Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 13
13
sokkum, fingravettlingum o.fl.
Skinnvettlingar eru nú mikiö
í tízku og geta verið afarfall-
egir. í ritinu er sniö að skinn-
vettlingum í meöal kvenstærð
og er hægt að búa til skinn-
vettlinga eftir þessu sniði. Efn
ið sem mælt er með er loðsútað
klippt gæruskinn frá Sláturfé-
lagi Suðurlands. Verklýsing og
mynd fylgir sniðinu.
Áður var minnzt á ársrit
Heimilisiðnaðarfélagsins frá ár
inu 1968. Það er ástæða til aö
minna á það aftur, því að f þvf
hefti er sagt frá flík, sem verð
ur geysimikið í tízku á þessu
ári, en það er mexikanski
„poncho“-inn. Þessi flík er eigin
lega heröaslá eða kappi, með
gati í miðju fyrir höfuðið. fs-
lenzkur heimilisiðnaður hefur
unnið þessa flík í íslenzku ofnu
ullarefni. Herðasláin er til
margra hluta nytsamleg eftir því
sem erlend rit herma, t.d. er
hún notuð — auövitað f léttu
efni — við stutta náttkjólinn,
einnig sem strandföt og síðast
en ekki sízt sem yfirhöfn eða
sérstæð útgáfa af blússu við
síðbuxur.
jpallegt og vandað ársrit Heim
ilisiðnaðarfélags Islands fyr
ir árið 1969 er nýkomið út. Ber
það nafnið Hugur og hönd og
hefur áður verið kynnt hér í
blaðinu, við útkomu ritsins fyr-
ir árið 1968.
í þessu nýjasta hefti er fjall
að um margvíslegar greinar inn
an hins íslenzka heimilisiðnað
og t.d. spónasmíöi, íslenzka glit-
vefnaöinn, lopapeysuna, ofna
muni og skinnklæði. Einnig eru
gefnar upp verklýsingar að ýms
um flikum t.d. loðhúfu, skinn-
vettlingum, lopapeysu, sport-
Herðasláin f ýmsum útgáfum verður notuð vlð ýmis tækl-
færi á þessu ári.
Svona á að þvo ís-
lenzku ullarvörurnar
l^itt af þvi, sem sagt er frá i
^ „Hug og hönd“ er þvott-
ur á prjónalesi. í öllu gerviefna-
flóðinu, sem dynur yfir okkur
getur farið svo að yngsta kyn-
slóðin kunni ekki að þvo flíkur,
sem eru úr ull, þvi leyfum við
okkur að taka hér upp forskrift
ina að því hvernig þvo eigi
prjónles, úr ritinu.
„Þýðingarmikiö er að vanda
þvott á öllu, sem prjónað er úr
íslenzkri ull, svo að hún haldi
áfram að vera létt, mjúk og fjað-
urmögnuð. Gera má hvort sem
er, að þvo bandið eða lopann
áður en prjónað er eða eftir.
Þvegiö er úr um 40 gráða heitu
vatni með þvottalegi. Flíkin er
sett á kaf í þvottavatnið, hreyfð
til og frá og kreist nokkrum
sinnum. Ágætt er að þvo tvisvar
úr sápulegi. Síðan skolað f
nægu vatni, jafnheitu, þar til
skolvatnið er hreint. Þá er
mesta vatnið kreist úr. Til að ná
vætunni betur úr er flíkin vaf
in þétt innan í þykkt handklæði
eða svampstykki, má þá renna
henni í gegnum þvottavindu. —
Einnig mætti setja á hana farg
smástund. Nú er flíkin hrist
og lögð ranghverf á þurrt hand
klæði sléttuð og lagfærð eftir
upprunalegu máli. Gott er að
snúa henni við, þegar hún er
næstum þurr. Flfk úr íslenzkri
ull er óþarfi að pressa — og
má alls ekki þurrka á ofniá'
/■ .
íslenzkir skinnvettlingar, sem má gera sjálfur.
VIS IR . Þriðjudagur 27. janúar 1970.
BIFREIÐAVIÐGERÐIR
Rétting, bfleigendur — rétting.
Látið okkur gera viö bílinn yðar. Réttingar, ryðbætingar,
grindarviðgerðir yfirbyggingar og almennar bílaviðgerðir.
Þéttum rúður. Höfum sílsa í flestar teg. bifreiða. Fljót
og góð afgreiðsla. Vönduö vinna. — Bíla- og vélaverkstæð
ið Kyndill, Súðarvogi 34, sími 32778.
ALSPRAUTUM OG BLETTUM BÍLA
úr hinum heimsþekktu VIEDULUX-bflalökkum. Bíllinn
fær háan varanlcgan gljáa. Bílasprautun Kópavogshálsi.
Sími 40677.
HEF OPNAÐ BIFREIÐAVERKSTÆÐI
að Hlunnavogi 3. — Annast allar réttingar og aðrar við-
gerðir. Reynið viðskiptin. Gísli Hermannsson, sími 33060.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
HJOLASTILLINGAR
MOTOBSTILLINGAR LJÚS ASTILLINGAR
Látið stilla i tíma. *§
Fljót og örugg þjónusta. I
BÍLASPRAUTUN
Alsprautum og blettum allar gerðir bfla, einnig börubíla.
Gerum fast tilboð. — Stirnir sf. bílasprautun, Dugguvogi
1, inng. frá Kænuvogi. Sími 33895.
KAUP — SALA
MÁLVERK — MÁLVERK
Nokkur góö málverk eftir þekkta listamenn til sölu. —
Lysthafendur sendi nafn og símanúmer f pósthólf 1089
Reykjavik____________________
KJÖRGRIPIR GAMLA TÍMANS
Klukkur, 6 gerðir. Ruggustólar, 5 gerðir. Borðstofusett,
4 gerðir. Svefnherbergissett, 2 gerðir. Úrval sérstæðra
hluta af ýmsu tagi. Opið frá kl. 14—18 og laugardaga kl.
14—17. ANTIK-HÚSGÖGN, Síðumúla 14, Rvfk. Sfmi
83160.
„Indversk undraveröld“
Nýjar vörur komnar
Langar yður til að eignast fáséðan
hlut? 1 Jasmin er alltaf eitthvað fágætt
að finna Mikið úrval fallegra og sér-
kennilegra muna til tækifærisgjafa. —
Austurlenzkir skrautmunir handunnir úr margvíslegum
efniviði. m.a. útskorin borð, hillur, vasar, skálar, bjöllur,
stjakar, alsilki, kjólefni, slæður, herðasjöl o. fl. Margar
tegundir af reykelsi. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju
fáið þér f JASMIN, Snorrabraut 22.
Nýkomin íslenzk dagatöl, verð kr. 30.
Ullarjafi i mörgum litum. Alltaf eitthvað nýtt, úrval af
hannyrðavörum. Handavinnubúðin Laugavegi 63.
Kápusalan Skúlagötu 51, auglýsir
Kvenkápur úr camelull, þrír litir, terylenesvampkápur .
loðfóðraðar, terylenejakkar, terylenekápur og herra-
frakkar. Teryleneefni í metratali og bútum, einnig margs
konar efnavara á mjög hagstæðu verði
ÝMISLEGT
AFGREIÐSLA AKRABORGAR
Akranesi, sfmi 2275.
KENNSLA
MYNDFLOSNÁMSKEIÐ
INNRITUN DAGLEGA j
HANDAVINNUBÚÐIN, LAUGAVEGI 63. ,
MÁLASKÓLINN MÍMIR
Lifandi tungumálakennsla. Enska, danska, þýzka, franska,
spánska, ítalska, norska, sænska, rússneska, íslenzka fyrir
útlendinga. Innritun kl. 1—7 e. h. Símar 10004 og 11-109.
Bezt að auglýsa í Visi