Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 4
Hann kenndi vélum málið
☆ -
MARGT ER SKRlTIÐ
I KÝRHAUSNUM.
Síðan þeir oþnuðu járnnámu
eina i Minnesota 1895, hefur
meira efni verið dregið upp úr
henni, heldur en flutt var á burt,
þegar menn grófu Panamaskurð-
inn.
Rúm 654 pund af hráefni þarf
til þéss að framleiða eina 376
punda tunnu af Portland-sementi.
Amazon-fljót flytur um 22,5
milljónir lítra vatns í Atlants-
hafið hverja sekúndu.
☆
FLEIRI BARNABÖRN.
Johnson, fyrrum forseti Banda-
rikjanna, hefur eignazt fleiri
barnaböm. Bóttir hans, Luci
Johnson — eða öllu heldur frú
Patrick Nugent, eignaðist dóttur
um miðjan þennan mánuð og er
hún annað bam hennar. Síðustu
fréttir herma, að bæði barni og
móður líði vel.
Pétur Ladefoged innriíaöist í
háskóla til þess að leggja stund
á enskunám, en hann hreifst svo
af hljómi málsins, að síðan hef-
ur hann varið 7 árum og $500.000
til rannsókna á því einu saman.
Árangurinn af þessu puði öllu
saman eru heilu staflarnir af
kössum, sem fullir eru af elektr-
ónískum útbúnaði, — og þeir
tala!
Eftir því hvaða takka hann
snýr eöa ýtir á, heyrast raddir
ungra stúlkna, pilta, gamalmenna,
fyllirafta o. s. frv. sem spyrja
m. a. — „Hvert erum við að
fara?“
Hvert Pétur Ladefoged er að
fara, er ekkert vafaatriði. Til rann
sóknarstofu sinnar vill hann helzt
fara, þar sem hann getur hlustað
á vélar sínar sundurgreina raanna
raddir eftir hljómnuin. Hann
vinnur að því að reyna að setja
saman með elektrónískum útbún-
aði radd- og heyrnarkerfi manns.
Víst er það fjarstæðukennt, að
þetta megi takast, og sjálfur lít-
ur hann raunsæjum augum á
Jletta og segir: „Þetta mun lík-
lega ekki takast fyrr en löngu
eftir mína daga.“
En árangurslaus hefur þessi
tiiraunastarfsemi hans ekki ver-
ið með öllu, því að hann getur
með vélum sínum, gengið úr
skugga um, hvort rödd manns,
sem tekin hefur verið upp á seg-
ulband, eöa heyrist í síma, til-
heyri ákveðnum manni eða ekki,
ef hann hefur samanburð.
Rannsóknadeiid sjóhersins hef-
ur hagnýtt sér þessa tækni hans,
en sjálfur segir hann, að þeir
hafi sótzt eftir þvf til að vita með
vissu „hvort það væri raunveru-
lega forsetinn, sem segöi þeim i
símanum að senda sprengjur af
stað, eða einhver eftirherma."
Hann getur látið tæki sín
mynda tal og mæla fram setn-
ingu, en þó er enn fjarri því, að
hann geti setzt á tal við vélar sín
ar og fengið þær til að halda uppi
samræðum við sig — en það er
einmitt það, sem hann segir að
tilraunir sínar stefni að.
Hann hefur unnið sér doktors-
gráðu fyrir rannsóknir sínar á tal
og heyrnarfærum mannsins, setn
hann grundvallar tilraunir sinar S.
„Ég fékk í upphafi áhuga á
þessu efni, þegar hjá mér vaknaði
löngun til þess að finna, hví
skáldið Shelley gat ort Ijóö, sem
hljómuðu betur en mín ljóð“,
segir Pétur Ladefoged, en hann
fann aldrei svariö við því.
i
VERÐLAUNUÐ
KATTARFEGURÐ
VISKl FYRIR BORÐ.
Geymi, sem innihélt um 180
þúsund lítra af viskí, skolaði fyr-
ir borð af þilfari flutningaskips-
ins Carlow Torr, þegar það var
á ferð í Norðursjó nýlega.
Síðast sást geymirinn á reki
fjórar mílur út af strönd Berwick
shire — og flýti sér nú, hver sem
betur getur!
„Hann er ósköp venjulegur
köttur,“ segir eigandinn, en þrátt
fyrir það hefur kisi, sem heitir
Christian, öðlazt fegurðartitil,
sem er alþjóðlegur. Christian er
af evrósku „rauðtoppa“ kyni,
Keppni sú, er kisi varð hlut-
skarpastúr í, var haldin í Tívóli
í Kaupmannahöfn og var þar
samankominn hópur af fegurstu
köttum sinna heimalanda þar eð
vafalaust hafa verið háðar undan-
rásir fyrir aðalkeppnina.
Það væri heldur ónotalegt að mæta þessum unga manni á gangi,
a. m. k. er viðkunnanlegra, þegar höfuðið er á sínum stað. —
En bíðum við. Það er ekki vert að Iáta ljósmyndarann plata sig,
því að þetta er einungis mynd af honum Clark, sem er nemandi
í háskólanum í Norður-Karólínu-fylki í Bandaríkjunum. — Hon-
um fannst napurt úti og þá var ekki annaö til bragðs að taka
en draga sig í „skel“ sínæ