Vísir - 08.01.1970, Side 6
cTMenningarmál
V1SIR . Fimmtudagur 8. janúar 1970.
er
undrið..
Tjýðingar Helga Hálfdanarson-
ar bar hátt á jólunum —
að liðnu bókahaustj þar sem
annars fór fyrir flestu meir en
mikibháttar erlendum skáld-
skap í íslenzkri þýöingu. Leik-
félag Reykjavíkur lék Antígónu
Sófóklesar í þýðingu Helga sem
getiö var hér í blaðinu fyrir
áramótin, fyrstan grískra harm
leikja á íslenzku leiksviði. Og
útvarpið flutti á þriðja dag jóla
Anton og Kleópötru eftir Shake
speare í þýðingu hans. Það var
mikið átak, bæði af leikenda
hálfu jg hlustenda, en flutning
ur verksins tók fulla þrjá
klukkutíma. Áreiðanlega var
rétt ráðið af útvarpinu að flytja
verkið með þessum hætti því
að þess verður að líkindum
langt að bíða að við fáum að
sjá það á leiksviði. Og hin skil-
merkilega þýðing Helga Hálf-
danarsonar, leikræn, ljós og að
gengileg, er að sínu leyti allvel
til útvarpsflutnings fallin. En
það er samt sannast sagna að
Shakespeare nýtur sín yfirleitt
ekkj í útvarpi, þó auðvitað
mætti ' ugsa sér róttækar út-
varpsgerðir leikjanna með gagn
gerri styttingu og samþjöppun
efnisins, sérstakri „útvarps-túlk
un“ þeirra. LeiF' hans verður
að sönnu notið á bók, og
sumra hverra ef til vill hvergi
til jafnmikillar hlftar og v:ð
lestur þeirra. En þaö er ekki
fyrr en á leiksviði að heimur
Shakespeares birtist réttur og
alskapaður, og eitt af viöfangs-
efnum Ieikhússins verður að
leiða okkur þennan heim fyrir
sjónir með nýjum og nýjum
hætti á hverjum tfma. —
Þótt íslenzka leikhúsiö sé
margra verka megnugt, eins
og sýning Antígónu er sfð-
ast til vitnis um, er það tæp-
lega til þess fært ennþá að fást
með fullgildum, sjálfstæðum
hætti viö Shakespeare-leiki. Út-
varpsflutningur Antons og Kleó
pötru minnti með sfnum hætti
á hugsanlega eða mögulega svið
setningu leiksins. Margt var að
sönnu vel og jafnvel ágætlega
flutt, einstök hlutverk og atriði
ieiksins. Ég felldi mig að flestu
leyti vel við flutning Rúriks
Haraldssonar, Helgu Pachmann,
Helga Skúlasonar og ekki sízt
Róberts Amfinnssonar á nokkr-
um stærstu hlutverkunum. En
miklu var vanskipaðra í mörg
minni hlutverk leiksins, alveg
eins og gerist á stórsýningum
leikhúsanna, og veittist torveld
ara aö fylgja eftir hinum fjöl-
mennari atriðum hans með hug
og sál. Þeirra er þó ekki síöur
þörf en hinna stóru hlutverka,
dramatísku atriöa til að ljúka
heimsmynd verksins.
A ntígóna í Iðnó minnir annars
^ á það hve mörg skörð
standa opin og ófyllt í þýddar
bókmenntir á íslenzku, og fyll-
ist þó með hægðinni upp í eitt
og eitt. Og meira er umleikis í
þýðingum klassískra bókmennta
á íslenzku þessi árin en oft áð-
ur: Shakespeare-þýðingum
Helga Hálfdanarsonar smáfjölg
ar, Sófókles birtist á íslenzku í
ár, Dante í fyrra. í nýlegum
Skími, grein eftir Robert
Cook, er strangri gagnrýni
beint að Dante-þýöingum Guð-
mundar Böðvarssonar, aðferð
hans við verkið fyrst og fremst,
og felur sú gagnrýni að sjálf-
sögðu f sér mikið vantraust á
skáldlegum niöurstöðum Guð-
mundar. Hér er ekki staður né
stund til að ræöa þessa gagn-
rýni f einstökum atriðum, en
vel mætti hún verða upphaf al-
mennrar umræöu um vahdamál
þýðinga á íslenzku. Og hvað
sem aðfinnslum líður að verki
Guðmundar Böðvarssonar verð-
ur hinu ekki breytt að honum
hefur fyrstum manna auönazt
aö oröa samfelldan skáldlegan
Dante-texta á íslenzku, að verk
hans leggur beinlínis grundvöll
aö öllum frekari umræðum um
vanda þess að þýða Dante á
okkar mál. Verk hans stendur
að því leyti til f góöu gildi þó
niðurstöður frekari athugana og
umræð-’ yrðu ef til vill bær að
annar háttur en hann hefur val-
iö sér hæfði betur til að oröa
kvæði Dantes við okkar hæfL
T''rímur Thomsen birti í Ljóo-
mælum sínum, 1895, all-
mikið safn „grískra fornkvæða“
í íslenzkri þýðing. Það er veru-
legasta tilraun sem hingað til
hefur verið gerð til að orða
fomgrísk Ijóömæli á íslenzku.
Ekki munu þessar þýðingar
Grfms hafa verið hátt metnar
á þeirri tíð né mikið sinnt síð-
an: þeim var gikkslega tekið og
fundið flest til foráttu af þeim
gagnrýnendum, er dæmdu þær
sem þýðingar meö samanburði
við frumkvæðin, — og mikið af
þeim hefur orðið jafnvel góöum
lesendum dauð blaðfylli, segir
Sigurður Nordal í hinni nýju og
vönduðu útgáfu sinni á Ljóð-
mælum Gríms Thomsens. Sjálf-
ur leiðist hann til að fella niður
verulegan hluta hinna grísku
fornkvæða í þessari prentun
Ljóömælanna svo að ekki stend
ur nema um það bil fjórðungur
þeirra eftir. „Þetta er ekki gert
vegna þess fyrst og fremst að
ég sjái eftir þáppímum, þótt
mér hafi jafnan fuiidizt fara
alltof mikið fyrir þessum þýö-
ingum í Ljóðmælum 1895,“ seg-
ir Nordal. „Annað reið samt
baggamuninn. Mig hefur lengi
tekið sárt að þær af þessum þýð
ingum, sem hvorki hafa
verið lesnar né i rauninni átt
það skilið, hafa fælt fólk frá
því að kynnast hinu sem betra
er — og sumt afbragð." Ekki
ætla ég mér að fara að deila
um smekk við Sigurö Nordal.
Enda skal það ekki rengt að
hér sé vandlega valið úr þýð-
ingum Gríms, bæði með tilliti
til þeirra sem skáldskapar á
íslenzku, á sínum stað í ljóð-
mælum hans, og sem þýðinga
Jón Sigurbjörnss. í hlutverki Kreons í sýningu Leikfélagsins.
úr fjarlægum og framandi
skáldskapar og hugarheimi. Á
hitt má þó benda að allt ins
hefði mátt hugsa sér útgáfu
hinna grísku fomkvæða með
þveröfugu móti: að þau væru
gefin út öll í heilu lagi með
ýtarlegum inngangi um kvæðin
sjálf og þýöing þeirra og skýr-
ingum eftir þörfum. í stað þess
að greina beztu og fegurstu
þýöingamar frá hinum væru
þær þá notfærðar til að laða
lesendur aö þeim sem óaðgengi
legri virtust — ef það þætti af
öðrum ástæðum tilvinnandi.
Um það efni er ég satt að segja
ekki dómbær. En mér virðist
viðfang Gríms Thomsen við hin
grísku fornskáld efni sem í
sjálfu sér er allrar athygli vert,
ýtarlegri rannsóknar og greinar
gerðar en það hefur hingað til
sætt.
■Ovað sem öðm líður er svo
mikið víst að snjöllustu
þýðingar Gríms Thomsens era
gullvægur skáldskapur á Is-
lenzku. Um það má hafa til
marks, og til samanburðar við
þýðing Helga. Hálfdanarsonar
sem nú hljómar í Iönó, kór
þann úr Antígónu sem hefst og
endar svo í þýðing Gríms:
Margt er undrið; manneskjunni
meira finnst ei neitt;
svalar fer hún yfir unnir,
yfir hafið breitt;
þó að storma belji bræði,
bláan ljósti og ýfi græði,
henni allt er eitt.
Móöur allra meir ei vægir,
maðurinn ótæpt holdið plægir
jámi jarðar feitt.
Misjafnt þessu mikla pundi
maður löngum ver,
eihn er viö hiö illa bundinn,
öðrum betur fer.
Guði ljúfan, lögum gegninn
landi tel ég nýtan þegninn,
sá af seggjum ber;
en hinn, sem dreift af
dyggða vegi
djörfung til hins vonda teygir,
þjónn sízt þarfur er.
Sá skal hvorki húsa minna
né hugar skjólið maður finna;
lifi hann sjálfum sér!
Tjetta mál rifjar nnað upp:
aö á víð og dreif í rit-
söfnum þjóðskáldanna frá öld-
inni sem k’" og raunar einnig
seinni skálda, er geymdur og
grafinn forði þýðinga sem vel
má vera að sæti þar m' .ii eftir
tekt, nýtist verr en raunveru-
lega væri vert Auövitað eiga
þessi verk heima I slíkum út-
gáfum, og margt af þeim má
ver 5 einkum hafi núorðið
til au bera heimildargildi um
höfund sinn. En alveg eins og
óþarft er að fþyngja hverri út-
gáfu á framkveðnum ljóðmæl-
um þjóðskáldanna með öllum
þýðingum þeirra — eins má
það vera að hin fremstu þýö-
ingarverk þeirra þurfi á aö
halda útgáfu sér á parti til að
komast til skila. A”ðvitað eiga
helztu þýðingar í bókmenntum
okkar jafnan að vera aðgengi-
legar á bókamarkaði «ins og aö
sínu leyti framort verk. Og fyr-
ir utan hin stærri verkin má t.
a. m. hugsa sér margskonar úr-
valssöfn erlendra Ijóðmæla og
höfuöskálda í íslenzkri þýðing.
Fyrir jól var eins og endranær
um þaö rætt hve fátt kæmi út
af nýtilegum erlendum skáld-
skap I þýðingu. Af þeim fjórum
eöa fimm tugum erlendra skáld-
rita sem þá komu út, flest af
því skáldsögur, hafa varla nema
fjórar eöa fimm bækur talizt
til markverðra bökmennta. Það
er í rauninni einkennilegt að
enginn ráðsvinnur útgefandi
skuli hafa vakizt upp til að
skipuleggja samfellda útgáfu er-
lendra bókmennta á íslenzku —
ekki sízt með tilliti til þess að
ýmiskonar bókaflokkar og rit-
söfn munu á undanfömum ár-
um hafa reynzt út”efendum út-
gengileg og arðvænleg sölu-
vara. Mætti hugsa sér hvort
heldur væri flokka klassískra
og hálfklassískra bókmennta
sem þegar eru til I fslenzkri þýð
ing, nýjar þýðingar slíkra verka
sem gagngert væri til stofnað
útgáfunnar vegna, eða flokka
samtíðarbókmennta. Ef hyggi-
lega væri til slíkrar bókaút-
gáfu stofnað og vel til hennar
vandað í hvívetna hefði hún
miklu menningarlegu hlutv. að
gegna. Hún mundi auka kosti
og fjölhreytni bókaútgáfunnar
og bókamarkaðarins fyrir jólin.
Meöal annars gæti hún orðið til
að eyða því vantrausti og tor-
tryggni sem ótvírætt loðir nú
viö þýddar bækur á jólamark-
aðnum og áreiðanlega spillir
verulega söluhorfum þeirra: að
það sem erlent er og þýtt hljóti
einnig að vera óvandað. Utgef-
endur einir geta hnekkt þeirri
ótrú með því að sýna og sanna
að þýddar bækur geti einnig
reynzt álitlegar tfl eignar, var-
anlegar bókmenntir en ekki
tómar skyndigjafir tll afþrey-
ingar.
tJr Antígónu I Iðnó: Kór þebverskra borgara (öldunga).
EFTIR
ÓLAF
JÓNSSON
Margt
\