Vísir - 08.01.1970, Side 8

Vísir - 08.01.1970, Side 8
5 VÍSIR tftgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands ! lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Bjart yfir sjávarútvegi Deilurnar um aflahlut sjómanna og fiskverð á vetr- / arvertíð hafa venjulega staðið í hámarki um þetta // leyti árs. Segja má, að menn séu orðnir vanastir því, )) að verkfall ríki á bátaflotanum á þessum tíma og \l stundum fram í febrúar. Þetta hefur verið ein hinna \\ dapurlegu staðreynda svartasta skammdegisins. (í í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum. Strax // á gamlársdag náðist samkomulag um hlutaskipti og // meirihluti náðist um ákvörðun á nýju fiskverði. Þess- 1 ir tveir hnútar voru leystir í einu lagi, áður en nýja l árinu var heilsað. Útgerð gat því, aldrei þessu vant, / hafizt strax eftir áramót og notfærðu margir sér það / þegar á nýársdag. ) Fiskverðið, sem vinnslustöðvarnar greiða til út- \ gerðar og sjómanna, hækkar um 9V2%. Jafnframt \ breytast hlutaskiptin milli útgerðar og sjómanna á ( þann hátt, að sá hluti aflaverðmætisins, sem tekinn / er af óskiptu og notaður í þágu útgerðarinnar, minnk- / ar úr 17% í 11%. Þetta hvort tveggja jafngildir 15% ) hækkun á kjörum sjómanna og að kjör útgerðarinn- \ ar gera aðeins betur en að standa í stað, ef gert er \ ráð fyrir óbreyttu aflamagni. ( Vinnslustöðvarnar borga brúsann af þessari af- / greiðslu, enda stóðu fulltrúar þeirra ekki að ákvörðun / fiskverðsins í þetta sinn. 9V2% hækkun er mikill biti, ) en menn vona, að hún komi að miklu leyti fram í \ hærra útflutningsverði á fiskafurðum. Verðlag á er- \ lendum markaði hefur heldur verið á uppleið und- ( anfarið og er ekki að vænta afturkipps frá þeirri þró- /1 un. Ef útflutningsverðið nær á þessu ári því að verða // 9Vi% hærra en í fyrra, mun hagur vinnslustöðvanna )) ekki versna. ( Það heyrist að sjálfsögðu nokkur kurr í röðum allra / málsaðila. En í heild eru flestir fegnir, sjómenn, út- ) gerðarmenn og fiskvinnslumenn. Erfiðasta ákvörðun \ ársins liggur að baki og það á tilskildum tíma. Menn ( sjá því í flestum verstöövum fram á athafnafrið og ( gróskutíma á næstu mánuðum, samfara minnkandi / atvinnuleysi, ef aflinn bregzt ekki. / í Vestmannaeyjum og ef til vill einhverjum öðrum ) verstöðvum getur þó orðið bið á, að vertíð hefjist, \ því að sjómenn þar hafa ekki viljað staðfesta samn- l ingana, þótt þeir vilji ekki fella þá. Vonandi er hér ( um að ræða einhvern misskilning, sem hægt er að ' leysa á skömmum tíma. / Með hinu nýja fiskverði og hlutaskiptum hefur sjáv- ) arútvegurinn í heild gefið sér hina beztu jólagjöf, \ sem hugsazt getur. Það er bjart framundan í þessari \ atvínnugrein. Aflahorfur eru nokkuð góðar og sölu- ( horfur erlendis enn betri. Útlit er fyrir mikla línu- ( veiði, en það hefur í för með sér aukin fiskgæði og / hærra útflutningsvérð. Hagur fyrirtækja í sjávarút- ) vegi en betri en undanfarin ár. Það eru því allar for- \ sendur fyrir mikilli 'atvinnu í verstöðvum í vetur. ) VÍSIR . Fimmtudag«r 8. janúar 1970. ■■■■^■■■MHgBanrannBSRr'' Charles Manson segist alls ekki vera hippíi. Hvað er sannur hippíi? niiiiiinii m tosí Eftir moröib a Sharon Tafe verða hippiar fyrir aðkasfi, en sumir segja, oð hinn raunverulegi hippii geti ekki „gert flugu mein" Morðið á leikkonunni Sharon Tate hefur enn rýrt álit hins almenna borgara á hippíunum, þótt það væri ekki mik- ið fyrir. Fólk lítur á þá sem vandræðagemlinga í bezta tilviki og stór- hættulegan glæpalýð í því versta. Þó eru marg ir til að mæla „hippía- menningunni" bót og halda því fram í fullri alvöru að hún hafi kosti umfram hið „gamla“ líf. Benda þeir á að Charles Manson, ákærður for- ingi morðklíkunnar í Hollywood, neitar því að hann sé kallaður hippíi, og telur sig hátt hafinn yfir þann „lýð“. Menn segja, að meiri- hluti hippíanna sé frið- samt fólk, sem ekki „geti gert flugu mein“. □ „Manson ekki hippíi“. Bandarísk húsmóðir ekur bíl sínum og síöhært ungmenni bendir með þumalfingri og víll fá far. Hún stöövar ekki bif- reiðina. Skeggjaður maður kem ur inn í verzlun og kaupmaður inn spyr: „Áttir þú nokkum þátt í morðunum?" og það er broddur í orðum hans. Tötrum klætt kærustupar gengur upp á hæðimar, og bóndinn rekur þaö af höndum sér með byssu á lofti. Þetta em daglegir viðburðir í Bandaríkjunum, segja frétta- menn, eftir morðið á Sharon Tate og að minnsta kosti sex öðr um sem lögreglan eignar „hipp- íum“. „Manson er í rauninni alger andstæöa hippíans", segir sál- fræðingur, sem þekkir „nýlendur hippianna". „Manson er fulltrúi hins djöfullega, sem býr í okkur öllum." □ „Blómabörnin“ stofnuðu samfélag 1967 Hippíahreyfingin komst í fréttirnar árið 1967, þegar þús- undir ungs fólks, svonefnd „blómabörn", þyrptust í Haight Ashbury héraðið í San Franc- isco. Túristar flykktust þangað til að líta á gripma og slíkt hið sama geröu sölumenn eiturlyfja og alls kyns misindismenn. — Hreyfing hippíanna breiddist út. Margar slíkar „nýlendur" hafa sprottið á vesturströnd Banda- ríkjanna og i fjöllunum 1 út- jaðri Los Angeles reis nýlendan Topanga. Þangað hafa flykkzt „bóhemar" og „beatnikkar“ og listamenn af ýmsu tagi, fólk sem flýr borgarlífið. í Topanga eru litil hús úr steini og timbri í friðsælum hæð ardrögum og fjallshlíðum. — Þarna er þó einnig að finna full trúa „menningarinnar“ svo sem verzlunarráð. Þessar fylkingar' elda oft grátt silfur. □ Mescalín, stjömu- spár og örvænting Fréttamaöur segir: „Þetta hippíaþjóðfélag er margt í senn. Það er þjóðhátíðarveizla, þegar 100 manns eru undir áhrifum ' mescalíns. Mæður fara í skemmtigöngu út í skóg með • bömum sfnum. Á auglýsinga- . töflu nýlendunnar eru auglýst heimagerð föt, ljóð og stjömu- spár. „Það eru flakkarar, sem bíða eftir styrk eða peningum að 1 heiman og heimspekingar... og : fólk, sem gefur stúlku húsgögn ; af því að húsið hennar brann.. ' tónlist bítlanna." „Það er líka einmanaleikinn , og örvæntingin, eiturlyfjasvall og kvíði um framtíðina ... Það getur komið til ofbeldisverka, ' annaðhvort af völdum þeirra, • sem eru andlega bilaöir eða , þeirra, sem ráöast á vamarlaust j fólk, sem þeir skilja ekki.“ □ Tveir flokkar * hippía * í þessu samfélagi em tveir * hópar hippía. Annars vegar hin ■ ir eldri, sem oftast eiga fjöl- skyldu og hugsa um framtíðar ' búsetu. Hins vegar eru flakkar- , amir, oftast einir síns liðs og ó- giftir, sem staldra við í nokkra ' daga eða mánuöi og halda síöan » áfram flakki sínu. Báðir hóparn ■ ir eru að leita að einhverju ■ nýju. Þeir hafa hafnað þvi sam- ' félagi, sem þeir áður lifðu í. , Hippíarnir hrífast af heim- speki Austurlanda og temja sér j oft það, sem þeir telja vera ; háttu manna í Austurlöndum. Þeir telja sig hafa það fram yfir „venjulegt fólk“, að þeir „skynji ■ betur náttúruna", þeir, njóti lífs ins af líkama og sál, óhindrað. ! Þeir vilja heldur klæðast heima ’ tilbúnum fötum, sem þeir hafa ’ sjálfir gert, heldur en snyrti- ' legri og betri klæöum úr verzl- J unum. Ánægjan sé í því fólgin ' að hafa sjálfur skapað þessi verðmæti og njóta þeirra með það í huga. Hvað er „sannur hippfi? — Þeirri spurningu er ekki auð- svarað en ofangreindar lýsingar á lífemi þeirra í einni helztu „hippíanýlendunni" gefa nokk- uð til kynna um það efni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.