Vísir - 08.01.1970, Side 4

Vísir - 08.01.1970, Side 4
Viö, sem vinnum eldhússtörfin 18 ára gömul húsmóðir i Nor- folk í Virginíu-fylki, Dolores Hell er að nafni, leiddi nýja árið inn á heimili sitt með skothvelli frá haglabvssu. Hún skaut boa- risa- kyrkislöngu í eldhúsinu sínu. i Hún kom auga á halann á slöngunni á iði undir ísskápnum ' sínum og lét sér ekki verða meira t bilt við en svo, að hún dró slöng una út á halanum, og skaut hana með haglabyssu eiginmannsins, ■ sem rauk upp af blundi úr sóf- anum inni í stofunni, og ætlaði varla að trúa sírum eigin augum, i þegar hann sá morgunafrek eigin , konunnar. Engin skýring hefur fengizt á * því, hvemig slangan komst inn i t húsið. Dýraveradunarlög Krókódílar eignuðust nýjan vin ' i raun um daginn, sem er John » Lindsay borgarstjórinn i New , York. Hann beitti sér fyrir samn ingu laga, sem gengu i gildi 1. jan. og banna sölu á vamingi úr 1 skinni ameriska „alligators“-ins. , Þung viðurlög em viö broti á þessum lögum, eins árs fangelsi eða 1000 dollara Sekt. Þetta er \ gert til vemdar dýrinu, sem ligg , ur við útrýmingu vegna ásóknar skinnasala. ! I I Omar Sharif, kvikmyndaleikar inn égypzki, lifir sko ekki á kvik myndum éinum saman. Hann spil ar einriig bridge og hefur kom- ið á fót svonefndum Bridge-sirk- us Sharifs. Omar Sharif hefur lengi látið f veðri vaka við blaðamenn, að hann dreymi um að hætta kvik- myndaléik, en snúa sér f þess stað að bridgéspilamennsku, sem hann er allleikinn í. M.a. hefur hann spilað í landsliði Egypta- lands á ólympíumótum, og þótt hann skara fram úr mörgum öðr- um og standa ekki langt að baki þekktustu meisturunum. Engar horfur eru á því, að hann hætti kvikmyndaleik f bráð, en hinn hluti draums hans viröist ætla að rætast, þvf að á næstunni mun Bridge-sirkus hans keppa við nokkra kunna enska bridge- meistara f rúbertubridge og eru engir smámunir f húfi — 100 sterlingspund um hverja 100 punkta, auk einhverra hliðarveð- - mála, en alls. verða spilaðar 100 rúbertur og veröur keppnin á Picadilly-hóteli. Kunnugir telja að þarna verði þv,i spilgð um 10 til 15 milljónir íslerizkr'a króna. í Bridge-sirkus Sharifs eru erigir kvisar í iþróttinni, en auk hans eru Giorgio rtpfiadonna og Benito Garozzo (báðir meðlimir ítalska landsliðsins f bridge, sem haldið hefur heimsmeistaratitlinum ó- slitið í 11 ár), Yalloze og Del- mouly (báðir hafa spilað með franska l'-dsliðinu annað hvort í Evrópumótum, Ólympíumótum, eða heimsmeistarakeppnum). Englendingarnir, kappar Sharifs spila við eru Jeremy Flint og Jonathan Cansino, sem þekktir eru um meginlandið allt fyrir spilahæfni, en Flint hefur spilað í brezka landsliðinu og skrifað bækur og greinar um bridge. Ráðgert er aö sjónvarpið brezka taki kvikmynd (í litum) af keppninni, og til þess að tryggja sér sæmilega aðsókn að keppninni, hafa Englendingar sett það skilyrði, að Sharif spili minnst % hluta keppninnar. ) ) hreinsarans Martröð gluggahreinsarans varð að veruleika. Svífandi milli him- ins og jarðar — f 160 metra hæð yfir malbikinu lifði gluggahreins ari í Toronto i Kanada augnablik in, sem sérhver gluggahreinsari óttast og vonar að aldrei hendi hann. Ásamt vinnufélaga sínum vann hann í lyftustól utan á einu há- hýsi borgarinnar, þegar sigút- búnaður stólsins stóð skyndilega á sér og hættan vofði yfir. Þeim tókst þó að vekja athygli á örðugleikum sínum, og slökkvi liðsmenn komu þeim til hjálpar. Kaðlar voru látnir sfga niöur til þeiria ofan af þaki hússins, og hér á myndinni sést lokaatriði björgunarinnar, þegar glugga- hreinsaranum er hjálpað upp á þakið. Engan skyldi undra þótt manninn dreymdi ekki vel næstu nætur. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Lítt hrifnir af pelsunum hennar "X ;■ Ginu Lollobrigidu ítalska kvikmyndastjaman, Gina Lollobrigida, hefur egnt dýraverndunarsamtök í Bretlandi upp á móti sér... eða öllu held- ur er það innihald klæðaskáps hennar, sem gerir þeim gramt í geði, en þar er nefnilega að finna meðal annars sex .nýlega pelsa og þar af er einn maxípels úr tígrisskinni. „Við gerum ráð fyrir, að leik konan eigi þama skinn af minnsta kosti 250 dýrum", sagði einn af talsmönnum samtakanna. „Það hefur þurft minnst 10 tfgrisdýr til bes^ að fá nóg skinn f maxípelsinn, en almennt er tal ið, að eftir séu aðeins um sex hundrúð tígrisdýr í heiminum", sagöi maðurinn ennfremur, — „en það táknar að ein einasta kona beri á herðum sér einn sex- tugasta hluta af öllum stofnin- um.“ Hin 41 árs gamla leikkona kom til Lundúna um áramótin, en þar átti hún að koma fram í sjón- varpi með fimm maxípelsa — einn ú tú "isskinni, einn úr hlé- barðaskinni, tvo úr jagúarskinni, einn úr zobelskinni og tvo mini- pelsa úr minkaskinni. Lafði Dowing er kona, sem gegnir formennsku fyrir samtök um, er beitt hafa sér fyrir því, að kvenfólk gangi ekki f klæðn- aði, sem hafi leitt af sér kvalir fvrir skepnur. Frúin lawði einnig orð í belg um klæðnað Ginu Lollo brigidu og sagði, að hún væri jú ekki lengur ung og hún væri hrædd um, að pelsamir und irstrikuðu því miður aldur leik- konunnar. Til þess að sýna enga hlut- drægni báru blaðamenn þessi um mæli undir leikkonuna, sem sagð ist halda, að aðeins hefði þurft þrjú tígrisskinn f maxipels ’-ann ar, og bar hún í bætifláka fyrir sig með þvf, að tígrisdýrin hefðu verið þegar dauð, þegar hún fór á stjá í fatakaupin. Gina Lollobrigida í jagúarpels með silfurrefaskinni um kragann, en þessi mynd var tekin, pegar leikkonan ’ til Lundúna fyrir sjónvarpsupptökuna um áramót- in.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.