Vísir


Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 9

Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 9
V í SIR . Þriðjudagur 27. janúar 1970. 9 X Ég nota mínar eigin byrjanir, svo halda þeir að ég kunni ekki neitt... Tek rjúpna- skyttirí fram yfír skákina — segir Benóný, sem hrellir meistarana hvað mest við skákborðið urmóti, tefldi svo tvisvar í 1, flokki og varð efstur í seinna skiptið. Komst þá upp í meist- araflokk. — Þetta hefur svo gengiö æði skrykkjótt síðan. Ég hef litið verið með í mótum. Til dæmis hef ég ekki teflt á Skák- þingi íslands síðan 1963. ITvað veldur því að þér gengur svo vel á móti erlendu meisturunum? — Ég veit það ekkert, mér gekk nú ekkert sérstaklega vel á móti þeim síðast, tapaði fyrir öllum útlendingunum, var líka illa undir mótið búinn. En mað- ur magnast dálítið upp, þegar maður sezt á móti stórmeistur- um. Það dugir ekki nein minni- máttarkennd, þá ynni maður aldrei. —Þú ferð lítið eftir teoríunni í þinni taflmennsku? — Ég nota mikið byrjanir, sem ég finn sjálfur. Svo halda þeir að ég kunni ekkert í byrjun- um. Þeir eru svo bókstafstrúar þessir stórmeistarar, trúa á þetta eins og biblíuna. — Lestu mikið um skák? — Nei, ég geri það ekki nú oröið, ég reyni frekar að finna byrjanir sjálfur, mér finnst það betra. Þær verða fljótt úreltar þessar byrjanir í skákteoríunni. — Ertu ekki dálítið mistækur í skákinni. Þú ferð hættulegar leiðir? — Maður gerir vitleysur ann- að slagið. Þaö gerir líka æfinga- leysið. Þó maöur tefli f einu móti á ári segir það ekki neitt. — Er þetta skemmtilegt mót? — Já, það virðist ætla að verða það. Verst að Rússamir gátu ekki komið. Það hefði ver- ið skemmtilegt að fá þá. Þetta er mjög skemmtiíegt húsnæði, sem þeir hafa fengið þama í Hagaskólanum. Skemmtilegasti salurinn', sem teflt hefur verið i á svona mótum held ég. Ljósin eru mjög góð og svo er það til mikilla bóta, að ekki skuli mega reykja í salnum. — Ég tek rjúpnaskyttirí fram yfir skákina. Til dæmis er ég aldrei með á haustmót- unum hérna vegna þess að þá fer ég norður í Húnaþing að eltast við rjúpuna, segir Benóný Benediktsson, sem frægur er af því að hrella stórmeistara. Benóný hefur staðið sig mjög vel á alþjóða- mótinu, sem nú stendur yfir í Hagaskólanum, gerði jafn- tefli við stórmeistara og vann alþjóðameistarann Hecht. Hann fer sínar eigin leiðir á skákborðinu og er til alls vís. J?g held að það sé tóm vit- leysa, sem þeir em að tala um, að skákmönnum fari að hraka um fertugt. Ég er orðinn 52ja og mér finnst frekar eins og ég sé í framför. — Við fengum Benóný til þess að kíkja inn á ritstjómina fyrir helgina, þegar hann hafði lokiö biðskákinni á móti Braga Kristjánssyni með jafntefli. Sjálf ur er hann raunar ekki fyllilega ánægður meö þau úrslit. Hann snarast inn á skrifstofu Vísis, þéttur á velli, þungstígur, kímir svolítið og strýkur um snoð- klipptan kollinn um leið og hann sezt, síðan fær hann sér í nefið. — Ég lærði mannganginn þeg ar ég var noröur í Húnavatns- sýslu, eitthvað níu ára gamall, minnir mig. Svo tefldi ég ekkert í tíu ár. Það var talsverður skák áhugi þar fyrir noröan, þegar ég var að alast upp. Það var sagt að Jónas Sveinsson læknir á nvammstanga hafi átt sinn þátt í því. Og hér áður fyrr komu Róðir skákmenn úr Húnaþingi. — Ég byrjaði hins vegar ekki að tefla af alvöru fyrr en ég kom hingað suður ’41. Árið ’42 tefldi ég í 2. flokki f Reykjavik- — Ert þú ápægður ,;meö framniistöðu þína í mótimi? — Nei, ég héf verið í miklu óstuði, finnst mér, ég hef glopr- að unnum skákum niöur í jafn- tefli. Svo segja þeir í blöðunum að ég hafj verið með tap, eins og til dæmis á móti Matulovic. Ég held hann hafi aldrei haft möguleika á að vinna þá skák. Sama var með skákina á móti Hecht. Ég átti vinningslíkur f þeirri skák, þegar hann féll á tíma. Annars er aldrei vert að spá neinu í skák. Þaö getur allt gerzt. — Það er stórhættulegt að segja það fyrirfram að menn séu með tapað tafl eins og þeir geröu í blöðunum. Þetta getur orðið til þess að menn reyna ekkert, ganga að tapinu sem vísu. — Þær eru líka lélegar þessar skáklýsingar hjá blöðun- um því máttu bæta við. Þeir vanda sig ekki við þetta, þeir sem skrifa um skák, það er oft- ast nær hægt aö hrekja þessar skýringar þeirra. TXvemig finnst þér ungu menn * irnir okkar tefla á mótinu? — Þeir eru margir anzi slyngir. Hann er til dæmis mjög efnilegur hann Jón Torfason, hefur teflt mjög vel í mótinu. Hann er reyndar Húnvetningur, frá Torfalæk, ungur maöur ekki nema tvítugur. — Hver heldurðu að sé skemmtilegasta skák, sem þú manst eftir að hafa teflt? — Ég veit ekki, það er erfitt að gera upp á milli mótherja. Æt-li skákin við Illvitski hafi ekki verið sú skemmtilegasta, sem ég hef teflt, — jú hún var sú langskemmtilegasta. — Nú hefur þú oft verið að vinna erfiðisvinnu meðan á mót- um hefur staðið, er það ekkj erfitt að setjast niður viö tafl eftir að vera búinn að kasta vinnugallanum? — Ég vann verkamannavinnu hér áður og mér gekk ágætlega í mótum, þótt ég væri að vinna alla daga, —, Ég. er þins yegar ekkert aö vinna núna. — Auö- vitað hefur það mikiö að segja að vera vel fyrir kallaður. — Það er áreiðanlegt að innisetur fara illa með skákmenn og þeir eru nú flestir I skóla eða þá á skrifstofum þessir skákmenn okkar. Ég fer alltaf í Sundlaug- amar þegar mikið liggur við eins og núna. Sundiö hefur mjög góö áhrjf á skákina. — Að maður tali nú ekki um rjúpna- skyttiríið. Fjallgöngumar em mjög hressandi í góðu veðri. p'rtu nokkurn tíma kenndur við skákborðið? — Ég prófaöi það hér áður fyrr, og gekk svo sem ekkert verr. En þaö er auðvitað illa þokkað. Og það er bannaö nú orðið aö menn mæti undir áhrif- um á skákmót. Mönnum leyfðist þetta hér áður fyrr og kom reyndar oft fyrir. — Heldurðu aö drykkjuskap- ur fari illa með skákmenn? — Þeim fer aldrei fram með- an þeir drekka eitthvað að ráði, það er ábyggilegt. Maöur verður að passa vel upp á heilsuna í svona mótum, borða kraftmikinn mat og veta vel fyrir kalíaður. — Og þú' íéfðast■ áiltaf -á hjóiinu? — Já, ég er aiveg hissa á þvi hvað fáir nota reiðhjól hérna. Nú er orðið miklu betra að hjóla hérna heldur en var, flestar göt ur orönar malbikaðar. Ætli fólki finnist það ekki nógu fínt? ég veit það ekki. Það er allavega miklu þægilegra en eltast við þessa strætisvagna, og svo er það auk þess hollt og heilnæmt. — Hugsarðu um skák þegar maður sér þig svona dag- ligdags á hjólinu? — Nei, ekki venjulega. En meðan svona mót standa yfir er maður með allan hugann við þetta. 3. H. wssm □ Hverjar eru skyldur póstsins? Kona ein hringdi í gær og kvartaði yfir siæmri meðferð póstsins á bréfi, sem henni barst rétt í því frá myndastofu einnj f Kaupmannahöfn. Á um slaginu stóð, að það mætti ekki bögglast og inni f þvf var þykk ur pappi til að halda innihald- inu sléttu. Engu að sfður tókst póstinum að troða umslaginu tvöföldu gegnum bréfadfu og skemma myndina á þann hátt. Konan kvaðst einnig undrandi á seinagangi póstsins, t. d. hefði sér borizt bréf frá Isafirði, sem stimplað var í Reykjavfk 9 janúar og hefði verið sex daga á leiðinni frá póststofunni til hennar inn f Bústaðahverfi, eða þrisvar sinnum lengur en alla leið frá Vestfjörðum til Reykjavíkur. Snúðug Hjá Pósti og síma fengum við þær upplýsingar, að pósturinn hefði vissulega starfsreglur tii að fara eftir og ákveðnar skyldur „en að sjálfsögðu er misjafn sauður f mörgu fé“ eins og forsvarsmaður póstþjón ustunnar komst að orði, og get- ur póstþjónustan ekki ábyrgzt slíkt, ef bréf eða böggull er ekki f ábyrgð. Sé hins vegar um ábyrgð að ræða, þá má krefjast ailt að 700 króna bóta fyrir bréfapóst, en allt að 2000 krónum fyrir bögglapóst. Að bréf sé viku á leiðinni innanbæjar hiýtur að vera ein staklingsbundið og verður að rannsaka slfk atvik, hvert fyrir sig, og þá að hafa samband við viðkomandi aðila.bæði þann sem ber út póstinn og viðtakanda. □ Gæddir spádómsgáfu! Ég fer oft f bíó. Já, þaö má meira að segja næstum nefna það bíósýki. Eitt lfkar mér bara alls ekki og get ég víst ekki kennt kvikmyndahúsunum um það, heldur gestum þeirra. Sá ljóti ósiður að standa alltaf upp rétt áður en sýningu er að ljúka. Það er nú meiri helv... óþolinmæðin! Rétt eins og allir séu gæddir einhverri yfirskilvit- legri spádómsgáfu og viti nú vfst aideilis, hvemig þessj eða hin vitleysan endar. En furðu margir eru þeir, sem ekkert annað hafa að segja um flestar þær myndir sem þeir sækja „en að þetta hafi verið mesta vitleysa", enda þótt sá hinn samj kvikmyndahúsgestur hafi kannski velzt mn af hlátrl, eða vatnað músum. líkt og aetlaði hann sjálfum sér að drekkja. 5070—1964 HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.