Vísir


Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 8

Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 8
8 VISIR Utgefandi. Reykjaprent ö.t. Framkvæmdastjóri; Sveinn R. Eyjólfsson .Tónas Kristjánsson Aðstoðarritstjór): Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétnrsson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegl 178. Sími 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðia Vfsis — Edda h.f. ______________ Þekking i kjaramálum Aðild íslendinga að Efta mun hafa á efnahag okkar mikil óbein áhrif, sem lítill gaumur hefur verið gef- inn. Meðal hinna óbeinu áhrifa er, að við getum ekki lengur leyft okkur að rækta séríslenzk efnahags- vandamál. Það verður t. d. ekki hægt að skrá rangt gengi og skekkja þar með öll verðhlutföll í þjóðfélag- inu, eins og gert hefur verið undanfarna áratugi, eðli- legri framþróun í óhag. Eftir inngönguna í EFTA verður afkoma útflutningsatvinnuveganna enn háð- ari réttri gengisskráningu. Ef gengið rýrnar, dugir ekki annað en að viðurkenna það strax og lækka skráningu þess. Engin ríkisstjórn mun í framtíðinni geta leyft sér að halda uppi röngu gengi. Þessi staðreynd getur haft jákvæð áhrif á ýmis önnur séríslenzk vandamál. Það er trúlegt, að erfið- ara verði fyrir atvinnuvegina að velta kauphækkun- um út í verðið. Þeir verða of háðir alþjóðlegri sam- keppni til að geta leyft sér það. Þess vegna myndar aðildin að EFTA grundvöll að minnkandi verðbólgu. Atvinnuvegirnir munu því hér eftir standa fastar gegn miklum kauphækkunum í krónutölu. Og það verður auðveldara fyrir þá að fá fólk til að átta sig á því, hve nauðsynlegt er, að íslenzkir atvinnuvegir séu samkeppnishæfir gagnvart erlendum. Þess vegna er líklegt, að þátttakan í EFTA verði til þess að færa kjaramálin inn á friðsamari og virkari brautir. íslendingar þekkja vel gagnsleysi hinna 10—15% árlegu kauphækkana í krónutölu, sem leiða til verð- hækkana og óumflýjanlega um síðir til gengislækk- unar, sem étur aftur allt, sem áunnizt hefur í hinum miklu krónuhækkunum kaups. Þessi aðferð hefur aldrei verið annað en hringavitleysa, í ljósi þess, að árleg framleiðniaukning er aðeins um eða innan við 2%. Lífskjör geta aðeins batnað í sama mæli og fram- leiðnin eykst. Hún er aukin með því að bæta skipu- lag rekstrar atvinnufyrirtækja, með öflun fullkom- inna og sjálfvirkra tækja og með öðrum stjórnunar- aðgerðum. Slíkar aðgerðir auka afköstin á hvern starfsmann, þ. e. framleiðnina, og mynda jafnframt grundvöll að kjarabótum, einu kjárabótunum, sem eru varanlegar og hverfa ekki aftur í öðru formi. Samtök launþega og vinnuveitenda eiga að viður- kenna þessa staðreynd, báðum aðilum til hagsbóta. Fulltrúar þeirra eiga að hef ja samstarf um útreikninga á framleiðniþróun og semja um, hvemig hún komi launþegum til góða. Á þennan hátt eiga launþegar að geta fengið 1—3% raunverulega kjarabót á ári, eftir aukningu framleiðninnar, fyrir utan verðbólgu- bætur. Um slíkt er hægt að semja til langs tíma. Vinnudeilur í núverandi mynd verða óþarfar. Laun- þegafélögin geta einbeitt sér að rótum vandans, að fá atvinnuvegina til að auka framleiðnina hraðar, svo að lífskiörin batni hraðár. Það er tímabært orðið, að þekking nútímans sé beizluð í kjaramálum eins og á öðmm sviðum. i'jmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmr mmmmmmm < ) \ Þegar „pillan“ kom á markaðinn, voru flestir hæstánægðir. Þarna var loksins fundin einföld lausn á vandamáli of- fjölgunarinnar. Þarna náðist jafnrétti kynj- anna. Nú þurftu konur ekki að óttast lengur, að þær yrðu þungaðar af „tilviljun". Það var orð- ið jafneinfalt að velja milli barna og barnleys- is og að taka magnyl. — Á þessu er að verða breyting. Raddir efa- semda um gildi pillunn- ar verða háværari, og í síðustu viku hóf banda- rísk þingnefnd rann- sókn á því, hvort pillan væri skaðleg eða ekki. V í S I R . Þriðjudagur 27. janftar 1970. „Pillan“ birtist í margs konar myndum. Vísindamenn vitna um skaðsemi pillunnar Þingnefnd rannsakar málið — Hugmyndir um bólusetningu við frjóvgun Vísindamenn komu fyr- ir þingmenn öldunga- deildarinnar og fluttu hrollvekjur um hætturn ar, sem stafað gætu af pillunni. Átta og hálf milljón. Áhrifa pillunnar gætir hvar- vetna, jafnvel á íslandi. Fólki fjölgar minna hérlendis síöustu árin, meðal annars vegna til- komu hennar. í Bandarikjunum tekur um átta og háif milljón kvenna sinn daglega pillu- skammt. Heilbrigöisyfirvöld í Banda- ríkjunum telja enn sem fyrr, að flestar konur muni ekki bíða tjón af notkun pillunnar. Marg ir óttast þó, að langvarandi notk un geti valdið sjúkdómum, allt frá háum olóðþrýstingi tit krabbameins. Þeir hafa þó enn að minnsta kosti engar sannan-^ ir í höndum, aðeins talsverðar líkur. Bandariska einokunamefndin fjallaði um málið í fyrri viku. Til voru kvaddir sérfræöingar í þessum málum, færir vísinda- menn. Tilgangur rannsóknarinn- ar var að „rannsaka þaö vanda- mál, hvort notendur pillunnar til getnaðarvama væru nægi- lega uppfræddir um þá viður- kenndu hættu, sem al henní gæti stafaö“. Það er staðreynd, að mjög skortir fræðslu um það efni. 20—50% hætta á fyrsta ári. Grimmasti andstæðingur pill- unnar var dr. Hugh J. Davis frá John Hopkins háskóla, sem hef ur sjálfur fundið upp „hring- verjuna", eina af mörgum gerö- um getnaðarverja í legi. Dr. Davis benti í fyrsta lagi á, að milli 20 og 50 af hundraði allra kvenna, sem byrja aö nota pill- una, hætti því áður en ár er liðið vegna óþægilegra aukaverk ana. Hins vegar lagði hann mikla áherzlu á hætturnar, sem af pillunni stafa, aö hans áliti. Hann kvað brjóstkrabba hafa fundizt í dýrum, sem gefnir höfðu verið kvenhormónar sams konar og finnast í flestum getn- aðarverjum, sem teknar eru inn. „Væru þetta matvæli," segir hann, „þá mundi koma til álita aö fjarlægja þau af markaðin- um“. Dr. Davis leggur til, að bannað verði að nota pilluna lengur en tvö ár í einú. Tíu ár að koma fram Önnur vitni lögðu áherzlu á tímann, sem pillan væri notuö. Það tæki venjulega tíu ár, að áhrifin kæmu fram. Pillan hef- ur aðeins verið útbreidd í um fimm ár, svo að ekki er enn unnt að finna tengsl hennar og krabbameins i brjósti. Dr. Robert W. Kistner frá Harvardháskóla kom pillunni til hjálpar i þessari vitnaleiðslu. Hann kvaöst aöeins einu sinni á sextán ára tímabili hafa fund- ið krabbamein í brjósti hjá konu sem tekið hafði pilluna. Dr. Kistner taldi á engan hátt sann- að, að pillan hefði nokkur áhrif í þessum efnum. Athugendum ber yfirleitt saman, að engar öruggar sannanir hafi komið fram fyrir því, að pillan valdi krabbameini. Margar aðrar heilsufarslegar hættur kunna einnig að fylgja pillunni. Hörðustu andstæðing- ar hennar halda því fram, aö hún valdi í Bretlandi dauðsföll- um hjá 30 af hverjum milljón notendum á ári. Blóðtappi Konur þær, sem nota pilluna, kvarta oft um aukinn líkams- þunga, viðkvæm brjóst og breytingar á kynhvöt (á annan hvorn veginn). Þessar venjulegu aukaverkanir hverfa yfirleitt innan þriggja mánaöa. Miklum mun hættulegra er þaö, að pill- an geti valdið blóötappa f fót- legg, sem kemur fram í krampa. Þétta getur gerzt um tíma, en er ekki lífshættulegt, nema þessi „tappi“ flytji sig til £ lík- amanum, í lungu til dæmis, og veldur hann þá oft dauða. Blóðþrýstingur getur vaxið við pillunotkun, og konur, sem hættir til höfuðverkja, munu kenna þeirra í rikara mæli en fyrr, svo sem migraine". Ennfremur veldur pillan því stundum, aö dregur úr frjósemi, eftir að hætt er að nota hana. Læknar fullyrða, að sú teg- und pillu, sem tekin er „ein á dag“, eigi að útiloka alla mögu- leika á myndun blóötappa, en þarna fara nú fram miklar rann sóknir. Vitnisburður manna fyrir þingnefndinni var yfirleitt nei- kvæöur pillunni. Söknuöu sumir af þessum fundi margra vísinda- manna, sem mest mæla með pillunni, máli sínu til varnar. Niöurstööur rannsóknarinnar veröa líklega þær, að augljóst sé, að þörf sé bæöi aukinna rann sókna á skaðsemi pillunnar og, aukinni almennri fræðslu um þetta efni. Hvað tekur við? „Daginn eftir pilla“. Nú eru rannsakaðar nýjar leiðir til getnaðarvarna, til dæm ■ is þessar: 1. „Mikró-“ eöa „Mini“pilla, sem er smærri og ætti ekki að ha-fa jafnmiklSÝ skaðlegar auka verkanir. 2. Sprautur eða hormónabelg- ir, sem gætu hindrað frjóvgun í mánuði eða ár. 3. „Daginn eftir“-pilla, sem konur geta tekið, hafi þeim láöst að taka hana á reglúlegan hátí. 4. Pilla fyrir aarBnea;. 5. Bólusetning við frjóvgun, Þessar eru meöal fjölmargra leiöa, sem eru í áthugun í rann- sóknarstofum þessa dagana.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.