega í því að hirða sig. Þess
væri aldrej getið að gömlu; álfamir
væru illa hirtir og líkástir sfiepl-
óttum hundum. Þvert á möti var
sagt að hinir gömlu álfar hefðu ver
ið vel hirtir og snyrtilega til fara.
En tímamir breytast og álfarnir
með. Nýtízkuálfamir láta sér fátt
óviðkomandi. Kröfugerð og heimtu
frekja þeirra í garð annarra er
takmarkafaus. Foreldrar, kennarar
og aðrir fqrráðamenn em dæmdir
Opiö alla daga
Sími 84370
Aðgangseyrir. kL 14—19
kr. 35. kl. 19.30—23.00
fcr. 45. Sunnud. kl. 10—19
fcr. 35. fcL 19.30—23.00
fcr. 45.00
10 miðar kr. 300.00
20 miðar kr. 500.00
Ath. Afsláttarkortin gilda
alla daga jafnt.
Skautaleiga kr 30.00
Skautaskerping kr 55.00
Iþrótt fyrir alla fjölskyld-
uao.
óalandi. Þeir heimta að fá öllum
sínum líkamlegu þörfum fullnægt
í ríkum mæli, án þess að leggja
nokkuð af mörkum sjálfir. Út; í
löndum er þessi lýður að verða
hreinasta plága. Þeir taka skóla c„
hús sem aðrir eiga í sína vörzlu,
kveikja í húsum og bílum og eyöi-
leggja flest sem þeir geta, Með
þessum aðferðum segjast þeir svo
ætla að skapa betri heim!!
í Morgunblaðinu 7. sept ’69 er
grein um erlenda nútímaálfa. Þar
er því haldiö fram í fyllstu alvöru,
að þetta sé hin nýja kynslóð, sem
leitar frelsis og friðar. Eftir mynd-
unum að dæma sem fylgja grein-
inni gæti manni frekar dottið i
hug, að þetta væru sálsjúkir vesal-
ingar, heldur en að þama séu
frelsarar heimsins á ferð. Þessu til
frekari sönnunar læt ég fylgja hér
orðrétt úr greininni: „I Bethel voru
langflestir undir áhrifum eiturlyfja
og mest var notað af „marihuana“.
Yfir svæðinu sveif sætilmandi reyk
ský frá þúsundum af maríhuana-
vindlingum. Einn af mótsgestum
dó af of stórum skammti og hundr
uð veiktust, eftir að hafa notað
slæma tegund af LSD.“
Það er stórfurðulegt hve margir
áhrifamenn gera miklar gælur við
ofbeldis, víndrykkju og heimtu-
frekjulýðinn, sem veður upþi i
skemmtanalífinu, skólunum og
ýmsum pólitískum og ópólitískum
félögum. Allt eru þetta greinar af
sama meiði, sem miða að því að
kollvarpa núverandi þjóðskipulagi.
Það er áreiðanlegt að Kremlverj-
um og Maoistum hlær hugur í
brjósti, þegar'-þeir, sjá vesaldóm
___i____ r_____*__ðKkt -----
vestrærina forustumlnhá1 -gágnváH
nútímaálfuriúm. Þegar þeir eru
búnir að eitra og sýkja þjóðirnar,
þá má segja að brautin sé vel
rudd fyrir hina austrænu ofbeldis
stefnu. Eitt af því sem þessi lýður
lítur illu auga er kirkjulegt starf.
Þeir gerðu jafnvel tilraun til að
troða sér inn í kirkjumar hér í
borg. Þar gerist sama sagan, jafn-
vel ágætir kennimenn létu glepj-
ast, en líklega verður komið í veg
fyrir að þeir nái taki á hurðar-
hringnum, því þá gæti farið líkt og
í „Dansinum í Hruna“.' Tilbeiðsla,
trú og hátíðleiki fyki út í veður
og vind. Kirkjulegt starf hryndi.
Og það er einmitt einn liður í
áætlun nýtízku álfanna. Sem bet-
ur fer er þaö lítill hluti unglinga,
sem hefur látið gepjast. Það sann-
aöi pophátíöin í Laugardalshöll-
inni, Með miklu auglýsingabramb-
olti tókst að hóa saman ca. 4000
unglingum af öllu Faxaflóasvæð-
inu, og sennilega víöar að. Fram-
kvæmd og fjármál þessarar „há-
tíðar“ lofar ekki góðu þegar sú
stund rennur upp er popkommalið-
ið tekur völdin í landinu. Hættuleg
asta álfahreyfingin grefur um sig
innan skólanna. Þó er þaö lítill
hluti skólaæskunnar, sem hefur
Iátið blekkjast. En þetta er harð-
snúið og vel skipulagt lið, og þeir
tíðum hundeltir sem neita að taka
þátt í álfadansinum. Það er höfuð-
nauðsyn að forustumenn þjóðar-
innar og þjóðin sjálf taki höndum
saman gegn heimtufrekju og upp
lausnarlýörium f tæka tíð. Ég ætla
að minnast á samtal sem birtist i
popblaðinu „Jónínu“, þar sem
einn unglingur er spurður, hvaöa
áhugamál hann hafi önnur en pop-
hljómlist og skemmtanir. Svarið
var eitthvað á þessa leið: „Ja, það
er nú þaö. Ég hef engin áhugamál
önnur.“ Sem sagt: Engin áhugamál,
engin stefna, aðe:"s .eitt núll. Full-
skapaður álfur á ferð. Og nú reyn-
ir á kennimenn eins og áður fyrr,
að reyna að hjálpa unglingunum
út úr berginu, svo þeir greini aftur
hinar fögru hliðar lífsins, og temji
sér þá hógværð, reglusemi og
hjálpsemi sem er forsenda þess að
hægt sé að lifa hamingjusömu lffi
hér i heimi. Hjálpið þeim að til-
einka sér göfugar hugsjónir fram-
fara og bjartsýni. Ég vona að
týndu synirnir og dæturnar kom-
ist út úr berginu sem fyrst. Þá
mundu allir góðir menn gleðjast
með þeim, og ef til vill slátra ali-
kálfi eins og forðum við heimkomu
týnda sonarins.
Ingjaldur Tómasson.
ÍM TIL JÓLAGJAFA: MS
VIÐ BJÓÐUM YÐUR Á
ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI
SKATTHOL
Verö kr. 7.860.
Sófasett • Skrifborð • Símaborð
Inaskotsborð • Stólar (stakir)
Sófaborð • Vegghillur • Frúarstóll
KOMIÐ, SKOÐIÐ, SANNFÆRIZT.
ÓDINSTORG HF. húsgagnadeild
Skólavöröustíg 16 — Sími 14275
'i 'i •' II I / Ú - I• t! i't 1"! r s
LANDVÉLAR StF.
Síðumúla 11 - Simi 84443
Ívlt&ia$wluxð
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12. — Sími 22804.
© Notaðir bílar til sölu <&
Höfum kaupendur að Voikswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu.
Til sölu í dag:
Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’62 ’63 ’65 ’68
Volkswagen 1300 ‘66 ‘67 ‘68 ’69
Volkswagen Fastback ’66 ’67
Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68
Volkswagen station ’67
Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68
Land-Rover dísil ’62
Willys ’66 ’67
Fíat 600 fólksbifr. ’66
Fíat 124 ’68.
Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67
Toyota Crown De Luxe ’67
Toyota Corona ’67
Volvo station ’55
Chevy-van ’66
Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju.
Volga '65
Singer Vogue ’63
Rússajeppi Gaz. ’66
Benz 220 ’59
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúpigóðum og giæsilegum sýningarsal okkar.
S'imi
21240
Laugavegi
170-172
Bezt að auglýsa í Vísi
I